Tíminn - 03.01.1979, Qupperneq 17

Tíminn - 03.01.1979, Qupperneq 17
Miðvikudagur 3. janúar 1979 17 ilM'li'IÍ Sveinn Skorri Höskuldsson: Skerpa sjónarinn- ar og þor hugans Ræða við veitingu styrks úr Rithöfundasjóði Rikisútvarpsins 31. desember 1978 Góðir gestir. Hér mun nú fara fram I 23. sinn árleg veiting styrks úr Rit- höfundarsjóði Ríkisútvarpsins. Ég vil i upphafi máls mins færa þakkir þremur aðiljum, sem þakka ber þann brag, er þessi at- höfn hefur. Forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn, fyrsta formanni sjóðstjórnarinnar, þakka ég þá sæmd, er hann sýnir styrkþega og okkur öllum með þvi aö vera hér á meöal okkar. Menntamálaráðherra, Ragnari Arnalds, þakka ég þær góðgerðir, er verða fram bornar á eftir, og þjóðminjaveröi, Þór Magnússyni, þakka ég fyrir að veita okkur samastað undir þaki þeirrar stofnunar, er hann veitir forstööu en hér i Þjóöminjasafni hefur styrkúthlutun farið fram á gaml- ársdegi hvers árs siðan 1956. Það er forn siöur norrænna þjóða að gera sér dagamun viö vetrarsólhvörf, fagna þvi, sem Jónas kvað um, að „sólin heim úr suöri snýr.” Við það tækifæri hafa menn og lengi tiðkað að færa vin- um sinum gjafir, hver eftir efnum og ástæöum. Svo skemmtilega vill til að elsta heimild um jólagjöf til islensks manns er tengd nafni mikil skálds, en i Sögu Egils Skalla- Grimssonar segir: „Arinbjörn hafði jólaboð mikið, bauð til sin vinum sinum og héraðsbóndum: var þar fjöl- menni mikfö og veisla góð: hann gaf Agli aö jólagjöf slæður, görvar af silki og gullsaumaðar mjög, settar fyrir allt gullknöpp- um i gegnum niður: Arinbjörn haföi látið gera klæði þaö við vöxt Egils”. Þegar viö komum nú hér saman á sjöunda degi jóla er það stjórn Rithöfundasjóös Rikisút- varpsins sæmd aö standa i spor- um Arinbjarnar hersis og geta veitt skáldi — ekki gjöf, heldur styrk, sem likt og slæöur Egils er við vöxt mikilsháttar höfundar. Að þessu sinni koma til út- hlutunar úr sjóðnum kr. 1.500.000 — og sjóöstjórn hefur ákveðiið að veita þennan styrk allan einum rithöfundi — Guöbergi Bergssyni. 1 skipulagsskrá Rithöfunda- sjóðs Rikisútvarpsins segir svo: „Tilgangur sjóðsins er að veita Islenskum rithöfundum styrki til ritstarfa eða undirbúnings undir þau....” Þessi orð mættu leiöa hugann að hlutverki og tilgangi skáld- skapar — að hlutverki og tilgangi skálda og rithöfunda — jafnvel að hlutverki og tilgangi þeirra, sem sjóðum ráöa og með völd fara i hverju samfélagi. Um hlutverk og tilgang skáld- skapar og skálda hefur fleira ver- ið ritað en hér verði rakiö. Ég skal aðeins nefna dæmi um skoðanir tveggja andstæðra skauta. Griski heimspekingurinn Platon fjallar um þetta efni i ritum sinum, t.a.m. i Lögunum og Lýöveldinu. Hann lætur ekki all- tént I ljós háar hugmyndir um skáld. Hann sakar þau um að vökva og ala ástriöurnar. Jafnvel sjálfur Hómer hlaut ekki náö fyr- iraugum hans, né heldur leikrita- skáldin grisku. í stað þess að sýna okkur guðina sem góð aog upp- sprettu alls góös sýna skáldin okkur tiðum hversu illir menn upphefjast og góöir menn niður- lægjast. 1 Lögum ræðir hann þó á ein- um stað um hið æskilega skáld, en það er skáld, sem hefur borgara- lega ábyrgðartilfinningu, er kom- ið vfir fimmtugt og treysta má til að yrkja ættjarðarkvæði. Er ekki þvi likt sem við höfum heyrt svipaöar skoðanir á okkar tið? Skáldskapurinn a aö þjóna rikinu, valdinu og þvi, sem vald- hafar telja almannaheill. Þvi skal ekki neitað aö þjónustulist i þágu mikilla vald- stofnana geti verið mikilháttar. Vildum við missa alla hina miklu myndlist sem sköpuð hefur veriö i þjónustu krikjunnar? Eru ekki