Fréttablaðið - 06.09.2006, Síða 45

Fréttablaðið - 06.09.2006, Síða 45
H A U S MARKAÐURINN trygginga og fjárfestinga. „Þetta hefur verið gert áður með góðum árangri og við viljum beita sömu aðferðum. Við erum ekkert að finna upp hjólið.“ Lýður leggur á það áherslu að Exista vilji fjárfesta í góðum félögum til ótilgreinds tíma og fyrirtækið stundar ekki umbreytingafjár- festingar. „Við leitum að góðu liði stjórnenda, félögum með gott fjárstreymi og viljum setja okkar fjármuni þar á bak við.“ TVÆR FLUGUR SLEGNAR Á þessu ári urðu miklar breytingar í starf- semi Exista þegar félagið eignaðist VÍS eign- arhaldsfélag en um það leyti fóru stjórnend- ur félagsins að horfa til skráningar. Mikil umræða varð snemma á árinu um krosseign- arhald íslenskra fyrirtækja, til dæmis milli Exista og KB banka. Lýður bætir við að sú umræða hafi ekki haft úrslitaáhrif þótt hún hafi vissulega flýtt fyrir, enda töluverður utanaðkomandi þrýstingur um að leysa upp krosseignatengsl. Menn sáu að með því að skrásetja hlutabréf í Kauphöll mætti slá tvær flugur í einu höggi: fá markaðsverð á Exista og búa þar með til mikil verðmæti bæði fyrir Existu og hluthafa þess og svo að leysa upp krosseignarhald. Heildarvirði hlutafjárútboðsins verður um sex milljarðar en getur farið í níu milljarða kjósi seljandinn – KB banki – að selja meira. Jafnframt ætlar bankinn að greiða út tíu prósent hlutafjár í Existu út til hluthafa sinna sem aukaarð. Exista verður þar með fjöl- mennasta almenningshlutafélag landsins með um 33 þúsund hluthafa. Lýður segir það engum vafa undirorpið að félagið styrkist mjög með tilkomu allra þessara hluthafa og það verði ánægjulegt að sjá mikla fjölgun almennra hluthafa á hluta- bréfamarkaði en þeim hefur farið fækkandi. Býðst almenningi að kaupa fyrir eitt hundrað þúsund krónur að lágmarki í útboðinu. „Við teljum einnig þetta vera góðan tímapunkt til að skrá félagið á markað. Það er ekki endi- lega best að gera slíkt þegar markaðurinn er útblásinn og yfirspenntur. En vissulega hefur mikið rofað til eins og sést hvernig tekist hefur að snúa við neikvæðri umræðu um bankana. Það sýnir styrk kerfisins, hér varð ekkert hrun þótt að menn hafi aðeins þurft að taka á honum stóra sínum,“ bætir hann við. Lýður segir að ekki hafi komið til tals hjá öðrum núverandi hluthöfum að selja hluti sína. Það er til dæmis alveg ljóst að þeir bræður hreyfi sig ekkert en þeir halda utan um 47 prósent hlutafjár í Exista. „En þegar félagið er komið á markað þá hreyfa þeir sig sem vilja.“ Ekki stendur til að skrásetja Existu á erlenda markaði. SLAKA EKKI Á ARÐSEMISKLÓNNI Stjórnendur Exista leggja ríka áherslu á arð- bæran vöxt, þannig að arðsemi hluthafa verði mikil og sá vöxtur sem fyrirhugaður er á ýmsum sviðum rekstrarins verði gerður með hag þeirra að leiðarljósi. Lýður segir það ljóst vera að starfsemi eins og Exista fæst við þurfi að skila arðsemi upp á 15 til 25 pró- sent á hverju ári til að hluthafar geti verið ánægðir. Eins og önnur fjármálafyrirtæki sem bera markaðsáhættu þá getur afkoman verið sveiflukennd en til lengri tíma er þetta sú arðsemi sem stjórnendur telja sig geta horft fram á. Lýður segir að menn eigi ekkert að slaka á kröfum um arðsemiskröfu þótt óvíst sé hvort næstu misseri verði jafn feng- sæl og undangengin ár. Fjárfestingar erlend- is skipti hér miklu máli því þær eiga sinn þátt í þeirri verðmætasköpun sem hefur orðið hjá íslenskum hluthöfum á síðustu árum. „Ég sé engar röksemdir fyrir því, til dæmis í Bakkavör sem stendur mér nálægt, að við eigum að gera minni kröfur um arðsemi þó að félagið sé orðið eitt stærsta fyrirtæki Íslands og töluvert stórt á breskan mælikvarða.“ Exista mun í framtíðinni sækja um láns- hæfismat frá erlendu matsfyrirtæki sem kemur til með að gefa félaginu aukinn slag- kraft, til dæmis varðandi vöxt í vátrygginga- starfsemi. Á aðalfundi Exista, sem haldinn var í ágúst, fékk stjórn heimild til að auka hlutafé um einn milljarð að markaðsvirði sem eru um tuttugu milljarðar að markaðsvirði. „Það eru engin áform uppi um annað en að stækka. Hluthafar töldu eðlilegt að stjórnin hefði þessa heimild til þess að geta verið snör í snúningum ef á þyrfti að halda. Að svo stöddu liggur ekki fyrir ákvörðun um að nýta þessa heimild.