Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. janúar 1979 9 atvinnullfs, sem fært er um aö sjá vaxandi þjóö sómasamlega farboröa, er þvi ööru fremur undir því kominn, aö fjármála- stjórn fari vel ilr hendi. En einu skyldu menn aldrei gleyma. Þegar nýir atvinnuhættir eru upp teknir, þarf aö hafa marg- víslegt gildismat i huga. baö má ekki einblina á hagvaxtarsjón- armiöiö eitt. Ofmetnaöur eða meðalhóf 1 fornum kirkjulegum fræöum átti sér staö tölusetning and- legra og siöferðilegra fyrir- bæra. Þá var kennt aö sjö væru höfuðsyndir. bó fylgdi þaö meö, aö viösjárveröust þeirra og undirrót allra hinna lastanna væri ofmetnaöur. Hvort sem menn vilja raöa áviröingum i flokka eöa ekki, er þaö ljóst, aö ofsafengin sjálfs- upphafning er hvimleiöur og skaölegur þáttur I mannlegu samfélagi. A ofmetnaöi strand- ar einatt, ef svo tekst til, aö þörf áform og góöur ásetningur renna út I sandinn, af þvi aö þeir, sem um hljóta aö fjalla, veröa ekki á eitt sáttir. Einstaklingar og þjóöfélags- hópar þurfa aö kunna sér hóf, ef vel á aö fara, þekkja sin tak- mörk og viöurkenna rétt og þarfir annarra. Einhugur og samstilltur þjóöarvilji er þaö, sem mest á rföur. Viö höfum ekki efni á nýrri sturlungaöld meö öllum hennar óþurftar- mönnum og óhæfuverkum. Viö þurfum ekki öfgar og oröagjálf- ur oflátunga, heldur málamiöl- un og meöalhóf. Góð leiðarstjarna Ég var nýlega aö lesa frábæra gamlaárspredikun eftir Harald prófessor Nielsson, þann mikla andlega leiötoga. 1 texta þeim, sem hann valdi sér aö umræöu efni, standa meöal annars þessi orö: ,,Ég þekki verkin þin”. Um þessi orð textans segir Haraldur Nlelsson m.a.: ,,Sið- asti dagur ársins minnir oss á, aö eitt sinn kemur siöasti dagur vorrar jarönesku ævi. Vera má, aö eitthvert af oss nái eigi aö lifa næsta gamlaárskvöld. Þegar dyr hinnar jarönesku ævi lykj- ast aftur I dauöanum, heyrum vér meö einhverjum hætti þessa raust: ,,Ég þekki verkin þin”. Þá veröum vér aö taka afleiö- ingum breytni vorrar”. Þetta voru orö Haraldar Nielssonar. Ég held, aö þaö væri heillavænlegt, ef viö gætum til- einkaö okkur þaö llfsviöhorf, aö til væri þó alltaf einn, sem þekkti öll okkar verk, stór og smá, og hvort sem unnin eru á opinberum vettvangi eöa i ein- rúmi — hvað sem ööru liöi, þá væri þó alltaf einn, sem þekkti öll okkar verk, sæi þau I réttu ljósi og gæti þvi metið þau aö veröleikum á réttum forsend- um. Ég held, aö slikt lifsviöhorf hlyti aö hafa holl áhrif á breytni okkar. Slik vitund hlyti aö veröa hvatning til umhugsunar áöur en verk er unniö. Slik trú hlyti aö veröa til þess, aö menn vönd- uöu betur til verka sinna en ella. En i þessu fyrirheiti felst einnig viss áfrýjunarréttur til æðra dóms. Dómar manna um verk ann- arra, hvort heldur er samtlöar- manna eöa forvera þeira, eru stundum ósanngjarnir eöa jafn- vel rangir. Þeir dómar eru oft byggöir á misskilningi eöa van- þekkingu, vilsýni eða hlut- drægni, svo ekki séu lakari hvatir nefndar. Þeir sem dæma þekkja ekki alltaf verkin i raun og veru. Þá er gott til þess aö hugsa, aö þaö er alltaf a.m.k. einn, sem veit betur. Aö þaö er þó alltaf einn allsherjar sjáandi, sem þekkir verkin og getur kveöið upp um þau réttan dóm. Hugsum til þess.