Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 23
MÁNUDAGUR 30. október 2006 3
Þegar keypt er gamalt hús fylg-
ir stundum með falleg gömul
innrétting sem þarf bara að-
eins að lappa upp á til að hún
verði sem ný. Stundum fylgir
líka afar ljót innrétting sem
þarf líka bara að lappa upp á
svo að hún verði sem ný. Hér
eru nokkur ráð til að eldhús-
innréttingin verði sem ný.
1. Tæmdu skápa og skúffur og
settu innihaldið í merkt plastílát
svo þú finnir það sem þú þarfnast
meðan á framkvæmdum stendur.
Þetta er líka kjörið tækifæri til að
taka til og losa þig við það sem þú
notar sjaldan eða aldrei.
2. Fjarlægið skápa og skúffur
með góðum skrúfjárnum. Settu
skrúfurnar í plastpoka ef þú
ætlar að nota þær
aftur.
3. Merktu skúff-
urnar á botninum
og hurðirnar innan-
verðar með máln-
ingarlímbandi og
hvar hver hlutur
á heima í innrétt-
ingunni. Þvoðu.
Áður en þú gerir nokkuð
annað skaltu svo hreinsa
skúffur og hurðir með fitu-
leysandi upplausn.
4. Kíttaðu í holur og göt á inn-
réttingunni sem ekki á að nota
aftur. Pússaðu kíttið niður með
sandpappír.
5. Breiddu plast yfir eldhústæk-
in og pússaðu svo alla innrétting-
una með sandpappír. Hægt er að
leigja tæki til þess í byggingar-
vöruverslunum. Pússaðu skúffur
og hurðir utandyra eða í bílskúrn-
um. Þurrkaðu rykið vel af.
6. Grunnaðu allt yfirborðið með
hlutlausum ljósum lit. Byrjaðu
á innréttingunni sjálfri en
snúðu þér svo að
skápum og skúff-
um.
7. Málaðu því
næst innréttinguna í
þeim lit sem þú
óskar. Betra er að
nota olíumáln-
ingu því hún end-
ist betur þó að hún
sé lengur að þorna en
vatnsmálning og svo er líka
auðveldara að þrífa hana. Farðu
tvær umferðir og settu svo skáp-
hurðir og skúffur aftur á sinn
stað.
8. Nú er ekkert eftir nema að
leggja lokahönd á verkið, setja fal-
legar höldur á skúffur og skápa,
stensla fallegar myndir ef vill og
raða svo eldhúshlutunum aftur á
sinn stað. Ný eldhúsinnrétting!
Guðmundur Óli Scheving
SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is.
Minkurinn er upprunninn í Norður-
Ameríku. Fyrstu dýrin voru flutt til
Evrópu á öðrum áratug nítjándu
aldar en fyrsta minkabúið í Evrópu
var stofnað í Noregi 1927.
Næstu ár og áratugi voru minkar
fluttir til annarra landa í norðanverðri
Evrópu. Minkar í Evrópu eru allir
afkomendur minka sem hafa sloppið
úr minkabúum að undanskildum
minkum sem var sleppt í Rússlandi
af ásettu ráði á árunum 1930-1950
til að búa til veiðistofn. Minkar sem
sluppu úr búrum eru útbreiddir í flest-
um löndum Evrópu og útbreiðslu-
svæðið virðist stöðugt stækka, frá
Rússslandi í austri og suður og á belti
sem nær þvert yfir stóran hluta Asíu
og syðst í Suður-Ameríku.
Minkurinn var fluttur til Íslands
1931 og fyrsta íslenska minkabúið
var í Grímsnesi. Minkurinn er mein-
dýr í náttúrunni og vargur í fugla-
björgum og varplandi fugla. Talið er
víst að minkurinn eigi stærstan þátt
í eyðingu varpfugla til að mynda við
Mývatn og á fleiri svæðum. Minkur-
inn er ófriðaður og helstu veiðiað-
ferðir eru að liggja yfir óðölum hans
og skjóta hann með haglabyssu en
gildruveiðar hafa færst mjög í vöxt
á síðustu árum og gefið góða raun.
Fyrsta minkaóðalið fannst við Elliða-
árnar árið 1937. Á undaförnum miss-
erum hafa meindýraeyðar tekið eftir
því að rottan er að hverfa úr höfnum
og úr fjörunni við suðurströndina og
á Reykjanesi, en greinileg ummerki
eru eftir mink á þessum slóðum.
