Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 20
20 30. október 2006 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll
Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér
rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
www.plusferdir.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
PL
U
3
47
97
1
0/
06
www.plusferdir.isPlúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100
39.650kr.
Tenerife í nóvember
Bókaðu strax á www.plusferdir.is
Villa de Adeje Beach
39.940 kr.*
Castalia Park/Los Brezo
s
51.100 kr.**
* miðað við 2 fullorðna í stúdíó, 9.- 16. nóv. 06
** miðað við 2 fullorðna í íbúð, 9.- 16. nóv. 06
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn.
frá
Margir virðast telja, og sumir vona, að ekkert komi út úr
vinnu nefndar forsætisráðherra
um endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Ég tel hins vegar að um
ýmsa mikilvæga þætti sé vinnan
það langt komin, að nefndin gæti
sameinast um ýmsar mikilvægar
og tímabærar breytingar, sem
forsætisráðherra gæti lagt fyrir
Alþingi í tæka tíð fyrir kosningar.
Um þetta ætti að geta tekist
samstaða með stjórn og stjórnar-
andstöðu. Þá skoðun byggi ég
ekki síst á þeirri merku, en lítt
þekktu, ályktun sem Framsókn
gerði á flokksþingi sínu í sumar.
Í ályktun flokksþingsins kom
fram eindreginn vilji Framsókn-
ar til að Alþingi samþykki fyrir
kosningar þær breytingar „sem
þegar er sátt um á stjórnar-
skránni“. Flokksþingið lagði
sérstaka áherslu á að „umræða
um þau atriði sem ekki hefur
þegar náðst sátt um tefji ekki
nauðsynlegar umbætur“.
Eina málið, sem djúpstæður
skoðanamunur hefur komið fram
um innan stjórnarskrárnefndar,
er málskotsréttur forseta. Það
kom ekki á óvart miðað við
yfirlýsingar einstakra flokka.
Það þarf því engan Einstein til að
skilja, að með ályktun sinni var
Framsókn að lýsa þeirri skoðun
að ágreiningur um málskotsrétt-
inn ætti ekki að spilla öðrum
störfum nefndarinnar. Það rímar
við það, að enginn þingmaður
Framsóknar hefur opinberlega
talað fyrir afnámi málskotsrétt-
arins. Þvert á móti hafa áhrifa-
miklir þingmenn, til dæmis
Jónína Bjartmarz, sagt skýrt að
ekki sé tímabært að ráðast í slíka
breytingu.
Mitt mat er, að um flestar
aðrar breytingar, sem ræddar
hafa verið í nefndinni, sé hægt að
ná góðri sátt – og það væri
vægast sagt skrítið ef einhver
stjórnmálaflokkur legðist gegn
því.
Jón Kristjánsson, formaður
nefndarinnar, sagði nýlega í
fjölmiðlum að hann teldi unnt að
ná sátt um tillögu sem fæli í sér
að í framtíðinni yrðu allar
breytingar á stjórnarskránni
lagðar undir sérstaka þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Ég er því
samþykkur og teldi það fram-
faraspor. Slík breyting undir-
strikar að það er í reynd þjóðin
sjálf, sem er hinn formlegi
stjórnarskrárgjafi. Ég tel líka að
í því fælist áfangi að því að tekin
yrði upp í stjórnarskrá heimild til
almennings um að krefjast
þjóðaratkvæðagreiðslu um
umdeild stórmál svo fremi
tilskilinn fjöldi óski þess.
Í nefndinni hefur einnig farið
fram prýðileg og málefnaleg
vinna að ýmsum öðrum mikil-
vægum málum, svo sem um
framsal valds, sem ég tel að hægt
væri að samþykkja samfara
þeirri breytingu, sem Jón
Kristjánsson reifaði. Eitt þessara
mála er þjóðareign á sameigin-
legum auðlindum. Þrjár ástæður
liggja til þess að auðvelt ætti að
vera að ná samstöðu um að taka
ákvæði um þjóðareign upp í
stjórnarskrána.
Í fyrsta lagi náðist breið
samstaða í auðlindanefndinni á
sínum tíma um að leggja til
sérstakt stjórnarskrárákvæði um
þjóðareign á sameiginlegum
auðlindum. Í þeirri nefnd voru
fulltrúar allra flokka sem áttu
sæti á Alþingi. Nefndin lagði
fram tæknilega útfærslu á
hvernig slíkt ákvæði ætti að
hljóða. Um hana náðist líka breið
samstaða. Tæpast ætti því
ágreiningur um útfærslu að tefja
störf stjórnarskrárnefndar.
Í öðru lagi er sagt skýrum
orðum í stefnuyfirlýsingu
núverandi ríkisstjórnar að hún
vilji taka upp í stjórnarskrá
ákvæði um þjóðareign á sjávar-
auðlindinni. Það er rétt að rifja
upp, að það var Framsóknar-
flokkurinn sem lagði áherslu á að
þetta kæmi inn í stefnuyfirlýs-
inguna. Miklar umræður höfðu
þá orðið innan flokksins og tvær
fylkingar, önnur á móti núver-
andi kvótakerfi en hin hlynnt því,
tókust á. Sérstök nefnd náði sátt
milli fylkinga sem fólst í að
Framsóknarflokkurinn berðist
fyrir því að ákvæði um þjóðar-
eign á auðlindum yrði sett í
stjórnarskrána. Formaður
þeirrar nefndar var Jón Sigurðs-
son. Hann átti því frumburðar-
réttinn að sátt Framsóknar um
þetta ákvæði og hlýtur að styðja
að stjórnarskrárnefnd taki hana
upp á sína arma. Hvað með
Sjálfstæðisflokkinn? Varla
leggjast fulltrúar hans gegn því
að stjórnarskrárnefnd hrindi í
framkvæmd máli sem er
beinlínis í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar – eða hvað?
Í þriðja lagi komst undirnefnd
stjórnarskrárnefndar, sem
starfaði undir forystu eins af
þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, að sömu niðurstöðu og
auðlindanefndin á sínum tíma, og
varð sammála um svipaða
tæknilega útfærslu á ákvæði um
þjóðareignina.
Stjórn og stjórnarandstaða
eru því í reynd sammála um
meginatriðin varðandi stjórnar-
skrána og þjóðareign á sameigin-
legum auðlindum. Það væri því
illskiljanlegt ef stjórnarskrár-
nefnd skilaði ekki tillögu að
ákvæði um þetta mikilvæga
atriði, sem er á stefnu bæði
stjórnar og stjórnarandstöðu –
hvað sem líður skoðanamun á
öðrum hugmyndum.
Endurskoðun stjórnarskrárinnar
Stjórnarskrárnefndin
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Í DAG |
P
rófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er eðli máls
samkvæmt með stærri pólitískum viðburðum í landinu. Í
úrslitunum að þessu sinni felast á marga lund umtalsverð
pólitísk tíðindi.
Kosning flokksformannsins, Geirs Haarde forsætis-
ráðherra, sætir að vísu ekki tíðindum með því að enginn atti við
hann kapp. Á hinn bóginn getur yfirburða kjör hans ekki verið
tákn um annað en mikinn pólitískan styrk og óskorað traust innan
flokksins.
Prófkjörið snerist hins vegar fyrst og fremst um uppgjör milli
Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar alþingismanns. Báðir kepptu um forystusætið í öðru Reykja-
víkurkjördæminu.
Ef einvörðungu er litið til stöðu Björns Bjarnasonar hefði fyrir-
fram mátt ætla að þessi kosning yrði auðveldur leikur fyrir hann.
Það kom hins vegar á óvart að prófkjörsbaráttan benti til að um
nokkuð jafnan leik væri að ræða. Stóru pólitísku tíðindin eru á hinn
bóginn þau að Guðlaugur Þór vinnur með mjög afgerandi hætti.
Sennilega felst í þessum úrslitum, að einhverju leyti að minnsta
kosti, afstaða flokksmanna til nýs tíma og liðins. En framhjá hinu
verður ekki litið að öðrum þræði var verið að kjósa um stöðu yngri
manna í keppni þeirra um að komast upp að varaformanninum í
eins konar krónprinsstöðu.
Þó að ekki hafi verið um beina innbyrðis keppni yngri manna
að ræða er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að Guðlaugur
Þór Þórðarson hafi með þessum árangri náð ákveðnu forskoti að
þessu leyti. Þar geta þó fleiri þættir vegið þungt eftir því sem tím-
inn líður fram.
Í því sambandi á til að mynda eftir að koma í ljós hver styrkur
Bjarna Benediktssonar verður í prófkjöri í kjördæmi hans. Hann
hefur vakið athygli fyrir skarpa dómgreind og sjálfstæði í vanda-
sömum trúnaðarstörfum. Illugi Gunnarsson gæti einnig komið inn
í þessa mynd eftir afar sterka innkomu í þessu prófkjöri.
En annar aðalsigurvegari þessa prófkjörs er án vafa Guðfinna
Bjarnadóttir rektor. Hvernig sem á mál er litið er kjör hennar mjög
glæsilegt. Hún er pólitískur nýliði sem getið hefur sér gott orð sem
háskólastjórnandi. Það er ótrúlegur árangur að ná fjórða sæti og
þriðja mesta heildaratkvæðafjölda.
Árangur kvenna í heild er heldur slakur í þessu prófkjöri. En
upp á móti þeirri stöðu vegur talsvert að kona skuli með svo afger-
andi hætti koma inn sem sigurvegari og annar tveggja nýliða á
meðal rótgróinna þingmanna.
Í ljósi þeirra nýju viðhorfa sem formaður flokksins er um margt
tákn fyrir er ekki ósennilegt að Guðfinna Bjarnadóttir gæti orðið
þriðji kostur við val ráðherraefna úr Reykjavíkurkjördæmunum
verði Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórnaraðstöðu eftir kosningar.
Sérstaka athygli vekur að nýliðarnir tveir, Guðfinna Bjarnadótt-
ir og Illugi Gunnarsson, voru hvort með sínum hætti fulltrúar nýrr-
ar umræðu um menntamál. Guðfinna með störfum sínum og Illugi
með skrifum og ræðum.
Fyrir þær sakir verður ekki af þessum úrslitum dregin önnur
ályktun en sú að kjósendur geri í vaxandi mæli kröfur til stjórn-
málamanna um skýra stefnu í menntamálum. Það getur ekki verið
tilviljun ein að þeir frambjóðendur sem helst svöruðu því kalli
skyldu ná góðum árangri. Ef til vill eru það bestu pólitísku tíðindi
prófkjörsins.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:
Pólitísk tíðindi
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Lífeyristekjur
Við eigum að lækka skatta á lífeyris-tekjur niður í 10%. Það myndi þýða
verulega kjarabót fyrir alla eldri borg-
ara og ekki vera svo kostnaðarsamt fyrir
hið opinbera.
Ég lagði fram fyrirspurn á Alþingi
um kostnað við þessa hugmynd og í svari
við henni kom í ljós að þessi aðgerð kost-
ar hið opinbera um 3,3 milljarða króna.
Þetta er ekki mikið í ljósi þess að ríkis-
valdið veltir um 370 milljörðum króna á
ári.
Ég tók einnig upp á Alþingi hvort unnt væri að
hafa sérstök skattleysismörk fyrir eldri borgara
sem hafa nú þegar lagt ríkulegan skerf í uppbygg-
ingu samfélagsins. Þá kom í ljós að væri farin sú
leið að hækka skattleysismörk fyrir eldri borgara
eldri en 70 ára upp í 150.000 kr. á mánuði kostaði það
ríkissjóð um 5 milljarða króna.
