Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 78
 30. október 2006 MÁNUDAGUR38 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Pólsk. 2 Karlakórinn Fóstbræður. 3 210 ára. LÁRÉTT 2 rólega 6 bardagi 8 gubb 9 sarg 11 bor 12 nuddast 14 kortabók 16 rás 17 kærleikur 18 fát 20 í röð 21 auma. LÓÐRÉTT 1 erta 3 tveir eins 4 týnast 5 mál 7 guð- rækinn 10 hola 13 rá 15 högg 16 þjálfa 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 hægt, 6 at, 8 æla, 9 urg, 11 al, 12 núast, 14 atlas, 16 æð, 17 ást, 18 fum, 20 tu, 21 arma. LÓÐRÉTT: 1 baun, 3 ææ, 4 glatast, 5 tal, 7 trúaður, 10 gat, 13 slá, 15 stuð, 16 æfa, 19 mm. Kvikmyndafyrirtækið Scanbox, sem Sigurjón Sighvatsson á meiri- hluta í, framleiðir dýrustu kvik- mynd sem Danir hafa gert, Val- halla Rising, en hún fjallar um landafundi Leifs Eiríkssonar í Ameríku. Reiknað er með að kostnaðurinn við gerð hennar verði í kringum einn milljarður og því ljóst að hér er um gríðar- lega stórt verkefni að ræða. Leik- stjóri myndarinnar verður Nichol- as Winding Refn og segir Sigurjón að kvikmyndin hafi verið dágóðan tíma í vinnslu og á einhverjum tímapunkti kom til greina að láta leikarana tala íslensku. Horfið hefur verið frá því og reiknar framleiðandinn með því að töluð verði keltneska í mynd- inni. Myndin verður væntanlega tekin upp á Skotlandi og í Louisi- ana en litlar líkur eru á því að ein- hverjar tökur fari fram hér á landi. „Hins vegar hefur það verið rætt að fá Íslendinga til að leika í myndinni og eru töluvert miklar líkur á að það verði að raunveru- leika,“ segir Sigurjón en þegar hefur verið tilkynnt að Mads Mikkelsen leiki aðalhlutverkið í myndinni. Mikkelsen verður væntanlega eitt af stóru nöfnun- um í kvikmyndaheiminum þegar nýjasta Bond- myndin, Casino Royale, hefur verið frum- sýnd en þar fer danski leikarinn með hlutverk óþokkans Le Chiffre. Mikkelsen ætti einnig að vera íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur en hann lék stórt hlutverk í sakamálaþáttunum Rejseholdet sem sýndir voru á RÚV við mikl- ar vinsældir. Sigurjón ber hróður íslenskra kvikmyndagerðarmanna víðar en til Bandaríkjanna því Scanbox hefur þegar keypt sýningarrétt- inn á kvikmynd Dags Kára, Good Heart. Þá tryggði fyrirtækið sér einnig dreifingarréttinn á Mýr- inni sem slegið hefur í gegn hér á landi. „Við keyptum myndina í framleiðsluferlinu og tókum þar smá áhættu enda er íslenskur krimmi svolítið sérstakt fyrir- bæri og bestu krimmarnir eru ef til vill í sjónvarpi, þættir á borð við CSI,“ útskýrir Sigurjón. „Mestu skipti samt að við þekkt- um vel til verka Baltasars Kor- máks, það eru íslenskir stórleik- arar í hverju hlutverki og svo ekki síst að Arnaldur Indriðason er þekktur metsöluhöfundur í Skandinavíu,“ útskýrir Sigurjón sem reiknaði með að kostnaður- inn við dreifingu á myndinni yrði í kringum tuttugu milljónir. SIGURJÓN SIGHVATSSON: SCANBOX FÆRIR ÚT KVÍARNAR Framleiðir dýrustu mynd Dana – um Leif heppna SIGURJÓN SIGHVATSSON Verður einn framleiðenda í einni dýrustu kvikmynd sem Danir hafa gert. MADS MIKKELSEN Leikur Harald í kvikmyndinni Val- hall Rising og verður væntanlega á allra vörum þegar nýjasta Bond-myndin, Casino Royale, verður frumsýnd en þar leikur hann þrjótinn Le Chiffre. Ástþór Magnússon hefur lítið látið fyrir sér fara að undanförnu á Íslandi eftir að hafa lent í útistöðum við DV eins og frægt er orðið en það mál fór alla leið fyrir dómstóla. Ást- þór er hins vegar hvergi af baki