Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 3. janúar 1979 13 OOO0QQOQJ „Ekki búið að ákveða hvað ég verð lengi útíM — sagði Arni Sveinsson, sem heldur til Hollands í fyrramálið til æfinga og keppni hjá Excelsior ★ Útlit svart hjá Skagamönnum Hvert áfallið á fætur öðru dynur nú á Skaga- mönnum í knattspyrnunni. Pétur Pétursson gekk til liðs við Feyenoord og Karl KA-liðið fær góðan liðstyrk Einar Þórðarson fertil La Louvi- ere i dag. Þriðji maðurinn tíl Akureyrar Vignir Baldursson einnig til KA? Einar Þórhalisson, lands- liðsmiövörðurinn sterki úr Breiðabliki, mun að öllum llk- indum leika með Akureyrar- liðinu KA næsta keppnistlma- bil I 1. deildarkeppninni 1 knattspyrnu. — Mér hefur boðist gott starf á Akureyri, sem ég mun að öllum likindum taka, sagöi Einar i stuttu spjalli við Tim- ann I gær. Einar, sem er lækn- ir, sagöi að hann myndi ganga i raðir KA-liðsins, ef hann færi til Akureyrar og sagði hann að 90% likur væri á þvi, að hann færi norður. Það er ekki að efa að Einar mun koma til með að styrkja KA-liðið mikið, þar sem hann er mjög sterkur miðvörður og útsjónarsamur knattspyrnu- maður, en KA-liðið vantar illi- lega sterkan miðvörð. Þá hafa þær sögusagnir gengið, að Vignir Baldursson, hinn léttleikandi sóknarleik- maður Breiöabliks, sé einnig á förum norður og mun hann þá einnig leika með KA-liðinu. —SOS — Arni Sveinsson heldur til Hollands í fyrramálið/ þar sem hann mun dveljast hjá Excelsior og leika þar og æfa. Verði úr, að Arni skrifi undir samning er þriðji máttarstólpi Akra- nessliðsins þar með farinn í atvinnumennskuna, en þessir þrír — Karl, Pétur og Árni báru af i Skagalið- inu s.l. sumar. — Jú, það er rétt, ég fer til Hollands á fimmtudaginn sagði Arni Sveinsson, er við slógum á þráðinn til hans i gærkvöld, og mun æfa með 1. deildarliöinu Excelsior og hugsanlega leika einnig með liöinu, en þaö er þó alls ekki afráðið. — Excelsior er nokkurs konar dótturlið hjá Feyenoord og mikið af ungum leikmönnum fer þangað, en Feyenoord hefur stöð- ugar gætur á þeim og fær þá til sin ef þeir þykja atvinnumanns- efni. — Það er ekki ákveðið hversu lengi ég kem til með að dvelja þarna úti, en vissulega gerir maður sér vonir um að fá tilboð, sagði Arni ennfremur. Ekki er að efa að Arni, sem er einhver skemmtilegasti knatt- spyrnumaður landsins, mun vekja athygli I Hollandi — verð- skuldaöa athygli. Ekki er ástæða til annars en að óskaArna góös gengis i Hollandi, en mikið hljóta forráðamenn Skagamanna að vera orðnir þreyttir á þessum brottflutningi leikmanna en ekki er öllu þar með lokið. Nú um miðjan mánuðinn fara þrlr Skagamenn til viðbótar til Hollands og æfa þar um 6 vikna skeið. Það eru efnilegustu leik- mann Skagaliðsins, þeir Sigurður Halldórsson, Sveinbjörn Há- konarson og Jón Askelsson. Ekki er að efa, aö veki þessir leikmenn einhverja athygli, sem þeir vafa- Arni Sveinsson. litið gera, mun Feyenoord bjóöa þeim samning á hausti komanda, eða þá önnur lið i Hollandi, og hvar standa Skagamenn þá? Þeir horfa fram á stórfellt leik- mannatap ef svo fer fram sem horfir og litið virðist hægt að gera til að