Tíminn - 14.10.1978, Qupperneq 11

Tíminn - 14.10.1978, Qupperneq 11
10 Laugardagur 14. október 1978 Laugardagur 14. október 1978 11 IMiim fr * Skjaldarmerki Kaup mannahafnar-hafnar. ö xlSý Kaupmannaliafna V/ r Milliónir tonna af varnmgi Svo lengi sem sögur herma og heimildir verða rakt- ar, hafa sjófarendur leitað vars i sundinu milli Sjálands og Amager, þar sem Kaupmannahöfn er núna. Þetta er lifhöfn frá náttúrunnar hendi og mjög snemma byrjaði þessi staður að hafa þýðingu fyrir sildveiðarnar, og litlir bæir risu upp. Það var þó ekki fyrr en á 12. öld, eða 1167, að þarna var stofnuð borg, en þá setti Absalon biskup i Hróarskeldu sig þar niður, þar sem nú heitir Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn höfnin Eftir aö Absalon haföi komiö þar upp virki, sem var nauösyn- legt til þess aö tryggja hag síld- veiöimanna og almennings, fór Kaupmannahöfn aö vaxa fiskur um hrygg, og þar byrjaöi verslun aö blómgast. Mikiö var um skipa- komur, en þaö varö þó ekki fyrr en meö Kristjáni konungi fjóröa aö Kaupmannahöfn fékk alþjóö- legt gildi, þvi hann reisti þar höf- uöborg, virki og byggingar, sem gáfu staönum alþjóölega reisn. Annaö blómaskeiö hafnarinnar er siöan i lok 17. aldar, þegar hlut- leysi Danmerkur á róstusömum timum i Evrópu, gaf höfninni nýtt alþjóðlegt gildi. Siöasta veruiega eöa umtals- veröa aukning hafnarinnar er siö- an þegar frihöfnin var gerö á fióröa áratug þessarar aldar, og gjörö var sérstök iönaöarhöfn i suðurhluta hafnarsvæöisins. begar rætt er um Kaupmanna- höfn, eiga menn þó yfirleitt ekki viö sjálfa höfnina, miklu frekar viö Strikiö, torgin og strætin iö- andi af lifi. Samt er þaö höfnin sem skiptir mestu máli, ef flug- höfnin er undanskilin, þvi viö- skiptin eru undirstaöan, viöskipt- in viö útlönd og erlenda feröa- menn, en um þaö bil ein milljón lesta af vörum fer um höfnina i mánuöi hverjum, eða viöllka mikiö og heildarafli tslendinga upp úr sjó, aö þyngdinni til. Gámaflutningar aukast Miklar framkvæmdir standa nú fyrir dyrum I þvi efni aö auka af- köst hafnarinnar. t Kaupmannahafnar-höfn hef- ur á siöustu árum veriö variö miklu fé til þess aö auövelda upp- og útskipun, þvi hraöi er nauö- synlegur til þess aö skipafélögin séu fús til þess aö senda skip sin á hafnirnar Sérstakur lift-on/lift/off farm- völlur hefur verið geröur á Levankajanum i Frihöfninni, og þar er unnt aö geyma vörugáma á um þaö bil 50.000 fermetra svæöi, og stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi. Þetta hefur veriö gert til þess aö taka viö aukningu á notkun vörugáma. fara um höfn- ina á hveriu „Hafnarhúsið" I Kaupmannahöfn. Til losunar og lestunar á gám- um eru tveir sérbyggöir gáma- kranar, sem hvor um sig getur lyft 32tonna þunga. Gámunum er svo ekiö um svæöiö á sérbyggöum flutningavögnum, sem taka gám- ana upp undir sig. 4500 fermetra vöruhús er einnig viö farmvöll- inn. Dýpi viö bryggjuna er 10 metr- ar (8 metrar verða I Sundahöfn i Reykjavik),enmöguleikareru aö auka dýpiö. Gáma-farmvöllurinn er I eigu Köbenhavns