Fréttablaðið - 06.09.2006, Page 77
MIÐVIKUDAGUR 6. september 2006
Kvikmyndin Singin‘ in the Rain
hefur verið valin besta söngva-
mynd allra tíma af Bandarísku
kvikmyndastofnuninni AFI.
Myndin skartar meðal annars
Gene Kelly í hinu goðsagnakennda
atriði þar sem hann dansar í rign-
ingunni. Í öðru sæti lenti West
Side Story með Natalie Wood í
aðalhlutverki en myndin er laus-
lega byggð á Rómeó og Júlíu eftir
William Shakespeare. Galdrakarl-
inn í Oz með Judy Garland í broddi
fylkingar vermdi þriðja sætið en
næst á eftir komu The Sound of
Music frá árinu 1965 þar sem Julie
Andrews fer á kostum í hlutverki
barngóðu fóstrunnar Maríu og
Cabaret með Lizu Minnelli í aðal-
hlutverki.
Rigningarsöngur
Kellys bestur
SYNGJANDI GLAÐUR Gene Kelly í hinu heimsfræga atriði úr kvikmyndinni Singin‘ in
the Rain sem valin var besta söngvamynd allra tíma.
WEST SIDE STORY Natalie Wood lék
Maríu í West Side Story sem er lauslega
byggð á leikriti William Shakespeare,
Rómeó og Júlíu, en tónlistin í myndinni
er eftir Leonard Bernstein.
BARNASTJARNA FÆÐIST Judy Garland
varð heimsfræg eftir að hafa gert
Dorothy Gale góð skil í hinni sígildu
kvikmynd Wizard of Oz.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Gamanleikkonan Ellen DeGen-
eres og kærasta hennar, Portia de
Rossi, lentu í bílslysi um daginn
og hlutu áverka á baki og höfði
ásamt því að bílinn skemmdist.
Ellen og Portia voru stopp á rauðu
ljósi þegar tveir bílar skullu aftan
á þær með ofangreindum afleið-
ingum. Slysið átti sér stað á Sun-
set Boulevard í Los Angeles og sá
sem var valdur að árekstrinum
var 52 ára húsmóðir sem var undir
áhrifum áfengis, samkvæmt tíma-
ritinu People.
Ellen DeGeneres er með vin-
sælan spjallþátt í Bandaríkjunum
sem er að fara í loftið í fjórða
skiptið í haust og Portia er leik-
kona sem er best þekkt fyrir leik
sinn í lögfræðiþáttunum Ally
McBeal.
Lentu í bílslysi
ELLEN OG PORTIA Voru fórnarlömb
ölvunaraksturs 52 ára húsmóður og
hlutu áverka á hálsi og baki.
FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS