Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 70

Fréttablaðið - 30.10.2006, Page 70
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Þessi gæi heitir sama nafni og Jim Morrison, söngvari The Doors, er markaðssettur sem næsti James Blunt og kallar plötu sína afar óviðeigandi nafni. Því ef stórfyrir- tæki á borð við Polydor er að gefa frumraun þína út, þá er vissulega búið að uppgötva þig og því varla við hæfi að kalla plötuna Undis- covered. Hvað með það, James hefur hvergi sjarma nafna síns í The Doors og er lukkulega laus við að hljóma eins og nafni hans Blunt. Þessi minnir mig miklu fremur á þá tónlist sem varð aftur vinsæl árið 1991 í gegnum kvikmynd Alans Parker, The Commitments. Þessi piltur hlýtur að vera tölu- vert undir þrítugu og því ekkert ólíklegt að hann hafi horft á þá mynd aftur og aftur sem barn. Hann semur sín eigin lög og er bara nokkuð lunkinn við það. Soul- tónar hans fara stundum merki- lega nálægt nútíma r&b, þó James litli sé fölur sem pappír virðist sál hans nokkuð lituð. Ég get vel ímyndað mér að þessi tónlist falli í góðan jarðveg hjá tónlistarunn- endum sem taka gæði í flutningi og túlkun fram yfir tilrauna- mennsku og framsækni. Þessi ungi maður er næsta alda í hreyfingu sem Otis Redding, Al Green og Van Morrison hrintu af stað á sínum tíma. Þetta er vandað, vel ort, vel flutt og fágað. Það er heldur ekkert hérna sem hljómar eins og eitthvað sem þið hafið ekki heyrt áður. James Morrison er það sem flestar Idol-stjörnur dreymir um að vera. Söngvari með óaðfinnandi túlkun sem meirihluti íbúa sjónvarps- lands geta verið sammála um að fari ekki í taugarnar á þeim. Það sem setur James svo í næsta klassa fyrir ofan Idol-hetjurnar eru hæfi- leikar hans til þess að semja sín eigin lög sem lúta sömu lögmálum. Ef ég væri yfirmaður plötuút- gáfu sem hugsaði einungis um útgáfu tónlistar sem iðnað myndi ég bjóða þessum pilti samning á staðnum, því ég veit að ég gæti jafn auðveldlega komið mömmu minni inn á þessa tónlist sem og ástsjúk- um unglingsfrænkum mínum. Ein- hver á þó líklegast eftir að kalla hann vælukjóa. Birgir Örn Steinarsson Hvunndagshetjan JAMES MORRISON: UNDISCOVERED Niðurstaða: James Morrison er með nafn til að drepa fyrir, rödd sem ætti ekki að geta farið í taugarnar á neinum og lög sem er auðvelt að raula með. Platínuplatan er handan við hornið. Grínmyndin The Wendell Baker Story er komin í sýningar í Laug- arásbíói. Í aðalhlutverkum eru bræðurnir Luke og Owen Wilson en í aukahlutverkum eru m.a. Eva Mendes, Will Ferrell, Harry Dean Stanton og Kris Kristofferson. Myndin fjallar um hinn góð- hjartaða fyrrerandi smáglæpa- mann Wendell Baker sem ræður sig til starfa á elliheimili eftir að hafa losnað úr fangelsi. Þrír aldr- aðir vistmenn hjálpa honum að vinna aftur hug fyrrverandi kær- ustu sinnar gegn því að hann hjálpi þeim að berjast gegn spillingu innan heimilisins. Leikstjórar myndarinnar eru Luke Wilson og þriðji bróðirinn, Andrew Wilson. Er þetta fyrsta myndin sem þeir leikstýra. Bræður á elliheimili THE WENDELL BAKER STORY Bræðurnir Luke og Owen Wilson fara með aðal- hlutverkin í The Wendell Baker Story. Leikurinn Canis Canem Edit er komin út á vegum Rockstar Games fyrir leikjatölvuna Playstation 2. Leikurinn, sem átti upphaflega að heita Bully, er einhver umdeildasti leikur ársins, enda er hann bannaður innan 15 ára. Leikur- inn gerist í hinum tilbúna