Tíminn - 17.10.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.10.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 17, október 1978 'Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. f Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð ilausasölu kr. 110.00. Askriftargjald kr. 2.200 á mánuði. Blaðaprent h.f. _______________________________________J Vísitölubætur á laun í nágrannalöndunum Þjóðhagsstofnun hefur nýlega gert könnun á þvi, hvernig visitölubótum á laun er háttað i öðrum löndum. Niðurstaða þeirrar könnunar er mjög at- hyglisverð, en hún er i stuttu máli þessi: í Danmörku hafa ákvæði um verðbætur á laun verið i gildi allt frá árinu 1946, og hafa megindrætt- irnir jafnan verið hinir sömu. Allt fram til miðs aprilmánaðar siðasta árs var meginreglan sú, að hver þriggja stiga hækkun sérstakrar kaupgjalds- visitölu (sem ekki tekur tillit til óbeinna skatta og niðurgreiðslna)_ leiddi til greiðslu verðbóta, er námu jafnri kronutölu á öll þau laun, sem visitölu- ákvæðin náðu til og voru verðbætur jafnan greiddar tvisvar á ári. Þar sem ekki tókust samningar milli danska alþýðusambandsins og vinnuveitenda fyrri hluta ársins 1977, voru tillögur sáttasemjara gerðar að lögum og gilda i tvö ár. Lögin fela i sér þá veiga- miklu breytingu frá fyrri ákvæðum þessa efnis, að launþegar fá einungis greiddar verðbætur fyrir fyrstu 3 stigin sem kaupgjaldsvisitalan hækkar hverju sinni, i janúar og júli ár hvert. Verðbætur umfram fyrstu 3 stigin eru greiddar af rikinu og „frystar” um sinn á lífeyrissjóðsreikningi hvers launþega. Þetta ákvæði felur i sér, að verðbætur á laun nema mest um 4-5% á ári. 1 Sviþjóð hafa engin formleg ákvæði um visitölu- bindingu launa i samningum verið i gildi i 20 ár. Snemma á sjötta áratugnum voru þó ákvæði um endurskoðun samninga vegna verðhækkunar, en þeim ákvæðum var aldrei beitt. í nýgerðum kjara- samningum (marz 1978) eru raunar einnig sams konar ákvæði um enduiskoðun, ef verðhækkun fer yfir ákveðið mark á árinu 1978 i heild, en ekki er um að ræða beina uppfærslu kauplags i kjölfar hækk- unar verðlagsvisitölu. í Noregi hafa nýlega verið sett bráðabirgðalög, sem frysta allt kaupgjald og verðlag i landinu til ársloka 1979. Fram til 1976 giltu reglur um hefð- bundnar visitölubætur á laun, en i kjarasamning- unum þá var horfið frá þeim. Þá voru gerðir kjara- samningar til tveggja ára, en kveðið á um endur- skoðun kaupgjaldsákvæða á miðju samningstima- bilinu með tilliti til þjóðarbúsins og þeirrar verð- og kaupgjaldsþróunar, sem orðið hefði. Þar sem ekki náðist samkomulag milli aðila um þessa endur- skoðun á fyrstu mánuðum þessa árs, var með bráðabirgðalögum i april siðastl. ákveðið að visa deilunni til gerðardóms. í þeim dómum sem hafa fallið siðan, hefur bæði verið tekið tillit til verð- hækkana og launaskriðs en það þýðir að kaupmætti launa er haldið neðar en kauptaxta. Nú er þetta einnig fallið úr gildi, þvi að engar visitölubætur verða greiddar á timabilinu til ársloka 1979. í Finnlandi er visitölubinding launa bönnuð með lögum, en i samningum eru þó ákvæði um endur- skoðun launaliðarins á ákveðnum timum i ljósi þeirrar verðlagsþróunar, sem verður á samnings- timabilinu. 1 Bretlandi voru áður ýmis ákvæði i samningum um visitölubindingu launa, en þau hafa ekki verið i gildi siðan i ársbyrjun 1975. í Vestur-Þýzkalandi hafa sjálfvirk tengsl kaup- gjalds og verðlags og raunar hvers kyns önnur visi- tölubinding verið bönnuð með lögum allt frá árinu 1948. Yfirlit þetta sýnir ljóslega, að hvergi i nágranna- löndum viðgengst vixlhækkanir verðlags og kaup- gjalds i slikum mæli og hér. Það er meginskýring þess, að verðbólgan hefur orðið miklu meiri hér en þar. Þ-Þ- Erlent yfirlit Thatcher og Keith stefna til hægri En Heath styður launastefnu Callaghans BREZKI Ihaldsflokkurinn hélt landsfund sinn I Brighton i siöustu viku. Fundurinn kom saman rétt eftir aö Verka- mannafbkkurinn haföi haldiö þing sitt i Blackpool, þar sem mikill meirihluti fulltrda haföi lýst sig andvlga þeirri stefnu Callaghans forsætisráöherra aö kaupgjald mætti ekki hækka meira en 5% fram til 1. ágúst næstkomandi. Þessi ágreiningur innan