þú og ég.um þessi áramót, aö til er sá, sem þekkir verkin þinog min. Þaö er góö leiöarstjarna á komandi ári. Ég læt svo þessu spjalli lokiö meö þvi aö bera fram óskir um farsæld og friö, bæöi á okkar landi og um heimsbyggð alla. Ég þakka landsmönnum fyrir liöiö ár og árna Islendingum öll- um farsældar og hagsældar á komandi ári. RARIK Kröflu yfirtekur Kás — Um áramótin tóku Raf- magnsveitur rikisins formlega viö öllum eignum og rekstri Kröfluvirkjunar, svoog yfirstjórn frekari framkvæmda sem ákveönar kunna að veröa. Eins og kunnugt er ákvaö rikis- stjórnin þann 30. nóvember sl. aö Rafmagnsveitum rikisins skyldi falið aö reka og hafa umsjón meö Kröfluvirkjun fyrst um sinn, enda stæöi rikiö sem eignaraöili undir fjármagnskostnaöi af stofnkostn- aði og áframhaldandi fram- kvæmdum, svo og hugsanlegum halla af rekstri virkjunarinnar eins og veriö hefur. I framhaldi af þessari ákvöröun skipaöi iönaöarráöherra, Hjörleifur Guttormsson, nefnd til þess aö ganga frá yfirtökunni. Nefndina skipuöu: Páll Flyg- enring, ráöuneytisstjóri, Jón G. Sólnes, formaöur Kröflunefndar, Jakob Björnsson, orkumálastjóri og Kristján Jónsson, rafmangs- veitustjóri rikisins. Að tillögu nefndarinnar hefur iönaöarráöherra ákveðiö, aö frá og meö 1. janúar 1979, þar til ööruvisi veröi ákveöiö, taki Raf- magnsveitur rikisins viö öllum eignum og rekstri Kröfluvirkjun- ar, svo og yfirstjórn frekari fram- kvæmda sem ákveönar kunna aö veröa. Viö þessa yfirtöku Rafmagns- veitna rikisins á Kröfluvirkjun fellur umboö Kröflunefndar niöur, svo og fyrirmæli iönaöar- ráöuneytisins til Orkustofnunar um þátt hennar i framkvæmdum viö borholur og gufuveitu. Nú er unnið að þvi að búa Kröfluvirkjun undir rekstur, m.a. meö tengingu á nýrri borholu. Staðan veröur þó endurmetin og ákvörðun um rekstur virkjunar- innar tekin meö hliösjón af fyrirliggjandi afli, væntanlega fyrir lok næsta mánaöar. Likan þjónustumiöstöövarinnar viö Gullfoss. Ahersla er iögö á, aö form og byggingarefni falli eölilega aö umhverfi sinu. 6RÆNT LJÓS á ferðamannamiðstöð við Gullfoss FI — Alþingi hef ur nú gefið grænt Ijós á þjónustumiðstöð við Gullfoss og er þá eitt helsta baráttumál Ferðamála- ráðs komið f heila höfn. Gullfoss er með fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins — þangað koma milli 60 og 100 þúsund manns árlega en ástandið við fossinn hefur verið þjóðinni til vansæmdar. Nýja feröamannamiðstööin, sem reist veröur viö Gullfoss, hefur ekki veriö hönnuö endan- lega, en Hrafnkell Thorlacius arkitekt hefur unniö aö úrvinnslu hugmynda og tæknilegum undir- búningi. Geröar hafa verið mælingar á landinu i umhverfi fossins, þar sem helst kemur til greina aö reisa mannvirki, gera vegi og stiga. I þeim umræöum, sem oröiö hafa um staðarval hefur Feröa- málaráö aöhyllst aö láta reisa húsiö nærri efribrúninni i grennd viö núverandi Kjalveg. Sá staöur hefur ýmsa kosti til mannvirkja- geröar, en er nokkuö langt frá fossinum, þyrfti þvi aö gera góö- an gangstig og tröppur út frá hon- um að fossinum. Umhverfisnefnd Feröa- málaráös hefur reynt aö gera sér grein fyrir, hvaö hýsa þurfi hið minnsta til þess aö móttaka öll geti verið sómasamleg. 1 tillögum nefndarinnar er gert ráö fyrir 250 fermetra húsi með snyrtiaðstööu, ibúð gæslumanns lands og mannvirkja og afdrepi fyrir gesti, þar sem til sýnis væri einhver fróöleikur, t.d. um myndun Gullfoss og Hvitárgljúfurs. Litil minjagripasala veröi tengd af- drepi. Viö hönnun hússins er fyrst og fremst lögö áhersla á aö form og byggingarefni falli eölilega aö umhverfi sinu og aö byggingar á þessum staö veröi sem minnst áberandi eða framandi. Þá er og gert ráö fyrir aö unnt gæti veriö aö stækka skálann, ef þess gerist þörf. Feröamálaráö kom þvi til* leiöar sl. sumar aö gamli skálinn viö Gullfoss var rifinn. Þess I staö voru fengin aö láni til bráöa- birgöa færanleg snyrtihús hjá Landsvirkjun en umsaminn láns- timi rennur út næsta haust. Kostnaöaráætlun viö nýja skál- ann frá april 1978 er upp á rúmar 60 milljónir. Hugmynd aö staöarvaii fyrir skála viö Gullfoss. Hrafnkell Thorlacius arkitekt teiknaöi eftir loftmynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.