Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. október 1978 9 anna á garðyrkju að aukast Gubrún Gu&mundsdóttir að spila „Emil I Kattholti” við dóttur slna, Fjólu Grétarsdóttur. Bak við þaer y er heljar gúmmlplanta. iðjunni og til hægri sést eitt gróðurhúsa skólans. Mynd: Róbert. ATA — Rétt fyrir ofan Hveragerði er Garð- yrkjuskóli rikisins. Skólinn verður 40 ára á næsta ári og þvi fannst blaðamönnum ekki úr vegi að kynna sér starfsemi hans ofurlitið, er þeir áttu leið um Hveragerði fyrir skömmu. ■ Skólastjórinn, Grétar Unn- steinsson, var ekki heima er blaðamenn knúöu dyra i skólastjórabústaðnum, en eiginkona hans, Guðrún Guð- mundsdóttir, var fús til að fræða okkur um skólann. — Það er mikil aðsókn i skólann ogumsóknum fjölgar ár frá ári. 1 ár sóttu til dæmis 50 um skólavist en við getum ekki tekið nema imesta lagi 35 nemendur i einu. Við tökum inn f skólannannaðhvertár en eins og fyrr segir ekki fleiri en 35. Fjöldinn takmarkast af þvi að heimavistin tekur ekki nema 26-27 nemendur. Auk þess höfum við getað útvegað vist i heimahúsum i Hvera- gerði. Núna er i undirbúningí að stækka heimavistina, þannig að í framtiðinni verður e.t.v. hægt að taka við fleiri nemendum. — Yngstu nemendurnir eru 18 ára en sá elsti var fertugur. Við höfum inntökupróf i skól- — Litíð við í Garðyrkjuskóla ríkisins I Hveragerði ann, nemendur þurfa að hafa lágmarkskunnáttu er þeir hefja nám. Fyrir inntökupróf- iðerum við með undirbúnings- námskeið, sem væntanlegum nemendum gefst kostur á að taka þátt i. Slikt undir- búningsnámskeið hófst hjá okkur þann 26. september og stendur i hálfan mánuð. Skól- inn s jálfur byrjar ekki fyrr en um miðjan mánuöinn. — Námsgreinarnar eru margvíslegar, t.d. bókfærsla, stærðfræði, eðlisfræði og tungumál, auk ýmissa garð- yrkju- og jarðvegsfræða. Strax i upphafi skiptist námiö i þrjár brautir: Skrúðgarð- yrkju, ylrækt og skógrækt. Siöasttalda námsbrautin er nýjung. — Hverjar eru svo fram- tiðarhorfur þeirra, sem út- skrifast? — Hingað til hafa þær veriö mjöggóðar. Allir þeir, sem út- skrif ast hafa komist beint út á vinnumarkaðinn enda hefur verið meiri eftirspurn en framboð eftir garðyrkju- mönnum. Ahugi manna á garðrækt er lika alltaf að aukast. Sú aukning er sérstak- lega áberandi úti á lands- byggðinni. — Með þvi að útskrifast úr skólanum hérna opnast einnig góðir möguleikar á fram- haldsmenntun erlendis, til dæmis á tækninámi. Tækni- skólar á Norðurlöndum standa þessum nemendum opnir og þess eru einnig dæmi, að nem- ■ endur hafi komist beint inn I háskóla. — Hvernig likar þér að búa I Hveragerði? — Mér likar mjög vel hér. Ég er annars borin og barn- fædd í Reykjavik en flutti hingað með manni minum fyrir tólf árum, er hann varð skólastjóri. Hér er meira næði en i borginni og minni streita. Samt er borgin nærri, ef maður þarf að sækja eitthvað þangað, sagði Guðrún Guðmundsdóttir. A HONDA _____ ÆCORD1979 í-----------^ Peir sem hafa lagt inn pant- anir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við umboðið eru komnar til landsins bifreiðar árgerð 1979 Nokkrum bílum óráðstafað v_________________________) á Islandi Suðurlandsbraut 20, sími 38772, Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.