Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 3. jandar 1979 Raquel Welch og dóttir hennar Hér er mynd af Raquel Welch t.h. (37 ára), kyntákninu fræga, en er ekki eitthvað kunnug- legt viö hina stúlkuna? Jú, þetta er Tahnee, hin 16 ára gamla dóttir Raquelar og fyrsta manns hennar James Welch. Mæðgurnar voru í veislu í Hollywood. í spegli tímans A eftirlaunum 22 ára Olga Korbut var I mörg ár undrabarniö i fimlcikum. og vann til verölauna og meist- aratitla mjög ung aö aldri. Tuttugu og tveggja ára sagöist hún vera oröin of ..gömul" fyrir keppni i fimieikum, og þvi dró hún sig i hlé i fyrra og um leiö gekk hún i hjónaband meö Leonid Bortkevich, sem er 28 ára rússneskur söngvari. Hljómsveitin, sem hann starfar meö sem aöalsöngvari, heitir Pesnyary og er mjög vinsæl þjóölaga- og rokk hljómsveit. Olga hefur mikiö feröast meö hljómsveitinni á feröum hennar um Sovétrikin, en nú held- ur hún aö mestu til i Minsk, þar sem þau eiga heima hjónin, og segist Olga vera önn- um kafin vib undir- búning fyrir fyrsta barn þeirra, sem væntanlega fæöist i mars nk. Siöar segir Olga, aösig langi til aö byrja kennslu I fim- leikum, og þá einkum aö kenna börnum. Þjáifari hennar fyrrv. var spuröur hvort hann héidi aö Olga Korbut yröi góöur kennari, og svaraöi hann þvi til, aö reynd- ar skorti hana stund- um þoiinmæöi, en þaö væri eiginleiki sem kæmi sér vel fyrir kennara, en Oiga hef- ur mikla og marg- þætta reynslu og hún hefur gott lag á krökk- um, svo aö þess vegna gæti hún oröiö góöur kennari, sagöi þjálfar- inn. Hér sjáum viö Olgu og Leonid viö giftingarathöfnina. „Hana kamburinn” hennar Dewi Þessi mynd er af Dewi Sukarno, 38 ára, hinni glæsi- legu ekkju hins fyrrverandi einræöisherra i Indónesiu. Hún situr þarna veislu I Maxim i Paris, og er meö hár- greiöslu sem sjálfur meistar- inn Alexandre Zouari hannaöi, og hann kallar „hanakamb” (Crete de Coq). Hann segir aö þessi hárgreiösla undirstriki kiassískan vangasvip Dewis. Svartur leikur og vinnur. N.N. N.N. ....Df3. Gefið. ...hvítur er óverjandi mát í næsta leik nema hann taki biskupinn á h3 og það leiðir til endatafls, þar sem svartur hefur hrók á móti riddara auk þess að bæði peð hvíts á c-lín- unni falla. bridge Norður S. K 10 7 6 H. 9 6 5 T. 7 5 3 L. 8 4 2 Vestur S. 8 5 3 2 H. K 7 4 T. K G 8 2 L. 9 7 Austur S. A G 9 4 H. D G 10 8 T. 6 4 L. 6 5 3 Suöur S. D. H. A 3 2 T. A K 10 9 L. A K D G 10 Suður spilar þrjú grönd og vestur spilar út hjarta-4. Er hægt að vinna spilið með bestu vörn? Nei, ekki með bestu vörn, en hún er þung i þessu spili. Segjum að sagnhafi gefi fyrsta slaginn. Nú má austur ekki spila aftur hjarta. Ef hann gerir það þá gefur sagnhafi aftur og getur nú alltaf unnið spilið. Ef þriðja hjartanu er spilað þá tekur sagnhafi alla slagina sina og spilar út spaöa-D. Austur verð- ur nú að gefa sagnhafa einn spaðaslag. Það hefði ekki dugað vörninni að taka á spaða-A eftir að hafa spilað tvisvar hjarta. Sagnhafi hefur þá tekið Til að hnekkja spilinu verður austur að spila tigli i öðrum slag (eða taka á spaða-A fyrst og spila svo tigli).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.