Tíminn - 03.10.1978, Page 13

Tíminn - 03.10.1978, Page 13
12 Þriöjudagur 3. október 1978 Þriöjudagur 3. október 1978 a55** ❖ msimn. 13 Njóttu dagsins með Dentokej Xylitol er náttúrulegt sætiefni Hressandi, sykurlaust tygsigúmmí frá Wrigleys Glaumur og gleöi rikti viö Tungurétt á Svarfaöardal á dög- unum, þegar Svarfdælingar héldu aöalréttardaginn sinn hátiölegan. Veöriö var aö vlsu ekki alveg eins gott og þaö heföi getaö veriö: nef- steita framan af degi og siöar rigningarskúrir. En auövitaö létu menn þaö engin áhrif hafa á réttargleöina og fjölmenntu aö vanda. Sumir gengu meira aö segja svo langt aö hafa innan- klæöa dreitil á fleyg og gáfu þannig veröhækkunargleöi rlkis- valdsins á blessuöu söngvatninu langt nef. Enda fór svo aö radd- bönd liökuöust þegar llöa tók á daginn og mátti þá heyra gamla og nýja réttarslagara sungna af hjartans lyst hér og þar á réttar- svæöinu. 1 litlum timburskúr voru kven- félagskonur á þönum daglangt meö kaffikönnur og kökudiska og reyndu aö framkvæma þaö sem fyrirfram virtist vonlaust verk: Aö seöja ómælt hungur gangna- manna og annarra réttargesta. Ekki er annaö vitaö en þaö hafi tekist bærilega. Allir virtust eiga góöan dag á Tunguréttinni, hver á sinn hátt. Málin voru rædd i hópum, sumir sungu, aörir þrefuöu — og svo var sopiö á. 1 afgirtu hólfi slöppuöu hestarnir af eftir gangnasperr- ingin annars staöar mátti sjá hunda fljúgast á. Konur gengu um og sýndu barnabörn sin þeim sem hafa vildu þrir pottormar stóöu uppi á þúfu og reyndu meö sér I sprænukeppni, og svo mætti lengi telja. Éinu lifa'ndi kvikindin sem meö réttu áttu hörmungardag voru auövitaö sláturlömbin.Þau áttu bágt meö aö þola dúndrandi erfi- drykkju mannfólksins eftir þau, og þaö löngu áöur en þeirra ævi var öll! Þau höfðu veriö hrakin ásamt sinum nánustu úr grösug- um sumarhögunum, hlaupib I of- boði undan froöufellandi hundum og gangnamönnum um holt og hæöir allt til byggöa. I réttinni beið þeirra þaö hlutskipti aö vera sýningargripir. Þeim var þvælt fram og aftur um almenninginn, togaö i hornin og ullina, eyrun þvæld og þukluð, vöðvabyggingin athuguö meö þéttingsföstu gripi niður i hrygginn og þeim siöan troöiö inn i stappfulla dilka. Þar þurfti svo að biöa og hanga tim- unum saman og hlusta á hús- bændurna og réttarliðið syngja og ólátast. Og allur þessi gleöskapur virtist vera til kominn vegna þess aö nú nálgaðist sá timi þegar Kiddi sláturhússtjóri og liðssafn- aöur hans tekur til við aö senda lömbin inn i eiliföina og breyta þeim i innmat, sviöahausa, niöur- greiddar kótelettur og lærissneiö- ar. Aumt er lifið lambanna á rétt- um. En þannig var réttardagur Svarfdælinga 1978 i stórum drátt- um. Hann er liklega i höfuðatriöum likur réttardögum i öörum sveit- um og breytist lítið frá ári til árs. En alltaf er samt jafn andsk... gaman á réttum — fyrir alla nema lömbin. Manni á Tungufelli (t.h.) sagöi aö sig'vantaöi kokkaplu (róöskonu) fyrir veturinn Textí og myndir: Atli Rúnar Haildórsson Fjallskilastjórn sveitarinnar haföi sérstaka vaktmenn júHus Danlelsson, hefur m.a. atvinnu af þvi aö troöa i réttunum til aö fylgjast meö þvi aö allt fari vel fram. visdómi I bændur og búaliö I gegnum búnaöarritiö Frey. Jóhann Danielsson, einn heims frægasti söngfugl Svarfdælinga var aösjálfsögöu mættur — auövitaö syngjandi. Gangnamenn voru ekki fyrr komnir af baki en lagiö var tekiö. Björn Gunnlaugsson er alls staöar auöþekktur af baskahúfunni sinm. Klængshólssystur. Ómar gat lika sungiö þegar á reyndi. Baldur á Brekku kemur til byggöa I öllum herklæöum Addi Stefáns (t.v.) ræöir málin viö viö Rikharð I Bakkageröi. Helgi Simonarson á Þverá. Svarfdælskt mannlíf í Kynslóöabilio? TUNGURÉTT

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.