Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 19
Miövikudagur 3. janúar 1979 19 Engilbert Ingvarsson: Tilhæfulaus- ar getsakir — Athugasemdir við grein Jens i Kaldalóni í grein eftir Jens i Timanum 15. des. s.l. segir hann að i fréttatilkynningum stjórnar Snæfells h.f. sé „auglýst fyrir alþjóð það mikla ófremdar- ástand sem hér hafi átt að rikja i öllum okkar verslunarmálum undanfarna áratugi”. Út frá þessu eru svo, i helmingi greinarinnar, hugarórar um verslunarhætti Kaupfélags Is- firðinga og tilhæfulausar get- sakir um nýstofnað hlutafélag, ,,sem ekki er nú til nema á pappirnum ennþá”. Stjórn Snæfells h.f. gefir alls ekkert látið frá sér fara um verslun Kaupfélags Isfirðinga, hvorki fundarsamþykkt eða -fréttatilkynningu. Hér er þvi um tilhæfulausan uppspuna að ræða, enda vitnar Jens ekki i orð máli sinu til stuðnings. Ef einhverjir eru að „básúna út um landsbyggðina” i fjöl- miðlum og lýsa „mesta ófremdarástandi” og „sleifar- lagi sem undan þurfi að stynja” varðandi verslun K.l. við Djúpamenn, þá hlýtur það að vera komið frá einhverium öðr- um en stjórnarmönnum Snæfells h.f. Hirði ekki um að leiðrétta missögn um stofnfélaga Snæ- fells h.f., enda engin lokastaða komin um fjölda þeirra. Enn geta menn gerst stofnfélagar, það liggur ekkert á að loka fyrir það. Eldur í Austurveri — annars fremur rólegt hjá slökkviliðinu Goðasteinn kominn út Afsalsbréf innfærð 16/10-20/10 — 1978: Hallgrimur Gislason selur Reyni Helgasyni hl. i Hofteigi 26. Miðafl. h.f. selur Vilhjálmi Óskarssyni hl. i Krummahólum 4. Jón Oddur Jónsson selur Hólmfr. Björgu Ólafsd. hl. i Kárastig 2. Guðriður Friðriksd. og Sólveig Kristjánsd. selja Gunnari Ragn- arss. og Valdisi Bjarnad. hl. i Laufásvegi 54. Jóhannes Gisli Svavarsson selur Valdisi Oddgeirsd. hl. i Sigluvogi 12. Kjartan Kjartansson f.h. Kristin- ar Bjarnad. selur Sæmundi Kjartanss. hl. i Lönguhllð 19. Bláfjöll h.f. selur Sveini Jónssyni hl. i Þórsgötu 14. B.S.A.B. selur Agúst Guðmundss. hl. i Asparfelli 12. Sveinbjörn Kristjánss. selur Óla Þ. Olafssyni hl. i Bláskógum 16. Haraldur Baldvinsson selur Sigurði G. Eggertss. hl. I Leiru- bakka 26. Kristinn Guðmundss. selur Sigurði Jónssyni hl. i Hraunbæ 102 B Guðni Kr. Sigurðsson o.fl. selja Svanberg Guðmundss. hl. i Gaut- landi 1. Guðmundur Kristjánss. selur Svanberg Guðmundss. hl. i Sund- laugavegi 12. Guðmundur Einarsson selur Snorra Zophoniassyni hl. i Háaleitisbraut 109 Valur Arnþórsson selur Eddu Sigurðard. hl. I Reynimel 92 Ólöf Knudsen selur Ingibjörgu Jónasd. hl. i Reynimel 88. Reinhold Þ. Kristjánss. og Birna Kristjánsd. selja Svani Þór Vilhjálmss. og Ingunni Jensd. hl. i Þingholtsstræti 24 Svanur Þór Vilhjálmss. og Ing- unn Jensd. selja Andreu Guðmundsd. og Jóhannesi R. Magnúss. hl. i Þingholtsstr. 24 B.S.A.B. selur Jakob Marinóssyni hl. i Asparfelli 8. Guðjón Kristjánsson selur Arna P. Baldurss. hl. i Hjallavegi 4. Sævar Magnússon selur óskari Breiðfjörð og Dorothy M. Breið- fjörð hl. I Nökkvavogi 56. Ernst Backman selur Ragnheiði Ólafsd. hl. i Engjaseli 56. Skv. uppboðsafsali dags. 19/4 1943 varð Reykjavikurbær eigandi að eigninni Hafnarstr. 20. Þorsteinn V. Þórðarson selur Geir Gislasyni hl. i Keldulandi 3. Barði Friðriksson selur Matthiasi Péturss. hl. i Kjartansgötu 8. Hólmar Gunnarsson selur Sigurjóni Jóhannessyni hl. I Hverifsgötu 100 Óli Slvar Ólafsson selur Magnúsi Björnssyni hl. i Vesturgötu 65. Atli M. Jósafatsson og Maria Kristmanns selja Gróu Sigurðard. hl. i Grettisg. 