Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 29.10.2006, Síða 2
2 29. október 2006 SUNNUDAGUR SPURNING DAGSINS HVALVEIÐAR „Áhrif hvalveiðanna á langreyðastofninn eru alls ekki aðalmálið í þessari umræðu held- ur snýst málið um viljann til að veiða hvali,“ segir Greg Donovan, yfirmaður vísindasviðs Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Donovan er staddur hér á landi til að sækja ráðstefnu um lífstærðfræði við Háskóla Íslands í minningu um Kjartan G. Magnússon, en hún fór fram í gær. Alþjóðlegu náttúruverndar- samtökin IUCN hafa flokkað lang- reyði sem dýr í útrýmingarhættu, samkvæmt þeirra mælikvarða, en hann byggist á heildarfjöldanum af langreyðum í heiminum nú á dögum miðað við heildarfjöldann eins og hann var fyrir þó nokkru síðan. „Staðbundnir stofnar geta verið í betra eða verra ástandi miðað við meðaltalið í öllum heim- inum. Það sem hefur mest áhrif á þetta meðaltal langreyða er hve skarpt hefur fækkað í stofninum á suðurhveli jarðar. Við vitum að stofninn þar er orðinn mjög smár,“ segir Donovan. „Hins vegar höfum við skoðað fjölda langreyða við Ísland, en stofninn er eitthvað í kringum 25 þús- und dýr,“ segir Donovan. „Íslend- ingar ætla að veiða níu dýr. Að veiða níu hvali af 25 þúsund hefur engin áhrif á stofninn.“ Donovan bendir hins vegar á að óvíst sé hvað ásættanlegt hámark á veiðunum er. „Ef Íslend- ingar vilja auka veiðarnar veru- lega þarf að skoða hvaða áhrif það getur haft. Á næsta fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins munum við hleypa af stokkunum rannsókn á langreyðum í Norður-Atl- antshafi, en það er tveggja ára ferli. Í lok þess getum við gefið út hvað við teljum vera ásættanlegt langtímahá- mark á veiðunum, svo stofninn verði ekki fyrir skaða.“ Alþjóðahvalveiðiráðið hefur um 70 aðildarríki, en þau mynda sér einung- is sameiginlega stefnu þegar ráðið kemur saman. Það hefur ekki gerst síðan Ísland hóf hvalveiðar á nýjan leik. „Ég er líffræðingur, ekki stjórnmálamaður og get ekki tekið afstöðu þar sem ég vinn fyrir öll aðildarríki ráðsins og þau hafa mismunandi skoðanir. En þetta eru staðreyndirnar um stofninn,“ segir Donovan. steindor@frettabladid.is Núverandi veiðar skaða ekki stofninn Greg Donovan, yfirmaður vísindasviðs Alþjóðahvalveiðiráðsins, telur að veiðar Íslendinga á langreyðum skaði ekki stofninn. Vinnu við að áætla langtíma- hámark veiða á langreyði verður hleypt af stokkunum á næstunni. GREG DONOVAN HVALSTÖÐIN Í HVALFIRÐI Starfsmenn Hvals hf. skera hval sem barst á land í vikunni. Í gær höfðu fjórar langreyðar verið veiddar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BAUGSMÁL Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, segir ekki hægt að kalla skjöl út úr málum þegar þau eru komin í inn þau. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málsgagna- notkun í Baugsmálinu og gagnrýni Martine Solov- ieff, saksóknara í Lúxemborg, á lögregluyfirvöld á Íslandi. Deilt hefur verið um málgagnanotkun í Baugs- málinu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf., lagði fram bréf við yfirheyrslu vegna meintra skattalagabrota í tengslum við starfsemi Fjárfestingafélagsins Gaums og Baugs Group hf. Gaf Jón Ásgeir það í skyn í bréfinu að gagna hefði verið aflað á fölskum forsendum. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær gagnrýndi Martine íslensk yfirvöld fyrir að svara ekki ítrekunarbréfi sem sent var 3. ágúst 2004. Þar var tekið fram að óheimilt væri að nota gögn til stuðnings öðrum sakarefnum en tekin voru fram í réttarbeiðninni. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir samskiptaleysið gagnrýnisvert. „Það er gagnrýnis- vert að í samskiptum lögregluyfirvalda milli landa skuli íslensk yfirvöld ekki svara bréfum. Það er alveg ljóst að gögnin, sem aflað var á grundvelli þess að Tryggvi og Jón Ásgeir væru grunaðir um peningaþvætti, innherjasvik, fjársvik og fjárdrátt, eru notuð til stuðnings ákæruliðum sem flokkast sem bókhaldsbrot. Það er óumdeilt.“ - mh Enn er deilt um notkun gagna frá Lúxemborg í Baugsmálinu: Ekki hægt að taka gögnin út GESTUR JÓNSSON Segir samskiptaleysið einkennilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍRAK, AP George Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að Nouri al- Maliki, forsætisráðherra Íraks, væri engin strengjabrúða Bandaríkjanna, heldur sjálfstæð- ur leiðtogi Íraks. Þjóðhöfðingj- arnir funduðu með aðstoð myndsíma og lögðu fram þrjú meginmarkmið, að hraða þjálfun öryggissveita Íraks, auka þátt íraska heraflans í öryggisgæslu og að gera ríkisstjórn Íraks ábyrga fyrir öryggismálum. „Sagan mun sýna að vegna þinna gjörða er Írak frjálst land,“ sagði al-Maliki við Bush, að sögn upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, Tony Snow. „Það reynir ekki á sambandið,“ sagði Snow. „Það er mikilvægt að auka traust Íraka á lýðræðinu.