dottinn, sinnir friðarmálum fyrir hönd Friðar 2000 af fullum krafti og beitir sér fyrir því að heimurinn verði betri fyrir okkur mann- fólkið. Þegar Fréttablaðið hafði upp á fyrrum forseta- frambjóðandanum var hann staddur í Kaupmannahöfn í heimsókn hjá dóttur sinni sem er þar við háskólanám. „Ég er svona bara að dunda mér hérna,“ sagði Ástþór en að undanförnu hefur borið mikið á friðarumræðu hér á landi. Yoko Ono helgaði land undir friðarsúluna sína, Mikhaíl Gorbat- sjov kom hingað og hélt fyrirlestur um mikilvægi leiðtogafundarins í Höfða og í kjölfarið var stofnuð friðarstofnun Reykjavíkur. Reynd- ar reisti Ástþór japanskar friðar- súlur í Reykjavík fyrir ekki löngu en ekki var að heyra á Ástþóri að hann væri súr út í japönsku ekkj- una, fannst framtakið hjá Ono til fyrirmynd- ar. Ástþór var að sjálf- sögðu ánægður með að Íslendingar væru að vakna til vitundar um hlutverk sitt sem friðelskandi þjóð. „Reyndar er leiðinlegt að ekki skyldi vera tekið undir þessar hug- myndir miklu fyrr því þá værum við lengra á veg komin,“ sagði Ást- þór sem fagnaði því að herinn væri loksins farinn. „Ég hef verið að benda á það að Keflavíkurflugvöll- ur ætti að vera notaður sem þróun- armiðstöð fyrir friðargæsluna, bláu hjálmana,“ bætti hann við. Ástþór sagðist telja að framtíð landsins fælist í því að fá eitthvað af starfsemi Sameinuðu þjóðanna til Íslands og forsetaembættið ætti að vera friðartákn í heimin- um. „Ísland á að vera leiðandi á þessu sviði,“ sagði Ástþór sem sagðist jafnframt ekki vera mótfallinn hvalveiðum. - fgg Ástþór ánægður með Yoko ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu en berst enn fyrir friði í heiminum og er sáttur við þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað hér á landi. YOKO ONO Reisti friðarsúlu í Viðey en fyrir nokkrum árum tók Ástþór upp á svipuðum hlut þegar þrjár japanskar súlur risu í Reykjavík. Gengið hefur verið frá fjármögn- un á kvikmynd Ólafs Jóhannes- sonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þor- steinssonar, Við fótskör meist- arans. „Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni,“ segir Ólaf- ur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. „Þetta er gaman- mynd í Kung fu-stíl og við ætlum að taka hana upp í apríl og maí,“ bætir Ólafur við en mynd- in fjallar um Davíð sem er sann- færður um að kínverski náunginn í hausnum á honum muni aðstoða hann við að uppfylla örlög sín. Valinn maður er í hverju rúmi en með aðal- hlutverkið fer Pétur Jóhann Sigfússon auk þess sem Eggert Þorleifsson og Ilmur Kristjáns- dóttir eru í stór- um hlutverk- um. Heimildar- mynd Ólafs, Act Normal, fékk nýverið mjög góða dóma í Variety sem jafnan er talin vera biblía kvikmyndagerð- arfólksins. „Auðvitað er alltaf jákvætt að fá svona góð viðbrögð í Variety og þetta á eftir að hjálpa dreifingu myndarinnar mikið. Nokkur stór bandarísk dreifingar- fyrirtæki eru inni í myndinni en við erum bara pollrólegir enda viðkvæmur bransi,“ útskýrir Ólafur sem vinnur nú hörðum hönd- um að því að ljúka við gerð Queen Raquela, leikinnar myndar um samnefndan stelpu- strák sem heldur á vit ævintýr- anna í leit að ástinni í lífi sínu með hjálp internetmelludólgs og íslensk stelpustráks. „Myndin er byggð á sannsögulegum persón- um og margir þeirra leikara sem koma fyrir eru að leika sjálfan sig,“ segir leikstjór- inn og reiknar með því að myndin rati á hvíta tjaldið um mitt næsta ár. - fgg Stórhuga Ólafur Jóhannesson í New York ÓLAFUR JÓHANN- ESSON Býst við að hefja tökur á Stóra planinu í apríl á næsta ári. EGGERT ÞORLEIFSSON Leikur Harald, hinn sadíska grunnskólakennara, í kvik- mynd sem byggð verður á Við fótskör meistarans eftir Þorvald Þorsteinsson. ... fær Sigurður Þór Guðjónsson sem tekið hefur saman allar lýsingar á veðurfari í íslenskum annálum og sett á netið. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Sérferð Einstök gönguferð á Alicante 69.900 kr.1.–4. nóv. Fótbolti Chelsea–Watford 56.900 kr.10.–12. nóv. Fótbolti Arsenal–Hamburg SV 49.900 kr.21.–22. nóv. Fótbolti Tottenham–Wigan 58.900 kr.24.–27. nóv. Golf Bonalba, Alicante Verð frá 69.900 kr.Valfrjálst Sérferð Berlín í jólaundirbúningi 51.900 kr.24.–27. nóv. Fótbolti Fulham–Arsenal 49.900 kr.29.–30. nóv. Fótbolti Man. Utd.–Man. City 64.900 kr.8.–10. des. Sérferð Aðventuferð til Trier 59.900 kr.8.–11. des. Fótbolti Chelsea–Arsenal 69.900 kr.9.–11. des. Sérferð Aðventuferð til Berlínar 49.900 kr.8.–11. des. Fótbolti Arsenal–Portsmouth 59.900 kr.15.–17. des. Sólarferð Alicante, Hotel Sidi San Juan Verð frá 47.121 kr.Valfrjálst Golf Sheraton Real de Faula Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi. Frábært hótel með öllum þægindum. Tveir einstakir golfvellir, annar par 72 og hinn er par 62. Krefjandi brautir og útsýni yfir Miðjarðarhafið. Einstök lífsreynsla fyrir alla golfara, reynda sem byrjendur. Tónleikar George Michael 69.900 kr.27.–29. nóv. Í haust leggur George Michael upp í mikla tónleikaferð og í lok nóvember verður hann í London. Michael mun spila öll sín vinsælustu lög á tónleikunum – og er af nógu að taka! Innifalið: Flug með sköttum, hótel í 2 nætur og miði á tónleikana. Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur löngum verið þekkt sem sem hverfis- krá fjölmiðlafólks. Blátt bann er við myndatökum á barnum og líta margir gestanna, ekki síst úr röðum sjónvarpsfólks, á krána sem vin í eyðimörkinni, þar sem ekki aðeins er hægt að slökkva þorstann heldur líka fá hvíld frá myndavélunum. Þar til nú. Kormákur og Skjöldur hafa nefnilega látið koma fyrir nokkr- um öryggismyndavélum af nýjustu og bestu gerð sem nema minnstu blæbrigði í hverjum krók. Ósagt skal látið hvort þetta muni flæma nokkurn burt enda fer sjaldnast nokkuð fram á Ölstofunni sem ekki þolir dagsins ljós. Óðum styttist í tónleika Sykurmol- anna í Laugardalshöll og miðasala stendur nú yfir. Endurkomutónleik- arnir eru haldnir til styrktar útgáfu- fyrirtækinu Smekkleysu sem Sykur- molarnir og fleiri stofnuðu fyrir 20 árum en hermt er að fyrirtækið hafi átt í fjárhagserfiðleikum undanfarið. Einar Örn Benediktsson og félagar hjá Smekkleysu halda fast um budduna og hyggjast fá eins mikið í kassann og mögulegt er. Þannig verða engir boðsmiðar í umferð og vinir og vandamenn hljómsveit- arinnar, starfsmenn Smekkleysu og aðrir sem tengjast Molunum og Smekkleysu þurfa að borga sig inn. Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson hefur komið sterkur inn í Síðdegisútvarpið á Rás 2 á þriðjudögum. Þorsteinn flytur þar pistla undir yfirskriftinni Fréttalygi og þykir skemmtileg viðbót við þáttinn, enda er hann nokkuð á skjön við alvöruna og formlegheitin sem jafnan tíðkast þar á bæ. Hafi fólk gaman af gríni Þorsteins á Rás 2 er rétt að benda á heimasíðu hans, thor- steinngudmundsson. is, þar sem hægt er að nálgast mikið af grínefni hans frá síðustu árum. - bs/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.