Best og árangursríkast er að veiða
þennan vágest í gildrur á haustin
og veturna, á fengitíma. Eins þegar
læður eru hvolpafullar og minkurinn
þjappast saman á afmörkuð svæði
í leit að æti. Í Noregi fækkaði mink
aðallega vegna þess að fiskur hvarf
úr vötnum vegna áhrifa af súru regni.
Kanadamenn veiða mikið mink í
gildru en honum hefur ekki fækkað
að ráði þar.
Nokkrar mikilvægar upplýsingar:
Stærð: Fullvaxið karldýr er um 48
cm að viðbættu skotti sem getur
orðið allt að 20 cm langt. Fullvaxin
læða er um 44 cm að viðbættu
skotti.
Þyngd fullvaxið karldýr: Allt að 1,2
kg.
Þyngd fullvaxin læða: Allt að 600
- 800 gr.
Hljóð: Hvæs og
ýlfur
Fjöldi í goti: 3
- 12 afkvæmi
Ætt: Marðardýraætt
Samfélag: Minkurinn er einfari
Fengitími: Febrúar - apríl
Veiðitímabil: Allt árið
Óðal-bæli: Við sjávarsíðuna, við ár
og vötn.
Líftími: 2 - 3 ár
Kynþroska: 10 - 12 mánaða gamall
Fæða: Allt sem hreyfist og hann
ræður við
Litur: Brúnn með hvíta höku og
óreglulegan hvítan flöt á kviði. Rækt-
uð afbrigði eru af ýmsum lit, s.s. hvít,
brún, grá og svört.
Útbreiðsla: Minkurinn er með
búsetu um allt land.
Nokkur atriði við veiðar:
Hundar. Mjög árangursríkt er að
nota hunda við minkaveiðar en ekki
er hægt að nota þá alls staðar vegna
aðstæðna í landslagi. Það þarf að
þjálfa hunda til minkaveiða og fáir
nota hunda til veiðanna í dag.
Agn. Agn sem minkabanar nota í
gildrur er m.a. rjúpa, laxahausar, nýr
fiskur, fiskúrgangur, loðna, bleikja,
smásíld, innmatur úr fuglum og
jafnvel dauður minkur. Samkvæmt
reynslu veiðimanna hefur einna
mest veiðst á bleikju.
Blástursaðferð: Þessi aðferð
er ættuð frá Finnlandi þar sem
henni er beitt ásamt gildruveiðum í
sænsk-finnska skerjagarðinum til að
halda ákveðnum eyjum lausum við
mink. Gæti hentað vel hér á landi
við ákveðnar aðstæður og reyndar
hefur aðferðin verið prófuð hér með
góðum árangri. Aðferðin felst í því
að hundur er látinn leita að mink
og þegar minkurinn er fundinn er
hundurinn tekinn burt og veiði-
maðurinn notar laufblásara til
að blása reyk inn í óðalið
eða þar sem minkurinn
er. Minkurinn kemur
þá út og er skotinn.
Kosturinn við þessa aðferð er að
sáralítil spjöll verða á náttúrunni og
veiðin gengur fljótt fyrir sig.
Læðuhland: Minkurinn hefur
næmt lyktarskyn og hafa rannsóknir
staðfest að karldýrið getur greint milli
óþekktra einstaklinga sömu tegundar
út frá saur þeirra og æxlunarstig
kvendýra út frá þvagi þeirra. Hins
vegar er ekki vitað hvort læðuhland
virkar sem agn fyrir minka allan árs-
ins hring eða hvort það jafnvel fæli
mink frá agnstöðum og gildrum.
Gildruveiðar: Nokkrar tegundir
af minkagildrum eru notaðar í dag
og er hægt að skoða þær á vefnum
www.ust.is/veidistjorun - myndir af
gildrum. Gildrurnar heita: Hálsbogi,
Glefsir, Vatnsgildra, Felligildra og
Fótbogi.
Heimildir: Upplýsingar og fróð-
leikur um Meindýr og varnir 2004
Minkur (Mustela vison)
Hresst upp á eld-
húsinnréttinguna
Rétti liturinn getur gert kraftaverk á
eldhúsinu.
������������������������������������
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
06
�������������������������
���������������������
��������������������������
���������������������
������������������������
���������������������
������������������������
���������������������
�������������������������������
����������������������
���������������������������
���������������������
����������������
���������������������
������������������
���������������������
���������
���������������������
������������������������
���������������������
�����������������������
���������������������
�����������������������������
���������������������