Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. október 1978 7 Þau siðspillandi skrif sem dagblaðið Visir hefur nú siðustu dagana ástundað um byggingar sölu og leiguibúða á vegum sveitarfélaga um landið náðu nýju hámarki með viðtölum blaðsins við sex stjórnmála- menn sl. mánudag. Svo mikið hafði blaðið við til að koma vitleysunni á framfæri að viðtölin voru birt i opnunni á annarri og þriðju sfðu blaðsins. Til þess að skýra hve siðspillt- ir og viðurstyggilegir þessir stjórnmálamenn eru að megin- hluta skal hér getið svara þeirra sem munu og sýna hve litla þekkingu flestir þeirra hafa á málinu. AlbertGuðmundsson alþm.sem sat á Alþingi þegar lögin um sölu og leiguibúðirnar voru sett, lætur eins og honum sé alls ókunnugt um að Reykvíkingar hafa notið samskonar fyrir- greiðslu til ibúðabygginga þó svo að það hafi verið gert eftir öðrum lögum. Þetta vissi Albert örugglega og þvi er svar hans dæmigert um siðspilltan stjórn- málamann og honum til skammar. Birgir isleifur Gunnarsson borgarfulltrúi segir: „Þetta er alveg dæmigert um hvernig hægt er að leika á flókin kerfi sem rikisvaldið setur upp”. Birgir veit að sveitastjórnir út um land hafa ekki notað þetta kerfi tilþessaðleika á þaðlána- kerfi sem upp var sett, heldur aðeins notað það til þess að byggja sölu og leiguibúðir eins og gert hefur verið i Reykjavik eftir kerfi sem kallað var Bygg- ingaráætlun iBreiðholti. Það er þvi fleipur og viðurstyggilegt af Birgiað láta hafa þessa vitleysu eftir sér. Magnús Magnússon félags- málaráðherra svarar þessu i fyrstu setningu þannig: „Þetta er sama fyrirgreiðsla og Reyk- vikingar fengu á byggingar- áætluninni i Breiðholti.” Svar Magnúsar er byggt á þekkingu og skilningiá umræddum lögum og framkvæmd þeirra og sýnir að hinn nýi félagsmálaráðherra hefur þekkingu á þeim málum sem hann fjallar um, Magnúsi til sóma. Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi svarar þvi til að honum sé máliö ekki kunnugt og opinber- ar, þvi miður, ótrúlega van- þekkingu. Svava Jakobsdóttir alþm telur óeölilegt að leyfa sölu á um- ræddum ibúöum og segin „Sveitarfélögunum eru meö þessu veitt óeðlileg friðindi miðað við Reykjavikurborg.” Það væri ákaflega siðlegt og yndislegt að Svava ræddi málið við Magnús félagsmála- ráöherra við tækifæri þvi þá kæmi hún ekki meö svona vit- lausar fullyrðingar á eftir. Vilmundur Gylfason alþm. seg- ir margt skrautlegt og sparar ekki stóru orðin aö venju. í sinu stutta svari kemur hann þó fyrir m.a. eftirfarandi: „Skaðlegt ójafnvægi,” „full- komna ósanngirni”, að braska i verðbólgunni” svona hneyksli og spilling” „er það „viður- styggilegt”. „Óeðlilegt og siðspillandi”. Vilmundur er sannfærður og vitnar i orð Viglundar Þor- steinssonar sem gert hefur sig sekan um að fara með fleipur og falsanir i þessu máli. Um Viglund segir Vilmundur: „Ég veit ekki til að Viglundur fari yfirleitt með fleipur og mér finnst þetta allt vera mjög pott- þétt sem hann er að segja þarna.” Sjaldan eða aldrei hefur „rannsóknarblaðamaðurinn” Vilmundur Gylfason