Fréttablaðið - 06.09.2006, Síða 14

Fréttablaðið - 06.09.2006, Síða 14
14 6. september 2006 MIÐVIKUDAGUR FIÐRILDI Þó að farið sé að hausta hér eru fiðrildin í Texas enn í fullu fjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Reglur um upplýsinga- skyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeild- ar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þing- manna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skip- uð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. „Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju,“ segir Bryndís. „Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að regl- urnar eru óskýrar.“ „Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýs- ingaskyldu eru ófullkomin. Bryn- dís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi „einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brot- ið upplýsingaskyldu sína,“ segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsinga- skyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjár- laganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráð- herra neitaði að upplýsa um jarða- sölur og bar fyrir sig persónu- vernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjár- veitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefnd- ar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlaga- beiðnina eða ekki. Stjórnarand- staðan vildi fá að sjá hvort ríkis- stjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknar- nefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsinga- skylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rann- sóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsing- um leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar. ghs@frettabladid.is BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að slípa þessar reglur til. Upplýsingaskyldan þyrfti að vera skýrari Óskýrt er hvernig bregðast á við broti ráðherra á upplýsingaskyldu gagnvart Al- þingi. Forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst telur að skýra þurfi reglurnar. Víða erlendis eru rannsóknarnefndir skipaðar en það þykir ekki virka vel hérlendis. ÚR ÞINGSAL Frá vinstri: Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, Björgvin Guðmundsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Samfylkingu, Þórarinn E. Sveinsson Framsóknarflokki og Lúðvík Bergvinsson Samfylkingu. Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá... BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR FORSETI LAGADEILDAR HÁSKÓLANS Á BIFRÖST SVEITARFÉLÖG Samband íslenskra sveitarfélaga hefur opnað skrifstofu í Brussel og er hlut- verk hennar að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og EES-samstarfinu. Jöfnunarsjóður sveitar- félaga mun leggja tíu milljónir króna til verk- efnisins árlega en þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára og er áætlaður heildarkostnað- ur 30 milljónir króna. Starfsmaður skrifstof- unnar er Anna Margrét Guðjónsdóttir. Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þró- unar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir litið svo á að opnun skrif- stofunnar sé árangursrík aðferð til að koma sjónarmiðum íslenskra sveitarfélaga á fram- færi og byggja upp tengsl til að nýta í hags- munabaráttu þeirra. „Íslenska sambandið er meðal síðustu sveitarfélagasambanda í Evrópu til að opna skrifstofu í Brussel en flest þeirra hafa rekið skrifstofu þar um árabil.“ Anna Guðrún segir að með opnun skrif- stofunnar verði auðveldara að fylgjast með og hafa áhrif á mál sem sveitafélögin eru með á sínum snærum. „Þetta auðveldar okkur einnig að fylgjast með nýmælum og gefur aukið tækifæri til þátttöku í samstarfsverk- efnum úti.“ Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, var starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga um tíma með starfs- aðstöðu í íslenska sendiráðinu. - hs Samband íslenskra sveitarfélaga hefur opnað skrifstofu í Brussel sem á að gæta hagsmuna sveitarfélaga: Brussel-skrifstofa kostar 30 milljónir HORFT YFIR VALDAMIÐSTÖÐ ESB Í Brussel eru fjöl- margar alþjóðastofnanir. Á myndinni, sem tekin er í skrifstofu íslenska sendiherrans, sjást höfuðstöðvar ráðherraráðs Evrópusambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.