Fréttablaðið - 30.10.2006, Side 47
MÁNUDAGUR 30. október 2006 27
Lýsing: Í dag er húsinu skipt í tvær eignir, annars vegar rúmgóða íbúð á jarð-
hæð og hins vegar íbúð á fyrstu og annarri hæð, alls 219,2 fermetrar. Einfalt er
að opna aftur á milli eigna. Gengið er upp tröppur á versturhlið hússins sem
nýlega hafa verið múraðar upp á nýtt, en húsið var allt tekið í gegn að utan fyrir
þremur árum. Af útitröppum er komið inn í anddyri með flísum á gólfi, skápum
og litlu salerni. Þar inn af er rúmgott hol þar sem gengið er inn í stóra og bjarta
stofu með parketi á gólfi. Þaðan er einnig gengið inn í eldhús með uppruna-
legum innréttingum og dúki á gólfi. Inn af eldhúsi er síðan þvottahús og þar
inn af lítil geymsla, eða búr. Úr holi er gengið upp á efri hæð, en þar er rúmgott
hol og þrjú herbergi, en upprunalega var gert ráð fyrir fjórum herbergjum á efri
hæð og er einfalt að breita því til fyrra horfs. Parket er á allri efri hæðinni. Á efri
hæð er jafnframt baðherbergi.
Úti: Vel gróinn garður. Allt viðhald eignarinnar er til mikillar fyrirmyndar.
Annað: Eigninni fylgir 29 fermetra bílskúr. Nýtt rafmagn er í allri eigninni og
skipt hefur verið um nokkra glugga. Íbúðin á jarðhæð er í dag leigð út fyrir um
95.000 krónur á mánuði, en hún er rúmgóð og smekklega innréttuð með nýrri
eldhúsinnréttingu og parketi á gólfum. Jafnframt er þvottaherbergi í kajllara
með sér inngangi.
107 Reykjavík: Sjaldgæft tækifæri
Reynimelur 60: Þriggja hæða parhús
Litlabæjarvör 7: Vönduð eign og vel staðsett.
Lýsing: Fimm herbergja einbýlishús innst í botnlanga á Álftanesi er til sölu.
Gengið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi, þar innaf er herbergi sem
nú er nýtt sem skrifstofa. Úr forstofu er gengið í rúmgóða sjónvarpsstofu með
kamínu. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og góðum borðkrók. Úr innréttuðu
þvottahúsi er útgengi í bakgarð og tvöfaldan bílskúr. Vítt er til veggja í stofu
með glugga á tvo vegu. Hjónaherbergi er með góðum skápum og barnaher-
bergin eru rúmgóð. Frá hjónaherbergi er gengið á suðurverönd. Tvö nýlega
standsett baðherbergi eru í húsinu. Á gólfum eru flísar og parkett á herbergjum
og stofum.
Annað: Yfir öllu húsinu er manngengt risloft. Tvöfaldur bílskúr fylgir, 55 fm,
áður nýttur sem íbúð að hluta.
Úti: Góð aðkoma er að húsinu og bílaplan upphitað. Í garðinum er 55 fm afgirt
verönd. Tilkomumikið útsýni.
Verð: 49.800.000 Fermetrar: 165 + bílskúr Fasteignasala: Húseign
225 Bessastaðahreppur:
Einbýlishús við sjávarsíðuna
Þ Í N U P P L I F U N
Þ I N N L Í F S T Í L L
ÞÍN FASTEIGNASALA
OG LEIGUMIÐLUN Á SPÁNI
Sími 00 34 96 676 40 86 www.perlainvest.com
GOLFBÍLL FYLGIR ÖLLUM FASTEIGNUM VIÐ GOLFVELLI
STAÐFESTA ÞARF KAUP FYRIR ÁRAMÓT
ALLT AÐ 100% FJÁRMÖGNUN
BANKAÁBYRGÐ Á ALLAR GREIÐSLUR
ÍSLENSKA ALLA LEIÐ
P E R L A
investments
���������������������������������
�������������������������������
������������������������������
���������������������������������
���������������������������������
�������������������������������
��������������������������������
���������������������
����������������������� ��
�������
��������������������������