Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 5. október 1978 iútgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúia 15. Sfmi 86300. . Kvöldsimar blabamanna: 86563, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuði. Blaðaprent h.f. V_____________________________________________________________J Erlent yfirlit Evrópuráðið veitir Liechtenstein aðild Liechtenstein er tekjuhæsta ríki Evrópu Norðmenn ættu að blða Sá orðrómur hefur komizt á kreik, að norsk stjórnarvöld séu að undirbúa fyrirmæli um 200 milna efnahagslögsögu umhverfis Jan Mayen. Heldur verður það þó að teljast ótrúlegt, að Norð- menn ráðist i slikt fyrirtæki meðan þeir halda þvi fram, að Spitzbergen eigi ekki rétt á efnahagslög- sögu sökum þess, að hún sé á norska landgrunn- inu. Astæðan til þess, að Norðmenn hafna efna- hagslögsögu Spitzbergen er sú, að samkvæmt millirikjasamningi um Spitzbergen myndu mörg önnur riki fá sama rétt og Norðmenn til veiða og vinnslu á þvi svæði, sem efnahagslögsaga Spitz- bergen næði til. Þess vegna nota Norðmenn þau rök, að Spitzbergen sé hluti af norska landgrunn- inu og falli þvi undir rétt Noregs til landgrunns- yfirráða utan 200 milna efnahagslögsögu Noregs. Vilji Norðmenn vera sjálfum sér samkvæmir, ættu þeir að láta athuga vel visindalega, hvort ekki er svipað ástatt um Jan Mayen og Spitz- bergen i þessum efnum. Ýmis rök má færa að þvi, að Jan Mayen sé á landgrunni Islands, og yrði það niðurstaðan, hefði Jan Mayen ekki frekar rétt til efnahagslögsögu en Spitzbergen, þvi að efnahagslögsaga Jan Mayen gengi þá út yfir landgrunnsrétt íslands utan 200 milna efna- hagslögsögunnar. Meðan visindalega er ekki úr þvi skorið, hvort Jan Mayen er á islenzka landgrunninu eða ekki og meðan hafréttarráðstefnan hefur ekki náð samkomulagi um, hver skuli vera landgrunns- réttindi strandrikja utan 200 milna efnahagslög- sögunnar, ættu Norðmenn að láta óbreytt ástand haldast varðandi Jan Mayen. Eins og er, er það enn óráðið hver verða landgrunnsréttindi strand- rikja utan 200 milna markanna, en þar er um að ræða rétt til að nýta auðæfi úr hafsbotninum. Hins vegar nær þessi réttur ekki til fiskveiða. Hann nær aðeins til 200 milna efnahagslögsög- unnar. Þótt svo færi, að það yrði visindaleg niður- staða, að Jan Máyen væri ekki á islenzku land- grunni, er ástæða til að vefengja rétt Jan Mayen til 200 milna efnahagslögsögu af ýmsum öðrum ástæðum. Þegar Norðmenn slógu eign sinni á Jan Mayen fyrir tæpum 50 árum, var þvi ekki mót- mælt af öðrum rikjum, þvi að menn mátu það, að Norðmenn höfðu komið þar upp veðurathug- unarstöð. Viðbrögðin hefðu vafalaust orðið önnur, ef menn hefðu átt von á, að Norðmenn myndu siðar nota þetta til að tryggja sér efna- hagsleg yfirráð á 200 milna svæði umhverfis Jan Mayen. Á þessu stigi verður hins vegar ekki nánara rætt um þetta. íslendingar munu ekki reyna að bregða fæti fyrir Norðmenn að óþörfu. Hitt er eðlilegra, að fulltrúar þeirra ræðist við um þessi mál og reyni að jafna ágreining, ef til kann að koma, i samræmi við þær niðurstöður, sem verða á hafréttarráðstefnunni. Norðmönnum liggur ekki það á i þessum efnum, að þeir þurfi að gripa til einhliða aðgerða. Staða þeirra er hér allt önnur en íslendinga, þegar þeir færðu fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Sjálfs sín vegna þurfa Norðmenn að ihuga vel, að aðgerðir þeirra i sambandi við Jan Mayen veiki ekki stöðu þeirra i sambandi við Spitzberg- en. Þ.