Passiusálmarnir þjónustulist við hugmyndafræöi voldugrar stofn- unar? Jafnvel sjálfur Moliere gætti þess vist jafnan að upphefja fremur en styggja einvaldan kon- ung, þótt hann sendi annarri valdastofnun, kirkjunni, svo hvöss skeyti, að hann fékk ekki leg i vigðri mold nema jarðar- förin færi fram að næturþeli. Það hafa þó lika verið uppi and- stæðar hugmyndir um hlutverk og tilgang skáldskapar. Fyrir rúmri öld taldi danski bókmenntafræöingurinn Georg Brandes það megineinkenni lifandi bókmennta, að þær tækju vandamál til umræöu — og rakti síöan efni, sem nú myndu einu nafni nefnd þjóðfélagsleg vanda- mál. Islenskur lærisveinn Brandes- ar, Gestur Pálsson, gerði þá kröfu til skálda, að þau væru læknar — læknar mannfélagsmeina — og hann taldi þann höfund mundu verða þarfastan, er gæti sýnt þjóðinni sjálfa sig i spegli. A okkar tiö hefur ungverski bókmenntafræöingurin Georg Lukács gert raunsæi aö höfuö- kröfu, er gera beri til skáldskap- ar, og I þeirri kröfu hans felst m.a., að skáldverk endurspegli og afhjúpi hugmyndafræöi samtiöar sinnar. Guðbergur Bergsson er að minu mati þvilíkur höfundur. 1 öllum helstu verkum sinum hefur hann krufið og afhjúpað islenskt samfélag okkar tima, sýnt okkur framan i sjálf okkur og einatt þá drætti I ásýnd okkar, sem við sist flikum. Guöbergur Bergsson veitir styrknum viðtöku úr hendi Sveins Skorra Höskuldssonar. Timamynd GE Þetta er ekki hlutskipti, sem er liklegt til að afla skáldi vinsælda. Slikir höfundar hafa þó veriö uppi á öllum öldum. í riti , sem kennt er við Matteus guöspjalla- mann, segir frá þvi, er maður, sem titt hefur veriö vitnaö til á siðustu dögum, Jesús Kristur, af- hjúpaði valdastétt sinnar samtið- ar með svofelldum orðum: „Vei yður, fræöimenn og Farisear, þér hræsnarar! Þér likist kölkuðum gröfum, sem að utan lita fagurlega út, en eru aö innan fullar af dauöra manna beinum og hvers konar óhreinind- um. Þannig sýnist þér og hiö ytra réttlátir fyrir mönnum, en hið innra eruð þér fullir af hræsni og lögmálsbrotum”. Samkvæmt sama riti var sá höfundur, er svo afhjúpaöi sina samtið, festur á kross, og á okk- ar dögum berast af þvi fegnir úr löndum á evrópsku menninnagr- svæði, að afhjúpandi rithöfundar séu læstir inni i geðsjúkrahús. Jafnvel á okkar litla landi hefur nýlega mátt heyra löggjafa og lögmálslæröa veifa svipu hegningarlaga vegna útgáfu á vanþóknanlegum bókum. Af þessum sökum er okkur nú þörf á höfundum eins og Guðbergi Bergssyni, sem i senn hafa skerpu sjónarinnar og þor hugans til aö sýna okkur inn í kalkaðar grafir okkar sjálfra. Skáldskapur er iðkun máls. Málið er I senn efniviður og vinnutæki skálda. Ekki verður svo minnst á Guðberg Bergsson að láta þess ógetið að hann ræöur yfir máttugra og blæbrigðarikara máli islensku en flestir samtima höfundar okkar. 1 þessu máli flyt- ur hann okkur ekki aöeins marg- þættan skáldskap sjálfs sin, stuttar sögur og langar, ljóð og ritgeröir, en gefur okkur einnig þýðingar sinar á nokkrum merkustu skáldverkum heims- bókmenntanna. Hlutverk þeirra. er sióöum ráöa eöa með völd fara gagnvart skáldum, er ekki það að loka þau inni eða þagga niður í þeim meö lagagreinum, heldur hitt sem Maó formaður kallaði aö láta þúsund blóm gróa. 1 þeirri von, Guðbergur, að þessar krónur úr Rithöfundasjóði Rikisútvarpsins geri þér unnt aö helga þig um sinn þeirri iþrótt, er kollega þinn, Egill Skalla-Grims- son, nefndi „vammi firrða”, svo að við, lesendur þinir, megum sjá ný blóm vaxa, bið ég þig nú að koma hér og taka við skjali, er staðfestir styrkveitinguna. Njóttu heill.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.