Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 46
 30. október 2006 MÁNUDAGUR26 Kylemore klaustur í Connemara á Írlandi var stofnað árið 1920 í Kylemore kastala af nunnum sem flúðu frá Belgíu í fyrri heimstyrjöldinni. Kastalinn sjálfur var byggður á árunum 1863 til 1868. Klaustur heilagrar Katrínar í Egyptalandi stendur við rætur Sinai fjalls og er sennilega eitt elsta samfellt starfrækta klaust- ur kristinnar trúar en það var byggt á árunum 527 til 565. Diskit klaustur í Ladakh á Indlandi var byggt fyrir rúmlega fimm hundruð árum í fjallshlíðinni fyrir ofan Nubra dal. Roussanou klaustur í Þessalíu á Grikklandi var stofnað árið 1545 af tveimur bræðrum frá Epirus sem byggðu það á rústum ennþá eldri kirkju. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Xuan Kong Klaustur í Shanxi í Kína hangir utan í klettunum yfir Jinlong á. Klaustrið er rúmlega fjórtán hundruð ára gamalt og hefur staðist fjölda jarðskjálfta. Klaustur heilags Mikaels á Mont Saint-Michel í Frakklandi var byggt á elleftu til sextándu öld. Í KYRRÐ OG RÓ Víða má finna falleg klaustur fjarri ys og þys umheimsins. Í mörgum trúarbrögðum gengur klausturlífið út á mikla íhugun og hugleiðslu í einrúmi og því eru klaustur oft byggð utan alfaraleiðar. Úti um allan heim má finna klaustur á svo afskekkt- um stöðum að ótrúlegt er að hægt sé að komast að þeim yfir höfuð, uppi á fjallstindum, utan í klettum og úti í eyjum. Nátt- úran á þessum stöðum er hins vegar oft stórbrotin og útsýnið einstakt og engin furða að þeir sem dveljast þar komist nær almættinu en margir aðrir. - eö

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.