Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 32
 30. október 2006 MÁNUDAGUR12 Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. formaður Húseigendafélagsins SVARAR SPURNINGUM UM HÚSEIGENDAMÁL. Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið huseigandi@frettabladid.is. FYRIRSPURN: Vítisgrannar. Dópgreni. Hús- bölvaldar og brotin lög Borist hafa fyrirspurnir frá for- svarsmönnum húsfélaga vegna alvarlegra brota eigenda og íbúa. Um er að ræða svokölluð dópgreni þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldis- hneigð, geðbilun og ranghug- myndir mynda háskalega blöndu og skapa neyðarástand. Landsliðið í sukki, dópi, ofbeldi og afbrotum rottar sig þar saman og gefur dauð- an og djöfulinn í „pakkið í húsinu”. Þessir friðarspillar fara sínu fram með skefjalausu ónæði, yfirgangi, eignaspjöllum og hótunum á nóttu sem degi og skeyta engu um svefnfrið, líf og velferð sambýlis- fólksins. Þessi hús sem áður hýstu sómakært og friðelskandi fólk er nú orðin miðstöð ofbeldismanna og annarra gæfuleysingja. Þeir sem hafa vogað að kvarta hafa fengið að finna fyrir því með einum eða öðrum hætti. Fólk þorir varla að æmta né skræmta. Þetta ógæfulið er ofsafengið og óútreiknanlegt og uppfullt af ranghugmyndum. Bregst illa við umvöndunum og svarar með hótunum og ofbeldi, kveikt hefur verið í sameign og bílar skemmdir. Lögreglan er tíður gestur, ýmist tilkvödd af íbúum eða í leit að afbrotamönnum, fíkniefnum og þýfi. Fólk vill burt og selja en íbúðir eru illseljanlegar þannig að hvorki er verandi né farandi. Spurt er hver sé réttarstaða fólks þegar svona húsbölvaldar og óþjóðalýður hreiðrar um sig innan um friðelskandi fjölskyldufólk og heldur því í helgreipum. Er ekki réttur venjulegs fólks til að lifa venjulegu friðsömu fjölskyldulífi ríkari en réttur svona ónæðisseggja og húsböðla. Hvað geta húsfélög og einstakir eigendur gert í svona stöðu? Mannlegir harmleikir Svona mál eru á tíðum torsótt og erfið þótt lagalegur réttur þolenda og réttleysi gerenda sé augljóst. Svona mál eru yfirleitt miklir harmleikir fyrir alla, bæði saklausa þolendur og hina brotlegu sem oft- ast eru fársjúkir þrælar fíkna sinna og hafa misst sjónar á þeim gildum sem heilbrigð mannleg samskipti byggjast á. Brotlegum gert að flytja og selja. Dómsmál og nauðungarsala Fjöleignarhúsalögin hafa að geyma mjög afgerandi úrræði við gróf eða ítrekuð brot eigenda eða annarra íbúa húss. Segja þau að ef hinn brotlegi láti ekki segjast við aðvörun geti húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl hans í húsinu og gert honum að flytja og krafist þess að hann selji íbúð sína. Kröfu húsfélagsins verður yfirleitt að fylgja eftir með lögsókn og/eða nauðung- arsölu. Í mjög alvarlegum tilvikum getur húsfélagið hugsanlega fengið sýslumann til að framfylgja slíkri ákvörðun, án þess að dómur hafi gengið. Mikið þarf til. Fúlheit og leiðindi duga ekki Þessi úrræði eru fyrst og fremst sett til höfuðs alvarlegum brotum á umgengnisreglum og til verndar heimilisfriði annarra eigenda. Brot þurfa að vera alvarlegs eðlis til að slík úrræði séu réttlætanleg. Það dugir ekki að eigandi sé hundleiðin- legur eða jafn vel með öllu óþolandi að bestu manna yfirsýn. Almenn fúlheit og leiðindi fara víst enn sem komið er ekki í bága við lög. Tillitssemi og umburðarlyndi Eigendum er skylt að haga hagnýt- ingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sam- bærilegum húsum. Eiganda ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns. Oftast er sambýl- ið með ágætum og lífið gengur sinn gang þess að menn séu að velta fyrir sér reglum. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðarlyndi, eru sem betur fer ríkjandi eðlisþætt- ir hjá flestum. Helstu ástæðurnar Ástæður sem helst koma til álita eru háreisti nætur og daga, slæm umgengni, svall, fyllerí, dópneysla og eiturlyfjasala, áreitni, ofbeldi og hótanir. Einnig má nefna óleyfilega og ónæðissama atvinnustarfsemi, óleyfilegt dýrahald, vanræksla á verkskyldum o.s.frv. Ítrekuð brot sem hvert og eitt einangrað er ekki stórfellt geta þegar saman koma verði metin það alvarleg að þessum úrræðum verði beitt. Deilur magnast skjótt og mikið Í nábýlinu er mikil mögnun og smæstu mál geta á augabragði orðið stór, smávægilegur ágrein- ingur getur blossað upp í mikið og illviðráðanlegt ófriðarbál þar sem deilt er um allt. Friður verður að fullum fjandskap. Þá eru það hinar mætu og sómakæru systur, skynsemi og sanngirni, sem fyrst flýja hús. Svona lagað gerir líf fólks illbærilegt, spillir sálarró þess og eru miklar orkusugur. Hvað má og ekki má. Venjulegt fjölskyldubrölt Það er einatt mjög erfitt að draga mörkin milli þess sem má og ekki má. Sumar athafnir eru leyfilegar þótt þeim fylgi ónæði og óþægindi. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Hjá því verður ekki komist, það leiðir af eðli hlutanna, loft eins er annars gólf o.s.frv. Eigendur verða að umlíða hið venjulega, þ.e. það ónæði sem alltaf hlýtur að fylgja venjulegu heimilislífi nágranna. Sem sagt venjulegt fjölskyldu- og heimil- isbrölt er löglegt. Fyrirferðarmiklir og viðkvæmir Þeir sem eru fyrirferðarmiklir, athafnasamir og háværir eiga ekki kröfu á því að sameigendurnir umlíði þeim það að auka ónæði og röskun sem því fylgir. Þess er líka að geta að eigendur sem eru viðkvæm- ari en gengur og gerist fyrir ónæði eða áreiti eiga ekki lögvarða kröfu á því að sameigendurnir taki sérstakt tillit til þeirra. Gífurleg röskun þegar hvorki er hægt að vera né fara Ónæðisseggir og brot á hús og umgengnisreglum geta valdið gíf- urlegri röskun á lifi og högum sak- lausra sambýlinga og valdið þeim líka fjárhagslegu tjóni og eyðilegt eða rýrt verðmæti eigna þeirra og/ eða gert þær óseljanlegar. Það er ólíft heima og ekki er hægt að selja því hver vill vitandi vits kaupa síg inn í svona ófögnuð. Jú, hugsanlega einhver sem þyrstir í leiðindi og/eða fær eign á tombóluprís. Aðvörun og áskorun nauðsynleg Áður en unnt er að krefjast brott- flutnings hins brotlega í húsinu og/eða að hann selji íbúð sína verður að aðvara hann. Aðvörun skal vera skrifleg og send með sannanlegum hætti. Í henni verður að felast áskorun um að taka upp betri siði og aðvörun við afleiðing- unum frekari brota. Mjög brýnt er að aðvörun sé með réttum hætti því þar er hornsteinninn lagður og réttmæti frekari aðgerða er háð því að þar sé allt með réttu gert. Ríkar kröfur um sönnun og að réttra aðferða sé gætt Til að dómstólar fallist á að beita þessum alvarlegu úrræðum verður að sanna vanefnir og brot eiganda og eru ríkar kröfur gerðar um sönn- un. Eins verður að gæta í hvívetna réttra aðferða við töku ákvörð- unar og við að framfylgja henni. Boðanir húsfunda og samþykktir funda verða að vera í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Helstu sönnunargögn á fyrri stigum eru einkum lögregluskýrslur, vottorð, matsgerðir myndir, fundargerðir, bréf o.fl. Þegar mál er komið fyrir dóm koma svo framburðir vitna og aðila. Dópgreni. Félagsmiðstöð fyrir fyllibyttur og glæpahyski. Þýfi Æ oftar kemur fyrir að dópistar, fyllibyttur og glæpahyski skjóti rótum í friðsælum húsum og hverfum. Áður var samastaður slíkra yfirleitt niðurnídd hreysi og kumbaldar í 101. Með því umturnast líf íbúanna úr rólegheitum og öryggi í öryggisleysi, ótta og skelfingu og martraðir í svefni og vöku. Friður er úti hvort heldur er á degi eða nóttu. Umgengni um sameign og lóð er herfileg, sóðaskapur yfirgengilegur og skemmdarverk þar daglegt brauð. Sífelldar uppákomur; slagsmál, nauðganir, lögreglurass- íur vegna fíkninefna og þýfis. Að ógleymdum íkveikjum. Sprautur, nálar og pillur eins og hráviði fyrir fótum barna. Ógnir, ofbeldi og eignaspjöll. Grannar í gíslingu Þegar reynt er að tala við vand- ræðafólkið eða skrifa því bregst það ókvæða við og tekur