Tíminn - 14.10.1978, Síða 12
12
Laugardagur 14. október 1978
í dag
Laugardagur 14. október 1978
Lögregla og slökkvilið
Reykjavik: Lögreglan
simi 11166, slökk viliöiö og
sjúkrabifreið, simi 11100
Kópavogur: Lögreglan simi
41200, slökkviliöið og sjúkra-
bifreið simi 11100.
Haf narf jörður : Lögreglan
simi 51166, slökkvilið simi
51100, sjúkrabifreið simi 51100.
Bilanatilkynningár
Vatnsveitubilanir slmi 86577. r
Símabilanir simi 05.
Bilanavak' ' borgarstofnana.
Simi: 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siödegis til kl.; 8.
árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinr'*
Rafmagn: i Reykjavik og
Kópavogi i sima 18230. 1
Hafnarfirði i sima 51336.
Hitaveitubilanir: kvörtunum
verður veitt móttaka i sim-
svaraþjónustu borgarstarfS
manna 27311.
Heilsugæzla
Kvöld, nætur og helgidaga-
varzla apóteka i Reykjavik
vikuna 13. okt. til 19. okt.er i
Lyfjabúðinni Iðunni og Garös
Apóteki. Það apótek sem fyrr
er nefnt, annast eitt vörzlu á
sunnudögum, helgidögum og
almennum fridögum.
’ Slysavarðstofan : Simi 81200,'
eftir skiptiborðslokun 81212.
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100,
Hafnarfjörður, simi 51100.
Hafnarfjörður — Garðabær
Nætur- og helgidagagæzia
Upplýsingar á Slökkvistöð
inni, simi 51100.
Læknar:
Reykjavik — Kópavogur.
Dagvakt: Kl. 08:00-17:001
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Heimsóknartimar á Landa-
kotss pitala: Mánudaga til,
föstud. kl. 18.30 til 19.30.
Laugardag og sunnudag kl. 15
tíl 16. Barnadeild alla daga frá
kl. 15 til 17.
Félagslíf
Frá Atthagafélagi Stranda-
manna: Vetrarstarfið hefst
með spilakvöldi i Domus
Medica laugardaginn I4.þ.m.
kl. 20.30. Mætið vel og stund-
vislega. Stjórn og skemmti-
nefnd.
Ferðalög
Laugardagur 14. okt. kl. 08
Þórsmörk. Farnar verða
gönguferðir um Mörkina.
Fariö i Stakkholtsgjá á heim-
leiðinni. Gist i sæluhúsinu.
Farmiðasala og upplýsingar á
skrifstofunni.
Sunnudagur 15. okt.
kl. 10. Móskarðshnúkar, 807
m.
Verð kr. 1500, gr. v/bilinn.
KI. 13. Suðurhliðar Esju.
Létt og róleg ganga við allra
hæfi. Verð kr. 1500, gr. v/bil-
inn. Farið frá Umferðarmið-
stööinni að austanverðu.
Ferðafélag tslands.
Laugard. 14/10
kl. 10.30 Kræklingafjara viö
Hvalfjörð steikt á staðnum.
Fararstj. Einar Þ. Guðjohn-
sen. Verö 2000 kr. fritt f. börn
m/fullorönum. Fariö frá BSl
bensinsölu. útivist
Sunnud. 15/10
Kl. 10 Sog-Keiiirog viöar með
Kristjáni M. Baldurssyni.
Verð 2000 kr.
Kl. 13 Staðarborg og strand-
ganga með Einari Þ. Guöjohn-
sen Verð kr. 1500.
Mánud. 16/10
KI. 20 Tungskinsganga,
st jörnuskoðun, fjörubál.
Fararstj. Einar og Kristján.
Verð 1000 kr. Farið frá BSl,
bensinsölu (i Hafnarfiröi v.
kirkjug.) útivist
Flóamarkað og hlutaveltu
heldur Fél. eiginkvenna lúðra-
sveitarmanna i Lúðrasveit
Reykjavikur I Hljómskálan-
um kl. 14 á laugardaginn. Ef
veður leyfir ætlar lúðrasveitin
að leika við Hljómskálann.
Kvennadeiid Barðstrendinga-
féiagsins
hefur basar og kaffisölu
sunnudaginn 15.okt. kl. 2 e.h. I
Domus Medica. Margt góöra
muna og veislukaffi.
Samtök migrenisjúkiinga
halda fund laugardaginn 14.
október kl. 2 i Glæsibæ niðri.
