Fréttablaðið - 06.09.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 06.09.2006, Qupperneq 28
[ ] Sveinn Arnarsson er fyrsta árs nemi í lögfræði við Há- skólann á Akureyri. Hann er mjög ánægður með skólann og mælir hiklaust með honum. Sveinn er frá Hafnarfirði en fór norður á Akureyri fyrir ári að læra samfélags- og hagþróunar- fræði, sem er aðeins kennd í Háskólanum þar. „Ég ákvað svo að skipta yfir í lögfræði en mér leið svo vel hérna á Akureyri að ég gat ekki hugsað mér að fara héðan,“ segir hann. Lögfræðinámið í Háskólanum á Akureyri leggst mjög vel í Svein. „Námið er aðeins frábrugðið því sem er í Reykjavík að því leyti að við tökum áfangana í þriggja vikna lotum og erum bara í einum áfanga í einu. Mér finnst þetta kerfi mjög hentugt og það heldur manni við efnið þar sem maður er ekki að grauta í öllu í einu. Á haust- önn eru fimm lotur og fimm á vor- önn og það er misjafnt eftir áföng- um hvort þeim lýkur með prófi eða eru metnir á annan hátt.“ Að öðru leyti segir Sveinn að lögfræðinámið í Háskólanum á Akureyri sé svipað uppbyggt og í skólunum í Reykjavík. „BA-námið er þrjú ár og svo er tveggja ára nám til embættisprófis. Námið hérna er ekkert lakara en í háskól- unum í Reykjavík og er mjög krefjandi og skemmtilegt.“ Sveinn hefur mjög gaman af pólitík og segir að áhugi hans á lögfræði hafi kviknað út frá því. „Ég ákvað að fara í samfélags- og hagþróunarfræði út frá pólitísk- um áhuga og lögfræði er líka fínn vettvangur fyrir þann áhuga.“ Sveinn er mjög ánægður með Háskólann á Akureyri. „Þessi skóli er framsækin og metnaðar- full stofnun og ég sé fram á mjög skemmtileg fimm ár í lögfræðinni hérna. Félagslífið er gott og fullt af uppákomum yfir veturinn, þannig að maður týnist ekki í bók- unum. Ég mæli með Háskólanum á Akureyri eins og hann leggur sig fyrir alla sem vilja fara í háskóla- nám.“ emilia@frettabladid.is Gott að vera á Akureyri Sveinn er mjög ánægður með Háskólann á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL Málaskólinn Lingva gerir fólki fært að bjarga sér á erlendu tungumáli á einni viku. Heima- síða hans er www.lingva.is. Hinn ítalski Paolo Turchi tungu- málakennari er einn þeirra sem standa að málaskólanum Lingva. Hann segir nýjum aðferðum verða beitt við kennsluna. „Við verðum með tvenns kona hópa, Tal og Mál. Í Talhópana mæta nemendur fjögur kvöld í viku og á þeim tíma læra þeir að bjarga sér á viðkomandi máli. Þetta hentar Íslendingum mjög vel. Þeir vilja læra allt strax og að það sé farið í það sem skiptir máli þegar verið er að ferðast. Tal 1 snýst um að fólk geti notað málið á ferðalögum, á veitingastöðum og í verslunum. Svo ætlum við líka að prófa Tal 2. Þá bætum við inn fleiri þáttum en það er líka hægt að end- urtaka Tal 1 ef áhugi er fyrir því.