“ FARSÆLT SAMSTARF Tvær stærstu kjölfestueignir Existu liggja í KB banka og Bakkavör. Exista hefur aukið hlut sinn um tólf prósent í Bakkavör Group í sumar. Lýður segir að fyrir því séu nokkrar ástæður. Ein sé sú að hlutur Existu hafði þynnst við kaup Bakkavarar á Laurens Patisseries í vor en seljendur fengu um fjóra milljarða króna greitt í hlutabréf- um í Bakkavör. Um svipað leyti breytti KB banki breytanlegu skuldabréfi frá árinu 2001 í hlutafé og seldi þau frá sér sem þynnti hlut Existu. „Þá fór hlutur okkar niður í 26 prósent og það var bara minna en við kærðum okkur um að eiga í Bakkavör.“ Jafnframt töldu menn gott kauptækifæri leynast í Bakkavör í sumar þegar markaðirnir voru á niðurleið og kom þá í ljós fjárhagslegur styrkur Existu. Stærsta fjárfestingin liggur í KB banka þar sem Exista er afgerandi stærsti hluthaf- inn. Félagið hefur notið frábærrar arðsemi af þeim hlut í gengum tíðina. „Við eigum langa sögu með KB banka. Bankinn studdi lengi við Bakkavör og síðar höfum við stutt við bakið á bankanum. Þetta hefur verið báðum aðilum til hagsbóta og við vonum að svo verði áfram. Við fylgumst grannt með gengi bankans og höfum mikla trú á starfsmönnum sem þar starfa.“ Árangur KB banka ber ekki síst að þakka góðu starfsumhverfi en mikill einhugur hefur verið með stærstu hluthöfum bankans og stjórnendum í gengum tíðina. „Ég tel persónulega að allir bankarnir hafi reynst vera frábær fjárfesting eins og hefur sýnt sig á undangengnum árum. Þetta eru frábærir bankar með einstöku starfsliði.“ Lýður telur að menn hafi unnið hálfgert kraftaverk í uppbyggingu íslenska bankakerfisins og trúi útlendingar þessu tæpast. HORFA TIL EVRÓPSKA TRYGGINGAMARKAÐARINS Tryggingar og eignaleiga eru grunnstoðir Existu eins og áður hefur komið fram. Exista á VÍS, stærsta tryggingafélag landsins, og jafnframt er eignaleigufyrirtækið Lýsing stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis. Exista horfir einnig til þess að styrkja sig á sviði vátrygginga- og eignaleigustarfsemi með því að nýta öflugt fjárstreymi í trygg- ingarekstrinum og sterka eiginfjárstöðu Exista. Á undanförnum árum hafa íslensku tryggingafélögin ekki riðið feitum hesti frá vátryggingastarfseminni sjálfri en Lýður telur að nú horfi til betri vegar. „Við teljum að það séu frábærir möguleikar að sækja fram á við með VÍS og Lýsingu og útvíkka þá starf- semi. Í þeim efnum erum við aftur að horfa til Bretlands og meginlands Evrópu af því að við erum of stórir hér á Íslandi.“ Exista hefur stigið fram á við í þessum efnum en félagið á 55 prósent í IGI sem er breskt vátrygginga- félag. Lýður hlakkar til að fást við framsókn Exista á tryggingamarkaði en þeir bræður hafa stundað fjárfestingar í Bretlandi með ekki ósvipuðum markmiðum og hjá félaginu starfar þrautreynt fjárfestingafólk. Félagið hefur um sextíu milljarða króna í erlendum eignum og því var við hæfi að opna skrifstofu í Lundúnum en þar deilir félagið húsnæði með Bakkavör og Símanum. Nú er unnið að því að ráða starfsfólk. „Í Lundúnum hyggjumst við annars vegar vera með fjár- festingar í óskráðum félögum eða taka skráð félög af markaði til lengri eða skemmri tíma. Hins vegar stefn- um við að því í framtíðinni að stunda viðskipti með verðbréf eins og við gerum reyndar hér heima.“ SÍMINN Á MARKAÐ Í LOK 2007 Síminn er langstærsta óskráða eign Existu en hluturinn er bókfærður á 13,5 milljarða. Drjúgur tími hefur farið í það að vinna úr þessari stóru fjárfestingu en samkvæmt samningi við ríkið ætlar Exista að skrá Símann á markað í lok næsta árs. Þótt mikil vinna liggi fyrir gengur verkefnið vel. „Reksturinn er almennt umfram það sem við gerðum ráð fyrir þegar við keyptum Símann af ríkinu.