Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 30.10.2006, Blaðsíða 74
34 30. október 2006 MÁNUDAGUR Hádegisverðarfundur ÍSÍ H ád eg is ve rð ar fu n du r Siðfræði íþrótta Mánudaginn 30. október heldur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hádegisverðarfund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Jens Evald, form. Anti Doping Danmark og prófessor við Háskólann í Árósum flytur erindi um siðfræði íþrótta. Fundurinn hefst kl. 12:00 og mun standa til kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis. Hægt er að kaupa hádegisverð hjá café easy sem staðsett er á jarðhæð Íþróttamiðstöðvarinnar Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is FÓTBOLTI Gordon Strachan, framkvæmdastjóri Celtic, er að íhuga að leggja fram tilboð í David Beckham, leikmann Real Madrid. Beckham er sagður vera óánægður hjá Real Madrid en hann hefur lítið fengið að spila eftir að Fabio Capello tók við liðinu. David Beckham hefur látið hafa það eftir sér að hann muni ákveða framtíð sína í janúar. „Ég er með símanúmerið hjá Beckham. Hann er frábær leikmaður og í góðu formi og getur spilað á háu plani næstu þrjú árin,“ sagði Strachan en Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur einnig lýst yfir áhuga sínum á Beckham. - dsd Gordon Strachan: Vill fá Beck- ham til Celtic GORDON STRACHAN Vill fá Beckham en hefur ekki trú á að hann komi til Celtic. FÓTBOLTI Stuart Downing, leikmaður Middlesbrough, er ekki sáttur við Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands. Downing var í byrjunarliði Englands gegn Makedóníu en var tekinn út úr liðinu fyrir leikinn gegn Króatíu í vikunni á eftir. „Ég vissi að við yrðum gagnrýndir eftir leikinn gegn Makedóníu en mér fannst mjög hart að gagnrýna eingöngu tvo leikmenn, mig og Wayne Rooney. Þetta er liðsíþrótt og ég var mjög vonsvikinn að vera ekki í liðinu gegn Króötum. Ég sagði þjálfar- anum það að ég væri ekki ánægður og ef ég væri tekinn út úr liðinu þá ættu fleiri leikmenn að missa sætið sitt líka,“ sagði Downing. - dsd Stuart Downing: Reiður út í McClaren STEWART DOWNING Ekki sáttur. ÁTÖK Það var hart tekist á þegar fyrsta alþjóðlega glímumótið fór fram í Glímuhúsi Ármanns. Ísland sigraði bæði í karla- og kvennaflokki þrátt fyrir að tefla fram ungl- ingaliðinu. Svíar lentu í öðru sætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BOX Fyrrverandi þungavigtar- meistarinn í boxi, Trevor Ber- bick, fannst látinn á Jamaíka um helgina og telur lögregla að hann hafi verið myrtur. Slæm sár á höfði benda eindregið til þess. Berbick var 51 árs gamall. Berbick er merkilegur hnefa- leikamaður en hann er síðasti maðurinn sem barðist við sjálfan Muhammad Ali. Það var árið 1981 og fór Berbick með sigur af hólmi. Hann tapaði aftur á móti fyrir Mike Tyson fimm árum síðar þegar Tyson varð yngsti þungavigtarboxari sögunnar. - hbg Síðasti maðurinn sem boxaði við Muhammad Ali fannst látinn um helgina: Trevor Berbick myrtur á Jamaíka TREVOR BERBICK Hér í bardaganum gegn Mike Tyson. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ömurlegt gengi West Ham tók enda í gær þegar liðið lagði Blackburn, 2-1. Litlu mátti þó muna að West Ham missti unn- inn leik niður í jafntefli því Black- burn minnkaði muninn í uppbótar- tíma og komst nærri því að stela stigi þegar tæpar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjuleg- an leiktíma. „Tilfinningin er góð en ég held ég hafi sjaldan verið eins stress- aður og undir lok leiksins,“ sagði brosmildur framherji West Ham, Teddy Sheringham, sem skoraði fyrsta mark leiksins. „Við vorum ótrúlega stressaðir undir lokin en fögnum þessum sigri vel og inni- lega. Við þurftum svo sannarlega á þessum sigri að halda til að koma okkur aftur á beinu brautina.“ Hinn markaskorari West Ham í leiknum, Hayden Mullins, hrósaði Sheringham í hástert. „Það er ótrúlega öflugt að hafa mann eins og Teddy. Hann sýndi hversu góður hann er við markið. Frá- bært mark hjá honum.“ - hbg West Ham vann loksins leik í ensku úrvalsdeildinni: Hef sjaldan verið eins stressaður LÉTTIR Leikmenn West Ham fagna hér Teddy Sheringham eftir að hann kom liðinu yfir gegn Blackburn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Enska úrvalsdeildin: WEST HAM - BLACKBURN 2-1 1-0 Teddy Sheringham (21.), 2-0 Hayden Mullins (79.), 2-1 David Bentley (90.). STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: MAN. UNITED 10 8 1 1 23-5 25 CHELSEA 10 8 1 1 17-5 25 BOLTON 10 6 2 2 10-8 20 PORTSMOUTH 10 6 1 3 16-6 19 ------------------------------------------------------------ WATFORD 10 0 6 4 7-13 6 SHEFF. UTD 10 1 3 6 4-14 6 CHARLTON 10 1 2 7 6-15 5 DHL-deild kvenna: VALUR-AKUREYRI 27-20 Mörk Vals: Hildigunnur Einarsdóttir 10 (10), Arna Grímsdóttir 5 (10), Ágústa Edda Björnsdóttir 4/1 (9/1), Rebekka Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrés- dóttir 2 (3), Hildur Sif Pálmarsdóttir 2 (3), Gréta Björnsdóttir 1 (2), Drífa Skúladóttir 1 (8/1). Varin skot: Pavla Skavrikova 8/1, Slapikene 4. Hraðaupphlaup: 6 (Rebekka 2, Katrín, Hildi- gunnur, Arna, Gréta). Mörk Akureyrar: Ester Óskarsdóttir 11 (18/1), Guðrún Helga Tryggvadóttir 4 (6), Erla Heiður Tryggvadóttir 2 (5), Þorsteina Sigurbjörnsdóttir 1 (1), Lilja Sif Þórisdóttir 1 (2), Auður Ómarsdóttir 1 (8). Varin skot: Sigurbjörg Hjartardóttir 13. Hraðaupphlaup: 5 (Ester 4, Erla). STAÐAN: VALUR 7 5 1 1 189:168 11 STJARNAN 6 5 0 1 202:120 10 GRÓTTA 7 5 0 2 189:174 10 HAUKAR 7 4 0 3 204:172 8 ÍBV 7 3 1 3 185:174 7 FRAM 7 2 3 2 161:176 7 HK 7 3 0 4 175:211 6 FH 7 1 1 5 153:189 3 AKUREYRI 7 0 0 7 134:208 0 Iceland Express-deild kvk: HAUKAR-HAMAR 106-53 Iceland Express-deild karla: KR-FJÖLNIR 93-67 Stig KR: Tyson Patterson 27, Pálmi Freyr Sigur- geirsson 16, Jeremiah Sola 11, Brynjar Þór Björns- son 10, Fannar Ólafsson 8, Peter Heizer 7, Darri Hilmarsson 6, Skarphéðinn Ingason 6. Stig Fjölnis: Níels Páll Dungal 16, Keith Vassell 13, Nemanja Sovic 12, Patrick Eugene Oliver 11, Emil Jóhannsson 4, Hjalti Vilhjálmsson 3, Marvin Valdi- marsson 2, Þorsteinn Sverrisson 2, Tryggvi Pálsson 2, Valur Sigurðsson 