Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 3. janúar 1979 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Pórarinn Þóararinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi «6300. — Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaöaprent Erlent yfirlit Verða kj arnorkuvopn framleidd á Taiwan? Meðalhóf til farsældar t ávarpi sinu til þjóðarinnar nú um áramótin vikur ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, að ýmsum þeim viðfangsefnum sem við þjóðinni blasa á nýju ári. Um horfurnar fram undan segir forsætisráð- herra m.a.: „Helstu fiskstofnar eru fullnýttir og ráðstafana virðist þörf til að draga úr búvöruframleiðslu i bili. Þvi er ljóst, að nýjar atvinnugreinar verða að koma til ef vaxandi þjóð á að geta vegnað vel i landinu. Orkulindir eigum við nægar, og orka og hugvit eru hornsteinar blómlegs iðnaðar. Reynsla annarra þjóða sannar, að þar sem þetta tvennt er að finna, þarf skortur á hráefnum ekki að standa iðnþróun fyrir þrifum. Það sem máli skiptir er að hugviti og atorku séu sköpuð skilyrði til að njóta sin. Þeir sem hyggjast hasla sér völl á heimsmarkaði, þurfa að hafa fast land undir fótum þar sem eru fjárhagsleg skilyrði heima fyrir. Vöxtur og viðgangur islensks at- vinnulifs, sem fært er um að sjá vaxandi þjóð sómasamlega farborða er þvi öðru fremur undir þvi kominn, að fjármálastjórn fari vel úr hendi. En einu skyldu menn aldrei gleyma. Þegar nýir atvinnuhættir eru upp teknir, þarf að hafa marg- vislegt gildismat i huga. Það má ekki einblina á hagvaxtarsjónarmiðið eitt. í fornum kirkjulegum fræðum átti sér stað tölu- setning andlegra og siðferðilegra fyrirbæra. Þá var kennt að sjö væru höfuðsyndir. Þó fylgdi það með, að viðsjárverðust þeirra og undirrót allra hinna lastanna væri ofmetnaður. Hvort sem menn vilja raða ávirðingum i flokka eða ekki, er það ljóst, að ofsafengin sjálfsupphafn- ing er hvimleiður og skaðlegur þáttur i mannlegu samfélagi. Á ofmetnaði strandar einatt ef svo tekst til, að þörf áform og góður ásetningur renna út i sandinn, af þvi að þeir. sem um hljóta að fjalla, verða ekki á eitt sáttir. Einstaklingar og þjóðfélagshópar þurfa að kunna sér hóf, ef vel á að fara, þekkja sin takmörk og viðurkenna rétt og þarfir annarra. Einhugur og samstilltur þjóðarvilji er það sem mest á riður. Við höfum ekki efni á nýrri Sturlungaöld með öllum hennar óþurftarmönnum og óhæfuverkum. Við þurfum ekki öfgar og orðagjálfur oflátunga heldur málamiðlun og meðalhóf.” Ekki leikur minnsti vafi á þvi að vaxandi far- sæld og velmegun þjóðarinnar á hinu nýja ári hvil- ir á þeirri forsendu að málamiðlunin, meðalhófið og samvinnuhugurinn verði meiri á næstu mánuðum en var lengst af á liðnu ári. Og sjálfsagt er það besta nýársóskin nú að mönnum takist að læra af mistökum hins liðna. JS Taiwan veldur Kina og Bandaríkjunum áhy VladivostoiSí? KOREA {S ty TAIVAN ílongkongy~..:zjTc £ A /V BURMAp* MAL^YSIA, Singápor?1 OPINBERLEGA hefur enn ekki veriö skýrt frá því hver urðu erindislok bandariska aö- stoöarutanrikisráöherrans, Warren Miner Christopher, til Taiwan i siöastl. viku, en erindi hans þangaö var að semja fyrir hönd Bandarikjastjórnar viö stjórnina á Taiwan um fram- tiöarfyrirkomulag á samskipt- um landanna eftir aö Bandarik- in slitu beinu stjórnmálasam- bandi við Taiwan um áramótin og tækju i staöinn upp stjórn- málasamband við Kina. Af hálfu almennings á Taiwan var komu Christopher illa tekiö og munaöi minnstu að hann yröi fyrir alvarlegum meiöslum. Af hálfu stjórnarvalda á Taiwan hlaut hann einnig þurrlegar móttökur, en vera má að betur hafi samizt bak viö tjöldin. Fyrir Bandarikin skiptir miklu, aö sæmileg sambúö geti haldizt áfram viö stjórnina á Taiwan og treystir hún þar á, aö Taiwan er verulega háð verzl- unarviðskiptum viö Bandarikin. Taiwanstjórn hefur hins vegar þá stöðu, aö hún getur sett Bandarikjunum verulega kosti. Það yrði t.d. aukiö áfall