Fréttablaðið - 06.09.2006, Page 44

Fréttablaðið - 06.09.2006, Page 44
MARKAÐURINN 6. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Áhersla á virkt flæði fjármagns og áhættustýringu Tryggingar Eignaleiga Markaðsviðskipti Kjölfestueignir Óskráðar eignir Exista UK Fjármál samstæðu Áhættustýring samstæðu Samskiptamál samstæðu FjárfestingarRekstur Forstjórar Stjórn Starfandi stjórnarformaður S K I P U R I T E X I S T U Í lok næstu viku verður fjármálaþjónustu- fyrirtækið Exista skráð í Kauphöll Íslands að undangengnu hlutafjárútboði til fagfjár- festa, starfsmanna og almennra fjárfesta. Um verður að ræða stærstu skráningu í sögu Kauphallar Íslands en markaðsvirði Existu liggur á bilinu 211-233 milljarðar króna sem gerir það að fjórða til fimmta verðmætasta skráða félaginu. Fyrri hluti ársins var viðburðaríkur hjá Existu. „Nú höfum við sameinað VÍS eignar- haldsfélag og Existu og öll starfsemi félag- anna er komin í Ármúla 3 þar sem VÍS var eitt og sér áður. Mikill tími hefur farið í það að samþætta starfsemina, enda erum við með 311 milljarða undir stjórn sem er nærri þriðjungur af landsframleiðslunni,“ segir Lýður Guðmundsson, starf- andi stjórnarformaður Existu. Yfirstjórn félagsins hefur jafnframt verið efld á árinu. Lýður lét af störfum sem for- stjóri Bakkavarar í lok maí, og kom til starfa hjá Existu, og Sigurður Valtýsson var ráðinn annar forstjóra félagsins við hlið Erlendar Hjaltasonar. TRYGGINGAR, EIGNALEIGA OG FJÁRFESTINGAR Lýður er spurður hvers konar félag Exista sé. „Exista er fjármálaþjónustufyrirtæki sem rekur starfsemi á þrem- ur meginstoðum. Í fyrsta lagi rekum við tryggingastarfsemi sem fer í gegnum VÍS, í öðru lagi fjármögnunarleigustarf- semi sem við rekum í gegnum Lýsingu og síðast en ekki síst fjölbreytta fjárfestingastarf- semi. Hún skiptist í tvennt, annars vegar fjárfestingar í óskráðum eignum og hins vegar erum við með nokkr- ar kjölfestueignir í skráðum félögum. Þar ber hæst að nefna tæplega fjörutíu prósenta hlut í Bakkavör og tæp 26 pró- sent í KB banka. Af óskráð- um fjárfestingum vegur lang- þyngst um 43 prósenta hlutur í Símanum.“ Kjarni starfseminnar felst í flæði fjármagns milli rekstrar og fjárfestingastarfsemi. „Við ætlum að nota fjárstreymi frá vátrygginga- og eigna- leigustarfsemi til að fjárfesta áfram, annars vegar í kjöl- festuhlutum í skráðum félögum og hins vegar í óskráðum eignum [private equity]. Félagið hyggst útvíkka starfsemina, nánar tiltekið í Bretlandi og á meginlandi Evrópu, og leitar að góðum yfirtökutækifærum.” Óhætt er að segja að Exista skeri sig frá öllum öðrum íslenskum félögum. „Ég held að ég geti sagt að við séum mitt á milli fjárfest- ingafélaga og banka. Þetta er nýr valkostur íslenska fjárfesta. Með því að fjárfesta í Exista gefst væntanlegum hluthöfum kostur á að fjárfesta í mörgum félögum sem þeir annars ættu ekki kost á,“ segir Lýður. Þótt Exista sé einstakt fyrirtæki hvað varðar Ísland þá segir Lýður að viðskipta- módelið sé vel þekkt annars staðar. Nefnir hann sem dæmi að Berkshire Hathaway í Omaha, sem ofurfjárfestirinn Warren Buffet fer fyrir, byggi á sambærilegu samspili LÝÐUR GUÐMUNDSSON,STARFANDI STJÓRNARFORMAÐUR EXISTU „Við teljum einnig þetta vera góðan tímapunkt til að skrá félagið á markað. Það er ekki endilega best að gera slíkt þegar markaðurinn er útblásinn og yfirspenntur. En vissulega hefur mikið rofað til eins og sést hvernig tekist hefur að snúa við neikvæðri umræðu um bankana. Það sýnir styrk kerfisins, hér varð ekkert hrun þótt menn hafi aðeins þurft að taka á honum stóra sínum.” MARKAÐURINN/STEFÁN Samspil trygginga og fjárfestinga Skráning Existu í Kauphöll Íslands í næstu viku verður sú stærsta í sögu Kauphallarinnar og innan skamms verður félagið orðið fjölmennasta almenningshlutafélag landsins. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, segir í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson að stefnt sé að því að gera félagið að öflugu fjármálaþjónustufyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Félagið er mitt á milli þess að vera banki og fjárfestingafélag með viðamikla starfsemi á sviði trygginga, eignaleigu og fjárfestinga. S A G A E X I S T U Í S T U T T U M Á L I 2001 Nokkrir sparisjóðir stofna SP- eignarhaldsfélag utan um hluti sína í Kaupþingi. Kaupþing ger- ist hluthafi og nafni félagsins er breytt í Meið. 2002 Í október kaupir Meiður fleiri hluti í Kaupþingi og verður stærsti hluthafinn. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eignast 55 prósenta hlut í félag- inu. 2003 Meiður eignast hlutabréf í Bakka- braedur Holding og Scandinavian Holding og verður þar með stærsti hluthafinn í Bakkavör. Bakkabræður eignast um sextíu prósent í Meiði. 2004 Félagið eignast um fjórðungs- hlut í Flögu Group. Erlendur Hjaltason ráðinn forstjóri. 2005 Meiður eignast nítján prósenta hlut í VÍS. Nafni Meiðs breytt í Exista og skerpt á stefnu félags- ins. Exista kaupir hluti í einka- væðingu Símans ásamt öðrum fjárfestum. 2006 Exista kaupir alla hluti í VÍS eign- arhaldsfélagi og nýir hluthafar bætast við það í eigendahópinn. Félagið breytist úr fjárfestinga- félagi í fjármálaþjónustufyr- irtæki. Lýður verður starfandi stjórnarformaður og Sigurður Valtýsson ráðinn inn sem for- stjóri við hlið Erlendar. Skráning á markað og hlutafjárútboð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.