Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. desember 1978 ' WtMtWtti Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurbsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöumóla 15. Sími 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjaid kr. 2.500.00 á mánuöi. . Biaöaprent ERLENT YFIRLIT Brasilíumenn andvígir stjórn hershöfðingja Dagblaðiö og Vísir á MbL-línunni Sjálfstæðisflokksínénnirnir, sem gefa út Dag- blaðið og Visi hafa lagt mikla rækt við þann áróður, að blöð þeirra séu pólitiskt óháð og hallist ekki meira að Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. Til að árétta þetta voru þessi blöð vinsamleg Al- þýðuflokknum á siðastl. kjörtimabili. Vafalitið átti þetta nokkurn þátt i þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn missti talsvert fylgi til Alþýðuflokksins i kosningun- um fyrr á þessu ári. Þessi afstaða Dagblaðsins og Visis átti sina skýringu. Tilgangur þeirra var að stuðla að svo miklum vexti Alþýðufiokksins, að hann og Sjálf- stæðisflokkurinn fengu meirihluta á þingi og gætu endurnýjað hina löngu stjórnarsamvinnu sina frá árunum 1959-1971. Þetta létu leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins sér ekki illa lynda og létu þvó óátalið fram að kosningum, þótt Sjálfstæðisflokkurinn fengi öðru hverju ádrepu i Visi og Dagblaðinu. Eftir kosningarnar vöknuðu leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins við vondan draum. Alþýðuflokkurinn hafði að visu fengið nægilegt fylgi til þess, að hann og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta- stjórn. Leiðtogar Alþýðuflokksins reyndust hins vegar ekki eins leiðitamir og eigendur Dagblaðsins og Visis höfðu gert sér vonir um. Þeir höfnuðu sam- vinnu með Sjálfstæðisflokknum einum og mynduðu stjórn til vinstri. Aróður Visis og Dagblaðsins hafði þannig borið annan árangur en til var ætlazt. Eftir þetta gerðu forustumenn Sjálfstæðis- flokksins sér ljóst, að þeir yrðu að hlutast til um annan málflutning hjá þessum blöðum. Þeir áttu hæg heimatökin, þar sem eigendur og ritstjórar Dagblaðsins og Visis voru allir gallharðir Sjálf- stæðisflokksmenn og rann blóðið til skyldunnar eftir ósigur Sjálfstæðisflokksins. Hér eftir yrðu þeir i stórum dráttum að fylgja Morgunblaðslinunni, sem túlkar afstöðu Sjálfstæðisflokksins, þótt þeir leyfðu sér litilsháttar frávik öðru hvoru. Þannig væri hægt að beita sameiginlega þvi mikla blaðaveldi, sem Mbl. og siðdegisblöðin eru. Verkin hafa þegar sýnt merkin, þótt greinilegast hafi þetta komið i ljós eftir efnahagsaðgerðirnar, sem voru tengdar við 1. desember. Morgunblaðið hóf strax mikla árás á Alþýðuflokkinn fyrir það, að hafa brugðist vonum Sjálfstæðisflokksmanna um að nota þetta tækifæri til að rjúfa vinstri stjórnina og leggja til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Reynt var i skrifum Mbl. að túlka afstöðu Alþýðuflokksins sem aumingjaskap og svik við kjósendur hans. Fljótlega fylgdi Visir i þetta kjölfar Morgunblaðsins og Dag- blaðið kom svo þar á eftir. Þannig hefur forustu- mönnum Sjálfstæðisflokksins tekizt á bak við tjöld- in, að