Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 1
iSlöumúla 15 • PöSthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 ■ ■ ■ . Friðlýsing N-Atlantshafs óraunhæf — er álit utanrikisráðherra SS— „Min skoðun hefur verið sii, aö þessi hugmynd væri ekki raun- hæf varðandi svæði eins og N-At- lantshaf” sagði Benedikt Grön- dal, utanrikisráðherra, er Timinn innti hann álits á þeirri hugmynd Gils Guðmundssonar, er hann reifaði á fundi herstöðvaandstæð- inga fyrir skömmu, að N-Atlants- haf yröi friðlýst. „Þessi hugmynd hefur oft verið rædd undanfarin ár og er komin frá Alþýðubandalagsmönnum. Mér er kunnugt um það, að einn þingmaður þeirra mun hafa fengið þessa hugmynd á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað hefur verið um það, hvort unnt væri að koma á friðlýsingu Indlandshafs. Sannleikurinn um friðlýsingu Indlandshafs er hins vegar sá, að hugmyndinni var vel tekið, hiin var samþykkt og manni sýndist að þetta gæti gengið.af þvi að risaveldin voru þá ekki búin að koma sér upp flotaaðstöðu við þetta haf og þar voruengin sterkflotaveldi. En nú höfum við margra ára reynslu af þvi, að þrátt fyrir þessar tiltölu- lega góðu aðstæður, þá hefur þessifriðlýsingekki gengið. Bæði Sovétrikin og Bandarikin hafa komið sér upp stöðvum þarna, þannig að friðlýsing Indlandshafs situr föst. Þess má og geta að S.Þ., settu á laggirnar sérstaka nefnd til að fara með þetta mál, en hún hefur verið starfslaus ár eftir ár vegna þess að stórveldin neita að taka þátt i henni”. Þá sagði Benedikt,að nefnd sú, sem fyrirhugað væri,samkvæmt samstarfsyfirlýsingu rikisstjórn- arinnar, að fjallaði um öryggis- mál, myndi mjög sennilega fjalla um þetta mál ,,en ég held að hún muni komast að raun um þaö, að óviða á jörðinni er erfiðara að koma fram friðlýsingu en á N-At- lantshafi, jafnvel þó aö hugmynd- in sé i sjálfu sér mjög æskileg. Hver vill ekki búa á friðlýstu svæði, ef það væri raunveruleg friðlýsing, sem hægt væri að treysta á?” — Er mikið um það, að kjarn- orkuknúnir kafbátar með kjarn- orkuvopn innanborðs séu jafnvel á sveimi upp við 4 milna mörkin? , ,Ég hef ekki upplýsingar um einstök tilvik, en ég hef um langt árabil verið sannfærður um það, að það sé mjög mikið um slikt. Þeir mega samkvæmt alþjóða- lögum I dag sigla alveg upp að 4 milna mörkunum. Þaö má ekkert herskip fara inn fyrir 4 milur eða koma i islenska höfn nema með leyfi íslenskra yfirvalda. Hins vegar er það almenn skoðun, að þessa lögsögu þurfi að færa út i 12 milurogéggeri mér vonir um, að það verði einn liðurinn i nýrri lög- gjöf um landhelgismál”. — Hvað um einhliða friðlýsingu tslendinga innan 200 milna auð- lindalögsögunnar? Ekki leyft að selja ferska sild úr landi — að öllu óbreyttu, segir Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðu- neytisins Kás —„Við teljum það ekki tíma- bært að veita slikt leyfi, og senni- lega verður það ekki gert. Am.k. er það ekki timabært i dag”, sagði Jón Arnalds ráðuneytis- stjóri i sjávarútvegsráðuneytinu, i samtali við Timann I gær, þegar hann var spurður að þvi hvort orðið yrði við óskum sjómanna og útgerðarmanna, og leyft að selja ferska sild úr landi. „Við gefum sjómönnum ekkert undir fótinn, með útgáfu slikra leyfa, enda er búið að selja svo mikið fyrirfram, bæði af saltaöri ogfrystrisild. Égtel að ekkert vit sé i þvi að veita leyfi til að selja ferska óverkaða sild úr landi, meðan hægt er að selja hana full- unna. Hitt er annaö mál”, sagöi Jón, „að það er viðskiptaráðuneytið sem