Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 36

Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 36
 28. október 2006 LAUGARDAGUR4 AMG Aukaraf í Dalbrekku 16 í Kópavogi sérhæfir sig í sölu á fjarskiptabúnaði og ísetningu á aukarafbúnaði í bíla. Svokall- aður bluetooth-símabúnaður virðist nú ætla að slá hefð- bundnum handfrjálsum búnaði við hvað vinsældir varðar. „Bluetooth-kerfi í bíla er nú einna vinsælast af þráðlausum síma- búnaði,“ segir Ásgeir Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá AMG Aukaraf. „Bluetooth er raunveru- lega staðall á þráðlausum sam- skiptum á milli búnaða, í þessu til- felli gsm-síma. Hægt er að velja á milli Bluetooth sem hengja má á eyra og Bluetooth í bílinn. Nokkrar mismunandi gerðir af Bluetooth-búnaði fyrir bíla eru seldar hjá AMG Aukarafi. „Ein- faldasti búnaðurinn, sem kallast Parrot Easy Drive, er tengdur við sígarettukveikjara bílsins og er þá um leið hátalari og hljóðnemi,“ útskýrir Ásgeir. „Maður neyðist því ekki ntil að halda á gsm-sím- anum, heldur getur geymt hann í vasa eða veski og talað. Slíkur búnaður kostar 12.900 kr.“ Ásgeir segir að vilji maður meiri gæði, sé hægt að kaupa búnað, sem er víraður aftan við útvarpstækið, og kallast Parrot CK 3000 Evolu- tion. Hann hefur takka á mæla- borðinu og veitir betri hljómgæði. „Hann er eftir sem áður hátalari og hljóðnemi, nema hvað hann er fast- tengdur við bílinn og slekkur á hátöl- urum hans þegar hringt er,“ segir hann. „Hávaði í útvarpi yfirgnæf- ir því ekki hring- ingar og samtöl. Slík- ur búnaður kostar rétt um 18.000 kr. án ísetning- ar.“ Síðan er til uppfærð útfærsla af þessum búnaði að sögn Ásgeirs, nefnd Parrot CK 3100, sem er eins að viðbættum sérstökum skjá, sem sýnir númer hringjanda. „Maður kemur skjánum fyrir þar sem ökumaður sér vel á hann, til dæmis á mælaborðinu,“ segir hann. „Númerabirtingin gerir manni kleyft að ákveða hvort sím- talið geti beðið eða ekki. Símanum er stýrt með þessu tæki, en það kost- ar 35.000 kr. fyrir utan ísetningu. Búnaðurinn fæst líka með litaskjá og innbyggðu gps- tæki.“ Ásgeir segir að kostur- inn við að fá sér Bluetooth sé sá að þótt skipt sé um gsm-síma (með bluetooth-búnaði) krefjist það ekki ísetningar á nýjum búnaði í bílinn, eins og áður tíðkaðist þegar það var vírað við mismunandi gerðir gsm-síma. Það geri fólki hægara um vik með að skipta um gsm-síma, sem sé tiltölulega algengt nú þar sem gsm-símtækni fleygir ört fram. Annar kostur er sá að bluetooth- kerfið er til staðar í bílnum og tengir sig sjálfkrafa við gsm-sím- ann um leið og bíllinn er ræstur. Að því tilskildu að kerfið og sím- inn hafi einu sinni verið parað saman. Ásgeir bendir á að að auk þess búi Parrot-bún- aðurinn sjálfur yfir mestri aðlögunarhæfni að ólíkum tegundum gsm-síma. Kerfið sé því ekki bundið ákveðnu vörumerki, svo sem Ericson, Motorolla, Sam- sung eða Nokia, heldur virkar á þau öll. Þess má geta að utan fyrr- nefnds símabún- aðar, er alls kyns aukaraf- og fjarskipta- búnaður seld- ur í verslunni, til að mynda talstöðvar og gps-tæki. Einnig hljómtæki, öryggjahús, þjófavarnartæki, sólar- og öryggisfilmur í hús og bíla. Bílaáhugamenn og aðrir dellukarlar ættu því ekki að koma að auðum kofa í Dalbrekku 16. roald@frettabladid.is Margir bíleigendur vita ekkert leiðinlegra en að þrífa bílinn sinn, sérstaklega núna þar sem sólin fer lækkandi. Hér fylgja nokkrar góðar ráðleggingar um hvernig best og fljótlegast er að þrífa bílinn og gera hann kláran í saltbornar götur vetrarins. 1. Ekki hreinsa og bóna bílinn þinn á sama tíma. Gerðu hlutina í hvorn í sínu lagi. Nóg er að bóna bíl þrisvar til fjórum sinnum á ári. 2. Passaðu þig á því að fara ekki allt- af á bílaþvottastöð. Allt í góðu að gera það einstaka sinnum (sérstaklega fyrir skemmtileg stefnumót) en lakkáferðin getur eyðilagst hægt og rólega. Því er betra að taka stundum upp tuskuna sjálfur enda fer það líka betur með budduna. 