Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2006, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 29.10.2006, Qupperneq 80
32 29. október 2006 SUNNUDAGUR Það var góðlegur og við-kunnanlegur maður sem mætti undirrituðum í and-dyri Haukaheimilisins á dögunum og þrátt fyrir að lið hans, Snæfell, ætti að mæta Haukum eftir rétt rúman klukku- tíma var ekkert sjálfsagðara en að gefa sér tíma í gott spjall. Kot- ila hefur víða komið við á sínum ferli en hann hætti þó ungur að spila sjálfur. „Ég lék körfubolta í framhalds- skóla eins og flestir krakkar í Bandaríkjunum og lék eftir það í fjögur ár með Michigan Tech háskólanum sem var þá í annarri deildinni í háskólakörfuboltan- um. Við vorum með ágætt lið og ég stóð mig þokkalega. Á lokaár- inu mínu í Michigan Tech fékk ég boð um að fara til Finnlands og spila af því að faðir minn er finnskur. Ég hafnaði því boði, sem var mjög vitlaust hjá mér,“ sagði Geof Kotila. Var frábær leikmaður Hann er í svokölluðu Hall of Fame í Michigan Tech háskólanum en á sínu síðasta ári var hann kjörinn verðmætasti leikmaður liðsins. Á sínu fyrsta ári var hann valinn besti nýliðinn og einnig fékk hann viðurkenningu sem sá leikmaður sem tók mestum framförum. Auk þess að vera valinn verð- mætasti leikmaður liðsins á sínu síðasta ári fékk Kotila einnig við- urkenningu sem sá drengur skól- ans sem skarað hafði mest fram úr á árinu í íþróttum. 22 ára gam- all hætti Kotila hins vegar að spila og sneri sér að þjálfun. „Ég byrjaði að þjálfa í fram- haldsskóla í Minnesota og var þar í eitt og hálft ár en svo sneri ég aftur til Michigan Tech og var aðstoðarþjálfari þar í hálft ár.“ Aðalþjálfari liðsins þurfti hins vegar að hætta á miðju tímabili og Kotila tók við hans starfi. „Ég var aðalþjálfari í háskólaliði þegar ég var 24 ára og ég var allt- of ungur, ég vissi í raun ekkert. En ég hef verið aðalþjálfari nán- ast allar götur síðan,“ sagði hinn 47 ára gamli Kotila. Flutti til Danmerkur Kotila þjálfaði hjá Michigan Tech í ellefu ár en færði sig svo um set og þjálfaði í Flórída í eitt ár. Eftir þetta eina ár í Flórída bauðst Kot- ila að fara til Danmerkur að þjálfa. „Fyrrverandi leikmaður minn hjá Michigan Tech var að spila í Danmörku. Hann hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Danmerkur og þjálfa liðið sem hann lék með. Ég vissi ekkert um evrópskan körfubolta og í fyrstu var ég ekkert alltof hrifinn af þessari hugmynd. Á þeim tíma bjó ég við strönd- ina í Flórída og lifði mjög góðu lífi en samt sem áður hringdi ég í hann viku síðar og tók starfið,“ sagði Kotila og bætti því við að ein af ástæðunum fyrir því að hann tók þetta starf var sú að hann sá eftir því að hafa ekki farið til Finnlands á sínum tíma. Kotila ætlaði upphaflega að vera eitt ár í Danmörku en raunin varð önnur. „Ég giftist danskri konu og við eigum tvö börn saman, eitt þriggja ára og eitt níu mánaða. Ég þjálfaði í Danmörku í ellefu ár og þjálfaði tvö lið. Síðara liðið sem ég þjálfaði var Bakken Bears og við lékum við Keflavík í Evrópukeppninni á sínum tíma. Þetta var frábær reynsla fyrir mig,“ sagði Kotila en hvernig vildi til að hann fór að þjálfa á Íslandi? „Ég var búinn að ákveða að skipta um lið. Ég var búinn að þjálfa Bakken í fjögur ár og bæði ég og stjórn félagsins vorum sam- mála um að það væri kominn tími til að skipta um þjálfara. Ein- hverra hluta vegna þá talaði ég við íslenskan umboðsmann en hann benti mér á Snæfell. Ákvað að grípa tækifærið Ég kom til Íslands og skoðaði Stykkishólm og fannst hann vera á enda veraldar. Ég er með unga fjölskyldu og þetta var ágætis tækifæri til að fá að eyða meiri tíma með henni. Stjórnin hjá Snæ- felli kom mjög heiðarlega fram við mig og sagðist vera að reyna að byggja upp lið. Við fjölskyldan ákváðum bara að grípa þetta tækifæri.