98 Jóna M. Eiriksd. og ómar 0 Magnússon selja Jónu G. Oddsd. hl. i Blikahólum 4. Einar Asmundsson o.fl. selja Sindra-Stáli h.f. fasteignina Hverfisgötu 42. Guðbjörg Gunnarsd. selur Orlygi Eyþórssyni hl. i Hraunbæ 30. Halldór Halldórsson selur Magnúsi Ólasyni og Hansinu R. Ingólfsd. hl. i Æsufelli 6. Alda Markúsd. og Kristin Markúsd. selja Halldóri Júliussyni hl. I Hjarðarhaga 44. Kristin Guðmundsd. selur Gunnari Haraldss. hl. i Hverfis- götu 66A Ragnar Ingibergsson selur Jóhannesi Guðjónss. hl. i Dúfna- hólum 2. ESE — A gamlársdag kom upp eldur I Nesti I Austurveri við Háa- leitisbraut, en þar hafði kviknaö i út frá sjóðandi feiti i djúpsteik- ingarpotti. Töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu af völdum eldsins sem m.a. komst i loftræstistokka. Aö sögn varðstjóra I slökkvilið- O „Kuldaboli” yfir helgina og landamæri Dan- merkur og Þýskalands lokuðust alveg um tima en voru opnuð á ný i gær og lest 40 danskra flutninga- bfla komst loks til sinna heima eftir að hafa verið tepptir i þrjá daga i V-Þýskalandi. t A-Þýskalandi var ástandið mjög slæmt á timabili, gás- og rafmagnsleysi og hermdu fréttir að a-þýskar og sovéskar skiða- herdeildir hefðu verið þar á þön- um til að aðstoða fólk i nauðum. Þá bárust i gær fréttir frá suð- lægari löndum Evrópu þess efnis að þar færi kólnandi og snjóaði m.a. i Júgóslaviu og þar blésu kaldir norðlægir vindar. 0 Nóg að starfa manns okkar. Arekstur varð eng- inn orðinn á árinu i gærdag, en þeirurðu 110 á árinu 1978, sem er metfjöldi þar. t Vestmannaeyjum var i gær hált og nokkur strekkingur, en snjór ekki mikill, þótt jörð væri alhvit. Snjókoma i Eyjum var ekki jafn áköf um áramótin og víðast suðvestanlands og töldu lögreglumenn að jafnfallinn snjór hefði veriðum 10 sentimetrar. Kl. 15.15igær varð fyrsti áreksturinn á nýja árinu i Eyjum, en alls urðu árekstrar á árinu 1978 161 þar i bæ, hinn siðasti 28. desember. inu voru áramótin annars fremur róleg , aðeins tvö smáútköll fyrir utan brunann i Nesti. A nýársdag var siðan slökkvi- liðið kvatt að Laugavegi 67 a, en þar var eldur laus i kjallara húss- ins. Greiðlega gekk aö ráða niðurlögum eldsins, en ekki er vitað um eldsupptök. 0 Baktiar festar fréttir herma þó að flestir stuðningsmenn keisarans leggi fast að honum að fara hvergi þar sem þeir óttast að fari hann einu sinni úr landi, þó ekki sé nema skotferð, eigi hann ekki aftur- kvæmt. Jólahappdrætti SUF Vinningar fyrir dag- ana 1-24 desember eru: 1. des. 1957. 2. des. 03098 3. des. 00312 4. des. 00173 5. des. 03869 6. des, 4292 7. des. 01312 8. des. 4557 9. des. 00713 10. des. 01854 1. aukavinningur nr. 04623. 11. des. 1331 12. des. 00005 13. des. 4744 14. des. 3916 15. des. 2251 16. des. 1300 17. des. 4004 2. aukavinningur nr. 3633. 18. des. 4369 19. des. 3417 20. des. 01798 21. des. 350 22. des. 2483 23. des. 4673 24. des. 3546 3. aukavinningur nr. 4812 Vinningar eru afhentir á skrifstofu SUF Rauðarár- stig 18. Simi 24480. HEI — Timaritið Goðasteinn, sem gefið er út i Skógum undir Eyjafjöllum er nýlega komið út, 120 bls. að stærð. 