flett jafn rækilega ofan af þvi hve hann er ótrúlega siðspillt eða auðtrúa sál. Það er að sjálfsögðu ofboðs- legt að svo auðtrúa og einföld sál sem Vilmundur opinberar sig að vera skuli hafa náð kosningu inn á Alþingi.Ef það á að vera framtið þingsins að þangað veljist fljótfærar auð- trúa og spilltar sáhr sem Vil- mundur þá mun virðingu Al- þingis hraka. Þessum „rannsóknarblaða- Pólitískir siðleysingjar KRISTINN SNÆLAND manni” og alþingismanni nægir sem sé fullyrðing eins manns sem augljóslega er i þeirri aö- stöðu að hljóta að teljast hlut- drægur aðVilmundur skuli taka orð hans trúanleg án þess að kanna málið frá öðrum hliðum sýnir að Vilmundur er annað hvort auðtrúa kjáni eða illa inn- rættur siðleysingi. Vilmundi væri hollt að fara i skóla til Magnúsar félagsmála- ráðherra, þangað gæti hann sótt fræðslu um máliö og gerði sig þá ekki að fifli i þessu máli aftur, þó svo ég treysti honum til þess að gera það i mörgum málum enn,enda er maðurinn ákaflega iUa að sér i fjölmörgum málum sem hann hefur þó gasprað einna hæst allra manna um. Þess má geta til dæmis um hin gróflegu vinnubrögð Visis i þessu máli að á 16 siðu i sama blaði og viðtölin eru á annarri og þriðju siðu er grein eftir Sigurð Sigurösson byggingar- verkfræðing sem þar fjallar um fullyrðingar Viglundar og dreg- ur fram staöreyndir málsins sem eru allt aðrar en Visir vill halda á lofti. Grein Sigurðarer byggðá þekk- ingu eins og umsögn Magnúsar Magnússonar ráðherra en greinin er falin á 16 siðu og ekki nóg með það: E.S.J. sem er sá blaðamaður Visis sem fjallað hefur um greinina telur hana nógu merka til þess aö vitna til hennar á forsiöu en þá með þeim einstæöa hætti að vitna til aukaatriðis I greminni, atriöis sem höfundur greinarinnar leggur enga sérstaka áherslu á. Ef E.S.J. hefði hinsvegar slegið upp á forsiðunni aðalat- riði greinarinnar þá hefði hann þar með veriö búinn að gera al- gerlega ómerkar allar full- yrðingarnar stjórnmálamann- anna sem birtust á annari og þriðju siðu og gera æsifrétt úr grein Sigurðar. Grein Sigurðar er vissulega ekki æsifrétt en sem andstæða vitleysunnar og vaðalsins úr stjórnmálamönnunum (að und- anskildum Magnúsi) var grein- in mjög athyglisverð, ekki sist það að hún geröi þá aö þeim meiri fiflum sem þeir létu meir eftir sér hafa, kraftakjaftaskur- inn Vilmundur átti þar aö von- um metið. Vinnubrögð Visis i þessu máli eru til skammar, þau eru sið- spillandi og sannkallað viöur- styggilegt hneyksli. Stóru orðin i ritsmfð þessari eru i hana sett til þess að hún verði frekar Vil- mundi Gylfasyni og sliku fólki aðskapi.Venjulegt sómakært og kurteist fólk er beðiö afsökunar, viö erum bara svona við Vil- mundur. Búvöruframleiðsla Vestfirðinga Vegna þeirrar sölutregðu sem verið hefurum skeið á búvörum tslendinga og þá sérstaklega þess lága verðs sem fæst fyrir þær erlendis i samkeppni viö margháttaðar niðurgreiðslur hefur veriö talað um offram- leiðslu á þessum vörum hér á landi. Er þá miðað viðað eðlileg framleiðsla fullnægi neyzlu- þörfum tslendinga