Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 2
2 6. september 2006 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Guðrún, hvað þarf helst að gerast? „Það þarf vitundarvakningu meðal kvenna, lögreglu og ákæruvaldsins um að ofbeldi í parsamböndum sé brot á lögum og alltaf á ábyrgð ofbeldismanna.“ Innan við eitt prósent heimilisofbeld- ismála hefur verið tekið til ákærumeð- ferðar það sem af er þessu ári. Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta. ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������� ���� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� LÖGREGLUMÁL Sextán ára pilturinn sat ásamt 28 ára kunningja sínum í bifreið hins síðarnefnda við Skautasvellið í Laugardal um eitt- leytið í fyrrinótt, þegar þeim sinn- aðist með þeim afleiðingum að pilturinn dró upp hníf og réðst á félaga sinn. Pilturinn stakk manninn í bakið og skildi við hnífinn standandi úr sárinu. Því næst forðaði árásar- maðurinn sér út úr bifreiðinni hafði sig á brott á hlaupum. Fórnarlambið ók þá sem leið lá á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi, en tókst að ná hnífnum úr bakinu á sér á leiðinni á bráðamót- tökuna. Þegar þangað var komið hafði maðurinn misst mikið blóð en var ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þar var gert að sári mannsins og var hann útskrifaður stuttu síðar. Samkvæmt vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans var áverki mannsins ekki lífshættu- legur. Stungusárið var ofarlega á bakinu við herðablað og töluvert djúpt en fjarri helstu líffærum og því var maðurinn ekki í bráðri lífs- hættu. Fórnarlambið gat gefið lög- reglu upplýsingar um dvalarstað árásarmannsins og var hann hand- tekinn í nágrenni við heimili sitt í austurhluta höfuðborgarinnar stuttu síðar. Veitti hann að sögn lögreglu enga mótspyrnu við handtökuna. Pilturinn var færður í fanga- geymslur en ekki yfirheyrður fyrr en seinnipartinn í gær. Lögregla neitaði að gefa upp hvort pilturinn hefði verið í annarlegu ástandi þegar lögregla hafði uppi á honum. Að sögn lögreglu hefur hvorug- ur mannanna komið við sögu lög- reglu áður og þeir eru ekki skyldir. Málið er í rannsókn ofbeldis- brotadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lögregla lítur málið alvarlegum augum. aegir@frettabladid.is Skildi hnífinn eftir standandi í sárinu Sextán ára piltur réðst á kunningja sinn með hníf í fyrrinótt, stakk í bakið og skildi hnífinn eftir í sárinu. Fórnarlambið kom sér sjálfur á slysadeild við illan leik. Ekki lífshættulegur áverki, að sögn vakthafandi læknis. LUNDÚNIR, AP Minnismiða ráðgjafa Tonys Blair var lekið til fjölmiðla í gær og á sama tíma fréttist af undirskriftasöfnun þingflokksmanna hans, en 38 þeirra munu hafa skrifað undir plagg þess efnis að forsætisráð- herrann segi af sér. Að auki er haft eftir einum ráðherra hans, David Miliband, að það væri „viðurkennd speki“ að Blair segði af sér innan eins árs. Á miðanum og á listanum mun undirstrikað mikilvægi þess að hann hætti með reisn. Til stendur að undirbúa nokkur viðtöl í sjónvarpsþáttum, sem ekki teljast pólitískir, ásamt heimsóknum í einar sex borgir og myndatökum við tuttugu eftirminnilegar byggingar sem risið hafa eða verið endurgerðar í stjórnartíð Blairs. Flagga skal almennum „sigri Blair-hyggjunnar“, fremur en einstökum afrekum forsætisráðherrans, og nauðsynlegt er að horfast í augu við óvinsældir Íraksstríðsins áður en að kveðju- stund kemur, að mati ráðgjafa Blairs. Ef marka má nýlega könnun vill um 51 prósent Breta að Blair segi af sér og er óvinsældum hans kennt um að einungis þrjátíu prósent styðji Verkamannaflokkinn. Blair sjálfur er þögull sem gröfin um væntanlega afsögn og hefur hvatt fólk til að hætta bollalegging- um og leyfa sér að vinna vinnuna sína. - kóþ Fjöldi þingmanna breska Verkamannaflokksins vill nýjan foringja: Tony Blair hætti með reisn TONY BLAIR, FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS 38 þingflokksmenn Blairs munu hafa skrifað undir plagg þess efnis að hann segi af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL „Við vissum ekki að þessi breyting hefði verið gerð fyrr en síðasta föstudag,“ segir Hjörleif- ur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur, en fyrirtækið hefur á þessu ári sent póst til allra nýrra raforkunotenda þar sem tekið er fram að Orkuveit- unni beri að innheimta fimmtíu prósenta álag á raf- orku þar til samningur við raforkusala hafi verið gerður. Ný reglugerð sem tók gildi í byrjun þessa árs kveður á um að nýir raforkukaupendur geti