Fréttablaðið - 06.09.2006, Qupperneq 80
36 6. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
Miðjumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson hjá Keflavík
datt svo sannarlega í lukkupottinn þegar hann
skoraði gegn Víkingi í undanúrslitum VISA-bik-
arsins. Jónas Guðni hafði ekki skorað síðan
árið 2004 og því voru fjölmargir í kringum
hann búnir að heita á kappann tækist honum
að skora á þessari leiktíð.
„Þegar við vorum í æfingaferð á Spáni fyrir
tímabilið sagði Gummi Steinars fyrirliði að ég
mætti snoða hann ef mér tækist að skora í
sumar. Það var svo langt síðan ég skoraði
að menn gerðu óspart grín að mér og því
voru margir til í að heita á mig ef ég myndi
skora í sumar,“ sagði Jónas Guðni kátur.
Hann er í því að innheimta skuldirnar þessa
dagana en með misjöfnum árangri þar sem
ákveðnir aðilar reyna stíft að svíkjast undan.
„Mér var lofað svo mörgu og ég fæ meðal annars
að snoða Ingva Rafn líka og svo ætlar Kiddi Guð-
brands aðstoðarþjálfari að gefa mér bíl en hann á einhverja bíldruslu
sem ég á að fá. Svo fæ ég út að borða og margt annað skemmtilegt.
Ég stórgræði á þessu.“
Jónas fagnaði marki sínu gegn Víkingi hreint ógurlega en hann neitar
því að hafa verið að hugsa um allt það sem hann var að vinna sér
inn er hann fagnaði. „Ég man ekkert hvað ég var að hugsa um en
það var ekki bíllinn hans Kidda. Annars mun það taka sinn tíma
að innheimta skuldirnar og það sem verra er þá man ég
ekki nákvæmlega hverjir skulda mér og hvað. Ég hefði
betur haldið bókhald utan um þetta. Svo er enginn að
gefa sig viljugur fram og menn vilja ekkert viðurkenna,“
sagði Jónas en ætli Guðmundur hafi séð mikið eftir
hárinu?
„Gummi er maður sem hefur alltaf hugsað mikið um hárið
á sér og er oftar en ekki vel greiddur. Það var því ansi ljúft
að fá að raka á honum makkann en ég hef ekkert heyrt hvað
konunni hans fannst um þetta. Fyrir mér var þetta stærsti
vinningurinn og ég naut þess virkilega að raka hann.“
KNATTSPYRNUMAÐURINN JÓNAS GUÐNI SÆVARSSON: GRÆDDI VEL Á MARKINU GEGN VÍKINGUM
Fékk að snoða fyrirliðann og bíl í kaupbæti
FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson,
landsliðsþjálfari í knattspyrnu,
var „hóflega bjartsýnn“ eins og
hann orðaði það sjálfur á blaða-
mannafundi íslenska landsliðsins í
Hótel Loftleiðum í gær. Ísland
mætir Dönum kl. 18.05 á Laugar-
dalsvelli í kvöld og er landinn von-
góður um að leggja Dani í fyrsta
sinn í sögunni eftir frækinn úti-
sigur á Norður-Írum.
„Það ríkir tilhlökkun í hópnum
að takast á við Danina, sem eru
með gríðarlega öflugt lið. Við
gerum okkur grein fyrir því að
þetta verður erfiður leikur og er
ekki hægt að bera Dani saman við
Norður-Íra, þeir spila allt öðruvísi
fótbolta og eru léttleikandi, fljótir
og vel spilandi,“ sagði Eyjólfur.
Hann sagðist vera hæstánægð-
ur með leikinn í Belfast um liðna
helgi. „Ég var mjög ánægður með
varnarvinnuna og sjálfa liðsheild-
ina. Svo er ég virkilega ánægður
með að um leið og pressunni linnti
fórum við að halda boltanum vel
og sækja stíft á þá. Það voru
snarpar, góðar og öruggar sóknir.
