Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 2
2 30. október 2006 MÁNUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
Verð
2.290
.00.-
ELDSVOÐI Karlmaður á fertugs-
aldri lést í eldsvoða í raðhúsi í
Grindavík í gærmorgun. Fimmt-
án ára dóttir mannsins og jafn-
aldra hennar voru einnig í húsinu
þegar eldurinn kom upp og kom-
ust þær út af sjálfsdáðum.
Gestkomandi stúlkan hljóp til
heimilis síns í næstu götu og gerði
faðir hennar lögreglu strax við-
vart um eldinn sem var rétt upp
úr klukkan sjö í gærmorgun.
Mikill eldur var í húsinu þegar
viðbragðsaðilar komu að og fundu
reykkafarar slökkviliðsins í
Grindavík manninn meðvitundar-
lausan í stofunni. Endurlífgunar-
tilraunir báru ekki árangur og
var maðurinn úrskurðaður látinn
við komu á slysadeild í Reykja-
vík.
Slökkvistarf gekk vel og þegar
slökkvilið yfirgaf vettvang klukk-
an korter í níu var búið að slökkva
allan eld og reykræsta húsið.
Húsið er mjög illa brunnið að
sögn lögreglunnar í Keflavík og
sýnu verst í eldhúsi og stofu þar
sem allar rúður voru sprungnar.
Eldsupptök eru ókunn en lög-
reglan í Keflavík vinnur nú að
rannsókn málsins með aðstoð
tæknideildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Ekki er unnt að birta nafn hins
látna að svo stöddu. - sdg
HÚSIÐ ILLA BRUNNIÐ Reykkafarar fundu
manninn meðvitundarlausan á stofu-
gólfinu. Mikill eldur var í húsinu þegar
viðbragðsaðilar komu á staðinn.
MYND/HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Tvær ungar stúlkur sluppu út úr brennandi húsi í Grindavík í gærmorgun:
Karlmaður lét lífið í eldsvoða
ANDLÁT Sólveig Pálsdóttir frá
Svínafelli í Öræfum lést á laugar-
dagskvöld, en fyrr í þessum mán-
uði varð Sólveig elsti Íslendingur
Íslandssögunnar. Sólveig fæddist
20. ágúst árið 1897 og var því 109
ára gömul þegar hún lést, en
aðeins einn annar Íslendingur,
Guðfinna Einarsdóttir frá Leys-
ingjastöðum í Dalasýslu, hefur
orðið 109 ára.
Í tilefni af aldursmetinu fyrr í
mánuðinum var efnt til veislu á
Hjúkrunarheimili Suðaustur-
lands, þar sem Sólveig hefur dval-
ist frá 1993. Við það tækifæri
sagði Jóhanna Gunnarsdóttir að
sennilega mætti þakka reglusömu
líferni Sólveigar háan aldur henn-
ar.
Jóhanna sagði áhugamál móður
sinnar lengst af hafa verið bústörf
og lestur. „Móðir mín ólst upp á
Hofi í Öræfum en bjó lengst af á
Svínafelli ásamt föður mínum,
Gunnari Jónssyni, en hann lést árið
1967,“ sagði Jóhanna. Sólveig og
Gunnar eignuðust sjö börn sem öll
eru á lífi, en afkomendur Sólveigar
eru nú um sjötíu talsins. - sun
Elsti Íslendingur sögunnar lést á laugardag:
Sólveig Pálsdóttir látin
ELST ALLRA ÍSLENDINGA Sólveig Pálsdóttir í veislu í tilefni aldursmetsins.
MYND/GALDUR-SMÞ
Bílvelta í Kollafirði
Bíll valt í Kollafirði aðfaranótt sunnu-
dags. Einn ökumaður var í bílnum og
sakaði hann ekki. Telur lögregla að
veltan hafi stafað af hálku á veginum.
Bílveltur í Kjós
Tveir bílar ultu við Tíðarskarð í Kjós í
gær með tíu mínútna millibili. Fljúg-
andi hálka var á veginum sem sólin
hafði ekki náð að bræða, að sögn
lögreglunnar í Reykjavík.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Var þetta spurning um okkur
eða þá, Einar?