heimavistar- skóla Bull- worth þar sem leikmenn fara í hlutverk hins 15 ára Jimmy Hopkins. Upplifir hann allt það góða og slæma við það að venjast nýjum skóla. Umdeildur tölvuleikur CANIS CANEM EDIT Fyrsta plata Dýrðarinnar, sem ber einfaldlega heitið Dýrðin, kemur í búðir hér- lendis á næstunni. Platan er þegar komin út í Banda- ríkjunum á vegum útgáfufyrirtæk- isins Skipping Records sem upp- götvaði sveitina. „Þau fundu okkur á netinu og vildu endilega gefa okkur út,“ segir Hafdís Hreiðars- dóttir, söngkona Dýrðarinnar. „Þeir eru með festival einu sinni á ári á haustin í Northampton í Massa- chusetts. Við spiluðum þar í fyrra og svo aftur núna. Við fengum rosa- lega góð viðbrögð og það voru allir að syngja með þó að þetta sé eigin- lega allt á íslensku,“ segir Hafdís. Sveitin hélt jafnframt þrenna tónleika í New York fyrr á þessu ári sem heppnuðust mjög vel. Stofnuð fyrir tólf árum Dýrðin var stofnuð af Dodda, Haf- dísi, bróður hennar, Einari, og Magnúsi Axelssyni árið 1994. Sveit- in átti tvö lög á safnplötunni Strump í fótinn sem kom út um jólin 1995, sem hétu Brottnumin og Popp & Co. Eftir það fór hljómsveitin í langt frí en árið 2003 byrjaði hún á nýjan leik. Í júlí í fyrra gekk til liðs við sveitina trommuleikarinn Þórarinn Kristjánsson sem er kunnur úr hljómsveitunum Vonbrigði og Risa- eðlunni og í ágúst á þessu ári bætt- ist í hópinn Sigrún Eiríksdóttir sem var á árum áður í Kolrössu krókríð- andi. Sykurhúðað teiknimyndapönk Platan hefur farið um víðan völl og fengið lof gagnrýnenda, m.a. í Rave Magazine í Ástralíu. Hafdís segist eiga erfitt með að skilgreina tónlist sveitarinnar. Margir Bandaríkjamenn hafa lýst henni sem indí-poppi. „Einhver sagði að þetta væri sykurhúðað teiknimyndapönk. Mér finnst það passa vel við,“ segir Hafdís. Dýrðin ætlar að halda útgáfutón- leika í næsta mánuði en síðast spil- aði hún á Airwaves-hátíðinni á Grand Rokki. freyr@frettabladid.is Dýrðin vekur athygli DÝRÐIN Hljómsveitin Dýrðin gefur út sína fyrstu plötu hér á landi á næstunni. � ����������������� ������������������� � ������������� ��������������������� ���������� ����� ����������� ������������ �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� �� �� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ���������� ���������� ������������������� ���������� �������������������������� �� ���������� ���������� �������������� ������ ���������� �������������������������� !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 6 og 10.30 B.I. 12 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 og 8 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 DEVIL WEARS PRADA kl. 5.40, 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA MONSTER HOUSE ENSKT TAL kl. 3.50 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10.20 GRETTIR 2 ÍSL TAL kl. 3.50 MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA SCOOP kl. 8 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 6 og 10 B.I. 7 ÁRA 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI L.I.B. Topp5.is Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL EMPIRE FRÁ FRAMLEIÐENDUM CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON KEMUR SÍÐASTA BARDAGA- MYND SÚPERSTJÖRNUNNAR JET LI. "...EPÍSKT MEISTARAVERK!" - SALON.COM "TVEIR ÞUMLAR UPP!" - EBERT & ROEPER TAKK FYRIR AÐ REYKJA THANK YOU FOR SMOKING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.