Meöal efnis: 2 stuttar lit-
myndir um migreni, kaffiveit-
ingar. Nýir félagar og áhuga-
fólk velkomiö meðan húsrúm
leyfir. Stjórnin.
Basar Systrafélagsins Alfa
verður að Hallveigarstööum
sunnudaginn 15. þ.m. kl. 2 e.h.
Stjórnin.
Kvikmyndasýning I MlR-saln-
um Laugavegi 178
Laugardaginn 14. okt. sýnum
viö kvikmyndina „Félagar”.
Ollum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir. Sýning-
in hefst kl. 15.00 — MÍR.
Frá Náttúrulækningafélagi
Reykjavikur: Almennur
fundur verður 1 Matstofunni
aö Laugavegi 20B mánudag-
inn 16. okt n.k. kl. 20.30. Sagt
frá félagsstarfinu og umræöur
um félagsmál.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Kirkjudagur safnaðarins
verður n.k. sunnudag 15. okt.
Félagskonur og velunnarar
safnaðarins eru góðfúslega
beönir aö koma með kökur
laugardag kl. 1-4 og sunnudag
kl. 10-12.
Afmæli
70 ára i dag, 14! okt., Sigurð-
ur Hafliðason Háaleitisbraut
41, afgreiðslumaöur hjá Vega-
gerð rikisins. Hann verður
staddur á heimili dóttur sinn-
ar og tengdasonar að Breið-
vangi 10, Hafnarfirði, og tekur
þar á móti gestum.
Kirkjan
Hafnarfjarðarkirkja: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messakl.2
Altarisganga. Séra Gunnþóf
Ingason.
Minningarkort
Minningarspjöld StýrKta’r-
sjóðs vistmanna á Hrafnistu,
DAS fást hjá Aðalumboöi DAS
Austurstræti, Guðmundi
Þórðarsyni, gullsmið, Lauga-
vegi 50, Sjómannafélagi
Reykjavikur, Linda’rgiitu 9,:.
Tómasi Sigvaldasyni, Brekku-
stig 8, ' Sjómannafélagi
Hafharfjarðar,- Strandgötu 11
og - Blómaskálanum við
Nýbýlaveg og Kársnesbraut.
Minningakort Styrktarfélags
vangefinna fást I bókabúö
Bragla, Verzlanahöllinaií
bókaverzlun Snæbjarjíar,
Hafnárstræti og i skrifstofu-
félagsins. Skrifstofan tékur á,
móti samúðarkveðjum í sima
15941 og getur þá innheimt
upphæðina f giró.
Kvenfélag Hreyfils. Minning-
arkortin fást á eftirtöldum
stöðum: A skrifstofu Hreyfils,
simi 85521, hjá Sveinu Lárus-
dóttur Fellsmúla 22, simi
36418, Rósu Sveinbjarnardótt-
ur, Dalalandi 8, simi 33065,
Elsu Aðalsteinsdóttur, Staöa-
bakka 26, simi 37554 og hjá
Sigriði Sigurbjörnsdóttur,
Stifluseli 14, simi 72276.
krossgáta dagsins
2880.
Lárétt
1) Bárur 6) Vond 8) Sagt frá 9)
Aria 10) Landnámsmaður 11)
Bit 12) Maður 13) Bára 15)
Fljótir
Lóörétt
2) Fimur 3) 550 4) Hárinu 5)
Timi 7) Korn 14) Komast
W
* p r«
m
11
j
Ráðning á gátu No. 2879
Lárétt
1) Æfing 6) Rio 8) Afa 9) Rám
10) Kös 11) Kák 12) Kál 13)
Ata 15) Gréri
Lóðrétt
2) Frakkar 3) II 4) Norskar 5)
Lakka 7) Smali 14) Te
tf'gullinu 09 GodJ^JQns BootbV
ég hefi fengiðnóg af Englendingum, og hann ætlaði að snarast fram hjá
mér.
— Þér voruð kurteisari þegar við hittumst siðast, Mulhausen, sagði
ég með eðlilegum málrómi og lagði hendina á handlegg hans.
Hann hrökk nokkur skref aftur á bak og starði á mig. — Hver eruð
þér? Hvað viljið þér? Ég þekki röddina.
Ég tók ofan hattinn og stóð nú berhöfðaður fyrir framan hann I
tunglsljósinu.
— Herra Brudenell!
— Svo er vist. Ég gat ekki annað en hlegið að því hvað manninum
varð bilt viö.
— Nú hafði Morgrave höfuðsmaður nokkrar upplýsingar að gefa yöur
I þetta sinn?