koma Visi og Dagblaðinu yfir á linu Morgun- blaðsins i megindráttum. Slikt þurfti ekki að koma á óvart, þar sem Sjálstæðisflokksmenn eiga sið- degisblöðin og stjórna þeim. Eftir er nú að sjá, hvernig Alþýðuflokkurinn stenzt þá hrið, sem sameinaður blaðakostur Sjálf- stæðisflokksmanna beitir gegn honum. Þegar hefur þessi áróður haft augljós áhrif á elzta þingmann flokksins. Alþýðuflokkurinn gengur hér undir manndómspróf, sem veitt verður mikil athygli og getur miklu ráðið um framtið hans. Þ.Þ. Þingkosningar leiddu það i ljós HINN 15. október fóru fram forsetakosningar i Brasiliu og réttum mánuöi siöar eöa 15. nóvember fóru þar fram þing- kosningar. Báöar þessar kosningar benda ákveöiö til þess aö þjóöin sé oröin þreytt á hershöföingjastjórn og kjósi aft- ur lýðræöisstjórn. Einkum leiddu þingkosningarnar þetta i ljós. 1 ár voru liöin 15 ár siöan hershöföingjarnir tóku völdin I Brasiliu. Þá haföi veriö þar lýö- ræöisstjórn i rúm tuttugu ár. Siöustu fimmtiu árinhafa ýmist verið hershöföingjastjórnir eöa lýöræöisstjórnir I Brasiliu. Ariö 1930 brauzt Getulio Vargas til valda og var einræöisherra landsins til 1945. Þá steyptu hershöföingjarnir honum af stóli og komu á lýöræðislegri stjórn. Vargas haföi unniö sér verulegar vinsældir og var kos- inn forseti 1951. Honum gekk svo illa samvinnan viö þingiö aö 1954 voru horfur á, aö þaö myndi dæma hann frá völdum og njóta til þess stuðnings hershöföingj- anna. Vargas valdi þá þann kost aö fremja sjálfsmorö. Ariö 1956 náöi Juscelino Kubitschek kosningu og gegndi forsetaem- bættinu til 1961. Hann reyndist nýtur forseti, og mun m.a. veröa minnzt sökum þess, aö hann flutti aðsetur stjórnarinn- ar frá Rio de Janeiro til Brasilia, nýrrar höfuöborgar. 1 forsetakosningunum, sem fóru fram haustið 1960, náöi óvenju- legur maöur, Janio Quadros, kosningu, án þess aö hafa öflug- an flokk aö baki sér, og án ákveðinnar stjórnmálastefnu annarrar en þeirrar, aö hann myndi stuðla aö heiöarlegu stjórnarfari og vinna gegn hvers konar spillingu. Þegar Quadros þóttist sjá fram á, aö hann kæmi ekki þessum fyrir- ætlunum sinum i verk, sagöi hann af sér forsetaembættinu eftir að hafa gegnt þvi i sex mánuöi. Þá tók viö varaforset- inn, Joao Goulart, sem var langt til vinstri og átti þvi i stööugum deilum viö þingiö. Mikil upp- lausn varöþvi i stjórnartiö hans og notuöu hershöföingjarnir sér þaö til aö taka sjálfir völdin 1964. ÞVl veröur ekki neitaö aö miklar framfarir hafa oröiö i Brasiliu siöan hershöföingjarnir komutil valda. Ctlend fyrirtæki hafa fjárjest mikiö i landinu og stórfelld iönvæöir.g áttsér staö. Brasilia er þvi komin i röð fremstu iönaöarvelda heims. Sá auður, sem iðnvæöingin hefur skapað hefur hins vegar ekki lent hjá almenningi, heldur til- Figueiredo Geisel forseti tölulega fámennri ibnstétt. Ýmsar heimildir benda til þess, aö lifskjör almennings hafi frekar versnaö en batnaö á þessum tima, þrátt fyrir stór- aukna þjóðarframleiöslu. Mikil veröbólga hefur átt sinn þátt i þvi, aöauöurinn hefur safnaztá ' fáar hendur. Þetta skýrir vafa- laust áöumefnd kosningaúrslit, sem