Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 7. desember 1978 Aukin viðskipti forsenda bættrar sambúðar talabi um möguleika á þvi aö sovéskir ráöamenn ættu upptök aö kjarnorkustriöi hlyti aö vera eitthvaö bilaöur. Moskva/Reuter — Brésnjef Sovétforseti sagði i gær að Bandarikin ættu að sýna viðleitni til að bæta sambúðina við Sovétríkin með þvi að leggja meiri áherslu á og hraða samningum um nýjan Salt- sáttmála. Haföi Tassfréttastofan þetta eftir Brésnjef og sagöi aö hann heföi fariö fram á þetta viö fjármáiaráöherra Bandarikj- anna, Michael Blumenthal, en hann er þessa dagana I Moskvu ásamt viöskiptaráöherranum Juanita Kreps. Þá hermdi Tassfréttásto'fa'n eftir Brésnjef aö Sovétmenn yröu áreiöanlegir bandamenn "" ef Bandarfkin á annaö borö vildu bæta samskipti sin viö þá og hætta aö beita viöskiptatakmörk- unum sem aöferö til pólitisks þrýstings. í Sovétrikjunum eru einnig þessa dagana einir 400 bandarisk- ir kaupsýslumenn sem Sovét- menn hafa boöiö til sin til aö reyna aö stuöla aö meiri viöskipt- um milli rikjanna. I hófi i gær I Kreml þar sem þessir voru allir saman k,omiíir og fulltrúar Mafiur friöarins segir fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna I Moskvu um Brésnjef Sovétrikjanna, hélt meöal annarra ræöu, Averell Harriman, ~^fyrj verajidi sendiherra Bandarikjanna i Sovétrikjunum og lagöi áherslu á aö pólitisk ágreiningsefni ættu ekki aö koma i veg fyrir eölileg verslunarsam- skipti. Sagöi hann aö fáránlegt væri til þess aö hugsa aö eftir öll þessi ár væru viöskipti Bandarlkjanna viö annaö stærsta riki heims ekki meiri en raun ber . vitni. Um viöræöur sinar viö Brés- njef, forseta Sovétrikjanna, sagöi Harriman aö varla væri nokkur maöur I heiminum meiri áhuga- maöur um aö koma I veg fyrir kjarnorkustriö, en einmitt Brésnjef. Hann bætti þvi viö aö ~sérhver Bandarikjamaöur sem Varnarmálaráðherrar NATO-ríkja vilja verja meira fé til varna Brussel/Reuter — Varnarmálaráöherrar NATO-rlkja ákváöu i gter f ljósi hernaöaruppbyggingar Varsjárbandalagsrikja aö samþykkja hönnun og kaup á nýjum radarflugvélum er meö búnaöi sinum mundu veröa varar viö loftárásir 15 minútum fyrr en núverandi búnaöur hef- ur möguieika á, segir I frétt frá Nató Kostnaöurinn viö þetta ar radarflugvélar komnar i gagn- fyrirtæki er áætlaöur um 1,9 iö. billjónir dollara og er þá gert ráö A Natóþinginu hefst I dag ráö- fyrir þvi aö áriö 1982 veröi 18 sllk- stefna utanrlkisráöherra Nato- rlkjanna og munu Frakkar auk þeirra taka þátt \ henni en þeir sögöu sig úr bandalaginu fyrir 12 árum. A ráöstefnu utanrlkisráö- herranna veröur fjallaö um sam- skipti austurs og vesturs, ástand mála i Miö-Austurlöndum og fleiri mál. A fundi varnarmálaráöherr- anna voru látnar I ljósi miklar úhyggjur yfir hernaöaruppbygg- ingu Varsjárbándalagsrlkja og bent á þaö aö Sovétrlkin heföu nú yfir meiri hernaöarmætti aö ráöa en nauösynlegur væri til land- varna. Fullyrt var aö Sovétmenn veröu til hernaöarmála u.þ.b. 11 til 13% af þjóöarframleiöslu. Jafnframt var lögö áhersla á aö Natoriki héldu áfram á markaðri braut, þ.e.a.s. aö auka framlög til hernaöarmála um þrjú % á ári hverju. Viöurkennt var aö þetta væri öröugt fyrir rlki sem þegar ættu viö efnahagsvandræöi aö etja en samtimis lögö áhersla á nauðsyn þessa. Lýsti Harold Brown, utanrlkisráöherra Bandarlkjanna, yfir þvl aö stjórn Carters hygöist stefna aö þessari- aukningu þrátt fyrir veruleg efnahagsvandræöi heima fyrir. Vopnað lið s-afrískra hermanna gætir kjörstaða í Namibíu Spánn: Engin hryðju- verk á kosn- ingadegi Madrid/Reuter — Kosningar fóru I gær fram á Spáni um nýja stjórnarskrá i landinu og er,fyrirfram búist viö aö mik- ill meirihiuti Spánverja sam- þykki stjórnarskrána. Mikiö hefur veriö um hryöjuverk á Spáni I sumar og haust, einkum hafa þar verið aö verki Baskar, en I gær, á kosningardaginn sjálfan, var állt meö kyrrum kjörum fram til kvölds a.m.k. Nokkuö bar þó á þvl aö fólk I Baskaherúö- um mætti ekki á kjörstaö. Kjörstaöir lokuöu í gær- kvöldi klukkan sjö og var þá búist viö aö vlsbending um endanleg úrslit ætti aö vera fengin snemma aö morgni (I morgun). Orslit voru strax I gærdag kunn I tveimur smá- þorpum. 