En nú hafði Mulhausen fengiö tima til að átta sig: — Morgrave
höfuösmaöur? Ég skil yður ekki. Er hann ekki i Lundúnum?
Það vitið þér vel að hann ekki er.
— Ja svo. Hvar ætti hann þá að vera?
— Hann er nú aö öllum llkindum I herbergi sinu I gistihúsinu, en fyrir
nokkrum minútum stóð hann þarna úti fyrir hliðinu og var að tala við
yður.
Þetta hitti. — Þér eruö skarpsýnn, herra Brudenell, sagði hann eftir
nokkra umhugsun.— En þér ættuð ekki að vera að þreyta yður á þeirri
imyndun að ég sé að brugga yöur vélráð. Ég hefi eins mikinn áhuga á
að finna Godfrey Blake eins og þér.”
— Það fáum viö að sjá. Eins og stendur er aöferð yðar, I leitinni að
honum, þannig, að hún hlýtur að vekja tortryggni.
— Fyrst þér endilega viljið tortryggja mig, er best að ég sé hreinskil-
inn viö yður. En þér ættuð fyrst og fremst að leggja þessa spurningu
fyrir yður: Getur Morgrave höfuðsmaður haft nokkurn áhuga fyrir þvi,
að finna mann, sem, ef hann finst, orsakar það.aðMorgravemissir dýr-
mæta stóreign og auk þess tuttugu þúsund sterlingspunda tekjur á ári?
Og hversvegna ætti ég að nota þann mann, i leit minni að herra Blake,
sem er liklegastur til að eyðileggja allar minar framkvæmdir og ráða-
gerðir? Um þetta skuluö þér hugsa. Góöa nótt.
Já, hann hafði sannarlega veitt mér umhugsunarefni, lagt fyrir mig
gátu, sem ég fann enga ráðningu á. Ég flýtti mér heim, vakti Vargenal,
og sagði honum frá, að ég hefði rekist á Mulhausen og um samtal okk-
ar. Þótt undarlegt væri virtist hann ekkert forviða á þessum fréttum.
— Ég átti von á þessu, sagöihann. — Ég hefi altaf álitið aö Morgrave
væri útsettur af honum til þess að njósna.
— Ég get ekki trúað þvi, aö nokkur samvinna sé milli þeirra. Mor-
grave er alls ekkert áhugamál aö Blake finnist, en Mulhausen liggur
þaö mjög á hjarta. Annars veit ég reyndar ekki lengur hvað ég á að
hugsa um hlutina. Ég held ég verði að fá mér hvild og reyna að sofa
svolitiö. Góða nótt.
— Brudenell, sagði gamli maðurinn. — Ég held að við ættum að taka
boöi Mulhausens og vinna i félagi við hann . Hann getur, að minsta
kosti ekkert skaðað okkur. En við skulum fresta til morguns að taka
nokra ákvörðun. Góða nótt.
Daginn eftir, að ioknum morgunveröi, héldum við ráðstefnu og
árangurinn varð sá, að ég skrifaði Mulhausen og bað hann að tala við
mig og gæti það samtal orðið okkur báðum til góðs. Okkur kom saman
um að Morgrave mundi geta komið bréfinu til skiia. Ég hitti hann úti á
veröndinni og gekk beint til verks.
— Ég er hérna með bréf til Mulhausens, sagði ég ofur rólega, — viljið
þér gera svo vel að koma þvi til skila fyrir mig?
Hann fölnaði ofurlitið og brosti þvingað. — Kæri Brudenell, hvað
meinið þér? Mulhausen er i Eglandi.
Ég Iiafði einmitt búist við þessu svari. — Hvernig gátuð þér þá hitt
hann i gærkvöldi og átt tal við hann?
Hann hugsaði sig ofurlitið um, loks tók hann bréfið og lofaði að koma
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
Staða FÉLAGSRAÐGJAFA við
spitalann er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. jan. 1979.
Umsóknir er greini aldur, menntun
og fyrri störf, sendist skrifstofu
rikisspitalanna fyrir 31. okt. n.k.
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri
FÓSTRUR óskasttil starfa við
Barnaspitala Hringsins.
Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri
Barnaspitalans.
MATVÆLARANNSÓKNIR
RÍKISINS
AÐSTOÐARMAÐUR óskast til
starfa við matvælarannsóknir.
Upplýsingar veitir forstöðumaður i
sima 29633
Reykjavik, 15.10. 1978
SKRIFSTOFA
RIKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SIMI 29000