Þ. SA atburður gerBist á þingi Evrópuráösins siöastl. föstu- dag, að samþykkt var meö tilskyldum meirihluta eöa tveimur þriöju hlutum atkvæöa að veita Liechtenstein aöild aö ráöinu og eru þá aðildarrikin orðin 21. Allharðar umræöur urðu um það, hvort rétt væri að veita Liechtenstein aöild og voru þaö kvenréttindamenn og sósialistar, sem aöallega beittu sér gegn þvi. Kvenréttinda- menn fundu Liechtenstein það aðallega til foráttu, aö konur hafa ekki kosningarétt þar, og samræmdistþaö ekki hlutverki Evrópuráösins aö veita þvi aö- ild meöan svo væri ástatt, þar sem eitt helzta markmið ráðsins væriað standa vörö um frelsiog mannréttindi. Þessari mótbáru var einkum svarað á þann veg, aö Sviss hefði fengiö aöild aö ráðinu meðan konur hefðu ekki haft kosningarétt þar, en nú væri Sviss búið aðveita konum kosningarétt og heföi aðildin aö Evrópuráöinu stuðlaö aö þvi. Sósialistar beittu sér gegn aö- ildinni með þeim rökum, aö alls konar vafasöm alþjóðafyrirtæki heföu aöalstöövar sinar i Liechtenstein aö nafni til sökum skattfrelsis þess, sem þar rikir, og væri Liechtenstein þvi mið- stöð fiármálalegrar spillingar. Þessu var svaraö á þá leiö, aö auöveldara væri að vinna að breytingum á þessu, ef Liechtenstein fengi aöild aö Evrópuráðinu. Loks var svo þeirri mótbáru hreyft, aö fleiri smáriki, meira og minna ósjálfstæö, myndu sækja um aöild aö Evrópuráð- inu, ef inntaka Liechtenstein væri samþykkt. Þannig mætti búast viö aðildarbeiöni frá Monaco, Færeyjum, San Marino og Guernsey. LIECHTENSTEIN er 260 ára gamalt fúrstadæmi. Þaö nær yfir um 62 fermilna svæði á bökkum Rfnar viö landamæri Sviss og Austurrikis. ibúar eru um 24 þúsund. Um skeiö var Liechtenstein aöili aö þýzka rikjasambandinu eöa á árunum 1815-1866. A þeim tima bar Liechtenstein að leggja Austur- riki til 60 hermenn. Liechten- Franz Josef II stein losaði sig undan þessari kvöð 1868 og hefur siðan veriö herlaust og hlutlaust. Fram til fyrri heimsstyrjaldarinnar hafði Liechtenstein mjög náin skipti viö Austurriki. Furstarnir i Liechtensteinhöföu þá aöallega bólfestu i Austurriki og frá þeim tima á núverandi fursti fjórar hallir f Vi'narborg. Liechten- stein ''ar þá eingöngu landbún- aðarland og lega þess var slfk, aö hernaðarþjóöir sóttust ekki eftir yfirráöum þar. Liechten- stein hélt þvi hlutleysi sfnu i fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir þaö þótti þaö hins vegar aukin trygging fyrir hlutleysi Liehten- steins að taka uppnáiö samstarf viö Sviss. Liechtenstein hefur siöan haft tollabandalag og myntbandalag viö Sviss. Sviss fer einnig meö utan- rikismál þess. Siöustu árin hefur það valdiö nokkurri misklfð milli Liechtenstein og Sviss, aö Svisslendingar telja Liechtenstein ganga orðið of langtí þvi aö leyfa útlendum fyr irtækjum að hafa aðalstöðvar sinar þar aö nafni til og komast þannig hjá skattaálögum. EFTIR siðari heimsstyjöldina hófst mikil efnahagsleg blóma- tiö i Liechtenstein. Þaö er mest aö þakka Franz Josef II fursta. Hann kom til valda árið 1938 og var 40 ára stjórnarafmælis hans veglega minnzt i byrjun ágúst- mánaöar í sumar. Hann er fyrsti fúrstinn, sem hefur haft fasta búsetu I Liechtenstein. Hann gætti vel hlutleysis Liechtenstein á striðsárunum, en hófst svo handa um margvis- lega efnahagslega uppbyggingu eftir striöslokin. Erlend fyrir- tæki sóttust eftir aö koma upp ýmsum iðnaði, einkum smáiön- aði. Sem dæmi má nefna aö meira er nú framleitt af fölsk- um tönnum i Liechtenstein en flestum eöa öllum löndum öör- um. Jafnframt þessu fengu erlend fyrirtæki leyfi til skrá- setningar i Liechtenstein, án skattagreiðslu. Talið er aö um 25000 erlend fyrirtæki hafi not fært sér þaö. Skrifstofuhaldi þeirraer aðallega komiö þannig fyrir, aö lögfræöingur, sem er heimilisfastur i Liechtenstein, er fenginn tíl að sjá um það á sem fyrirhafnarminnstan hátt. Um fjörutiu lögfræðingar eru nú i Liechtenstein og hafa þeir meira en nóg að gera. Margvis- legar beinar og óbeinar tekjur fylgja þessu, þrátt fyrir skatt- frelsið. Þá er Liechtenstein aö verða eftirsótt feröamannaland Aöeins 5% landsmanna vinna nú viö landbúnaö, sem var aöalat- vinnuvegurinn áöur. Landbún- aðarframleiðslan hefur þó ekki dregizt saman. Þjóöartekjur á mann eru nii hærri i Liechten- stein en nokkru landi öðru, þegar Kuwait er undanskiliö. En peningarnir viröast ekki hafa gert ibúa Liechtenstein hamingjusamari, þvi að sjálfsmorð eru þar hlutfallslega fleiri en viöast annars staöar. Þ.Þ. Uppdráttur, sem sýnir legu Liechtenstein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.