Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 34
[ ] Reynsluakstur Porsche 911 Targa 4S. Árið 1965 smíðaði Porsche sport- bíl sem var eiginlega ekki blæju- bíll en samt ekki með venjulegu þaki. Tilgangurinn var að uppfylla þarfir Ameríkumarkaðarins sem gerði kröfu um að bílar væru öruggari en svo að höfuð öku- mannsins gegndi hlutverki velti- búrs ef illa færi. Eitthvað þurfti að kalla ósköpin og orðið Targa varð fyrir valinu. Targa-bílar eru með opnanlegt þak en samt veltiboga og oftast aftur- glugga líka. Orðið kemur úr ítölsku og þýðir skjöldur eða vörn en hug- myndin að nafninu er komin frá Targa Florio-kappakstrinum á Sik- iley. Á þeim rúmu 40 árum síðan fyrsti Targa-bíllinn leit dagsins ljós hefur margt breyst en enn þann dag í dag sameinar Targa öryggi bíla með hefðbundinni yfir- byggingu og frelsis- og aksturstil- finningu opinna bíla. Árið 1995 bætti Porsche um betur í öryggisdeildinni og í stað þess að þakið sé tekið af í heilu lagi eru bitar yfir hliðargluggun- um sem veita aukinn styrk. Í nýrri útgáfu sem er að koma í sölu í þessum skrifuðu orðum eru bit- arnir enn til staðar en opnanlegur hluti þaksins nemur nú einum og hálfum fermetra að stærð. Það er einn og hálfur fermeter af beinu sambandi á milli þín og himins- ins. Í grunninn er Targa-bíll Porsche byggður á 911-gerðinni og raunar eru bílarnir eins upp að rúðum, þar sem önnur yfirbygging tekur við. Fyrir utan stóra glerþakið sem rennur aftur undir afturrúð- una eru aftari hliðargluggarnir öðruvísi í laginu, álrönd yfir gluggalínunum og öll afturrúðan er í raun skotthleri. Þá er farang- ursrýmið í Targa meira en í 911, eða alls 335 lítrar. Í reynsluakstri sem fór fram nálægt bænum Porches í Portúgal á dögunum gafst undirrituðum tækifæri til að prófa bílinn jafnt á hraðbrautum sem hlykkjóttum sveitavegum, með toppinn opinn og lokaðan eftir því sem hugurinn bauð. Sumir halda að blæjubílar eigi lítið erindi á Íslandi en Targa býður miklu meiri sveigjanleika; til dæmis er hægt að renna þak- inu, sem er úr gleri, frá og fyrir án þess að stöðva bílinn eða hafa áhyggjur af roki. Hann er því full- komin málamiðlun fyrir kaldari lönd. Og hreint ekki leiðinleg málamiðlun það. Það er kannski óþarfi að eyða mörgum orðum í aksturseigin- leika bílsins − þeir eru einfaldlega stórkostlegir − en í stuttu máli sagt eru allir Targa-bílarnir fjór- hjóladrifnir sem gerir það að verk- um að þeir eru fljótari en aftur- hjóladrifinn 911 í gegnum krappar beygjur og á blautu malbiki. Á þurru malbiki og beinum köflum eru þeir jafnfljótir. Í beygjum liggur bíllinn eins og tyggjóklessa og í þeim krappari togast fram- og afturendinn skemmtilega á, eins og Porsche á að gera. Hljómar undarlega, en ef þú upplifir þetta kemur bara glott á andlitið á þér. Þetta er bíll, ekki sófi. Hægt er að velja sport- eða þægindastillingu á fjöðrunina innan úr bíl og það sama gildir um vélina. Einnig er hægt að slökkva á stöðugleikakerfinu en jafnvel án þess liggja þanmörk bílsins mjög ofarlega. Það sem er eftirminnilegast úr reynsluakstrinum er ekki að setja bílinn í 200 kílómetra hraða á hrað- brautunum − það verður þreytt eftir hálfa mínútu að keyra beint − held- ur þeir vegkaflar sem kröfðust þess að stöðugt væri verið að gefa í, bremsa, gíra niður eða upp og stýra bílnum. Hámarkshraðinn á þeim köflum var yfirleitt á bilinu 60 til 80 kílómetrar en reyndist stórkostleg skemmtun og upplifun. Kraftmikil vél, frábærar bremsur, fjöðrun og þyngdardreifing gera það að verk- um að fullkomin stjórn næst á bíln- um við nánast allar aðstæður. Eins og ég hef áður sagt finnst mér 911, og því Targa, einstaklega þægilegur í akstri fyrir bíl sem er jafn hreinræktaður sportbíll og hann er. Bíllinn er líka með fjöl- skylduvænni sportbílum sem fást, ekki síst með „öllu“ farangursrým- inu sem er í Targa. Eftir reynsluaksturinn sýnist mér að Porsche 911 Targa 4S sé mjög ákjósanlegur bíll fyrir íslenska sportbílaaðdáendur, ekki síst vegna þess hve einfalt og áhyggjulaust er að opna og loka toppnum eftir óskum hverju sinni. Svo er hann bara svo stórkostlega skemmtilegur. einareli@frettabladid.is Öryggi og frelsi samein- að í flottum pakka Bugðóttur vegur á góðum degi. Hér er Porsche 911 Targa í essinu sínu. Vind- skeiðin að aftan fer upp á ákveðnum hraða en með rofa í mælaborðinu má setja hana upp handvirkt. Rafdrifið sóltjald ver ökumann og far- þega fyrir sterkustu sólargeislunum. Á þessari mynd sést toppurinn mjög vel. Hann er úr gleri og rennur undir afturrúðuna þegar þakið er opnað. Kringlótt framljós, stór frambretti og breið mjaðmalína eru áberandi einkenni 911-línunnar. Á björtum sumardegi er hægt að renna þakinu aftur með einum takka og upplifa sólskinið, vindinn og umhverfið á mun ánægjulegri hátt. REYNSLUAKSTUR PORSCHE 911 TARGA 4S Vél: 3,8 lítra bensín 355 hö / 400 Nm Uppg. eyðsla í bl. akstri: 11,8 l/100 km 0-100 km: 4,9 sekúndur Þyngd: 1.600 kg Farangursrými: 230-335 lítrar PLÚS Frábært að keyra hann Targa er góð lausn hérlendis Toppurinn vel hannaður Vandaður og hlaðinn búnaði MÍNUS Verður þyrstur þegar er gaman Lítið pláss fyrir farþega aftur í Umboð: Bílabúð Benna Bílablöð eru af skornum skammti í íslenskum bókaversl- unum. Þeir sem vilja komast í góð tímarit um bíla ættu að reyna fyrir sér á www.amazon.com/Automotive-Magazines- Subscriptions. Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.