“ Á svipaðan hátt segir Paolo farið skipulega í málfræðina í tímum sem hann nefnir Mál. Þar er mætt einu sinni í viku í átta vikur og bara lært um eitt atriði í einu. „Í fyrsta tíma læra nemendur bara um nafn- orð. Þá fá þeir tilfinningu fyrir þeim og hvernig þau nýtast í málinu. Því getur fólk droppað inn ef það vill hressa upp á kunnáttuna til dæmis í sögnum, fornöfnum eða einhverju öðru tilteknu atriði og þá borgar það bara fyrir einn tíma,“ lýsir Paolo. Hann kveðst hafa mikla reynslu af kennslu og taka eftir að málfræðiatriði vilji ruglast saman. Því eigi nú að prófa að kenna þau hvert í sínu lagi. Tíu algengustu tungumál heims verða kennd í Lingva og listi yfir þau er á heimasíðunni www.lingva. is. Paolo segir réttindakennara í hverju fagi fyrir sig. Sjálfur kennir hann ítölsku. „Það er gaman að hjálpa fólki að tjá sig á framandi máli og það strax. Íslendingar bregða sér í helgarferðir og þá vilja þeir geta gert allt í einu,“ segir hann og kveðst hafa séð þetta sama kerfi notað á Ítalíu. „Þetta hentar fólki sem er mikið á ferðalögum og vill kunna hrafl í málum. Menn verða að kunna smá mannasiði. Að minnsta kosti að þakka fyrir sig.“ gun@frettabladid.is Vilja læra allt strax „Það er gaman að hjálpa fólki að tjá sig og læra það strax,“ segir tungumálakennarinn Paolo Turchi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Réttu upp hönd ófeimin og spurðu að því sem þú vilt vita. Í námi eru engar spurningar heimskulegar og besta leiðin til að læra er að spyrja. VR og fleiri stéttarfélög styrkja flátttöku félagsmanna sinna á námskei›inu. Þau hafa lengt sinn sól ar hring! “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor.” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Hvað segja nem end ur okk ar um nám skeiðið: Frá bært, mark visst, hnit mið að, ævi á byrgð, nyt sam legt, krefj andi, skemmti legt, mjög gott, skipu lagn ing, ein beit ing, já kvæðni, mik il aðstoð, góður kenn ari, spenn andi, ár ang urs ríkt, hvetj andi, góð fljón usta. Nýtt 6. vikna nám skeið hefst 3. okt. (dagnámskeið) Nýtt 6. vikna hrað nám skeið 4. okt. SUÐURNES 3 vikna hraðnámskeið 12. október Skrán ing á hraðlestrar nám skeið er haf in á www.h.is og í síma 586-9400 MÁNAKÓRINN AUGLÝSIR Karlmenn, langar ykkur í kór ? Ef þú ert lagvís þá leitum við að þér. Við getum bætt við okkur í Bassa og Tenóra Komdu og vertu með okkur í skemmtilegum hóp. Fyrirhuguð er ferð til Tékklands vorið 2007 Uppl í símum, 824 0774 og 849-9690 ENGLAKÓRINN Kóræfingartími: Laugardagar kl.11.00-11.45..................3ja til 4ra Laugardagar kl.12.00-12.45..............4ra til 7 ára Kennsluefni: öndun, raddbeiting, söngur á mörgum tungumálum, taktur, tónhæð,hlustun á klassíska tónlist, hreyfing við tónlist, leikur á ásláttarhljóðfæri og fl. Staður: Tónlstarskóli Kópavogs Kennarar: Natalía Chow(M.A) og Julian Hewlett(B. A.) TÓNLISTARUPPELDI FYRIR BÖRN 3JA TIL 7 ára Kórgjaldið greiðist við skráningu. Fyrirspurn má senda á netfangið: nataliachow89@msn.com eða í síma 555-1346/699-4613 SVÆÐAMEÐFERÐARNÁM Viðurkennt af svæðameðferðarfélagi Íslands. Faglærður kennari frá Danmörku með yfir 19 ára reynslu. faglærðir leiðbeinendur Ath!! Vegna forfalla er ennþá pláss laust. Kennsla þriðjudagskvöld frá 17.00-21.00 Skráning og nánari upplýsingar í síma 552-1850 og Í 896-9653 einnig má sjá fleiri námskeið á www.heilsusetur.is Einstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.