1 Hamlet voru sex á móti en aöeins tveir meö stjórnarskránni. 1 Luesma voru sex meö, fimm á móti og tveirskiluöu auöu. Alls ekki er búist viö aö þetta sé nein vis- bending um lokaúrslit. Namibia/Reuter — Kosningar S-Afrikustjórnar I Namibiu standa enn yfir og lýkur ekki fyrr en á morgun. Sámkvæmt upplýsingum kjör- stjórnar höföu 50% atkvæöisbærra neytt atkvæöisréttar sins er kjör- staöir lokuöu á þriöjudag, á öörum degi kosninganna. SWAPO-hreyfingin tekur ekki þátt i kosningunum þar sem þær eru skipulagöar af stjórnvöldum I S-Afriku, en þær snúast um fram- tiöarstjórnun landsins sem S- Afrika hefur stjórnaö I mörg ár I trássi viö Sameinuöu þjóöirnar. S.Þ. hafa krafist þess aö sjá um framkvæmd kosninganna og standa enn yfir samningar um nýjar kosningar á næsta ári. SWAPfWireyfingin er af Samein- uöu þjóðunum viöurkennd sem málsvari almenningsálitsins I Namiblu en taka ekki þátt I kosn- ingunum nú eins og fyrr segir. Hreyfingin hefur hins vegar staö- iö fyrir nokkrum skæruverkum á meöan kosningarnar hafa staöiö yfir aö sögn stjórnvalda I S-Afriku og Namibiu en á móti hefur stjórn S-Afrlku á aö skipa miklu herliöi I landinu. Talsmenn SWAPO segja aftur aö þessu herliöi sé beitt til ERLENDAR FRÉTTIR RBÍEa umsjón: KEa Kjartan Jónasson Hermenn á skriödrekum gæta kjörstaöa I Namibiu þess aö hafa áhrif á hvernig fólkið kýs, og gert er ráö fyrir aö DTA, flokkur sem stjórn S-Afrlku hefur dálæti á, fái á milli 75 og 90% greiddra atkvæöa I kosningunum. Sendiherra Búlgaríu yfirgefur Egyptaland Kairó/Reuter — Búlgarski sendiherrann i Kairó bjó sig i gær til brottfarar þar sem stjórnmálasam- bandi landanna hefur verið slitið i kjölfar skotbar- daga við sendiráðið. Hafa egypsk stjórnvöld sakað sendiráðsstarfsmennina um að berja fjölskyldu sem bjó i sama húsi og siðan beita skotvopnum til aðhræða frá Egypta sem ætluðu að koma fjölskyld- unni til hjálpar. Búist er viö aö sendiherrann og niu manna starfsliö hans yfirgefi Kalró I dag, en ekki er ljóst hvort búlgarski vöröurinn sem var handtekinn vegna skotbardagans fær aö fara úr landi ásamt ööru starfsfólki. Egyptar ákváöu i fyrradag aö slita stjórnmálasambandi viö Búlgariu þar sem sendiráös- starfsfólki Egypta haföi veriö vis- aö úr höfuöborg Búlgarlu, Soflu. Stenmark býður páfa á skíði ttalia/Reuter — Sænski skiöa- garpurinn Ingemar Stenmark, sigurvegari I heimsmeistara- keppninni siöastliöin þrjúár, bauö i gær Jóhannesi Páii II páfa á skiöi meö sér. Stenmark sagöi viö frétta- menp aö I Svlþjóö heföi hann haft þann heiður aö fara á skiöi meö Gústav konungi og þar sem hann heföi heyrt aö núverandi páfi heföi gaman af Iþróttinni væri ekki nema sjálfsagt aö bjóöa honum I sklðatúr. Engar sögur fara af svari páfa en hann er nú nær sex- tugur aö aldri,. en stundaöi skföafþróttina nokkö á yngri árum. Begin í lit — annars sent út i svart-hvítu í ísrael Tei Aviv/ Reuter — ísraels- menn fá á sunnudaginn kemur aö horfa á forsætisráöherra sinn, Begin, taka á móti friö- arverölaunum Nóbels í beinni litútsendingu hafi þeir þá yfir litsjónvarpstækjum að ráöa. I Israel eru sjónvarpsútsend- ingastöövar búnar litútsend- ingartækjum en sá háttur er hafður á (eins og hér fyrrum) aö „skerma” litinn I útsend- ingu, þannig aö venjulega er aöeins hægt aö taka á móti svart-hvltum útsendingum. Aö sögn fulltrúa stjórnarinnar er þetta gert til aö koma I veg fyrir að veröbólgan Llandinu aukist aö mun vegna ásóknar fólks I litsjónvarpstæki. Carter kveðst halda áfram bar- áttu fyrir mann- réttindum Washington/Reuter — Carter Bandarikjaforsetisagöi I ræöu I gæra aö hann héldist I Hvlta húsinu mundi hann tala frjáls- lega um mannréttindi og ekki setja sig úr færi aö fordæma brot á þeim hvar sem væri I heiminum. Sagði Carter aö þetta væri helg skylda sln og frá flóttamönnum eöa fanga- búöum bærust alltaf sömu skilabðöin, aö tala upphátt um brot á mannréttindum, aö láta rödd frelsisins heyrast. í þessu sambandi nefndi Carter Kambódiu, Chile, Uganda, S- Afriku, Nicaragua, Eþiópiu og Sovétrikin. Hann minntist ekki á íran en á meöan hann hélt ræöu sina voru mótmæli fyrir utan Hvita húsiö gegn stjórn keisarans I íran.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.