samið um að kaupa raforku frá því fyrirtæki sem þeir kjósa, hvar sem er á landinu. Í reglugerðinni stóð enn fremur að fyrirtækinu sem aflaði orkunnar bæri skylda til að innheimta álag sem næmi helm- ingi raforkugjaldsins, gerði nýr notandi ekki samn- ing við raforkusala. Í apríl á þessu ári var þó tekin ákvörðun um að fresta þessari innheimtu til næstu áramóta. Hjörleifur segir leitt að Orkuveita Reykja- víkur hafi haldið áfram að minna á gjaldið. Fremur erfitt sé að átta sig á þessum breytingum og enginn hafi tilkynnt um mistökin. Hann tekur svo skýrt fram að enn hafi enginn verið rukkaður um álagið. Sem dæmi um hagkvæmni sem felst í nýju raf- orkulögunum má nefna að ef raforkunotandi, búsettur á Seltjarnarnesi í um 250 fm einbýlishúsi, semur við Norðurorku er auglýst heildargjald á ári 281.857 krónur á ári. Semji hann aftur á móti við Orkubú Vestfjarða nemur kostnaðurinn 210.957 krónum. - kdk Breytingar á reglugerð um ný orkulög fóru framhjá Orkuveitu Reykjavíkur: Vissu ekki af breytingunni HÖFUÐSTÖÐVAR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Lögmaður Orku- veitunnar segir að enginn hafi verið rukkaður um álagið. SVÍÞJÓÐ Johan Jakobsson, framkvæmdastjóri sænska Þjóðarflokksins, sagði upp störfum í gær í kjölfar þess að upp komst um tölvunjósnir sem ungliði úr flokknum viðurkenndi að hafa stundað. Ungliðinn hafði brotist inn í tölvukerfi Jafnaðar- mannaflokksins. Í yfirlýsingu sagðist Jakobson telja það best fyrir flokkinn að hann segði af sér, þrátt fyrir að hann teldi sig ekki bera neina sekt í málinu. Jakobsson hafði fengið vitneskju um brot unglið- ans um miðjan mars. - gb Sænski Þjóðarflokkurinn: Sagði upp vegna njósnamáls LEJENBORG OG JAKOBSSON Formaður Þjóðarflokksins og framkvæmdastjórinn. HÉRAÐSDÓMUR Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir grófa líkamsárás á veit- ingahúsinu Boomkikker í Hafnarstræti í maímánuði í fyrra. Honum er gert að hafa ráðist á annan karlmann, slegið höfuð hans í barborð og ítrekað með hnefahöggum í andlitið auk þess sem hann lét spörk dynja á manninum, í andlit hans og líkama. Hann dró fórnarlambið á hárinu eftir gólfi skemmtistaðar- ins og misþyrmdi. Fórnarlambið tvírifbeins- brotnaði og hryggjarliðir hans brákuðust. Hann nefbrotnaði, hlaut skurð á höfði og tognun á hægri úlnlið. Auk þess brotnuðu í honum tvær tennur. Ákæruvaldið fór fram á refsingu og fórnarlambið krafðist bóta fyrir rúma milljón króna. - æþe Árásarmaður ákærður: Braut rifbein og tvær tennur AKRANES Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ákveðið að hækka launin hjá þeim lægstlaunuðu um tvö og hálft til þrjú prósent. Hækkunin nær til þrjátíu manna sem starfa í ræstingu og við sorphirðu. Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar ákvörðun bæjaryfirvalda. Hann segir að þetta sé viðbót við þá hækkun sem þessir hópar fá samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins í sumar. Fólkið hækki um fjögur til sex þúsund. - ghs Bæjaryfirvöld á Akranesi: Veita auka launahækkun SVISS, AP Varnarmálaráðherra Sviss hefur neitað beiðni um að hætt verði að geyma skotvopn hermanna á heimilum þeirra. Að meðaltali er eitt sjálfsmorð framið daglega með skotvopni í Sviss, yfirleitt með vopnum frá hernum. Samuel Schmid, varnarmála- ráðherra Sviss, segir að þótt skotvopn verði flutt af heimilum hermanna leysi það ekki þetta félagslega vandamál. Rannsóknir hafa sýnt að heimsins hæsta tíðni sjálfsmorða með skotvopnum er í Sviss og Bandaríkjunum. Margir kenna þar um frjálslegum reglum varðandi vörslu vopnanna. - sþs Varnarmálaráðherra Sviss: Vopn enn heima hjá hermönnum VERÐ Gjaldskrá fyrir upplýsinga- númerin 118 og 1818 og talsam- band við útlönd hækkar 1. september. Ástæðan er gjald- skrárbreytingar hjá fyrirtækinu Já sem rekur þessa þjónustu. „Þetta er meðalhækkun upp á sjö prósent sem er í takt við verð- lagsþróun frá 2005,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já. Upphafsgjald og mínútuverð í 118 og 1818 mun hækka um fjórar krónur í heimasímum og farsím- um. Upphafsgjald í talsambandi við útlönd mun hækka um fimm krónur úr heimasímum og farsímum og mínútuverð um sex krónur úr heimasímum og farsímum. - sdg Gjaldskrárhækkun hjá Já: Dýrari símtöl í símaskrána LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Fórnarlamb árásarinnar fór sjálfur á slysadeild sjúkrahússins. Læknir segir stungusárið ekki hafa verið lífshættulegt. Sárið, sem hafi verið nokkuð djúpt, hafi verið ofarlega á bakinu við herðablað mannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.