gefur þeta leyfi. En hins veg- ar snertir þetta okkur, þvi að þetta kemur auðvitað inn á sjálf- ar veiðarnar.” Rússar teknir i landhelgi: Gátu með engu móti haft veiðileyfi Sjá baksíðu „Égdreg algjörlega i efa að við gætum framfylgt þvi. Ég held að ef við stæöum að slikri friðlýs- ingu, þá myndu kafbátar bara fagna þvi, ef þeir fá svæði til að athafna sig á, þar sem eftirlit væri algjörlega ófullnægjandi. Við höfum ekki minnstu von um að geta sjálfir fylgst með kaf- bátaferðum. Viö höfum okkar landhelgisgæslu og hún er útbúin til að fylgjast með fiskiskipum og öðru sem siglir á yfirborðinu, en það er allt annar handleggur, aö fylgjast meö þvi sem gerist i undirdjúpunum og það er þar sem hin hættulegu kjarnorkuvopn eru”. — Hvert erþitt álitá þeirri hug mynd að rjúfa fjárhagsleg og at- vinnuleg tengsl við flugvallar- svæðið, jafnhliða kröftugri at- vinnuþróun á Suðurnesjum? „Ég hef talið að það væri mjög æskilegt i fyrsta lagi að koma á aðskilnaöi milli varnarliðssvæðis ogt.d. farþegaflugs ogannars is- lensks starfs á meðan varnarliðið er hérna. Þetta getum við ekki gert fyrr en við fáum flugstöðina margumræddu. I öðru lagi hefur það verið ætlun manna að kanna vandlega skipti Islendinga við varnarliðið og skoða þau mál, Benedikt Gröndal þannig aö ef eitthvaö reynist vera óeðlilegt þá verði það lagað en á meðan varnarliðiö er hér, þá held ég að það sé ekki raunhæft eða æskilegt að gera varnarsvæöiö að einskonar fangabúðum. Nú þarf að efla atvinnulif á Suð- urnesjum alveg án tillits til flug- vallarins, til að byggja upp og styrkja islensku atvinnufyrirtæk- in þar við sjóinn og helst þyrfti að koma þar meira af iðnaði. Þar að auki þurfum viö auðvitað að búa okkur undir það, að þetta fólk sem starfar við flugvöllinn þurfi ekki að vera háð dvöl varnarliös- Norsk og íslensk stjómvöld hefja óformlegar viðræður um Jan Mayen loðnuna — í næstu viku Kás Nýhafnar loðnuveiðar Norö- manna við Jan Mayen hafa orðið mörgum áhyggjuefni. Talið er að þeir hafi veitt um 150.000 lestir á þeim slóðum, það sem af er þessu sumri. Bæði fiskifræðingar og Félag islenskra fiskimjölsfram- leiðenda, hafa látiö það álit í ljós. Nú i næstu viku munu hefjast ó- formlegar viðræöur milli Norö- manna og tslendinga um þetta viðkvæma mál. Enfundur verður haldinn i Bergen i Noregi 12. og 13. þessa mánaðar i norrænni samstarfsnefnd um sjávarút- vegsmál, þar sem þaö veröur tek- ið fyrir, að ósk Islendinga. Þeir sem sækja fundinn af Islands hálfu eru Jón Arnalds, Már Elisson, Agúst Einarsson, og Jakob Jakobsson. Þetta er hlaupagikkurinn Marcus Hansen frá Danmörku, sem eins og kunnugt er af fréttum hyggst hlaupa I kring um jörðina og var einmitt á leiö yfir Island í fyrra mánuði.....f guðs bænum trúið ekki þessarí vitleysu um þennan friska og hressa mann og okkur alveg ókunnan, sem Róbert hitti fyrir á götu i gær. Hvað vitum við um loðnuna? Er hún ofveidd? ,, Verðum að taka tillit til veiða útiendinga á loðnu”. sjá viðtal við Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræðing á bls.3. i Heimilis-Tim anum, sem fylgir blaðinu i dag er hægt að lesa um Olympiuleikana, sem verða i Moskvu áður en langt um liður. Þar er einnig grein um njdsnarann fræga, Mata Hari. Teddy Kennedy sonur Edwards Kennedy var i sigl- ingum á Miðjarðarhafinu i sumar, og frá þvf segir i Heimilis-Tim anum. Blóma- þættir, handavinnu og matar- uppskriftir auk fjölmargs annars er að finna i blaöinu nú sem fyrr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.