Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 5. október 1978 á víðavangi Þar sem hinir mörgu dýrka hina fáu t Fagblaðinu í gær birtist grein eftir Sigurð E. Guð- mundsson, þar sem hann hreyfir mjög þörfu máli er hann ræðir um fjáraustur opinberra aðila i iþróttamann- virki fyrir þá fáu sem setja, eða reyna að setja einhver met, meðan framkvæmdir fyrir fjöldann, sem stundar hverskonar iþróttir og útilif i þvi skyni að bæta andlega og likamlega heilsu sina eru látn- ar sitja á hakanum. Sigurður segir m.a.: Almenningur borgar brúsann „Höfundur þessa greinar- korns hefur stundum leyft sér að gagnrýna þá stjörnuiþrótt- astefnu, sem gegnsýrir allt iþróttalif hér á landi og annars staðar, jafnt austantjalds sem vestan. 1 fáum orðum sagt miðar hún fyrst og sfðast að þvi að stofna til sifelldra keppnisleikja með einstaklingum og keppnisliö- um þar sem verðlaunin eru frægð og hylli viðrómuð i fjöl- miðlum. Allar byggingar iþróttamannvirkja miða öðru fremur að þessu markmiði, yfirleitt eru þau vettvangur þar sem hinir afar mörgu dá afrek og dýrka hina fáu út- völdu. Vitaskuld er það al- menningur sjálfur sem borgar brúsann, en ekki þeir tiltölu- lega fáu, sem mannvirkin nota sjáifum sér til dýröar. Sjálfstæðisíþróttamenn hafa ráðið stefnunni Þaö gerist bæði vegna þess, að allir stjórnmálaflokkarnir eru undirlagðir af stjörnu- dýrkunarviöhorfinu i iþrótta- málum og eins vegna hins, að iþróttaforingjarnir hafa margir hverjir verið ötulir i valdabaráttunni og komizt til mikilla áhrifa i sumum flokk- anna. 1 þvi efni hefur þeim einkum orðið ágengt i Sjálf- stæðisflokknum og með þvi móti ráðið mestöllu um stefnumótunina i iþróttamál- um hins opinbera. Afleiðing þess hefur orðið sú m.a., að stórkostlegu fjármagni hefur um langt skeið verið veitt til ma nn v irkja gerðar fyrir keppnisiþróttirnar, fyrst og fremst, en aðstaöa fyrir al- menningsiþróttirnar hefur veriö látin sitja á hakanum. Stórfé í stúkur en sturt- ur of fáar Skýrt dæmi um þetta er sú staðreynd, að nú er búið að verja 150 millj. króna til bygg- ingar iþróttavallar i Laugar- dal (þar af 58 millj. króna i sérstakt gerviefni á hlaupa- brautir) á sama tima og al- mennir baðgestir, sem koma þúsundum saman á ári hverju til sundiökana i sundlauginni i Laugardal, veröa að láta sér nægja árum og áratugum saman 10-15 sturtublöð og verða að þurrka sér á salern- inu. A sinum tima var ekkert fé fyrir hendi, virðist manni, til þess að búa sómasamlega að þessu leytinu til um al- menna baðgesti en hins vegar var hægt að verja stórfé (tug- um eða hundruðum milljóna króna á nútima verðlagi) til að byggja áhorfendastúku þar sem hrifnir aðdáendur mættu dá og dýrka sundstjörnurnar á hinum sárafáu sundmótum ársins. Ekkert lát virðist vera á austri stjórnmálamannanna á almannafé i stjönumannvirki hinna fáu útvöldu. Lítiö bólar enn á skauta- svelli A sama tima og unnt er aö verja 150 millj. króna til að byggja nýjan iþróttavöll þar sem annar fullnægjandi var fyrir (eftir þvi sem best verður séð) er ekki unnt að verja grænum eyri til aö koma upp sæmilegu skautasvelli fyrir almenning, þar sem þúsundir manna gætu notiö hollrar hreyfingar og ómetan- legrar útivistar mestallan vet- urinn. Athafnamaðurinn Þórir Jónsson hristi að visu slikt svell fram úr erminni einn veturinn fyrir nokkru en Stjörnuiþróttaráð Reykjavfk- urborgar hefur verið að gaufa við undirbúning sliks svells um margra ára skeið og engar horfur eru á að það verði til fyrr en eftir 10-20 ár, i fyrsta lagi. Ekki stóð á Borgarsjóði að leggja fram 58 millj. króna til að setja gerviefni á hlaupa- braut svo að hinir fáu útvöldu gætu ef til vill bætt met sin um Sigurður Guðmundsson nokkur sekúndubrot, en það er af og frá að græn króna hafi fengist til þess að undirbúa gerð sjóbaðstaðar, sem þúsundir manna gætu sótt á ári hverju sér til heilsubótar og upplyftingar. Hér er þó nóg af hreinum sjó og heitt vatn i ríkum mæli. En met yrði sennilega erfitt að setja þar — og þar af leiöandi kemur sjóbaðstaður ekki til greina. Hjólreiðabrautir og trimmbrautir I hinum ýmsu hverfum koma að sjálfsögðu heldur ekki til greina, þar er ekki hægt að setja met. Bætir nýi meirihlutinn fyrir íhaldsyfirsjónirn- ar? A seinni