Fréttablaðið - 29.10.2006, Page 20

Fréttablaðið - 29.10.2006, Page 20
 29. október 2006 SUNNUDAGUR20 Lestur Í Morgunblaðinu 17. okt er fjallað um rannsókn á lestri íslenskra unglinga. Þar kemur fram að þeir lesa miklu minna en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norður- löndum. T.d. lesa einungis 10% íslenskra unglinga í eina klukku- stund eða meira á dag, á móti 22% í Finnlandi. Þetta er óheillavænleg öfugþróun og mikil breyting frá því sem áður var. Bóklestur hefur jafnan verið talinn lykill að orða- forða barna og unglinga, og greini- legt er að þörf er á skjótum við- brögðum. Slök tök íslenskra unglinga á móðurmálinu stefnir ekki einungis framtíð tungunnar í hættu, heldur framtíð ungling- anna sjálfra. Gott vald á móður- máli veitir sjálfstraust og öryggi, og örvar skapandi hugsun. Nú eru tengsl kynslóða miklu minni en áður, og má raunar spyrja hvaðan orðaforði unglinganna kemur í raun, utan skólanna. Er svo komið að orðaforði þeirra myndast að mestu leyti af afþreyingariðnaði, SMS-skilaboðum og spjalli þeirra sjálfra? Ég og eiginkona mín – við Í Morgunblaðinu 16. okt. segir í grein: „Ég og eiginkona mín geng- um til liðs við nokkra ágæta nágranna okkar...“ Það mun vera séríslensk málvenja að nota við í slíkum samböndum, segja „við eiginkona mín“, eða (það sem kannski er betra) „við hjónin“. Ég hef tekið eftir því að þessi ágæta málvenja er því miður að hverfa, eins og fleira. Að því er eftirsjá. Við höfum löngum sagt „við bræð- urnir“ og „við Kristín“ – og skul- um halda því áfram. Er Gorbatsjov söngvari? Myndatexti í Fréttablaðinu 17. okt.: „Concert hefur verið áber- andi nafn í tónleikahaldi lands- manna en Einar flutti meðal ann- ars inn Mikhaíl Gorbatsjov á dögunum.“ Eftir þessu að dæma virðist sovétleiðtoginn fyrrver- andi vera bæði söngvari og inn- flutningsvara. að – af í Lesbók Mbl. 16. sept. hefur Sig- urbjörg Þrastardóttir eftir Silju Aðalsteinsdóttur í grein um nýút- komin bindi Íslenskrar bók- menntasögu: „ Ritstjórarnir skiptu sér að vísu að valinu – en að skoð- unum mínum skiptu þeir sér ekki.“ Þarna ætti að standa af. Því miður ber oft á ruglingi á þessum tveim- ur orðum að og af. Við skiptum okkur af einhverju. Við dáumst að einhverju. Okkur þykir gaman að e-u en höfum gaman af. Svo að dæmi séu nefnd. Varhluta Varhluta – óbeygjanlegt lýsingar- orð, merkir afskiptur, sem ekki fær hlut í (af ) einhverju. Fréttamaður Ríkisútvarpsins sagði 3. júlí: „Sennilega hafa fáir Íslendingar farið varhluta af því að herinn er að fara.“ Hvað var hann að reyna að segja? Braghenda Ragnar Böðvarsson sendir mér þessa braghendu um tröllin í Dyr- fjöllum í síðasta pistli: Eflaut greyin inn í björgin ákaft flýja undan lamstri ólmra veðra. Ylja sé hjá þeim í neðra. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál Leikkonan unga Lindsay Lohan týndi nýju, fínu Hermes-töskunni sinni á Heathrow-flugvelli í Lond- on nýlega og komst fyrir vikið í heimsfréttir. Íslenski Reyka-vod- kinn er nú óvænt farinn að njóta heimsathygli vegna málsins þar sem bílstjórinn Tom Webster sem ekur fyrir Reyka í London fann töskuna og kom henni til síns rétta eiganda. Í töskunni voru skartgripir sem eru metnir á allt að eina millj- ón dala og astmalyf stjörnunnar þannig að missir hennar var mik- ill. Talsmaður Lohan tjáði Webs- ter að hann mætti eiga von á fund- arlaunum eða persónulegum þökkum frá Lohan en hann hefur enn ekkert heyrt frá hennar