Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 14
14 30. október 2006 MÁNUDAGUR V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . 9 hver vinnur. Vinningar er u bíómiðar, DVD myndi r og margt flei ra! Sendu SMS JA WBF á númerið 190 0 og þú gætir un nið miða fyrir tvo! Geggjuð grínm ynd með bræðrunu m Luke og Owen Wilson Frumsýnd 27. okt. 130 börn bíða Enn bíða 130 börn eftir að komast að á frístundaheimilum í Reykjavík og rúmlega 40 starfsmenn vantar til starfa. Alls eru 2.280 börn komin inn á frístundaheimilin. FRÍSTUNDAHEIMILI Sumarliði ritar sögu ASÍ Miðstjórn ASÍ hefur samþykkt sam- komulag við Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing um að hann riti sögu ASÍ og búi hana til útgáfu og hefur samningur verið undirritaður. VINNUMARKAÐUR VINNUMARKAÐUR Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að ójöfnuðurinn hafi aukist gríðarlega á Íslandi á síðustu tíu árum. Hvergi annars staðar á Vest- urlöndum hafi verið svo ör aukn- ing á ójöfnuði síðustu þrjátíu árin. „Skattastefnan hefur verið að gjörbreytast á síðustu tíu árum og hún hefur gríðarleg áhrif til aukn- ingar á ójöfnuði. Lífeyrisþróunin hefur þessi áhrif líka en skatta- stefnan er í lykilhlutverki. Það er óhætt að segja að þessi aukni ójöfnuður vegna skattastefnunnar sé einstakur að því leyti að við höfum ekki séð svona öra aukn- ingu á ójöfnuði neins staðar á Vest- urlöndum á síðustu þrjátíu árum,“ segir Stefán. „Aukningin á ójöfnuði er örari hjá okkur en hún var í tíð Reagans í Bandaríkjunum, og þótti hún samt mjög ör þá. Hún er líka örari en hún var í tíð Thatchers í Bret- landi og mér sýnist hún líka vera örari en hún var í tíð Pinochets í Chile á áttunda áratugnum,“ segir Stefán og miðar þarna við tölur frá Alþjóðabankanum. Stefán flutti erindi á ársfundi ASÍ fyrir helgina og kynnti þar nýjar tölur frá OECD um gæði líf- eyriskjara á Íslandi þar sem tekið er tillit til áhrifa lífeyrissjóða, almannatrygginga og skatta. Stef- án segir að þessar tölur sýni að Ísland sé undir meðaltali OECD hvað lífeyriskjörin varðar. „Við ættum að vera í fimmta til sjöunda sæti því að við erum í fimmta til sjöunda sæti yfir rík- ustu þjóðir Vesturlanda. Þetta þýðir að stjórnvöld þurfa að laga almannatryggingakerfið stórlega og það gerist ekki nema launþega- hreyfingin þrýsti á það,“ segir hann. Í erindi sínu færði Stefán ýmis rök fyrir því að launþegahreyfing- in verði enn mikilvægari í nýju hnattvæðingarumhverfi til að tryggja að hagvöxtur skili sér til almennings. Hreyfingin geti leiki stækkandi hlutverk í framtíðinni og þar séu þrjú verkefni brýnust. „Í fyrsta lagi að stytta vinnu- tíma um leið og framleiðni eykst þannig að hægt verði að ná sömu afköstum á styttri tíma með sömu tekjum. Í öðru lagi að gjörbreyta skattastefnunni sem hefur leitt af sér verulega aukinn ójöfnuð í tekjuskiptingunni og í þriðja lagi að bæta kjör lífeyrisþega,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Ójöfnuðurinn örari en í Chile Pinochets Ójöfnuður hefur aukist örar á Íslandi en í Bandaríkjum Reagans, Bretlandi That- chers eða Chile Pinochets. Hvergi á Vesturlöndum síðustu þrjátíu ár hefur ójöfn- uður aukist jafn hratt og hér. Ísland er undir meðaltali OECD í lífeyriskjörum. SVISS, AP Vistkerfi heims eru í hættu því mannkynið gengur nú örar á auðlindir jarðarinnar en henni tekst að endurnýja þær. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund. „Við höfum gengið allt of langt varðandi vistkerfin, við nýtum auðlindirnar hraðar en jörðin getur endurnýjað þær,“ sagði James Leape, alþjóðlegur forstjóri WWF. „Afleiðingarnar eru fyrir- sjáanlegar og skelfilegar.“ Ef fram heldur sem horfir mun mannkynið þarfnast tvisvar sinn- um meiri auðlinda en til eru á jörð- inni um miðja öldina. Álagið sem vistkerfi jarðarinn- ar eru undir nú má sjá í þeirri staðreynd að svæðið sem mann- fólkið nýtir hafi meira en þrefald- ast frá 1961 til 2003. Þá hefur hryggdýrum lífríkisins fækkað um 30 prósent frá 1970 til 2003. Fækkun dýranna er sérstak- lega mikil í hitabeltislöndunum, þar sem hagvöxtur og fólksfjölg- un veldur því að sífellt fleiri áður lítt snert svæði eru tekin undir ýmiss konar iðnað. Til að sporna við þessari þróun þurfa þjóðir heims að endurhugsa orkuvinnslu, samgöngur og bygg- ingariðnað, segir í skýrslunni. - smk Vistkerfi jarðarinnar sögð í mikilli hættu: Auðlindir heims ofnýttar ÁHRIF MANNFÓLKSINS