árum hefur al- mannavaldið sýnt nokkra viðleitni til þess að sinna ósk- um almennings um aðstöðu til hollra iþróttaiðkana. Sundlaugarnar tvær i borginni hafa verið merk spor i rétta átt og sömuleiðis skiðaiþrótta- svæðið i Bláfjöllum. Þessu fráviki frá stjörnuiþrótta- stefnunni hefur almenningur tekið fádæma vel og hagnýtir sér til hins itrasta. En betur má ef duga skal og þess er að vænta að hinn nýi borgar- stjórnarmeirihluti félags- hyggjumanna i Reykjavik bæti nú fyrir hinar miklu og stóru vanrækslusyndir liðinna ára og áratuga i þágu stjörnu- iþróttastefnunnar. Það má ekki minna vera en hinn nýi meirihiuti ákveði að al- menningsiþróttirnar sitji við sama borð um byggingu iþróttamannvirkja og stjörnu- iþróttirnar gera. Það er sjálf- sögð sanngirniskrafa að hinir mörgu fái aðstöðu til eölilegra iþróttaiðkana i staö þess að geta fátt annaö hafst að en borgað mikilfengleg og rándýr stjörnuiþróttamannvirki hinna fáu útvöldu”. Skal hér tekið undir þessi orð Sigurðar. Ekki er þó neitt verið að amast við keppnis- iþróttum sem slikum, en meöan fé til iþróttamála er af skornum skammti hlýtur það alltaf að verða vandasamt matsatriði hvaða mannvirki eiga að sitja I fyrirrúmi og hér virðast þau hafa einskorðast nokkuð mikið við stjörnurnar. HEI ^■1......................■■■■...... ■ ■■ i i V Gróðurhús Garöyrkjuskóla rfkisins. Mynd: Róbert Til vinstri er skólastjórabústaður Garðyrkjuskólans, heimavistin Hús Hraunprýöi og Fiskakletts: i þvf er góð aðstaða fyrir björgunar- sveit Fiskakletts en einnig er þar góð aðstaða fyrir alla félagsstarf - semi slysavarnardeildanna. Slysavarnardeildirnar i Hafnarfirði: Nýja húsið vígt Dagur Leifs Eiríkssonar hátiðisdagur um öll Bandaríkin SJ — Carter Bandarlkjaforseti hefur lýst dag Leifs Erikssonar, 9. október, hátiðisdag i gervöllum Bandarikjunum. Draga ber fána að hún á stjórnarbyggingum og Bandarikjaþegnar eru hvattir til aö heiðra minningu Leifs Eiriks- sonar með viðeigandi samkomu- haldi um landið allt. 1 yfirlýsingu Carters um þetta efni segir m.a.: „Afrek Leifs Eirikssonar að finna og kanna Norður-Ameriku var árangur starfs manna, sem i sannleika réöu höfunum. Sjóferð hans vikkaöi sjóndeildarhring mann- kynsins og visaði eftirkomend- unum veginn vestur”. „1 dag heiörum viö Leif Eiriks- son og meö þvi að heiðra hann heiðrum við einnig imyndunarafl, hugrekki og úthald það, sem ein- kenndu menn hans og Banda- rikjamenn af norrænum uppruna enn þann dag I dag.” 1 september 1964 heimilaði Bandarikjaþing forsetanum að lýsa 9. október ár hvert dag Leifs Eirikssonar. Dagurinn hefur um árabil verið haldinn hátíðlegur i rikjunum Minnesota og Wisconsin. *L H.R. — S. 1. sunnudag var hús slysavarnar- deildanna Fiskakletts og Hraunprýði i Hafnarfirði vigt við há- tíðlega athöfn. Sóknar- presturinn i Hafnar- fjarðarprestakalli sr. Gunnþór Ingason framkvæmdi vigsluna. Að þessu tilefni var boðið til kaffisamsætis þar sem for- maöur SVFI Gunnar Friöriks- son og forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Stefán Jónsson voru meöal gesta. Undir boröum hélt Einar Sigurjónsson formaður Fiskakletts ræðu þar sem hann rakti byggingarsögu hússins. Þar kom fram að byrjað var á byggingunni áriðl973og siðla árs 1976 var svo fyrsti hluti þess tekinn i notkun. S.l. vor var siðan allt húsið tekið i notkun. Þaö kom fram i ræðu Einars að húsið hefur að mestu verið byggt I sjálfboðavinnu. Samkvæmt brunabótamati er húsið nú metið á 40. millj.kr. en útlagður kostnaður er rúml. 8. millj kr. Hefur þeirra fjármuna m.a. verið aflað með flugelda- sölu, en kaupmenn i Hafnarfirði hafa látiöbjörgunarsveit Fiska- kletts eftir alla þá sölu. Við athöfnina á sunnudag afhenti Einar Sigurjónsson for- manni SFVI Gunnari Friöriks- syni lykla hússins, en hann afhenti siðan formönnum slysa- varnardeildanna i Hafnarfirði hvorum sinar 500 þúsundirnar sem gjöf frá SFVI. I hinu nýja húsi eru geymslur fyrir björgunarútbúnað björg- unardeildarinnar, en einnig eru rúmgóðog smekklega innréttuð húsakynni fyrir fundi og sam- komur. Eins og áður sagði er for- maður Fiskakletts Einar Sigur- jónsson, en formaður kvenna- deildarinnar Hraunprýði er Hulda Sigurjónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.