2. TINDASTÓLL-NJARÐVÍK 82-91 KEFLAVÍK-HAUKAR 96-80 SKALLAGRÍMUR-HAMAR/SELFOSS 85-69 STAÐAN: NJARÐVÍK 4 4 0 336:288 8 GRINDAVÍK 3 3 0 276:225 6 KR 4 3 1 348:314 6 KEFLAVÍK 4 2 1 357:349 5 SKALLAGRÍMUR 4 2 2 341:324 4 TINDASTÓLL 4 2 2 354:345 4 SNÆFELL 3 2 1 212:206 4 ÍR 3 1 2 249:242 2 HAUKAR 4 1 3 317:345 2 ÞÓR Þ. 3 1 2 234:267 2 FJÖLNIR 4 0 3 296:337 1 HAMAR/SELF. 4 0 4 251:329 0 ÚRSLIT GÆRDAGSINS KÖRFUBOLTI Greinilegt var að KR- ingar ætluðu sér sigur í gær eftir að hafa tapað fyrir Skallagrími í leiknum á undan. KR fékk Fjölni í heimsókn og frá fyrstu mínútu var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Lokatöl- ur urðu 93-67 heimamönnum í vil. KR hóf leikinn af miklum krafti og náðu undirtökunum strax í byrjun. Engu líkara var en að ein- ungis eitt lið væri á vellinum og eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-9. Sú forysta var ekki síst að þakka Pálma Sigurgeirssyni sem skoraði 12 stig í fyrsta leikhluta. Sama staða var uppi á teningn- um í öðrum leikhluta, Fjölnismenn voru heillum horfnir og KR-ingar gengu á lagið. Vörnin hjá KR var að leika feikilega vel og allt virtist vera að ganga upp hjá vesturbæj- arliðinu. KR-ingar juku forskot sitt og þegar flautað var til leik- hlés var munurinn á liðinum 19 stig, 44-25. Fjölnismenn vöknuðu örlítið til lífsins í byrjun þriðja leikhluta en KR-ingar höfðu samt sem áður leikinn í sínum höndum og bættu um betur. Staðan eftir þriðja leik- hluta var 75-51 og einungis spurn- ing hve munurinn yrði mikill í leikslok. Þegar í fjórða leikhluta var komið var leikurinn í raun búinn og fátt sem Fjölnismenn gátu gert til að laga það sem miður hafði farið til þessa í leiknum. KR-ingar héldu ró sinni og lokatölur urðu 93-67. Sannfærandi sigur hjá KR en ljóst er að Fjölnir þarf að girða sig í brók. „Það er auðvelt að gíra menn upp eftir tapleik og við stjórnuð- um þessum leik allan tímann. Við burstuðum þá í Reykjavíkurmót- inu og það var held ég bara gott fyrir okkur að þeir hafi unnið Keflavík í síðasta leik. Það varð kannski til þess að við vanmátum þá ekki eftir burstið í Reykjavík- urmótinu. „Fjölnir er með hörkulið, það sást greinilega á móti Keflavík um daginn. Við tókum þá bara föstum tökum og sýndum þeim hver ræður í þessu húsi,“ sagði Bene- dikt Guðmundsson, þjálfari KR- inga, ánægður með sigurinn. Níels Páll Dungal, leikmaður Fjölnis, var að mæta á sinn gamla heimavöll. „Þetta sýndi það bara að ef maður kemur ekki tilbúinn hingað þá verður manni bara slátr- að. Við vorum værukærir, hlupum ekki til baka í vörn og það gengur ekki á móti liði eins og KR. KR- ingar eru mjög fljótir upp völlinn og þeir bara hreinlega slátruðu okkur hér í kvöld,“ sagði Níels eftir leikinn. dagur@frettabladid.is Sannfærandi sigur KR-inga KR vann í gær sannfærandi sigur á Fjölni í Iceland Express deild karla í körfu- bolta. Fjölnismenn komyst aldrei í takt við leikinn og voru gersigraðir. TYSON PATTERSON Átti góðan leik í gær og stal ófáum boltum af Fjölnismönnum í vörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.