stöðva þessa þróun. A undanförnum árum hafa Akur- nesingar orðið fyrir þvi að missa fyrst Matthias og Teit til Sviþjóð- ar, þá Daviö Kristjánsson mark- vörð einnig til Sviþjóðar, Pétur Pétursson og Karl Þórðarson og nú mjög hugsanlega Arna Sveins- son til Hollands. Sannarlega mikil blóötaka, en þetta er nokkuð sem alltaf mátti vita að gerðist. Danir hafa verið fórnarlömb þessarar þróunar um margra ára skeið og nú virðumst við vera að talca við. Akurnesingar hafa þvi oröiö fyrir geysilegri blóðtöku og fari fram sem horfir en nokkuð vist að Valsmenn sitja einir að æðstu verðlaunum islenskrar knatt- spyrnu i haust. —SSv— ENDANLEGT LIÐ VALIÐ — 8 úr Val og 5 úr Víkingi Jóhann Ingi Gunnarsson lands- liðseinvaldur hefur tilkynnt lið sitt fyrir leikina gegn Pólverjum um helgina. Þetta sama lið mun vera endanlegt lið fyrir B-keppn- ina á Spáni i lok febrúar. Val liðs- ins kemur ekki á óvart þvi hópinn skipa sömu menn og léku ieikina gegn Bandarikjamönnum utan hvað 4 leikmenn hafa verið teknir úr hópnum. Eftir breytinguna litur hann þannig út: Ólafur Benediktsson, Val Brynjar Kvaran, Val Jens Einarsson, 1R Arni Indriðason, Vikingi Páll Björgvinsson Vik. Viggó Sigurðsson, Vik. Ólafur Jónsson, Vik. Ólafur Einarsson, Vik. Unglinga- landsliöiö í körfu Unglingalandsliöið 1 körfu- knattleik heldur utan i dag til þátttöku á Noröurlandamótinu, sem fram fer i Lathi I Finnlandi. Allir okkar efnilegustu ungu leikmenn eru I unglingalandsliö- inu og vænta menn mikils af þvl. Eftirtaldir leikmenn skipa liöiö Fremri röö f.v: Jón H. Stein- grimsson, Einar ó. Steinsson, Siguröur Bjarnason, Sigurjón Sigurösson, Valdimar K. Guö- laugsson, Sveinn Sigurbergsson. Aftari röö f.v: Gunnar Gunnarsson, þjálfari, Sigurður Sigurðsson, Kristján Arason, Guöbrandur Sigurðsson, Flosi Sigurösson, Guöjón M. Þorsteinsson, Guömundur Guö- mundsson, Ingvar S. Jónsson, þjálfari. Axel Axelsson, Dankersen Ólafur H. Jónsson, Dankersen Þorbjörn Guðmundsson, Val Þorbjörn Jensson, Val Stefán Gunnarsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Steindór Gunnarsson, Vai Jón P. Jónsson, Val Leikið verður við Pólverja á laugardag og sunnudag ef allt fer að óskum, en mikið óveður geisar nú um alla Evrópu og erfiöleikar munu vera á flugsamgöngum. —SSv— Víkingur sigraöi A laugardaginn var haldiö hraömót i handknattleik á Akranesi með þátttöku heima- manna, Vals, Vikings og landsliðsins. Mikill fjöldi fólks fylgdist meö keppninni og var húsfyllir. Fyrst léku saman landsliðið og Skagamenn og var þar um írekar ójafna viðureign að ræða — landsiiðið vann 18:10. Þá léku saman Valur og Vik- ingur og sigruðu Vikingar 16.15 i mjög spennandi leik. Þá léku um 3. sætið Skaga- menn og Valur og öllum á óvart vann 3. deildarlið Is- landsmeistarana 18:15. 1 úr- slitaleiknum vann svo Vik- ingur landsliðið 14:12. 1 þeim leik slitnuðu liðbönd i fæti Sig- urðar Gunnarssonar i liði Vik- ings og verður hann frá það, sem eftir er vetrar. Sigurður átti að vera með i undirbún- ingi landsliðsins fyrir Spánar- ferðina en veröur af öllu gamninu. —SSv—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.