„Þetta var spurning um að hrökkva
eða stökkva og við kusum það sem
var rökrétt: að hefja veiðarnar.“
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð-
herra hefur sagt að hann hafi „ekki
átt annarra kosta völ“ en að leyfa
hvalveiðar að nýju.
UMHVERFISMÁL Stjórnvöld landsins
þurfa að ná sér upp úr því stór-
iðjuhjólfari sem þau eru föst í og
snúa sér að því að búa í haginn
fyrir samfélag þar sem sköpun,
fjölbreytni og lífgæði eru í fyrir-
rúmi. Tal og aðgerðir stjórnmála-
manna slá ekki lengur í takt við
þjóðina. Þess vegna mun Framtíð-
arlandið beita sér af fullum krafti
í stjórnmálum í vetur og þing-
framboð er ekki útilokað. Þetta er
meðal þess sem kom fram á fundi
Framtíðarlandsins á Hótel Nordi-
ca í gærdag.
Andri Snær Magnason hélt
fyrsta erindið og fjallaði um fram-
tíðaráætlanir í stóriðju, en hann
telur að núverandi stóriðjustefna
miði að því að gera Ísland að mesta
álframleiðslulandi heims, með
ársframleiðslu upp á 1.600.000
tonn. Hjálmar Sveinsson stjórnaði
pallborðsumræðum og sagði
„Framtíðarlandshugsunina“ eiga
mikinn samhljóm í samfélaginu.“
Húsfyllir var á Nordica, en í
Framtíðarlandið eru nú skráðir
um 2.500 félagar. - kóþ
Framtíðalandið:
Stóriðjukvótinn
er fullnýttur
ANDRI SNÆR MAGNASON OG GUÐ-
MUNDUR PÁLL ÓLAFSSON Fluttu erindi á
haustþingi Framtíðarlandsins.
SERBÍA, AP Serbar samþykktu nýja
stjórnarskrá í tveggja daga
þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í
gær, að sögn óháðra kosningaeftir-
litsmanna. Stjórnarandstaðan
sagði að stórfelld brögð hefðu
verið í tafli.
Í stjórnarskránni er Kosovo-
hérað sagt hluti af Serbíu, en
héraðið hefur verið undir verndar-
væng friðargæsluliða Sameinuðu
þjóðanna síðan árið 1999. Níutíu
prósent íbúa Kosovo eru Albanar
sem óska eftir sjálfstæði. Þeir
fengu ekki að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni. - smk
Þjóðaratkvæðagreiðsla:
Kosið um nýja
stjórnarskrá
PRÓFKJÖR Guðbjartur Hannesson,
skólastjóri á Akranesi, hlaut 376
atkvæði í 1. sæti í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í Norðvesturkjör-
dæmi sem fram fór um helgina
þegar búið var að telja um 1.250
atkvæði. Alls greiddu um 1.700
manns atkvæði í prófkjörinu, en
kosið var í 16 kjördeildum víðs
vegar um kjördæmið og atkvæðun-
um blandað saman fyrir talningu.
„Ég stefndi á að vera í 1.-2. sæti
og er náttúrulega himinlifandi með
1. sætið ef það verður niðurstað-
an,“ segir Guðbjartur. „Ég er tilbú-
inn til að leiða slaginn með þessu
afbragðsfólki sem er í kjördæm-
inu. Það lá fyrir að baráttan yrði
hörð, en útkoman gat aldrei orðið
annað en góð.“
Karl V. Matthíasson, sóknar-
prestur og fyrrverandi þingmaður,
fékk 431 atkvæði í 1.-2. sæti. Hann
sat á þingi fyrir Samfylkinguna
frá 2001 til 2003.