3. Þegar þú þurrkar bílinn þinn not- aðu þurrku sem er sérstaklega ætluð til að þess. Þær eru ekki dýrar og eru hagkvæmar. 4. Ef sólin er hátt á lofti reyndu að þrífa bílinn í skugga eða á svölum stað. Sólin þurrkar bílinn mjög fljótt og skilur eftir þurrkubletti sem eru frekar leiðinlegir. 5. Ekki þrífa allan bílinn í einu. Taktu einstaka svæði vel og vandlega fyrir. Þannig nærðu mestum árangri. 6. Heyrst hefur að sumir noti upp- þvottalög til að þrífa bílinn. Notaðu frekar bílsápu sem fæst á bensín- stöðvunum. 7. Best er að byrja á þakinu og vinna þaðan niður. 8. Á gluggana er best að nota blaut- an svamp sem er búinn að liggja í vatni og þurrka gluggana með þurri tusku. Einnig mælum við líka með að þurrka með gömlu dagblaði. Þetta ráð virkar mjög vel á allar rúður. 9. Þegar þrífa þarf bílinn að innan er gott að setja einstaka sinnum teppa- hreinsi á gólfin. 10. Ef blettir er á sætunum er gott að setja smá teppahreinsi í blauta tusku og nudda þangað til að bletturinn fer. Farið varlega samt í blettina. 11. Gott er að nota tjöruhreinsi reglu- lega og bera Sonex á svæðið undir listunum en þá festast óhreindin síður við bílinn. Núna er málið að taka sig til og þvo bílinn fyrir veturinn. Gangi ykkur vel. Gljáandi húdd og stuðari Framhliðin tekin í gegn og passað upp á að verkið sé vel unnið. Sorpa fékk á fimmtudag afhenta aðra kynslóð metan- bíla. Búið er að bæta tæknina umtalsvert. Um er að ræða sex EcoFuel-bíla af gerðinni VW Caddy og VW Tour- an. Bílarnir ganga fyrir tvíbrenni- hreyfli sem knúinn er af metani og bensíni þegar það þarf. Eins og oft vill verða með brautryðjendatækni er hún óáreið- anleg og óútreiknanleg til að byrja með. Fyrsta kynslóð metanbílanna var þar engin undantekning en með annarri kynslóðinni er barns- skónum slitið og er búið að lagfæra stærstu gallana. Metankútarnir taka mun minna pláss en áður og eru ekki sýnilegir í farþegarými. Bílarnir draga mun lengra, en fyrsta kynslóðin dró eingöngu um 130 km á hverri fyllingu sem var mikið vandamál. Sérstaklega þar sem einungis ein áfyllingarstöð er á landinu. Touran-bíllinn nú kemst hins vegar 310 km að meðaltali á einni fyllingu og Caddy 430 km. Metan er umhverfisvænna en keppinauturinn bensín því í útblæstri metanvéla er 90 prósent minna af koldíoxíði en í útblæstri bensínvéla. Metan er einnig búið til á umhverfisvænan hátt og er þar að auki innlend framleiðsla. Kaup Sorpu á metanbílum er ekki einungis vegna umhverfisá- stæðna heldur einnig fjárhagslegra. Ríkið fellir niður 240 þúsund krón- ur af vörugjaldi bílanna og munar um minna. Metan er einnig ódýrara eldsneyti en bensín og díselolía, en einn rúmmetri, sem samsvarar 1,12 lítrum af bensíni, kostar 88 krónur. tryggvi@frettabladid.is Nýir metanbílar Sorpu Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, fyrir framan einn af nýju metanbílunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bluetooth-símabúnaður í bíla verður æ vinsælli Parrot CK 3200 LS er uppfærða útgáfan af Parrot CK 3100, með litaskjá og inn- byggðu gps-tæki. MYND/AMG AUKARAF Parrot CK Evolution 3000 er Bluetooth- búnaður, sem slekkur á hátölurum þegar gsm-sími hringir og á meðan á samtali stendur. MYND/AMG AUKARAF Parrot Easy Drive er Bluet- ooth-búnaður, tengdur við bílkveikjara, er hátalari og hljóðnemi. MYND/AMG AUKARAF Búnaðurinn frá Parrot er ekki aðeins góður heldur flottur útlits. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Parrot búnað- urinn aðlagast ólíkum gsm- símum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.