fólki og slúðurpressan hefur kjamsað á vanþakklæti leikkonunnar í frétt- um þar sem Reyka vodka kemur jafnan við sögu. Webster er bílstjóri hjá William Grant sem framleið- ir Reyka og sinnir ekki síst viðskiptamönnum Reyka. Hann var að sækja einn slík- an á flugvöllinn þegar hann sá Lindsay á harðahlaupum undan blaðaljósmyndurum. Þegar hann yfirgaf flughöfn- ina með farþega sínum rak hann augun í Her- mes-töskuna þar sem hún hékk á farangurs- kerru. Hann kippti töskunni með sér án þess að setja hana í nokkurt samhengi við flótta leikkonunnar skömmu áður. Daginn eftir skilaði hann tösk- unni á lögreglustöð og þar spurðu forviða lögreglumenn hann hvort hann gerði sér grein fyrir því hvað hann væri með í höndunum en Webster kom af fjöllum enda hafði hann ekki einu sinni opnað töskuna. „Ég hef ekkert heyrt frá henni. Ekki orð,“ sagði Webster í samtali við slúðursíðu New York Post í lok september og eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst er staðan enn óbreytt. „Hún virðist vera hin vænsta stúlka og hún var glöð að fá töskuna aftur – hún var full af demöntum, armböndum og hálsmenum. En ég er vonsvikinn. Ég hefði gjarnan viljað heyra frá henni þó ekki væri nema bara til þess að fá þakkir.“ Fjölmiðlafulltrúi Lohan er frekar óánægður með að meint vanþakklæti stjörnunnar sé orðið fjölmiðlamatur og segist ekki skilja hvers vegna Webster fór með málið í fjölmiðla. „Hann hefði bara átt að hringja í mig,“ sagði hún við New York Post. „Ég held að það sé augljóst að þeir eru að sækjast eftir ókeypis umtali með því að nota nafn Linds- ayar.“ Tíðindamaður Frétta- blaðsins, sem þekkir Webster ágætlega, telur af og frá að hann hafi sjálfur hlaupið með þetta í blöðin. Hann sé strang- heiðarlegur maður sem aðeins hafi í sakleysi sínu átt von á þökkum enda hefði hann hæglega getað haldið góssinu og þess vegna lifað í vellystingum í Brasilíu fyrir andvirði skartgripanna. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhverjir hjá William Grant, sem sjá um kynningarmál Reyka, hafi séð sér leik á borði og lekið sögu Websters í fjölmiðla. Sé það tilfellið er óhætt að segja að það hafi skilað sér í veglegri umfjöll- un á heimsmælikvarða. - þþ Dekurrófan Lindsay kemur Reyka vodka í sviðsljósið LINDSAY LOHAN Hefur ekki séð ástæðu til að þakka bílstjóranum sem kom Hermes-töskunni hennar, fullri af skart- gripum, til skila. REYKA VODKA Íslenski vodkinn hefur heldur betur notið athyglinnar sem týnda taskan hefur fengið en bílstjóri á vegum fram- leiðanda drykkjarins fann töskuna dýrmætu. Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. LEYSTU KROSSGÁTUNA ÞÚ GÆTIR UNNIÐ NÝJA DISKINN HANS FRIÐRIKS ÓMARS “ANNAN DAG” ���� ��������� ��� ���� ������� ����� �������� ����� ����� �������� ���� ���������� ������ ����� ����� ��� ������ ����� �������� ������� ����� ������ ���� ���������� ��� ����� ������ ����� ������ ������� ��� ����� ������ ������ ������� ������� ������ ������ ���� ����� ������� ���� ������ ������ ����� ������ ���� ����� ���������� �������� ��������� ���� ������� ������ ������ �� ��� ������� ������ ����� �� �������� ������ ����� ��������� ���������� ��� ��� ���������� ������ ����� ����� ������� ����� ����� ���� ���� ������ ������� ����� �������� �� ����� ��������� ����� ����� ����� ������� ����� ������ ������� ������������������������������������������������������������������� � � � � � �

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.