“ Uppgjörið sýndi aukningu rekstrarhagnaðar um 20 prósent, töluverða tekjuaukningu og aukið fjárstreymi. En hins vegar tapaði Síminn miklu á lækkun krón- unnar eins og menn voru undirbúnir fyrir að sögn Lýðs, því skuldir félagsins eru í erlendri mynt. „Því má ekki gleyma að fjárstreymið batnaði til muna sem er lykilatriði þegar er verið að vinna með skuldsett, óskráð félög.“ Síminn hefur verið að leita erlendis að félögum til kaups, enda er félagið orðið of stórt hér heima og fá tækifæri til stækkunar. „Hvað Símann varðar þá vilja menn stíga var- lega til jarðar, enda viljum við ekki stækka stækkunarinnar vegna. Það hafa margir farið flatt á því að kaupa það sem fyrir nef þeirra flýtur. En þegar tækifærin gefast þá verða þau gripin mjög hratt.“ Að mati Lýðs er Síminn algjört módel-fyrirtæki; símafyrir- tæki eins og öll símafyrirtæki vilja vera í dag. Félagið er með fastlínur, farsíma, gagna- flutninga og fjarskiptanet og svo sjónvarps- rásir. „Við teljum okkur hafa eitthvað fram að færa með því að kaupa rekstur erlendis og færa hann í sama form og Síminn er.“ Lýður afneitar öllum kenningum um sókn Símans inn á innlendan fjölmiðlamarkað í samfloti við önnur fyrirtæki en bætir því við brosandi að þetta séu allt skemmtilegar pæl- ingar. Síminn vill einbeita sér að dreifingu efnis sem er sérsvið fyrirtækisins en ekki rekstur fjölmiðlafyrirtækja. „Allar sögur um það að Morgunblaðið, Síminn og Skjár einn eigi að verða ein fjölmiðlasamsteypa eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Þær hug- myndir hafa aldrei verið ræddar.“ MÓTTÖKUR LOFA GÓÐU Framtíðarsýn Exista er að verða öflugt fjármálaþjónustufyrirtæki á evrópskan mælikvarða. „Við gerum það ekki öðruvísi en að sækja fram á okkar kjarnasviðum, vátryggingastarfsemi, eignaleigu og fjárfest- ingastarfsemi.“ Lýður segir að ekki sé laust við að næstu dagar verði spennandi, enda veit hann að Exista er áhugaverður fjárfestingakostur og spennandi félag til að fara á markað. Exista hefur að ákveðnu leyti farið í gegnum forsölu þegar níu lífeyrissjóðir keyptu sex prósenta hlut af KB banka fyrr í sumar. „Það sýnir þá trú sem stærstu fjárfestar landsins hafa á félaginu. Hluthafahópurinn er því gríðarlega öflugur.“ 11MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 Ú T T E K T N Ú V E R A N D I H L U T H A F A R Bakkabræður Holding 47,39% KB banki 14,77% SPRON 6,32% Eignarhaldsfél. Hesteyri 5,73% Eignarhaldsfél, Samvinnutryggingar 5,65% Sparisjóðabankinn 4,61% Sparisjóðurinn í Keflavík 3,06% Eignarhaldsfélagið Andvaka 1,57% Lífeyrissjóður verzlunarmanna 1,85% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,82% Samtals 10 stærstu 92,77% (Aðrir hluthafar eru sparisjóðir, lífeyrissjóðir og starfsmenn Existu) ERLENDUR HJALTASON FORSTJÓRI, LÝÐUR GUÐMUNDSSON, STARF- ANDI STJÓRNARFOR- MAÐUR, OG SIGURÐUR VALTÝSSON FORSTJÓRI. Erlendur hefur umsjón með stöðutöku félagsins og kjarnafjárfestingum en Sigurður heldur utan um rekstrarsviðin, t.d. trygginga- starfsemina og eignaleigu. MARKAÐURINN/GVA Samspil trygginga og fjárfestinga Skráning Existu í Kauphöll Íslands í næstu viku verður sú stærsta í sögu Kauphallarinnar og innan skamms verður félagið orðið fjölmennasta almenningshlutafélag landsins. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, segir í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson að stefnt sé að því að gera félagið að öflugu fjármálaþjónustufyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Félagið er mitt á milli þess að vera banki og fjárfestingafélag með viðamikla starfsemi á sviði trygginga, eignaleigu og fjárfestinga. „Ég held að ég geti sagt að við séum mitt á milli fjárfestingafélaga og banka. Þetta er nýr valkostur íslenska fjár- festa. Með því að fjárfesta í Exista gefst væntan- legum hluthöfum kostur á að fjár- festa í mörgum félögum sem þeir annars ættu ekki kost á,”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.