Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 60

Fréttablaðið - 30.10.2006, Síða 60
 30. október 2006 MÁNUDAGUR40 Helga Braga vill fá tvö draumahús á uppáhaldsstöðunum sínum. Annað er á Maui á Hawaii og hitt á grísku eyjunni Santorrini. „Það er eiginlega ekki húsið sjálft heldur umhverf- ið sem skiptir mig mestu máli,“ segir Helga. „Ég vil hafa útsýni yfir sjóinn og á báðum stöðum fæ ég það.“ Húsið á Santorrini á að vera ekta grískt. „Ég vil fá það hvítt með bláu þaki, hátt til lofts og vítt til veggja, og herbergin með stór hvelfd loft og stórum gluggum. Í báðum húsunum á að vera fataherbergi inn af svefnherberginu og skóherbergi inn af því.“ Helga leggur líka áherslu á baðherbergin í báðum húsum. Þau eiga að vera stór og myndarleg. Sömu sögu er að segja af eldhúsunum. „Ég vil hafa þau stór og í amerískum stíl. Þar á að vera allt til alls í eldamennskunni og svona eyja í miðjunni.“ Helga fussar og sveiar þegar hún er spurð hvort hún vilji hafa leikhús í bakgarðinum. „Ef ég ætti þessi hús þá væri ég svo rík að ég myndi slappa af allan daginn og ekkert nenna að vinna.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT: HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA Eitt á Santorrini og annað á Maui SKÁLHOLTSKIRKJA Á Skálholtshátíð 1956 var lagður horn- steinn Skálholtskirkju en hún var vígð 1963 af biskupi landsins, dr. Sigurbirni Einarssyni. Kirkjan hefur fengið margar verðmætar gjafir frá Norðurlöndum. Gluggarnir eru dönsk gjöf en Gerður Helgadóttir gerði uppdrætti að þeim. Einnig hafa Danir gefið orgelið, ljósatækin, stólana, eina kirkjuklukku og kostuðu að miklu leyti altaristöfluna sem Nína Tryggvadóttir bjó til úr mósaík. Norðmenn hafa gefið byggingarefni, m.a. flísar á þak og gólf og hurðir. Ennfremur eina kirkjuklukku. Svíar hafa gefið tvær kirkjuklukkur og Finnar eina. Í kirkjunni eru nú átta klukkur, fimm þeirra gjafir frá Norðurlöndum. Inni í kirkjunni eru svo varðveittar margar dýrmætar minjar. Fornar minjar, einkum minningarmörk biskupa, eru varðveittar í kjallaranum. Í turni Skálholtskirkju er geymt merkilegt og gott safn elsta prents á Íslandi. Í safninu er að finna eintök flestra þeirra bóka sem prentaðar voru á Íslandi frá lokum 16. aldar til upphafs hinnar 19. Þinglýstir eignasamningar voru óvenju margir í Mosfells- bæ vikuna 13.-19. október. Ástæðan er góð sala lóða í Leirvogstungulandi. Tuttugu og níu samningum var þinglýst í Mosfellsbæ vikuna 13.- 19. október þegar meðaltalið er um 5. Það er að þakka fjörkipp í sölu lóða í Leirvogslandi. „Þetta hefur gengið vonum framar og hugmyndir okkar um þéttbýli í Leirvogslandi fengið fínar við- tökur. Það er mikil eftirspurn eftir einbýlishúsalóðunum og fá þær færri en vilja en sala til verktaka á raðhúsum og par- húsum er þyngri,“ segir Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson, selj- andi landsins í Leirvogstungu. 70 lóðir eru í fyrsta áfanganum sem nú er unnið að en alls eru 409 íbúðir áætlaðar þegar hverfið verður fullbúið. Einar Páll Kærnested fasteignasali í Mos- fellsbæ hefur með höndum sölu lóðanna og gefur upplýsingar um þær. Verð á seldum lóðum hefur verið 9-13 milljónir. Leirvogstunga selst vel Leirvogstunga verður fjölskylduvænt hverfi þegar fram líða stundir. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 15/9- 21/9 114 22/9- 28/9 107 29/9- 5/10 127 6/10- 12/10 136 13/10- 19/10 148 20/10- 26/10 108 ���������������������������� ��� ������������������������������������������������������������� �� ����������������������������������� ��������������������������������������������������������

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.