Þetta gekk mjög vel, fyrri hálfleik-
ur var til fyrirmyndar, en við
vitum að það má alltaf gera betur
og við ætlum okkur bæta okkar
leik og verða enn öflugra lið.“
Eyjólfur vildi sem minnst segja
um leikskipulag og liðsuppstill-
ingu íslenska liðsins í kvöld. „¿Það
er ekki enn komið á hreint. Við
erum nú að skoða danska liðið og
þetta kemur bara í ljós,“ sagði
hann í gær. „Það getur vel verið að
það verði einhverjar breytingar
gerðar á leikskipulaginu án þess
að ég vilji fara nánar út í það. En
við erum með góða leikmenn, fullt
af góðum hugmyndum og við
vonum að við hittum á réttu aðferð-
irnar og leikmenn.“
Hann sagði að íslenska liðið
þyrfti að eiga toppleik til að ná að
leggja Dani að velli. „Það verður
allt að ganga upp hjá okkur og allt
að „ganga niður“ hjá þeim,“ sagði
hann í léttum dúr. „Við erum þó
ánægðir með að hafa haldið hreinu
í síðustu leikjum og ætlum að
reyna að halda því áfram. Við
höfum ekki riðið feitum hesti frá
viðureignum okkar gegn Dönum
hingað til og við viljum standa
okkur vel og vera íslensku þjóð-
inni til sóma.“
Hermann Hreiðarsson og félag-
ar í íslensku vörninni áttu skínandi
góðan leik í Belfast en Hermann
sagði í gær að Íslendingar þyrftu
að fyrst og fremst vera raunsæir.
„Það þýðir ekki að byggja upp
miklar væntingar, þetta verður að
vera á raunsæum nótum. Við verð-
um að átta okkur á því að í danska
liðinu eru heimsklassaleikmenn í
hverri stöðu og þeir hafa staðið sig
vel á undanförnum árum.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
ÞRÍR GÓÐIR Hermann Hreiðarsson varafyrirliði, Eyjólfur Sverrisson þjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði sitja fyrir svörum
blaðamanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Verðum enn öflugra lið
Eyjólfur Sverrisson var fullur tilhlökkunar fyrir leik Íslands og Danmerkur á
Laugardalsvelli í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir góðan sigur á Norður-Írum
mætti alltaf bæta sig og stefnan væri að gera íslenska liðið enn öflugra.
FÓTBOLTI „Mér líst ágætlega á verk-
efnið sem er framundan,“ sagði
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði
íslenska landsliðsins, fyrir leikinn
gegn Dönum í kvöld. „Ég er reynd-
ar aðeins smeykur vegna þeirrar
bjartsýni sem ríkir og þeirra vona
og væntinga sem þjóðin er með.
Slíkt gerist oft ósjálfrátt eftir
góðan sigur þar sem okkur tekst
að spila vel og þar að auki má að
ég held ekki gleyma að lið Norður-
Íra átti ekki góðan dag gegn okkur
þó þeir hafi sýnt í gegnum tíðina
að þeir geta spilað mun betur.
Danska landsliðið er afar gott og
hvað alla tækni varðar eru Danir
mjög sterkir.“
Hann sagðist aðspurður ekki
láta utanaðkomandi áhrif mikið á
sig fá. „Við megum þó ekki hlaupa
fram úr okkur og þurfum að átta
okkur á því hversu gott lið Danir
eru með. Við getum vel spilað
okkar besta leik en samt ekki náð
þeim úrslitum sem við hefðum
ætlað okkur. En ef heppnin verð-
ur á okkar bandi er aldrei að vita.“
Eiður segir að mikið sjálfstraust
ríki í íslenska liðinu eftir tvo góða
leiki, gegn Spáni og Norður-
Írlandi, og lofaði hann sér í lagi
varnarleikinn. „Hann hefur verið
mun betri en í síðustu leikjum þar
á undan og held ég að við höfum
einfaldlega leitað til rótanna.
Gegn Dönum þurfum við að vera
með marga leikmenn fyrir aftan
boltann og beita skyndisóknum.
Við spiluðum frábæra vörn gegn
Spánverjum þó að það hafi vantað
eitthvað upp á hinum megin á
vellinum, en það hélst allt saman
vel í hendur gegn Norður-Írum.
Þar leið okkur vel, færðum okkur
vel með boltanum og unnum vel
hver fyrir annan. Gegn Dönum
megum við þó aldrei missa ein-
beitinguna og við búumst við erf-
iðum leik en hlökkum mikið til
hans.“ - esá
EIÐUR SMÁRI Hlakkar til leiksins gegn
Dönum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði varar við of miklum væntingum:
Hræddur við of mikla bjartsýni
HVAÐ SEGJA DANIR?
NICOLAI W. JACOBSEN Ég er orðinn
ansi spenntur fyrir þessum leik enda er
fullt af góðum leikmönnum í íslenska
liðinu, til dæmis Guðjohnsen og Hreið-
arsson. Ég er samt sannfærður um að
við vinnum þrú núll.
PETER CLAUSEN Þetta verður 1-1
jafntefli. Íslendingar spiluðu vel gegn
N-Írum um helgina en Danir hafa spilað
frekar illa undanfarin misseri. Síðasta
undankeppni var t.d. arfaslök og réttast
hefði verið að skipta um þjálfara. Ég
vonast til að Nicklas Bendtner, leikmað-
ur Birmingham, fái sénsinn.