fyrir Bandarikin, ef það yröi almennt álit, að þau heföu ekki aðeins unnið það til vináttu viö Peking- stjórnina aö rjúfa stjórnmála- sambandið við Taiwan og segja upp varnarsáttmálanum heldur til viöbótar beitt efnahagslegum þvingunum til að koma Taiwan undir yfirráö Pekingstjórnar- STAÐA Taiwans er annars þannig, að stjórnendurnir þar eiga ýmsa áhrifamikla leiki i taflinu við Bandarikin. Ef Bandarikjamenn láta þeim t.d. ekki i té þann vopnabúnað, sem þeir fara fram á, geta þeir grip- ið til þess leiks að hefja fram- leiðslu á kjarnorkuvopnum. Talið er, að sérfræðingar á Taiwan ráöi þegar yfir þeirri vitneskju, að það myndi ekki taka nema tvö ár, að hægt yrði að hefja þar framleiðslu á kjarnorkusprengjum. Fyrir Bandarikin yrði það mikið áfall, þar sem þau hafa beitt sér mjög Chiang Ching-kuo, forseti Taiwan-stjórnarinnar eindregiö gegn þvi, að fleiri ríki hæfu framleiðslu á slikum vopn- um en þau, sem þegar gera þaö. Ef Taiwan færi inn á þessa braut, myndu vafalaust fleiri koma á eftir. Kinverjum kynni að þykja slikt varhugavert og skærust þvi ef til vill i leikinn með vopnavaldi fyrr en ella. Fyrir Bandarikin væri örðugt aö horfa á Taiwan innlimaða i Kinaveldi á þann hátt. Það er heldur ekki ósennilegt, að Rúss- ar kynnu þá að gripa tækifærið og gera upp sakirnar við Kina. Taiwanir stæðu þvi þá ekki einir uppi og eftir það yrði erfitt fyrir Bandarikjamenn að vera hlut- lausir. Eins og er láta stjórnarvöld á Taiwan ekki neitt i það skina, að þau ætli að leita á náðir Rússa. Slikt væri lika óklókt af þeim eins og sakir standa. En Kinverjar geta gefiö þeim tæki- færi til aö snúa sér i þá átt. Eftir sliku tækifæri eru þau að biöa. Trkutsk< 1—'r'T\ MONGOLI A ^ r Peking* CHINA Nang- AM RaNH A Bay r — Philippine IsLandsc Landabréf, sem sýnir hina hernaðarlega miKÍu þýöingu, sem Taiwan getur haft En Kinverjar gera sér þaö einnig ljóst. Þess vegna munu þeir vafalitið fara að með allri gát i náinni framtið. t raun og veru er taflstaðan á þessum stöðum nú orðin þannig, að Rússar og Taiwanir eru orönir óbeinir bandamenn, þótt engin formleg tengsli séu enn þar á milli. Þetta getur haft veruleg áhrif á þaö, sem skeður i fram- tiðinni. EINS og áður segir, gera Kin- verjar sér þetta bersýnilega ljóst, og fara sér þvi hægt. Þeir tala um, að Taiwan eigi að tengjast Kina á friðsamlegan hátt. Þeir gefa undir fótinn með það, að Taiwan myndi fá að hafa ýmsa sérstööu innan Kina- veldis. Þeir hafa þegar boðið stjórninni á Taiwan til viðræðna um þessi mál. Slikum viðræöum hefur hún eindregið hafnað. Ýmsir Bandarikjamenn virö- ast gera sér vonir um, aö Taiwan geti fengið ekki ósvip- aöa stöðu og Hong Kong, sem Pekingstjórnin hefur látiö af- skiptalausa, þótt Bretar fari þar með nýlendustjórn. Hér er hins vegar óliku saman að jafna. Bretarleigðuþaðland, þar sem Hong Kong ernú.til 99 ára og fellur sá samningur úr gildi 1997, eða eftir 18 ár.og taka Kin- verjar þá við stjórninni i Hong Kong átakalaust, ef þeir þá kæra sig um það. Enginn her er i Hong Kong, sem Kinverjar telja sér stafa hætta frá. Taiwan og Hong Kong er ekki hægt að likja saman á neinn hátt. Eins og er, eru varnir á Taiwan taldar það öflugar, að Kinverjar hafi tæpast getu til sigursællar innrásar ar. Stjórn- endur Taiwan lýsa þvi yfir, að þeir ætli enn að efla varnirnar. Oll ástæða er til aö ætla, að i skjóli þessara varna geti Taiwan haldið sjálfstæði sinu i náinni framtið. En þetta getur breytzt þegar. Kinverjar eru búnir að auka vigbúnað sinn, eins og þeir stefna nú markvist að. En meðan Taiwan heldur sjálfstæði sinu, mun hún valda Kina og Bandarikjunum veru- legum vanda og torvelda sam- búö þeirra. Jafnframt gerir hún Rússum taflið auðveldara aust- ur þar. Þetta er ein skýringin á þvi, að Rússar hafa tekiö stjórn- málasambandinu milli Kina og Bandarikjanna mun betur en ýmsir fréttaskýrendur áttu von á. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.