Með því að skattleggja lífeyristekjur sem fjár-
magnstekjur í 10% skattþrepi í stað þess að skatt-
leggja þær í 37% skattþrepi tekjuskattsins yrðu
sveitarfélögin fyrir talsverðu tekjutapi
þar sem þau fá hluta af tekjuskattinum
en ekki krónu af fjármagnstekjuskatt-
inum.
Við ættum þó ekki að drepa þessa
hugmynd í fæðingu vegna þessa því
það væri forsenda fyrir þessari aðgerð
að ríkisvaldið taki allan þennan kostn-
að á sig en ekki sveitarfélögin. Það ætti
að vera auðvelt ákvörðun væri ríkis-
valdinu einhver alvara með því að færa
raunverulegar kjarabætur til eldri
borgara.
Síðan eigum við að hækka frítekju-
markið, draga úr skerðingarhlutföllum
og afnema tengsl lífeyrisgreiðslna við
atvinnu- og lífeyristekjur maka eldri borgara. Það
er því af nógu að taka þegar kemur að þessum mála-
flokki.
Ég hef trú á því að málefni eldri borgara verði
stærsta kosningamálið næsta vor. Og það er gott að
svo verði. Metnaðarleysi og sinnuleysi ríkisstjórn-
arflokkanna í þessum málaflokki er því miður stað-
reynd. Við verðum að fara að forgangsraða í þágu
eldri borgara.
Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Stærsta kosningamálið
ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON
Sigursæli aðstoðarmaðurinn
Það er góður sigur fyrir Illuga Gunn-
arsson, fyrrverandi aðstoðarmann
Davíðs Oddssonar, að ná fimmta
sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík um helgina. Aðstoðar-
menn ráðherra hafa ekki nærri alltaf
riðið feitum hesti frá slíkum kosning-
um. Aðstoðarmannaprófkjörið
mikla var það kallað þegar
Hreinn Loftsson, Ólafur
Ísleifsson og Guðmundur
Magnússon, allir fyrrum
aðstoðarmenn ráðherra,
buðu sig fram í prófkjöri í
Reykjavík 1990. Þeir
voru vægast sagt
ósáttir þegar nið-
urstaðan lá fyrir
og náðu ekki
góðum árangri.
Umdeilt veganesti
Það er sem sagt ekki alltaf fólki til
framdráttar að hafa verið ráðherrum
til aðstoðar vilji það ná frama í pólitík.
En auðvitað þarf það ekki endilega að
vinna gegn því. Nú sækjast Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður
forsætisráðherra, og Ármann Kr.
Ólafsson, sem nýhættur er sem
aðstoðarmaður fjármálaráðherra,
eftir sæti á framboðslistum. Þau
vilja komast til áhrifa í SV-kjör-
dæmi, en prófkjörið þar verður
haldið 11. nóvember.
Fulltrúi Akraness
Skagamönnum
þykir tími til
kominn að fulltrúi
þeirra sé ofarlega
á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi. Borg-
ar Þór Einarsson, formaður SUS, sem
á rætur að rekja til Akraness, lýsti yfir
á sínum tíma að hann sæktist eftir
sæti á listanum. Kjörnefndarmenn
gerðu könnun í fulltrúaráði flokksins,
sem 60 manns skipa, og þótti
meirihlutanum Bergþór
Ólason, aðstoðarmaður
samgönguráðherra,
ákjósanlegri fram-
bjóðandi. Bergþór er
frá Akranesi og mun
þá að öllum líkindum
taka fjórða sæti á lista
í uppstillingu. Tími
aðstoðarmanna til
áhrifa virðist því
loksins vera að
renna upp.
bjorgvin@frettabladid.is