„Ég get ekki annað en verið
ánægður með þetta, en ég hefði
verið sáttur með hvað sem er,“
segir Karl. „Ég vildi bara láta á
þetta reyna. En dóttir mín er alla-
vega ánægð með pabba sinn.“
Anna Kristín Gunnarsdóttir,
þingmaður á Sauðárkróki, fékk 473 atkvæði í 1.-3. sæti og Sigurður
Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði,
fékk 608 atkvæði í 1.-4. sæti. Aðrir
fengu minna.
„Mér líst nú ekki nógu vel á
stöðuna eins og hún er núna. Ég
vonaðist til og vonast enn til þess
að ég nái öðru sætinu,“ segir Anna
Kristín. „En það er nú talsvert eftir
ennþá og stutt á milli okkar. Ég átti
von á annarri stöðu, en þetta er
auðvitað ekki búið fyrr en öll
atkvæðin hafa verið talin.“
„Maður er rokkandi inn og út af
listanum,“ segir Sigurður Péturs-
son bæjarfulltrúi. „Þetta er allt
mjög spennandi þó að ég hefði
gjarnan viljað vera ofar. Ég held að
prófkjörið sé gott fyrir Samfylk-
inguna, við fengum góða þátttöku
og stuðningsmenn flokksins stilla
upp sinni framvarðasveit. Séra
Karl Matthíasson kemur nokkuð á
óvart í öðru sætinu. Það er ljóst að
þetta hefur verið hörð keppni um
efstu sætin.“ steindor@frettabladid.is
Mjótt á mununum
hjá Samfylkingunni
Þegar Fréttablaðið fór í prentun var Guðbjartur Hannesson skólastjóri í 1. sæti
í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Karl Matthíasson sóknar-
prestur var í 2. sæti en Anna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður í 3. sæti.
ANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR
KARL MATTHÍASSONGUÐBJARTUR HANNESSON
MANNSHVARF Lögreglan á Selfossi
leitar nú manns sem hefur verið
týndur síðan á fimmtudag.
Tilkynning barst í gærdag um
mannlausan bíl á Nesjavallaleið
og þegar lögregla fór að skoða
málið kom í ljós að ökumaður
bílsins hafði verið þar á ferð
seinnipart fimmtudags í slæmu
veðri sem þá geisaði. Enginn
hefur orðið var við manninn síðan
þá og höfðu foreldrar hans verið
farnir að ókyrrast að sögn
lögreglunnar.
Maðurinn er rúmlega fertugur
og búsettur á Selfossi. - sdg
Lögreglan leitar að manni:
Ekki sést síðan
á fimmtudag
1. sæti Guðbjartur Hannesson
2. sæti Karl V. Matthíasson
3. sæti Anna Kristín Gunnarsdóttir
4. sæti Sigurður Pétursson
Listinn miðast við stöðuna þegar búið
var að telja 1.250 atkvæði af 1.700.
PRÓFKJÖR
Samfylkingar
BÍLSLYS Tveir voru fluttir slasaðir
með sjúkraþyrlu til Reykjavíkur
eftir árekstur þriggja ökutækja
skammt frá Kirkjubæjarklaustri
í gærkvöldi.
Slysið var með þeim hætti að
fólksbíll lenti utan í dráttarvél og
því næst utan í fjárflutningavagn,
að sögn lögreglunnar í Vík. Verið
var að flytja fé á milli vagns sem
hékk aftan úr dráttarvélinni yfir í
fjárflutningavagn á veginum
þegar ökumaður kom aðvífandi
sem sá ekki ökutækin. Ók hann á
ökumann dráttarvélarinnar sem
var fluttur ásamt einum farþega
fólksbílsins til aðhlynningar á
slysadeild Landspítalans. - sdg
Árekstur þriggja ökutækja:
Þyrla flutti tvo
slasaða í bæinn
LÖGREGLUFRÉTTIR
Bílvelta við Stykkishólm
Ökumaður slapp með skrámur þegar
bíll hans valt nálægt Stykkishólmi
vegna ísingar á vegi. Bíllinn er gjör-
ónýtur eftir veltuna að sögn lögregl-
unnar í Stykkishólmi.
SIGURÐUR PÉTURSSON