Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 4
4 30. október 2006 MÁNUDAGUR
GENGIÐ 27.10.2006
Ágúst Ólafur Ágústsson
varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember | www.agustolafur.is
Lækkum skatta á
lífeyristekjur í 10%
Fjárfestum í menntun
Afnemum fyrningarfresta
í kynferðisafbrotum
gegn börnum
Lækkum verð á
matvælum
•
•
•
•
Traustur efnahagur
— aukin velferð
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
118,7107
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
67,73 68,05
128,06 128,68
85,82 86,30
11,511 11,579
10,329 10,389
9,301 9,355
0,5708 0,5742
100,02 100,62
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
VIÐSKIPTI „Ég verð bara að segja að
ég átta mig ekki á hvað er átt við
þarna, þetta er svo stjörnuvitlaus
grein að það er ekki auðvelt að
átta sig á því,“ segir Sigurður Ein-
arsson, stjórnarformaður KB
banka. Ekstra Bladet í Danmörku
fullyrti í gær að KB banki hefði
hannað alþjóðlegt skattsvikakerfi.
Blaðið sakaði KB banka um að
greiða arð til Lúxemborgar til að
sleppa við að greiða skatt af
honum til Danmerkur. Flókin upp-
bygging fyrirtækisins sé einnig
notuð til að stunda peningaþvætti.
Auk þess hafi bankinn tengsl við
lögfræðinginn og athafnamanninn
Jeff Galmond sem hafi tengsl við
vafasama rússneska fjárfesta.
Þennan mann segist Sigurður
aldrei hafa haft nein vensl við.
„Það er ekkert í dönskum
skattalögum sem segir að einhver
munur sé á að greiða arð til
Íslands, Danmerkur, Lúxemborg-
ar eða bara til tunglsins. Þeir tala
um flókinn strúktúr á Kaupþingi,
það er bara ekkert flókið við hann.
Þetta er bara endemis vitleysa,“
segir Sigurður. „Við rekum eitt
fyrirtæki í Danmörku, reyndar
með miklum hagnaði, sem er FIH,
Finansieringsinstituttet for ind-
ustri og håndverk, en við höfum
aldrei tekið krónu í arð út úr því
fyrirtæki. Þeir hefðu mátt athuga
það fyrst áður en þeir skrifuðu
svona rugl. Okkar ráðgjöf í skatta-
málum er ekkert öðruvísi en ann-
arra banka og danskra banka.“
Sigurður furðar sig einnig á
orðnotkun í greininni. „Það er
talað um vindblásna klettaeyju,
rugguriddara, eyjaskeggja og
árásargjarna víkinga og manni
dettur bara í hug að þeir séu ref-
urinn sem segir að berin séu súr.
Hluti af þessu hlýtur að vera að
okkur, eins og mörgum öðrum frá
þessari „vindblásnu klettaeyju“,
hefur gengið býsna vel og þetta er
öfundsýki. Þeim finnst spennandi
að skrifa um þetta og ráðast á
Íslendinga. Það er fráleitt að nokk-
uð sé hæft í þessu.“
„Arður frá dönskum fyrirtækj-
um til íslenskra fyrirtækja er
skattfrjáls,“ segir Árni Harðar-
son, lögfræðingur í skattarétti.
„Það er í gildi tvísköttunarsamn-
ingur milli Íslands og Danmerkur
sem þýðir að það er enginn skatt-
ur á arði milli þessara landa. Danir
skattleggja arð ef hann er greidd-
ur til svokallaðra „skattaparadísa“
svo það er í raun verra en að
greiða hann heim til Íslands.“
steindor@frettabladid.is
Ekkert hæft í ásök-
unum Ekstra Bladet
Danska Ekstra Bladet sakar KB banka um stórfelldan skattaundandrátt. „Frá-
leitt að nokkuð sé hæft í þessu,“ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB
banka. Lögfræðingur segir arð milli Danmerkur og Íslands skattfrjálsan.
EKSTRA BLADET Á forsíðu Ekstra
Bladet í gær mátti lesa fyrirsögnina
„Milljarðar verða skattfrjálsir“.
SIGURÐUR EINARSSON Stjórnarfor-
maður KB banka segir Ekstra Bladet
byggja á öfundsýki í garð íslenskra
kaupsýslumanna.
DANMÖRK Sjö af hverjum tíu
Dönum finnst stefna forsætisráð-
herra þeirra, Anders Fogh
Rasmussen, í Íraksmálinu liggja
of nálægt stefnu George W. Bush,
Bandaríkjaforseta.
Þetta kemur fram í skoðana-
könnun sem Ugebrevet lét gera
eftir að forsætisráðherrann lýsti
því yfir á þriðjudag að hann væri
„ósáttur“ við ástandið í Írak - rétt
eins og Bandaríkjaforseti gerði
nýverið.
