Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 12
 12 MiOvikudagur 3. janiiar 1979 Blaðburðarbörn Rukkunarheftin eru tilbúin. Sækið þau sem fyrst á afgreiðslu blaðsins Siðumúla 15 (2. hæð). ÚTSALA garn, hannyrðavörur, gjafavörur og fleira. HOF INGÖLFSSTRÆTI 1 Sími 16764 jm <aM / t fc Eiginkona min elskulega Þorbjörg Magnúsdóttir, Stórholti 25, sem andaðist 21. desember s.l. veröur jarösungin frá Dómkirkjunni kl. 1.30 e.h. föstudaginn 5. janúar. F.h. barna, tengdabarna, systkina og annarra vanda- manna Guömundur Jónsson. Maðurinn minn og faðir okkar Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður í£ verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. 1 janúar kl. 2 e.h. tJóhanna Thorlacius Einar örn, Hanna Gréta og Anna Kagna Thorlacius. Minningarathöfn um fööur okkar Stefán Július Þórlindsson, verður i Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. janúar kl. 4.30. Jarðsett verður á Kolfreyjustað laugardaginn 6. janúar kl. 1. Börn, unnusta og aörir vandamenn. -----------------------------------------—------ bökkum auðsýnda samúð við fráfall Helga Danielssonar vélstjóra Safamýri B3. Alúðar þakkir færum við einnig björgunarsveitum Mýra- og Borgarfjaröarsýslu fyrir drengilega aöstoð. Guömundur lleigason, Daniel Helgason, Rannveig Heigadóttir, Markúsina Linda Helgadóttir, og aðrir aöstandendur. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samuö og vinarhug við andlát og jaröarför eiginkonu, móöur og tengdamóður okkar, Elsu Jónu Sveinsdóttur frá Stöövarfiröi Friögeir Þorsteinsson Guöjón Friögeirsson, Asdis Magnúsdóttir, örn Friðgeirsson, Hallbera Isleifsdóttir, Sveinn V'iöir Friðgeirsson, Nanna Ingólfsdóttir, bórólfur Friögeirsson, Kristin L. Halldórsdóttir, Guðriöur Friögeirsdóttir, Björn Pálsson, Björn Keynir Friögeirsson, Asta Gunnarsdóttir. West Bromwich Albion hefur veriö f mikilli sókn aö undanförnu og leikiö 12 leiki f röö án taps f 1. deild- inni. Myndin sýnir hvar Tony Godden markvöröur WBA ver skot frá Trevor Cherry/Leeds. Aörir á myndinni eru Alistair Robertson (nr. 6) og Bryan Kobson. WBA sigurvegari j ólahátí ðarinnar — Albion skaust á toppinn með þremur sigrum um jólin Snarvitlaust veöur setti mikinn svip á ensku knattspyrnuna um hátiðarnar — aldrei þó eins og á mánudaginn. Þá var ráðgerð heil umferö i öllum deildum, en aðeins þremur leikjum tókst aö ljúka. Þrátt fyrir veðurofsann náði eitt liö að sýna allar sinar bestu hliðar — West Bromwich Albion var i ógurlegum ham um jólin og vann þá þrjá stórgóða sigra og skaust i efsta sætiö ásamt Liver- pool og Everton. Greinilegt er nú á öllu, aö WBA kemur mjög sterklega til greina, sem meistari i vor. Liðið leikur stórgóöan fót- bolta og svertingjarnir þrir i liði- nu blómstra. Markasúpa á Old Traf- ford Af öllum leikjunum um jólin bar leikur Manchester United og West Bromwich algerlega af. Allt ætlaöi vitlaust aö veröa á meðal hinna 56.000 áhorfenda, þegar Brian Greenhoff skallaði glæsi- lega i mark Albion á 22. min. Sú dýrð stóð þó ekki ýkja lengi þvi Albion svaraði fyrir sig meö tveimur mörkum á tveimur minútum. Fyrst skoraði Tony Brown á 27. min. og þá Len Cantello minútu siöar og skyndi- lega var staöan oröin 1:2 Albion i hag. Þeir United-menn gáfust þó ekki upp og strax á næstu min. jafnaði Gordon McQueen metin með sannkölluðum þrumuskalla. Ekki minnkaði gleði áhorfenda þegar Sammy Mcllroy náði for- ystu á ný fyrir United á 34. min. Höföu þá veriö gerö 5 mörk á 12 minútum. Albion voru þó ekki af baki dottnir og á lokaminútu fyrri hálfleiksins jafnaöi Tony Brown — sú aldna kempa — metin fyr- ir Albion Staðan var þvi 3:31 hálf- leik. Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki eins skemmtileg- ur fyrir áhorfendur þvi WBA tók öll völd á vellinum og mörk frá svertingjunum Regis og Cunning- ham tryggöu þeim glæsilega 3:5 sigur. Leedsíham Leikmenn Leeds er svo sannarlega i miklum ham þessar vikurnar. A laugardaginn lék Leeds sinn 9. leik I röö án taps og aö þessu sinni var slakt lið QPR fórnar- lambið Eddie Grey gerði eina mark fyrri hálfleiksins, en John Hawley komLeedsi 3:0 i s.h. með tveimur góðum mörkum. Peter Eastoeminnkaði muninn I 1:3 en Carl Harris átti lokaoröið meö góðu marki. Lélegasta liðið Það er engum blööum um það að fletta að Chelsea er með eitthvert það lélegasta lið sem enska 1. deildinhefur boöið upp á i manna minnum A laugardaginn fékk Ipswich Chelsea i heimsókn. Ipswich hefur ekki beint veriö þekkt fyrir afburöaárangur á heimavelli, en Chelsea sá um það breyttist allsnarlega. Russel Osman, miövörðurinn ungi, Arnold Muhren og John Wark komu Ipswich i 3:0 I fyrri hálfleik og þegar Arnold Muhren bætti 4. markinu við I upphafi seinni hálfleik9 leist aödáendum Chelsea ekki á blikuna. Tommy Langley náði aðeins aí laga stöðu- na, enlokaoröiðátti Paul Mariner er hann skoraöi 5. markið og stör- sigur var i höfn — 5:1. Aðrir leikir Arsenal vann tiltölulega auð- veldan sigur á Birmingham á Highbury. Frank Stapleton náði forystu fyrir Arsenal en Trevor Francis jafnaði fyrir Birming- ham og þannig stóö i leik- hléi.Mörk frá Alan Sunderland og Pat Rice sáu siðan um öruggan sigur Arsenal. Tom Richie náöi forystu fyrir Bristol gegn Man. City i fyrri hálfleik en Ron Futch- er jafnaði i þeim siðari fyrir City. Leikur Everton og Tottenham var lengst af mjög jafn, en Mick Lyons náði forystu fyrir Everton á 28. min. Colin Lee jafnaði fyrir Tottenham á 42. min. og þar viö sat þrátt fyrir þunga sókn Everton iseinni hálfleik. Everton slapp þó einu sinni meö skrekk- inn, er Peter Taylor komst einn innfyrir vörnina hjá Everton, en Georg Wood bjargaði glæsilega meö úthlaupi. tJlfar áuppleið Úlfarnir eru greinilega á upp- leiö, þvi þeir næla sér núorðið i stig endrum ogeins. Steve Daley, alger yfirburðamaður i liði þeirra, náði forystunni fyrir þá gegn Coventry á laugardaginn, en Tommy Hutchison jafnaöi metin i seinni hálfleik. Eins og fyrr sagöi var aðeins einnleikur á mánudag. WBA fékk Bristol City i heimsókn og i mjög hrööum og skemmtilegum leik — þrátt fyrir erfiöar aðstæður — sigraði Albion 3:1. Ally Brown náði forystu fyrir Albion á 12. min., en Peter Cormack jafnaði á 22. min. úr vitaspyrnu, eftir að Tom Ritchie haföi skotiö i stöng úr vitinu. Tony Godden var þá sagður hafa hreyft sig og vitið endurtekið og þá urðu Cormack engin mistök á. Miövöröurinn John Wile náði svo forystunni fyr- ir Albion rétt fyrir lok fyrri hálf- leiks og i þeim siðari gulltryggöi Ally Brown sigurinn. — SSv — 1. DEILD Liverpool 21 15 3 3 47 : 9 33 Everton 22 12 9 1 32: 16 33 WBA 21 14 5 2 46; 19 33 Arsenal 22 11 7 4 39: : 20 29 Nottm.Forest 20 8 11 1 21: 12 27 Leeds Utd. 23 9 8 6 44: 30 26 Bristol C 24 9 7 8 30: 26 25 Coventry 22 9 7 6 29 :35 25 Manch.Utd. 22 9 6 7 32: 39 24 Tottenham 22 8 8 6 25: :36 24 Aston Villa 21 7 9 5 26: : 19 23 Southampton 21 6 8 7 25: 28 20 Ipswich 22 8 3 11 29: 30 19 Derby 22 7 5 : 10 26: 40 19 Manch.City 21 5 8 8 27: 26 18 Norwich 19 4 : 10 5 30: 30 18 Bolton 22 6 5 : 11 29: 40 17 Middlesbr. 21 6 4 11 30 :31 16 QPR 21 4 7 10 18 :30 15 Wolves 21 5 2 14 17 :40 12 Chelsea 22 2 6 14 22: :48 10 Birmingham 22 2 4 16 20: :39 8 2. DEILD Crystal Pal. 23 10 10 3 34 : 18 30 StokeCity 23 11 8 4 32 :21 30 Brighton 23 13 3 7 43 :24 29 West Ham 22 11 5 6 44: : 23 27 Fulham 22 10 5 7 31 : 25 25 Sunderland 22 9 7 6 32 : 27 25 Burnley 22 9 7 6 35 :32 25 Newcastle 23 10 5 8 24 :23 25 Notts. County 23 8 9 6 30; : 37 25 Orie.nt 23 9 5 9 27: 26 23 Charlton 23 8 7 8 36: 36 23 BristolR. 22 9 5 8 31 :37 23 W re.xham 20 7 7 6 25: 21 21 Preston 32 7 7 9 37: 40 2i Leicester 22 5 10 7 20: 22 20 Cambridge 22 5: 10 7 23: 29 20 Luton 21 8 3 : 10 37: 27 lf Oldham 22 6 7 9 28: 39 19 Sheffield U 20 6 4 10 25: 30 16 Cardif f 22 5 5 12 25: 47 15 Blackburn 21 3 7 11 22: 40 13 Millwail 22 4 4 : 14 19: 39 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.