Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 22
[ ]Reykskynjarar geta bjargað mannslífum þegar eldur gerir vart við sig. Munið að endurnýja reglulega rafhlöðurnar í reykskynjaranum. Við eyðum stórum hluta úr æv- inni í rúminu og því er eðlilegt að vanda valið þegar kemur að innréttingum í svefnherbergið. Egill Reynisson í Betra baki er með rúmfræði á hreinu. „Það er enn meiri pæling á bak við framleiðslu rúma og dýna en hinn almenni neytandi gerir sér grein fyrir,“ segir Egill í Betra baki. „Þetta er sá húsgagnaiðnaður sem eyðir hvað mestum tíma í rannsókn- ir og frumvinnu í sinni frameiðslu,“ heldur hann áfram og tekur sem dæmi tempur efnið sem Nasa, geim- vísindastofnun Bandaríkjanna, þró- aði. „Tempur er þrýstingsjöfnunar- efni sem lagar sig að líkamanum og hefur brotið blað í dýnusögunni. Næstum allir framleiðendur líkja eftir því á einn eða annan hátt, hvort sem þeir gera það með gormum eða öðru.“ upplýsir Egill. Hann blæs á sögusagnir um að erfitt sé að njóta ásta á tempurdýnum. „Ja, ég á von á tvíburum eftir tvo eða þrjá daga svo sitthvað getur nú gerst,“ segir hann hlæjandi. „Það er vissulega öðruvísi að bylta sér og hreyfa sig á þessum dýnum en öðrum. Kvartan- ir um vandræði í hjónalífinu vegna tempurefnisins hafa samt ekki verið háværar og ég get fullyrt að það er ekki vandamál.“ Hann segir dýnurnar til í þrem- ur stífleikum. Eina nefnir hann sér- staklega sem heitir Tempur Cele- brity. „Þeir sem tilnefndir voru til óskarsverðlauna án þess að fá aðal- verðlaun fengu hana að gjöf þrjú ár í röð. Hún átti aldrei að fara í fram- leiðslu en eftirspurnin varð svo mikil eftir kynninguna á hátíðunum að það var ekki annað hægt. Þannig rúm í stærðinni 180X200 er á 380 þúsund. Manni finnst það kannski mikið en um leið og maður leggst upp í þá bráðnar maður bara. Það er svo þægilegt.“ Egill segir fólk vera farið að leggja meira í innréttingar í svefn- herbergjum en áður, til dæmis með fallegum göflum, jafnvel leður- bólstruðum með töff mynstrum í hvítu svörtu eða brúnu. „Það er nauðsynlegt að eiga góða dýnu en það er líka gaman að upplifa svefn- herbergið sem fallegan og góðan stað,“ bendir hann á. gun@frettabladid.is Góður staður til að vera á Riðaðir gaflar fást í mörgum litum, bæði úr taui og leðri. Eitt af flaggskipunum frá Treca de Paris. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Horft yfir nýja 250 fermetra sýningarsalinn hjá Betra baki í Faxafeni. Næst er „kóngurinn í rúmunum“ eins og Egill orðar það. Það er frá Treca de Paris. Gaflinn er úr tauefni úr blöndu af ull og polyester og náttborðið er úr kókosefni, einfalt en smart. MYND Hafnarfi rði S: 565 4207 www. ljosmynd.is Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega. ������������� ������������������������������ ������������������������������� ����������������������������� ��������������� Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Vantar stiga eða handrið ? Við höfum lausn fyrir þig, mælum, teiknum, smíðum og setjum upp Enn betra verð, sömu gæði Stigar á lager Beinir stigar Loftastigar www.svefn.is ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.