“ - sgj Leiðtogar lýsa yfir samstöðu: Al-Maliki engin strengjabrúða FRAKKLAND, AP Ungmenni kveiktu í tveimur strætisvögnum og réðust gegn lögreglu og slökkvi- liðsmönnum víðsvegar um Frakkland aðfaranótt laugardags. Ár var liðið síðan mótmælendur brenndu um 1.400 bíla á einni nóttu vegna sinnuleysis stjórn- valda í garð innflytjenda í Frakklandi. Sex lögreglumenn hlutu minniháttar meiðsl og 25 manns voru handteknir, en innanríkis- ráðuneytið sagði nóttina hafa verið „nokkuð rólega“. Í fátækra- hverfum hefðu ungmenni kveikt í um 277 bílum, en 100 bílar eru meðaltalið á nóttu, að sögn ráðuneytisins. - sgj Mótmæli í Frakklandi: Brenndu bíla og strætisvagna ÓEIRÐALÖGREGLA 25 voru handteknir vegna uppþotsins. FRÉTTABLAÐIÐ/APLÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík þurfti í tvígang að veita mönnum eftirför aðfaranótt laugardags. Fyrst reyndi maður um þrítugt að stinga af á bíl en tók svo til fótanna. Lögreglumenn náðu manninum og færðu í lögreglubíl. Þar kýldi maðurinn lögreglumann sem brákaðist á rifbeini. Hin eftirförin endaði með því að lögreglan króaði ökumann um tvítugt af í botngötu á Seltjarnar- nesi. Báðir mennirnir eru grunaðir um ölvun við akstur og fengu að gista fangageymslur lögreglunn- ar um nóttina. - sdg Ölvaðir ökumenn í Reykjavík: Tvisvar þurfti að veita eftirför Fannst látinn í sundlaug Maður fannst látinn í sundlauginni á Selfossi á fimmtudagskvöldið. Maðurinn, sem var um fertugt, var frá Selfossi að sögn lögreglunnar. SELFOSS Mörður, hvers eiga stúdentar að skólagjalda? „Ja, hvaða gjald geldur samfélagið þegar öll skólagjöldin eru goldin?“ Umræðuhópur menntamála leggur til að óhjákvæmilegt sé að ræða um skólagjöld í ríkisháskólum. Mörður Árnason er þing- maður Samfylkingarinnar. PRÓFKJÖR Tæplega 1.400 manns höfðu kosið í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi þegar kjörstöðum var lokað klukkan 18 í gær. Kosning heldur áfram milli 10 og 12 í dag, en öllum íbúum kjördæmisins er frjálst að taka þátt. „Þetta er stórt og víðfeðmt kjördæmi, en við ættum að geta byrjað að telja milli klukkan fjögur og fimm,“ segir Eggert Herbertsson, formaður kjör- nefndar. Hann býst við fyrstu tölum upp úr 18 í dag, en að talningu verði lokið fyrir klukkan 22 í kvöld. - sgj Prófkjör Samfylkingar: 1.400 hafa kosið í NV-kjördæmi ELDSVOÐI Eldur kviknaði í nótaskipinu Beiti NK 123 í gær þegar það var statt tólf mílur austur af Reyðarfirði. Slökkvilið fór á móti skipinu ásamt björgunarbátum, þyrlu og flugvél. Fjórtán manna áhöfn skipsins tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en skipið kom að landi og var það því næst reykræst. Farið var með fimm áhafnar- meðlimi á heilsugæsluna á Eskifirði til að athuga með reykeitrun að sögn lögreglunnar á Eskifirði. Eldsupptök eru ókunn og er málið í rannsókn lögreglu. - sdg Eldur kom upp í skipi: Áhöfn náði að slökkva eldinn VIÐSKIPTI Danska Ekstrabladet birtir í dag sex blaðsíðna grein um íslenskt viðskiptalíf. Íslenskir nemar við viðskiptaháskóla í Kaupmannahöfn voru fengnir til aðstoðar við þýðingar fyrir blaðið. Í greininni er KB banki sakaður um stórfelld skattsvik. „Íslensku viðskiptavíkingarnir hafa farið til Danmerkur, Svíþjóð- ar og Englands þar sem þeir hafa á fáum árum notað milljarða í kaup á fyrirtækjum, en það líkist peningaþvætti og skattsvikum, að sögn sérfræðinga,“ segir í umfjöll- un blaðsins. Blaðið staðhæfir að KB banki hafi skapað leynilegt, öflugt og alþjóðlegt skattsvika- kerfi, sem er að hluta til notað til að flytja milljarða leynilega inn og út úr fjármálakerfinu, og að hluta til að bankinn og viðskiptavinir hans sleppi við að borga skatt. „Svipað kerfi er notað af stóru fjárfestingasjóðunum. Reglan er sú að ef maður flytur gróðann frá Danmörku til skattfrjálsra landa, á að borga skatt af honum. En skatturinn hverfur alveg, séu pen- ingarnir sendir til Lúxemborgar áður,“ segir skattasérfræðingur- inn Christen Amby. „Ein útskýring getur verið að bara sé talað um gróða sem skotið sé undan skatti, sem er frumlegt, en í raun löglegt. En önnur útskýr- ing gæti verið að reynt sé að fela uppruna peninga, sem sagt nota uppbyggingu auðhringsins til að þvo peninga,“ segir Lars Bo Lang- sted, prófessor í viðskiptarétti. - sgj Umfjöllunin í Ekstrabladet um íslenskt viðskiptalíf kom út í morgun: KB banki sakaður um skattsvik KB BANKI Danska Ekstrabladet fer með harðar aðdróttanir í garð KB banka í grein sinni í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.