1 Goðasteini er að venju, margskonar fróðleik að finna. Má þar nefna m.a.: Minningar Helgu Skúladóttur frá Kálfafellsstað eftir Sigfús M. Johnsen. Kristin Skúladóttir frá Keldum segir frá jarðskjálfta- kippnum mikla 1912. Á morgni bflaaldar skrifað af Jóni R. Hjálmarssyni. Ingunn Jónsdóttir Skálafelli, skrifar um menn og örlög. Sveinn Bjarnason frá Fagurhólsmýri segir frá kaup- staðarferð og veiðiferð i Ingólfs- höfða. Karl Sigurðsson segir frá öræfagöngu árið 1941. Auk þessa eru margar styttri frásagnir og ljóö i hinu nýja hefti af Goðasteini. Innritun verður í vorönn i Hellusundi 7. miðvikudaginn 3. janúar og fimmtudaginn 4. janúar, kl. 16-19 báða dagana. 1 húsi Tónskólans við Fellaskóla verður innritað sunnudaginn 7. januar kl. 14-16. 1 undirbúningsdeild og kórsöng er enn hægt að innrita nokkra nemendur. Að öðru leyti er skólinn nær fullskipaður. Umsóknir þarf að staðfesta með greiðslu námsgjalda áður en kennsla byrjar. Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar sam- kvæmt stundaskrá. Skólastjóri. Hópferðabílar til sölu Mercedes Benz árg. 1962, 34 sæta. Bill i sérflokki. Mercedes Benz árg. 1961, 38 sæta með framdrifi. Mercedes Benz árg. 1973, 21 sæta drif 09. Mercedes Benz árg. 1974, 22 sæta, 309. Háar afturhurðir, skipti á eldri bil mögu- leg. Austurleið h.f. Simi 99-5145 og 99-5117 á kvöldin. Akraneskaupstaður Auglýsing um lóðaúthlutun Þeir sem hyggjast hefja byggingarfram- kvæmdir á árinu 1979 og ekki hafa fengið úthlutað lóð er hér með gefinn kostur á að sækja um lóðir. Á eftirtöldum svæðum er úthlutun fyrirhuguð: Einbýlishús við Reynigrund og Viðigrund, raðhús við Einigrund og Espigrund, fjöl- býlishús við Einigrund og Lerkigrund, iðnaðarhús við Smiðjuvelli og Höfðasel og hesthús á Æðarodda. Nánari uppl. um lóðirnar eru veittar á skrifstofu byggingarfulltrúa Kirkjubraut 2 Akranesi. Lóðarumsóknum skal skilað á skrifstofu byggingarfulltrúa á sérstökum eyðublöðum sem þar fást fyrir 15. jan. 1979. Byggingarfulltrúi Auglýsing um rannsóknastyrki EMBO i sameindalíffræði. Sameindaliffræðistofnun Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) hefur i hyggju að styrkja visindamenn sem starfa i Evrópu og tsrael. Styrkirnir eru veittir bæöi tilskamms tima (1 til 12 vikna) og lengri dval- ar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verk- lega framhaldsmenntun i sameindaliffræði. Skammtimastyrkjum er ætlað aö kosta dvöl manna á er- lendum rannsóknastofum við tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir slikt samstarf með litlum fyrir- vara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt að eins árs i senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs i viö- bót koma einnig til álita. Umsækjendur um langdvalar- styrki verða að hafa lokiö doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og Israels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. I báðum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur Þýskalandi. Umsóknir um skammtimastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir mót- töku umsóknaLangdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. april, og veröa umsóknir að hafa borist fyrir 20. febrúar.en siöari úthlutun fer fram 31. október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 31. ágúst. Vegna þess að umsækjendur eru venjulega kvaddir til viðtals, er nauösynlegt að umsóknir berist áður en frestur rennur út. A árinu 1979 efnir EMBO einnig til námskeiöa og vinnu- hópa á ýmsum sviðum sameindaliffræöi. Skrá um fyrir- huguð námskeiö og vinnuhópa er fyrir hendi i mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 28. desember 1978.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.