nánar veröur vikiö aö siðar. Hershöföingjarnir hafa jafn- an lýst yfir því, aö þeir ætluöu sér ekki aö fara meö völd til langframa, heldur koma á lýö- ræöisstjórn, þegar þeir teldu jarðveg fyrir það. Þetta hafa þeir raunar sýnt I verki á ýmsan hátt. Þeir hafa sett þá reglu, aö enginn má vera forseti lengur en i fjögur ár. Þeir hafa leyft starfsemi tveggja flokka I land- inu. Annar þeirra, Viöreisnar- bandalagiö (Arena) er hinn formlegi stjórnarflokkur, en hinn, Lýöræðishreyf ingin (MDB) gegnir hlutverki stjórnarandstöðuflokks.en hefur þó verið og er undir eftirliti stjórnarinnar. Þannig hefur hún hlutazt til um hverjir færu meö forustu hans. Aðrir flokkar hafa veriö bannaðir og öllum helztu stjórnmálamönnum Brasiliu, sem áöur hafa komiö viö sögu, eins og Kubitschek og Quadros, hefur veriö meinuö þátttaka I stjórnmálum, m.a. á þann hátt, aö svipta þá kjörgengi. í kosningum sem hafa farið fram i valdatiö hershöföingjanna, hefur Viöreisnarbandalagiö eöa flokkur þeirra sigraö auöveld- lega. VERULEG breyting hefur hins vegar oröiö I kosningunum sem fóru fram i haust. Forseta- kosningarnar fóru fyrr fram eins og áöur segir. Forsetinn er kosinn af kjörþingi, þar sem all- ir þingmenn eiga sæti, auk nokkurra fulltrúa frá fylkjun- um. Báðir flokkarnir buöu fram. Frambjóðandi Viðreisnarbandalagsins, Joao Baptista de Figueiredo, náöi kosningu, en frambjóöandi Lýö- ræöishreyfingarinnar, Fuler Bentes hershöföingi, veitti hon- um þó meiri keppni en frétta- skýrendur áttu von á. Þaö styrkti stööu hans, aö nokkur óánægja var hjá sumum hers- höfðingjunum yfir vali Geisels forseta á Figueiredo sem eftir- manni sinum. Sumir þeirra töldu sig frekar eiga að koma til greina. Figueireda haföi áöur verið upplýsingaráöherra og veriö umdeildur meöal hers- höföingjanna. Andstaðan gegn hers- höfðingjastjórnum kom aöal- lega fram f þingkosningunum. Þær fóru fram 15. nóvember eins og áður segir, en endan- legar tölur hafa enn ekki verið birtar og veldur þvi dráttur á talningu i vissum fylkjum. Um mánaðamótin virtist niður- staöan vera oröin ljós i höfuö- dráttum, en hún var sú aö i kosningunum til öldungadeildar þingsins heföi Viðreisnarbanda- lagiöfengiö 18 millj. atkvæöaen Lýöræðisbandalagiö 23 millj. atkvæöa. Hvert fylki kýs einn fulltrúa til öldungadeildarinnar og hélt Viöreisnarbandalagiö meirihluta sinum þar, sökum þess aö það bar sigur úr býtum I fámennum fylkjum. Lýöræðis- bandalagið vann hins vegar I fjölmennum fylkjum og fékk t.d. fjórum sinnum meira at- kvæðamagniSao Paulo-fylkinu, þar sem 20 millj. manns búa. Svipuð var niöurstaöan i kosningunum til fulltrúadeildar þingsins, en kjördæmaskipunin og kosningafyrirkomulagiö tryggðu samt stjórnarflokkun- um meirihluta þar, þótt hann fengi stórum færri atkvæði. Aöalmunurinn á áróöri flokk- anna fólst i þvi aö Lýöræöis- bandalagið lofaði aö flýta þvi aö koma á lýöræðisstjórn, en Viö- reisnarbandalagiö lofaði þvi einnig en ekki eins ákveöiö. Það er nú aö sjá,hvort hershöfðingj- arnir draga réttar ályktanir af þessum úrslitum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.