eða sé i mesta lagi 10% umfram þær. Verðtrygging sú sem bændum hér á landi var veitt með laga- ákvæðum um útflutningsbætur er miöuð við þetta framleiðslu- magn. Offramleiðsla og sér- staða Vestfirðinga Þrátt fyrir það að islenzkum bændum hefur fækkað verulega fer framleiösla þeirra sifellt vaxandi enda hafa erlend að- föng til landbúnaðar aukizt mjög i kjarnfóðri og vélvæð- ingu. Er nú svo komið að verö- trygging útflutningsbóta nægir alls ekki til þess að grundvallar- verð náist. Þá er gripið til veröjöfnunargjalds sem leggst jafnt á alla og lækkar verðið til allra og jafnar þaö um leið. Sauðfjárbændur eru að visu gjaldskyldir sér og mjólkur- framleiðslan i öðru lagi. En hjá báðum þessum aðalgreinum er talað um verulega offramleiðslu sem þurfi að draga úr með einhverjum hömlum. tumræðum um þessi mál hef- ur það komið fram hjá sumum Vestfirðingum að engin offram- leiðsla búvara sé á Vestfjörðum og beri því að undanskilja þann landshluta við þær aögeröir sem kunna að koma til framkvæmda og hugsaöar eru til að draga úr framleiðslu. Meðal annars er þessu haldið fram i viðtölum sem blaöamaðnr Timans átti við tvo stéttarsambands- fulltrúa, Sigmund á Látrum og Engilbert á Tyrðilmýri, en viðtal þetta birtist i Timanum 8. september. Það er þvi ástæða til að gera ;ír erein fyrir stöðu Vestfirð- inga f þt'ssum framleiðslumál- um. Mjólkurframleiðslan Litum þá fyrst á mólkurmál- in. Sökum strjálbýlis, landslags og vegalengda hafa sumar byggöir Vestfjarða enga að- stöðu til mjólkursölu til mjólkursamlags. Úr Bæjar- hreppi i Strandasýslu fer mjólk- in i samlagið á Hvammstanga en bændur i Geiradal og Reykhólasveit leggja mjólkina inn I Búðardal. Þeirra fram- leiðslumál blandast þvi vinnslu- búum i öðrum landshlutum. Samlagssvæði mjólkurbúsins á Patreksfirði er Vest- ur-Barðastrandarsýsla. Þar hefur verið nóg m jólk enda voru þar312kýr haustið 1976 en ibúar sýslunnar voru þá 1966. Þarna kemur þvieinkýrá móti 6,3 ibú- um. Þá er eftir mjólkursamlagið á Isafirði. Sé litið á Isafjarðar- sýslur ásamt Bolungarvik og Isafjarðarkaupstað sem eina heild, þá voru ibúar þar 6503 i desember 1976 en mjólkurkýr voru þá taldar 582 og koma 11,2 ibúar á móti hverri mjólkurkú. Segja má að þessi kúafjöldi væri nógur til að fullnægja nýmjólkurþörfinni ef samlagið fengi jafnmikla mjólk allar vik- ur ársins. Én þvi er ekki að heilsa. Júlimánuður skilar hér sem annars staðar tvöfaldri mjólk á við suma vetrarmánuð- ina, enda hefur skort neyzlumjólk á Isafirði yfir vet- urinn. Bætt hefur veriö úr þvi með aðflutningi mjólkur úr öðr- um landshlutum en bændur jafnframt hvattir til að fjölga kúm og auka mjólkurfram- leiðslu. Sigmundur og fleiri hlýddu kallinu Sigmundur á Látrum hlýddi þessu kalli, byggði nýtizku fjós oe fiölgaði kúnum. Mjólkur- framleiðslan jókst hjá nokkrum öðrum og innlögð mjólk i sam- lagið á Isafirði hefur farið vax- andi siöustu misserin. A þessu ári befur aðflutt m jólk úr öðrum landshlutum aðeins numið rúm- lega 30 þúsund litrum og barst hún til Isafjarðar I janúar, febrúar