JOHN LARSEN Velgengni Íslendinga
stendur og fellur með Guðjohnsen en
ég hef fulla trú á að Christian Poulsen
stöðvi hann í leiknum og því falli sigur-
inn okkar megin. Ég tippa á að úrslitin
verði 1-3.
HENRIK ARENT Ég reikna ekki með
að fylgjast með þessum leik en myndi
halda að það væri alveg öruggt að
Danir vinni. Mér er samt eiginlega alveg
sama.
DENNIS JENSEN Danir eru með gott
lið og við höfum hingað til unnið
Íslendinga og á því verður engin
breyting í þessum leik. Ég giska því á
að við skorum tvö eða þrjú mörk en
Íslendingar ekki neitt. Eini leikmaðurinn
sem ég þekki frá Íslandi er þessi sem
spilar með Barcelona, byrjar nafnið
hans ekki á G?
HVERNIG FER LANDSLEIKUR ÍSLANDS
OG DANMERKUR Í REYKJAVÍK Í
KVÖLD? (SPURT Í KAUPMANNAHÖFN)
FÓTBOLTI Brasilía vann í gær
vináttulandsleik gegn Wales sem
fór fram á White Hart Lane í
Lundúnum. Átján ára táningur,
Marcelo, lék sinn fyrsta landsleik
með Brasilíu og hélt upp á það
með því að skora fyrra mark
leiksins með þrumuskoti utan
teigs í síðari hálfleik. Vagner
Love bætti svo við síðara
markinu á 73. mínútu er hann
skoraði með fallegum skalla eftir
sendingu Cicinho. Bæði Kaka og
Ronaldinho léku með Brasilíu í
leiknum. - esá
Brasilía vann Wales:
Skoraði í fyrsta
landsleiknum
GLÆSILEGT MARK Ronaldinho fagnar
hinum unga Marcelo sem skoraði gott
mark í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
> Sáttur við kallinn
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum í gær er komið upp
ósætti í íslendingaliðinu Silkeborg. Danskir fjölmiðlar segja
frá því að nokkrir ónafngreindir leikmenn Silkeborgar vilji
þjálfara liðsins, Viggo Jensen, burt. Ástæðuna segja þeir vera
samskiptaörðugleika milli þjálfarans og leikmanna. Hörður
Sveinsson, framherji Silkeborgar, sagðist lítið vita um málið.
„Ég var nú bara að lesa þetta sjálfur. Það var allt
í góðu á æfingu áðan og ekkert sem benti til
neinnar óánægju,“ sagði Hörður. „Eins og
stendur í blöðunum hérna úti þá eru þetta
nokkrir ónafngreindir leikmenn og það er nú
svolítið loðið, finnst mér. Ég spurði nokkra
stráka á æfingu áðan og það virtist enginn
kannast við þetta. Ég er bara mjög sáttur
við kallinn.“
FÓTBOLTI Þrír nýir leikmenn voru í
gær kallaðir í sænska landsliðsins
þar sem aðrir þrír leikmenn
liðsins, þeir Zlatan Ibrahimovic,
Olof Mellberg og Christian
Wilhelmsson, brutu reglur liðsins
á sunnudagskvöldið og var vikið
úr liðinu fyrir leik Svía gegn
Liechtenstein í kvöld. Virtu þeir
ekki útgöngureglur Lars Lager-
bäck þjálfara og komu heim á
hótel liðsins rúmum tveimur
tímum of seint á sunnudagskvöld.
Í fyrstu var talið að þrímenn-
ingarnir myndu gefa út að þeir
ætluðu ekki að spila fyrir sænska
landsliðið aftur á meðan það er
undir stjórn Lagerbäck en síðar í
gær sagði Ibrahimovic við
Gazetta dello Sport að hann væri
miður sín vegna atviksins.
„Viðbrögð þjálfarans voru ef til
vill ýkt en ég virði ákvörðun hans
og mun gefa kost á mér í liðið
aftur. Ég bið þjálfarann, liðsfélag-
ana og sænska knattspyrnusam-
bandið afsökunar.“ - esá
Ólga í Svíþjóð:
Zlatan baðst
afsökunar
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Síðasti leikurinn í riðli U-
21 liði Íslands í undankeppni EM
2007 fór fram í gærkvöldi þegar
Ítalía tók á móti Austurríki.
Heimamenn unnu 1-0 sigur með
marki Montolivo á 83. mínútu og
því skoruðu Ítalir einu tvö mörkin
í riðlinum, hitt kom gegn Íslend-
ingum í síðustu viku. Ítalir eru
því komnir í úrslitakeppni EM
landsliða skipaðra leikmönnum 21
árs og yngri. - esá
Riðill Íslands í EM U-21:
Ítalía vann
Austurríki