Segja stjórnmálaskýrendur að
danskir kjósendur muni hugsa sig
tvisvar um áður en þeir styðja
innrás í annað ríki. Nú styðja
eingöngu 28 prósent Dana stefnu
dönsku ríkisstjórnarinnar í
Íraksstríðinu, og yfir 30 prósent
vilja danska hermenn burt frá
Írak þegar í stað. - smk
Dönsk skoðanakönnun:
Fogh Rasmussen
of nærri Bush
ANDERS FOGH RASMUSSEN Sætir nú
ásökunum um að hlusta of mikið á
Bush Bandaríkjaforseta. FRÉTTABLAÐIÐ
FRAKKLAND, AP Ung kona slasaðist alvarlega þegar
ungmenni báru eld að almenningsvagni í óeirðum í
Marseille í Frakklandi í gær. Frakkar eru afar miður
sín yfir árásinni og innanríkisráðherrann sendi fleiri
óeirðalögregluþjóna til borgarinnar.
Óeirðir brutust út víða í Frakklandi um helgina, ári
eftir mikil uppþot í fátækrahverfum Frakklands, þar
sem meirihluti íbúa eru innflytjendur og börn þeirra.
Alls voru 46 manns handteknir á laugardag,
flestir í úthverfum Parísarborgar. Lítið var þó um
ofbeldi þar til þrír eða fjórir unglingar fleygðu
eldfimum vökva í strætisvagninn í Marseille og
báru eld að með fyrrgeindum afleiðingum. Þeim
tókst að flýja áður en lögregla mætti á staðinn.
Konan hlaut annars og þriðja stigs brunasár á
handleggi, fótleggi og í andlit og alvarlega reykeitr-
un. Henni var haldið sofandi í öndunarvél í gær. Þrír
aðrir farþegar voru einnig lagðir inn á sjúkrahús
með reykeitrun.
Eftir atvikið var öllum ferðum strætisvagna í
Marseille aflýst og hefur forsætisráðherrann,
Dominique de Villepin, boðað til fundar um öryggi í
almenningssamgöngum í dag. - smk
Frekari uppþot ungmenna í Frakklandi valda alvarlegu slysi:
Eldur borinn að strætisvagni
KVEIKT Í VAGNI Kona slasaðist alvarlega þegar ungmenni báru
eld að strætisvagni í Marseille í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Sprengjuhótun
Sænska lögreglan stöðvaði íshokkíleik
í Karlstad á laugardag eftir sprengju-
hótanir. Leikvangurinn var tæmdur og
honum lokað. Sprengjuleit var hætt í
gær, þegar ekkert hafði fundist.
SVÍÞJÓÐ
DANMÖRK Allir helstu fjölmiðlar
Danmerkur fjölluðu um grein
Ekstra Bladet í gær. Í kvöld-
fréttatíma TV2 sjónvarpsstöðvar-
innar voru nokkrir vegfarendur í
Reykjavík teknir tali sem ekki
gáfu mikið fyrir umfjöllun
blaðsins.
Einnig var talað við Sigurð
Einarsson, stjórnarformann KB
banka, sem vísaði á bug ásökun-
unum sem fram komu í greininni.
Í frétt á vefsíðu Nyhedsavisen í
gær kom fram að Íslendingur
sem búsettur er í Danmörku hefði
kært Ekstra Bladet vegna
málsins. - ks
Umfjöllun Ekstra Bladet:
Vakti athygli í
Danmörku
HVALVEIÐAR Hvalveiðibáturinn
Hvalur 9 veiddi í gær langreyði
og kemur væntanlega með hana
til lands klukkan ellefu í dag.
Frá því hvalveiðar í atvinnu-
skyni voru leyfðar á ný 17.
október síðastliðinn er búið að
veiða fimm langreyðar. Leyfi var
gefið fyrir veiðum á níu langreyð-
um á þessari vertíð.
Langreyðarnar sem hafa
veiðst hafa allar verið kýr og er
þetta fyrsti tarfurinn sem veiðist.
Hvalurinn veiddist á sömu
slóðum og hinir fjórir, um 130
mílur vestur af Snæfellsnesi. - sdg
Fjórar langreyðar eftir af kvóta:
Fimm hvalir
hafa nú veiðst
Árangurslausar viðræður
Friðarviðræður ríkisstjórnar Srí Lanka
og Tamílatígranna lauk án árangurs
í gær og komust deiluaðilar ekki
að samkomulagi um hvenær næsti
fundur verður haldinn. Norðmaðurinn
Erik Solheim, sáttasemjari, sagði að
þó að báðir aðilar hefðu samþykkt að
halda vopnahléð, sem verið hefur við
gildi síðan 2002.
SRÍ LANKA
JAFNINGJAFRÆÐSLA Jafningja-
fræðsla Hins hússins mun standa
fyrir átakinu „Nóvember gegn
nauðgunum“ sem hrint verður af
stað á miðvikudaginn.
Markmið átaksins er að vekja
ungt fólk til umhugsunar um
kynferðislegt ofbeldi og misnotk-
un og verður unnið með nem-
endafélögum og forvarnarfull-
trúum framhaldsskóla að
fræðslustarfi. Lögð verður
áhersla á að stúlkur leiti sér
hjálpar ef þær hafa orðið fyrir
kynferðisofbeldi og strákar
endurskoði afstöðu sína gagnvart
klámi, kynlífi og kynferðisof-
beldi. - sgj
Átak hjá Jafningjafræðslunni:
Nóvember gegn
nauðgunum