Frihavns-Aktiesel- skap (Tollvörugeymsla Dana), sem einnig sér um daglegan rekstur. Þaö er mál manna aö þetta hafi veriö stórhuga framkvæmd, en aukning á flutningum hefur ekki oröiö jafn mikil og spáö haföi ver- iö. Sérfróöir menn telja aö einn gámakrani heföi dugaö fyrstu ár- in og flutningavagnar fyrir gáma hafa reynst flóknir og dýrir I viö- haldi. Er þegar verið aö skipta yf- ir i stóra gaffallyftara, sem not- aðir veröa til þess aö raöa gám- unum i landi. Raforka er fyrir frystigáma. i Kaupmanna- RO RO höfn. Roll-on/Roll-off er framtiöin I stykkjavöru flutningum, telja margir. Vörugámum á hjólum, eöa ööruvisi, er þá ekiö um borö i skipin eftir landbrú (svipaö og á Akraborginni). Ro/Ro kerfið er nú mjög aö ryöja sér til rúms á höfunum, og innan þessa flutningakerfis er nú meiri aukning en á nokkru ööru sviöi. Útgeröarfélög á Noröur- löndum og á meginlandi Evrópu hafa forystu i slikum flutningum, og þvi hefur aö sjálfsögöu veriö gert ráö fyrir slikum flutninga- skipum i Kaupmannahöfn. Kaup- mannahöfn er einnig notuö af stórum erlendum bifreiöafram- leiðendum, i Bandarikjunum, Bretlandi, meginlandinu og Japan, sem dreifimiöstöö fyrir bifreiöar um Skandinaviu, og jafnvel til fleiri landa Evrópu. Til þess aö leggja öllum þessum bflaflota, veröur aö hafa nægjan- leg biiastæöi viö höfnina, og er þar nú rými fyrir þúsundir bif- reiöa. Olian I Kaupmannahöfn. Oliuflutningar til milljónaborg- arinnar, Kaupmannahafnar, eru að sjálfsögöu miklir. Þess vegna var þar snemma gerö sérstök oliuhöfn, en hún er á Amager, þar sem áður hét „Prövestenen”. Oliuhöfnin hefur nú fengiö þaö nafn, en hún ber heitið Pröve- stenshavnen. Þaö mun hafa verið áriö 1933 sem hafnarstjórn Kaupmanna- hafnar tók viö þessum staö og hóf þar framkvæmdir. Höfnin sjálf liggur 250 metra frá fastalandinu á Amager og er tengd þvi meö tveim brúm. Hafnarsvæðiö er 810.000 fermetrar aö stærö og dýpi I sjálfri höfninni er 10,5 metrar, en 14,0 metrar viö sérstaka oliu- bryggju, en grunnsævi i námunda viö höfnina gerir þaö aö verkum aö skip meö meiri djúpristu en 11,5 metra komast ekki þarna inn. 1 upphafi var þetta talinn galli, þvi stærstu oliuskipin rista meira en þetta, en ný biöhorf segja mönnum, aö risaoliuskipin séu ekki heppilegir gestir inn i Katte- gat og Eyrarsund Hafnarstjórn Kaupmannahafn- ar skipa 17 manns, og er formaöurinn forseti borgar- stjórnar, en aðrir sem kjósa i Mikið er að gera alia daga í Kaupmannahafnarhöfn, enda fara milljónir lesta um höfnina á hverju ári. nefndina, eru borgarstjórn og borgarráö, samtök skipaeigenda, innflytjenda og útflytjenda og samtök iönaöarins. Þá skipar rikisstjórnin tvo fulltrúa. Kjörtimi er 6 ár. Hafnarstjórn kemur saman tvisvar á ári og oft- ar ef þurfa þykir. JG Allskonar skip koma til Kaupmannahafnarog fleststóru skemmtiferðaskipin hafa þar fasta viðkomu. Mikið er um ferjur, sem sigla til nálægra landa. Gamakraninn, annar af tveim. RO RO skip við bryggju í Kaupmannahöfn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.