og marz. Hins vegar hefur þurft aö flytja þangað mikið af rjóma og skyri eða efni til skyrgerðar. Þykir mörgum Vestfirðingum eölilegt að mjólkin sem þarf að skilja til að fá skyr og rjóma og jafnvel eitthvað af smjöri verði fram- leiddá Vestfjörðum, en stööin á Isafirði hefur ekki tæki til fjöl- breyttari framleiðslu. GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON Ekki er gott að segja hve margar kýr þarf á svæöið til þess að standa undir þessari framleiðslu en algert lágmark eraðein kýr sjái fyrirþörfum 10 ibúa og til þess þarf 650 kýr. En væri hlutfallið milli fólks og kúa svipað og i Vestur-Barða- strandarsýslu þyrfti Isafjaröar- svæðið um 1000 k_ýr. t»á er komiö að kjötinu Haustið 1976 varslátraö 84.287 dilkum i sláturhúsum á Vest- fjörðum og var meðalþyngd fallanna 15,54 kg og kjötmagnið alls 1.309.867 kg. En allt kinda- kjöt i þessum sláturhúsum var rúmlega 1495 tonn og verður að telja það kindakjötsframleiðslu Vestfirðinga það áriö. Að visu munu nokkrir menn úr Dala- sýslu slátra fé sinu á Boröeyri en varla þarf að draga mikiö frá magninu þess vegna. Sam- kvæmt þessu er Vestfjarðakjöt- ið rúmlega 10. hluti af öllu þvi kindakjöti sem til fellur i land- inu en Vestfirðingar eru innan við 20. hluta af landsmönnum. Engar skýrslur eru um þaö hversu mildð kindakjöt Vest- firðingar borða yfir árið, en tal- ið er að meðalneyzla hvers Islendings sé 44 kg. Vestfiröing- ar voru taldir 10080 þann 1. desember 1976 og ársneyzla þeirra ætti samkvæmt þvi að vera 443.520 kg. Það verða þvi afgangs um 1000 tonn sem flytja þarf burt af svæðinu til neyzlu annars staðar eða 2/3 hlutar kindakjötsins á Vestfjörðum. Vænleiki fjárins á Vestfjörðum Það er vert að veita þvi athygli að haustið 1976 var meðalfall vestfirzkra dilka 15,54 kg en landsmeðaltalið var 14,^8 kg. Þyngstir voru dilkar á Noröurfiröi á Ströndum, 17,30 kg, á Hólmavik 16,64 kg og á Óspakseyri 16,23 kg. Þessi þungi bendir til þess að ekki sé um of- beit að ræða á Vestfjörðum eða a.m.k. óviða. Þó er vert aö athuga hvort frjósemi sauðfjár muni vera minni þar en i öörum landshlutum svo að meiru sé slátrað af einlembingum. Hagtiðindin segja að sauðfé á Vestfjörðum eftir sláturtið árið 1975 hafi verið 78.643 talsins. Haustið 1976 var slátrað á svæð- inu 84.287 dilkum eða nokkru fleiri en fjárfjöldinn var vetur- inn áður. Á öllu landinu voru settar á vetur 860.950 sauðkind- ur haustið 1975 en slátrað haust- ið eftir 858.950 dilkum, sem er aðeins lægri tala. En til þess að gera engum rangt til viö saman- burðinn ber aö geta þess að á Vestfjörðum fækkaði fé á fóðr- um milli þessara ára um 666 en á landinu i heild fjölgaði um 10.472. Sé þeirri tölu bætt við sláturdilkana, en fjöldi þeirra hefði aukist um þessa töluheföi eldisfé ekki f jölgað, reynist tala sláturdilka 101,5 eftir hverjar 100 vetrarfóðraðar kindur. Séu hins vegardregnir 666 dilkar frá sláturlömbunum á Vestfjörðum vegna f járfækkunar þar, kemur á daginn að Vestfirðingar fluttu Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.