Vistkerfi jarðar- innar munu að sögn WWF hrynja fyrir árið 2050, fari mannfólkið ekki að breyta háttum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVISS, AP Svissnesk yfirvöld ætla að rannsaka gaumgæfilega ásakanir um að CIA, bandaríska leyniþjónustan, hafi njósnað um allt að 500 menn af arabískum uppruna sem skráðir voru í verkalýðsfélög. Talsmaður ríkissaksóknara segir sönnunar- gögn úr frumrannsókn gefa tilefni til að taka það grafalvar- lega, en rannsóknin hófst þann 12. september þegar dagblaðið Blick greindi frá greiðslu CIA-njósnara til svissnesks uppljóstrara. Nú er málið komið á það stig að rannsaka skal „ólöglegt athæfi ónefnds erlends ríkis og óleyfi- legar njósnir“ í Sviss. - kóþ Saksóknari vill rannsókn: CIA grunað um njósnir í Sviss STOKKHÓLMUR, AP Hundruð þús- unda Íraka hafa flúið land frá því Bandaríkin hófu innrás sína árið 2003. Ekkert lát er á ofbeldi og upplausn í landinu. Flestir leita til nágrannaland- anna en vaxandi hluti flóttafólks- ins hefur haldið til Evrópulanda, ekki síst til Svíþjóðar, þar sem auðveldara hefur reynst að fá hæli en víða annars staðar. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs leituðu 7.500 Írakar hælis í löndum Evrópusambandsins, eða um það bil 50 prósent fleiri en árið áður. Þriðjungur þeirra kom til Svíþjóðar, en þar eru nú þegar meira en 70 þúsund íraskir inn- flytjendur. „Þetta er komið í þúsund manns á mánuði,“ segir Magnus Ryden, fyrrverandi starfsmaður hjá inn- flytjendaeftirliti Svíþjóðar. „Ég held að starfsfólkið okkar sé undir of miklu álagi.“ Svíar hafa í lengstu lög forðast að herða innflytjendalög með sama hætti og mörg önnur Evr- ópuríki hafa gert, til dæmis Dan- mörk og Bretland þar sem hælis- leitendum hefur fækkað töluvert á síðustu árum. Flestir Írakarnir hafa þó látið sér nægja að fara til nágranna- landa Íraks. Nærri 900 þúsund manns hafa flúið til Jórdaníu, Írans og Sýrlands frá því að stríð- ið hófst árið 2003. - gb DAGLEGT LÍF Í HERSETNU LANDI Banda- rískur hermaður stendur vörð, en íraskur maður þurrkar svitann af enni sér með lítið barn í fanginu. Myndin er tekin í Karradah-hverfinu í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Írakar hafa flúið unnvörpum síðan Bandaríkin hófu innrás árið 2003: Straumur liggur til Svíþjóðar Með fíkniefni í fórum sínum Tveir voru handteknir í Borgarnesi aðfaranótt laugardags vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna og akstur undir áhrifum fíkniefna. Nokk- ur grömm af amfetamíni og lyfjum fundust á þeim við hefðbundið eftirlit lögreglu. Fólkinu var sleppt eftir skýrslutöku. Bílvelta á Öxnadalsheiði Jeppi valt á Öxnadalsheiði á föstu- dagskvöld vegna hálku að sögn lög- reglunnar á Akureyri. Tveir fullorðnir og tvö börn voru í bílnum. Þrjú voru flutt á slysadeild í skoðun en engin alvarleg meiðsl urðu á fólkinu. LÖGREGLUFRÉTTIR BEÐIÐ TIL SÓLARGUÐSINS Þessi hindú- kona veitti sólarguðinum virðingu sína á bökkum árinnar Jamuna við sólar- upprás í Nýju-Delí í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Umhverfisverð- laun LÍÚ voru veitt í áttunda sinn á aðalfundi sambandsins á miðvikudag. Þau eru veitt aðilum innan samtakanna sem þykja hafa skarað fram úr á sviði umhverfismála. Fyrirtækið Dala- Rafn ehf. þótti skara fram úr þeim fyrirtækjum sem tilnefnd voru til umhverfisverðlauna LÍÚ fyrir árið 2006. Dala-Rafn ehf. þykir hafa gott yfirlit yfir þá þætti sem hugsan- lega geta valdið neikvæðum áhrifum á umhverfið og jafn- framt hvernig brugðist er við. Skipi félagsins er vel við haldið og allt umhverfi fyrirtækisins í landi til fyrirmyndar. - shá Umhverfisverðlaun LÍÚ: Dala-Rafn þótti til fyrirmyndar VERÐLAUNAAFHENDING Þórður Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dala- Rafns, tók við verðlaununum úr hendi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hvalfirðingar fagna Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar álykt- aði um hvalveiðar á fundi sínum í vikunni. Í ályktuninni er því fagnað að hvalveiðar skuli vera hafnar á ný. HVALVEIÐAR STEFÁN ÓLAFSSON PRÓFESSOR „Við höfum ekki séð svona öra aukn- ingu á ójöfnuði neins staðar á Vesturlöndum á síðustu þrjátíu árum,“ segir Stefán Ólafsson, próf- essor við Háskóla Íslands. Hjá Mæðrastyrksnefnd Ójöfnuður í íslensku samfé- lagi verður æ meiri, segir Stef- án Ólafsson. MYND ÚR SAFNI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.