tilmælum sem árás á sig og sína og svarar með hótunum eða ofbeldi. Dæmi eru um líkamsmeiðingar og skemmd- arverk á bílum og munum þeirra sem kvarta. Oft þorir fólk ekki að kvarta og hringja á lögreglu af ótta við hermdaraðgerðir. Um það vitna mörg varnaðarvítin að ekki er hægt að kaupa húsfrið með undirgefni, aðgerðarleysi og undanlátssemi. „Heiðraðu skálkinn svo hann skaði þig ekki” á ekki við í svona málum. Varnaður mikill þótt dómar séu fáir Þótt fáir dómar hafi gengið þar sem reynt hefur á þessi fyrirmæli fjöleignarhúsalaga þá segir það fráleitt alla söguna um þýðingu þeirra. Þetta ákvæði hefur þvert á móti mjög mikið gildi til varnaðar og reynir þannig oft á þau. Mál leysast sem betur fer oftast án þess að til málaferla, útburða og sölu eigna kemur. Í flestum tilvikum taka brotlegir eigendur upp betri siði þegar þeim er sýnd festa og hæfileg harka og þeir sjá alvöru málsins. Oft koma þá líka ábyrgir ættingjar þeirra til sögunnar og ganga í málin. Marg- ir fara í meðferð og endurfæðast nýir og betri menn. Í öðrum tilvikum gera hinir brotlegu sér grein fyrir vonlausri lagalegri stöðu sinni og að þeim sé ekki lengur vært og flytja því og selja. Neyðarúrræði þegar allt um þrýtur Við beitingu þessara úrræða verður að hafa hugfast að þetta eru neyðar- úrræði, sem ekki má beita nema þegar allt um þrýtur, þegar brot og framkoma eiganda fer langt út fyrir öll eðlileg mörk. Tilgangur þessa ákvæðis er að vernda eðlilegt líf, eignarrétt og heimilisfrið annarra eigenda, sem hljóta að eiga ríkari rétt til eðlilegs lífs og friðar í húsinu en hinn brotlegi að fara sínu fram með yfirgangi og skeytingarleysi. Friðarspjöll í fjölbýli. - „Að vera eða ekki vera í húsum hæfur” Bárugata 5: Mikið endurnýjuð eign að innanverðu. Lýsing: Af sameiginlegum inngangi liggja dúklagðar tröppur upp á forstofupall. Þar er komið inn í hol. Til vinstri er opið eldhús með keramikflísum á gólfi og hvítri Alno innréttingu með granítborðplötu, tvöföldum blásturofni og gashellu- borði ásamt háfi. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp. Baðher- bergi er nýuppgert með nuddbaðkari, sturtu og Philip Stark hreinlætistækjum. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Hiti í gólfi og halogenlýsing í lofti í eldhúsi og baðherbergi. Stofan er björt og nýtist bæði sem borðstofa og setustofa. Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð. Sérsmíðaðir skápar frá Axis eru í hjóna- herbergi. Annað: Úr holi er gengið upp í um 40 fm risloft. 210 cm lofthæð fyrir miðju. Ekki skráð í fermetratölu eignar. Úti: Bílskúr fylgir, skráður 19,8 fm. Ekki reiknaður með fermetratölu hússins. Verð: 42.500.000 Fermetrar: 150 Fasteignasala: Húseign 101 Reykjavík: Risíbúð á eftirsóttum stað Bolholt 4 - Reykjavík (áður Ísleifur Jónsson ehf.) Næsta hús á milli Kauphallar Íslands og Laugavegs 180 – Til leigu – Eftirtaldir hlutar í húsinu Bolholti 4, Reykjavík, eru til leigu. Verða lausir frá og með 15. október nk. Leigist frá þeim tíma eða eft- ir samkomulagi. Hægt að skipta hlutunum upp eftir nánara samkomulagi. Alls er um sex eignarhluta að ræða. 1. Verslunarhúsnæði á 1. hæð austur sem er: 245,4 fm 2. Verslunarhúsnæði á 1. hæð vestur sem er: 170,5 fm 3. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð austur: 219,5 fm 4. Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði á 2. hæð vestur: 186,7 fm 5. Vöruskemma á baklóð, upphituð að hluta: 330,0 fm 6. Skrifstofuhúsnæði á 5. hæð vestur, sem er: 178,6 fm Alls samkvæmt fasteignamati ríkisins 1.330,4 fm Leigist í ofangreindum hlutum eða saman eftir nánara samkomulagi. Allar upplýsingar gefur: Ragnar Aðalsteinsson f.h. Grensás ehf. - netfang: grensas@isl.is Sími: 893 8166 til 4. nóvember 2006. Eigandi verður erlendis frá 5. nóv. til 15. des. 2006 Sími og fax: 001-407-249-9425 eða netfang: grensas@isl.is Fr um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.