Verka- mannaflokksins, þykir líkleg- ur til aö veikja stööu hans I næstu þingkosningum, og veröa þannig vatn á myllu Ihaldsflokksins. Fulltrúarnir, sem mættu á landsfundi I- haldsflokksins, voru lika yfir- leitt I góöu skapi og sigur- vissir, þegar þeir komu til Brighton. Þrátt fyrir þá óánægju, sem rikir undir niöri meö forustu Margarets Thatc- her,vildu þeir sýna henni sem mesta hollustu. Markmiö þeirra var, aö fundurinn yröi til aö styrkja flokkinn I kosn- ingabaráttunni og hann heföi þvi annaö og sigurvænlegra yfirbragö en þing Verka- mannaflokksins. Sennilegahefur þetta tekizt, eöa a.m.k. aö þvi leyti, aö mikil eining virtist rikja á fundinum um stefnu Margar- ets Thatcher og helztu ráöu- nauta hennar, en ljóst viröist, aö Sir Keith Joseph er sá maöur, sem hún hlustar helzt á og metur mest ráöunauta sinna. Þaö er viöurkennt, aö Keith er mikill hugsuöur, en skiptar eru skoöanir um hvort hann sé heppilegur ráögjafi. Því valda hinar afturhalds- sömu skoöanir hans, en raunar kallar hann þær frjáls- hyggju. í EFNAHAGSMALINU lýsti fundurinn sig algerlega ósam- þykkan tillögu Callaghans um 5% kaupbindingu. 1 staöinn vill flokkurinn hafa alla kaup- samninga alveg frjálsa. Frjáls samkeppni á aö njóta sin á þvi sviöi eins og ööru. Efnahagslifiö á aö vera sem allra frjálsast og rikisvaldiö ekki aö setja þvf aörar skoröur en þær, sem þaö getur beitt viö stjórn peningamála og rikisút- gjalda. Þaö á aö skipta sér sem allra minnst af tekju- stefnunni, en láta atvinnurek- endum og launþegum eftir aö glima um hana. Ef atvinnu- rekendur semja af sér, veröa þeir aö gjalda þess og fara á hausinn. Ef launþegar knýja fram of hátt kaup, veröa þeir aögjalda þessaökalla yfirsig atvinnuleysi. Framleiöslan á ekki aö vera rekin 1 þágu at- vinnurekenda eöa launþega, heldur i þágu neytenda. Mark- Keith Joseph. miöiö er aö framleiöslan veröi sem ódýrust og bezt og stand- ist samkeppni bæöi heima fyrir og á erlendum mörkuö- um. Þetta sjónarmiö á aö knýja atvinnurekendur og launþega til samstarfs, þegar til lengdar lætur, þvi þaö er beggja hagur aö þjóna þvf. Ekki voru allir fulltrúar á landsfundinum sammála um þetta, þótt þeir væru þaö lang- flestir. Meöal þeirra, sem létu aöra skoöun i ljós, voru Edward Heath fyrrv. forsætis- ráöherraog James Prior, sem veriö hefur aöaltalsmaöur flokksins I launamálum. Báöir lýstu þeir sig fylgjandi stefnu Callaghans forsætisráöherra. Heath sagöist ekki lita á þaö sem fagnaöarefni, ef stefna Callaghans misheppnaöist. Þá kæmi til sögunnar vaxandi veröbólga á ný og margvis- legir erfiöleikar fylgdu I kjöl- fariö. Veröbólguvandamáliö væri svo alvarlegt, aö þar ættu stóru stjórnmálaflokkarnir aö reyna aö hafa meö sér sam- vinnu, þótt þeir væru ósam- mála um annaö. Þessi alvöru- orö Heaths fengu litinn byr. Hann var farinn af fundinum áöur en honum lauk og var látiö heita svo, aö hann heföi þurftaö hitta kinverska sendi- herrann. Sumir andstæöingar hans sögöu, aö hann væri far- inn aö láta sig dreyma um aö vera nýr de Gaulle, sem tæki viö, þegar stóru flokkarnir væru komnir aö raun um, aö þeir réöu ekki hvor um sig viö efnahagsvandann. SU frjálsræöisstefna, sem í- haldsflokkurinn boöar i kaup- I gjaldsmálum og verölagsmál- um, kann aö lita ekkiilla út viö fyrstu sýn, en þó hafa verka- lýösmennekki tekiö henni vel, þótt þeir hafi hafnaö stefnu Callaghans. Þeim er ljóst, aö þaö sem Ihaldsflokkurinn boö- ar, er raunverulega stétta- striö, þar sem á aö beygja verkalýössamtökin til undir- gefni meö löngum vinnustööv- unum og atvinnuleysi. Mikiö má vera, ef sumum þeirra fer ekki aöveröa ljóst.aöþaöhafi veriö seinheppilegt aö hafna stefnu Callaghans. Yfirlýsingar Ihaldsflokksins báru einnig aö ööru leyti mik- inn ihaldssvip. Lofaö var aö heröa löggæzluna og taka til athugunar, hvort ekki ætti aö hverfaaö dauöarefsingu á ný. Lofaö var aö efla herinn. Boö- uö var sókn gegn Sovétrikj- unum og varaö viö slökunar- stefnunni. Rikisstjórn Callaghans var gagnrýnd fyrir aö hafa ekki tekiö betur rikisstjórn Smiths og hinna þriggja blökkumannaleiö- toga i Rhodesiu. þ þ Heath, Carrington lávaröur og iMargaret Thatcher.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.