Tíminn - 14.10.1978, Qupperneq 5

Tíminn - 14.10.1978, Qupperneq 5
Laugardagur 14. október 1978 5 BSRB heldur „vísitöluráðstefnu” Kás — Dagana 2-4. nóvember nk. mun BSRB gangast fyrir ráð- stefnu um visitölu. Munu þar mæta fimm fulltriíar sem eiga sæti í visitölunefndinni, Jón Sigurðsson, formaður hennar, og fulltrúarfrá launþegum og vinnu- veitendum. Að loknum erindum og hópvinnu ráðstefnugesta verða hringborðsumræður. Þess- ar upplýsingar fengust á blaða- mannafundi sem BSRB hélt með blaðamönnum, þar sem kynnt var fræðslustarfsemi bandalags- ins. Á fundinn mættu fyrir hönd bandalagsins Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, en hann er einnig formað- ur fræðslunefndar BSRB, og Kristin Tryggvadóttir fræðslu- fulltrúi BSRB. Sagði Kristin að ekki væri vanþörf á þvi aö halda ráðstefnur sem þessar, þvi yfir- leitt vissi fólk ekkert hvað það væri að tala um þegar það ræddi um visitölu. Auk fyrrnefndrar ráðstefnu stendur BSRB fyrir tveimur fræðsluerindum sem flutt veröa að Grettisgötu 89. Hið fyrra sem er 11. október flytur Sigurveig Sigurðardóttir, hjúkrunarfræð- ingur, um „Uppbyggingu og starf alþjóðavinnumálastofnunarinnar i Genf (ILO)”. Seinna fræðsluer- indið er um fulloröinsfræöslu, og er það Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykja- vikur, sem flytur það 17. október. Auk fyrrgreindra atriða, býður BSRB upp á fjölbreytta félags- málafræðslu fyrir áhugafólk og trúnaöarmenn. Nú eru framundan mikil funda- höld hjá BSRB, i sambandi viö bráöabirgðalög rikisstjórnarinn- ar, en þar er m.a. talað um auk- inn samningsrétt BSRB-manna. Munufundir verða haldnira.m.k. á tuttugu stöðum á landinu, og er ætlunin aðþeim verði jafnvel lok- ið fyrir 1. desember i ár. Fjórar nýjar reiðslubækur mat- SJ-Komnar eru út fjórar litlar matreiðslubækur eftir Lotte Haveman i þýðingu Ib Wessmans matreiöslumanns I Ib Wessmann og örlygur Hálfdánarson fyrir framan nokkra rétti, sem má finna i nýju bókunum. (Timamynd Róbert) veitingahúsinu Naustinu. Heita þær Pottréttir, tJtigrili og glóöarsteikur, Kartöflur og Abætisréttir. Þetta eru fyrstu bækurnar I stórum bókaflokki, sem kemur út á næstu einum til tveim árum hjá Bókaútgáf- unni Erni og örlygi. Ib Wessman hitti höfund bókanna að máli vegna útkomu bókarinnar. Hann hef- ur ekki staðfært efni bókanna, en hinsvegar gengu hann og út- gefandinn úr skugga um að allt hráefni, sem getið er um i uppskriftunum væri fáanl'egt ihér i verzlunum. Framan viö hverja uppskrift er tilgreint hve lang- an tima tekur að matreiða hana, hámarksskammtafjöldi og hve lengi rétturinn geymist I frysti. Þetta á þó að sjálf- sögðu ekki við um bókina (Jtigrill og glóðarsteikur. Fréttamönnum var boöið aö kynnast tveim af réttunum úr bókunum af eigin raun i Naustinu og smökkuðust þeir hið bezta. Við það tækifæri benti örlygur Hálfdánarson útgefandi á aö handhægt væri að taka þessar litlu bækur meö þegar farið væri að kaupa I matinn. Ahugi er fyrir þvi aö bók um krydd og kryddjurtir komi út i þessum bókaflokki. Litlu matreiöslubækurnar eru unnar i Prentstofu G. Benediktssonar og hjá Recato Offset i Kaupmannahöfn. Margar litmyndir eru i bókun- um. Fö&urturnar Eigum fyrirliggjandi nokkra turna fyrir laust fóður Turnarnir eru fram- leiddir úr 1,6 m.m. galvaniser- uðum stál- plötum og rúma 6,5 tn. af fóðurkögglum (5,5 tn. af mjöli) Lögun tankanna er þannig að snigils er ekki þörf, heldur renn- ur úrþeim beint inn á fóðurgang. Verðið er mjög hagstætt kr. 670.000,- Hægt er að útvega tanka sem rúma 9 tn. af kögglum (8 tn af mjöli) Kaupfélag KjfiJ Arnesinga Bifreidasmidjur Sími 99-1260 Félagsráðgjafi r, Félagsráðgjafa vantar til starfa á Félags- málastofnun Hafnarfjarðar. Fjölbreytt og skemmtilegt starfssvið sem að hluta tengist heilsugæslu ásamt al- mennu félagslegu sviði á Félagsmála- stofnun. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri i sima 53444. Félagsmálastjórinn i Hafnarfirði. Kildegárd hljómsveitin í Norræna húsinu Dagana 14.-22. október heimsækir dönsk skólahljómsveit tsland. Þetta er sinfóniuhljóm- sveit Kiidegard menntaskólans I Kaupmannahöfn. Hljómsveitin heldur opinbera tónleika I Norræna húsinu mánudagskvöld- ið 16. október kl. 20.30 auk þess sem hljómsveitin leikur i Tónlistarskólanum I Reykjavik og f Menntaskólanum við Hamrahiið. Hljómsveitin heimsækir lika Menntaskólann á Laugarvatni og fer til Akureyrar. Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Kildegard menntaskólans eru alltaf mjög óvenjulegir vegna þess aö efnisskrá þeirra er mjög fjölbreytt. Auk sinfónlskrar tónlistar eftir Lange-Muller, Lars Erik Larson og Bruckner flytur hljómsveitin m.a. danskar þjóðvisur I jass-útsetningu, búlgarska þjóðdansa og barber- Kildegaard sinfóniuhljómsveitin á leiö sinni til lslands. shop söngva. Stöku sinnum kem- ur meira að segja fram töfra- maður með hljómsveitinni, hann er trompettleikari hljómsveitar- innar. Tónleikar Sinfóniuhl jóm - sveitarinnar frá Kildegard menntaskólanum eru á mánu- dagskvöld 16. október i Norræna húsinu og hefjast kl. 20.30. Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar aö ráöa bústjóra að tilraunastööinni á Mööruvöllum i Hörgárdal. Búfræð- ings eöa búfræðikandidats menntun æskileg. Upplýsingar hjá tilraunastjóra I sima: 21951 Framkvæmdastjóri Stór og öflug áhugamannasamtök óska eftir að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst. Fjölbreytt og lifandi starf i boði. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 23. þessa mánaðar merkt, 1296. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.