“ Kotila segir að sér og fjöl- skyldunni líki lífið vel í Stykkis- hólmi en hann er með tveggja ára samning við félagið. „Ég kann mjög vel við strák- ana í liðinu og fólkið í Stykkis- hólmi hefur verið frábært og sýnt okkur mikinn stuðning. Fólkið þar vill ná árangri og ég líka. Ég veit að við erum ekki að spila góðan körfubolta núna en ef sýnir fólkið okkur smá þolinmæði þá eigum við eftir að spila betur. Ég hef oft sagt það að mín lið spila yfirleitt ekki vel í byrjun tíma- bilsins. Ég er með mínar hug- myndir og er að biðja leikmenn að gera margt sem þeir hafa ekki gert áður og þetta tekur tíma.“ Eiginkona Kotila er sjúkra- þjálfari og starfaði m.a. hjá einu af stærstu fótboltaliðum Dan- merkur. Þriggja ára gömul dóttir þeirra er nýbyrjuð í leikskóla í Stykkishólmi og er strax byrjuð að tala íslensku. „Það er alveg með ólíkindum af því að ég tala ensku við hana og hún talar auk þess dönsku en nú er hún byrjuð að tala íslensku. Þannig að við erum bara ánægð þar sem við erum og við hlökkum til að takast á við þessa áskorun. Komið fram við mig eins og kóng Það komu allir fram við mig eins og kóng þegar ég kom fyrst í maí í Stykkishólm og allir sögðu að veðrið yrði svona fallegt allan ársins hring. Vissulega eru þetta mikið viðbrigði, þetta er allt annað umhverfi. Þó að hér sé mjög fallegt þá er þetta allt öðru- vísi en ég er vanur, ég hef séð afskekkta staði áður en ekkert í líkingu við þetta. En það er frá- bært að geta keyrt í þrjátíu mín- útur og sjá eldfjallasvæði og það finnst mér frábært. Snæfellsjök- ullinn er einnig glæsilegt fjall og það er eitthvað mjög einstakt við Snæfellsnesið. Við fjölskyldan reynum að fara einu sinni í viku og skoða okkur um en það er svo- lítið erfitt núna þegar tímabilið er í gangi.“ Kotila segir að efsta deildin á Íslandi sé betri en efsta deildin í Danmörku þegar hann er spurður um muninn á deildunum tveimur. „Ef maður lítur á deildina í heild sinni þá er hún betri hér og miklu jafnari en í Danmörku. Það finnst mér alveg ótrúlegt, að land með ekki fleiri íbúa en 300 þúsund geti haft tólf góð körfu- boltalið. Aðstaðan hér er einnig betri. Íslenska deildin erfið Málið er að danskir leikmenn eru of uppteknir af tveimur til þremur liðum en hér eru leikmenn mun dreifðari, sem er miklu betra fyrir deildina. Það sem Danir hafa kannski fram yfir eru stóru menn- irnir. Ég var með leikmenn þar sem voru 205 cm til 215 cm í Dan- mörku en það sér maður ekki hérna. Það gerir leikinn svolítið öðru- vísi hér en í Danmörku. Hér er það þannig að ef maður mætir ekki í leikinn til að vinna þá tapar maður. Í Danmörku komast bestu liðin upp með að vera svolítið löt en samt vinna og að því leyti held ég að deildin hér sé mun erfiðari en í Danmörku.“ Hefur Kotila sett sér einhver markmið á þessu tímabili? „Ég vona að við náum í eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni. Ég tel mikilvægt að fá heimaleikjarétt- inn í úrslitakeppninni og í henni getur allt gerst. Málið er samt að toppa á rétt- um tíma og spila sinn besta körfu- bolta í lok tímabilsins,“ sagði hinn viðkunnanlegi þjálfari Snæfell- inga í körfubolta, Geof Kotila, að lokum. SUNNUDAGSVIÐTALIÐ GEOF KOTILA Fannst Stykkishólmur vera á enda veraldar Bandaríski körfuknattleiksþjálfarinn Geof Kotila tók við liði Snæfells fyrir yfirstandandi tímabil eftir að hafa þjálfað í Danmörku til fjölda ára. Dagur Sveinn Dagbjartsson hitti Kotila á dögunum og ræddi við hann um ferilinn, fjölskylduna, Stykkishólm og Ísland. LEIÐTOGINN Kotila er á sínu fyrsta ári á Íslandi en hann þjálfaði í Danmörku í ellefu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK GEOF KOTILA Hætti ungur að spila körfubolta sjálfur en hann var mjög öflugur leikmaður sem vann til margra einstaklingsverðlauna. Hann tók við háskólaliði aðeins 24 ára að aldri og hefur því 25 ára reynslu í þjálfun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.