Tíminn - 18.02.1979, Síða 7

Tíminn - 18.02.1979, Síða 7
Sunnudagur 18. febriiar 1979 7 Wwmm Þórarínn Þórarinsson: Vísitölugrundvöllurinn er ósanngjam og stórhættulegur Staöan i islenzkum efnahags- málum er nú á ýmsan hátt lik og voriö 1974. Þvi er ekki úr vegi aö rifja upp efni efnahagsfrum- varps sem var lagt fyrir Alþingi i april 1974 af þáverandi vinstri stjórn. Meginatriöi frumvarps- ins voru þessi: Verölagshömlur veröi mjög hertar og öll leyfi til veröhækk- ana verða aö hljóta staöfestingu rikisstjórnarinnar. Niðurgreiöslur mega ekki vera lægri en þær voru i marz- mánuöi 1974 og fjölskyldubætur meö barni skulu hækka úr 12 þúsund krónum i 15 þús. krónur. Fjár til þessara ráðstafana skyldi aflaö meö þvi aö lækka fjárveitingar úr rikissjóöi um l. 500 milljónir króna en öll út- gjöld fjárlaga voru þá áætluð 29.4 milljaröar króna. Verölagsuppbætur á laun má ekki greiða hærri en þær voru 1. marz 1974. Þó mátti undan- þiggja lægstu laun þannig, aö greidd yrði hærri veröuppbót á þau. Slik veröuppbót skyldi ákveðin sem föst krónutala,en ekki sem hlutfall af launum. Vinnuveitendum var gert óheimilt aö greiöa hærri grunn- laun en sem svaraði 20% grunn- launahækkunar frá 31. desem- ber 1973, en samkvæmt kjara- samningunum, sem voru gerðir i febrúar 1974, haföi oröiö meiri en 20% grunnkaupshækkun hjá mörgum stéttum. Þetta skerðingarákvæði skyldi þó ekki ná til lægstu launa. Lög þessi skyldu gilda i sjö mánuöi eöa til 30. nóvember 1974. Lúðvik Jósepsson skýröi þaö vel i ræöu, sem hann flutti i þinginu 3. mai 1974, hver væri aöalástæða þess, aö vinstri stjórnin heföi taliö óhjákvæmi- legt að leggja framangreindar tillögur fyrir þingiö. Hann sagöi m. a.: „Þaö er enginn vafi á þvi, aö sá vandi, sem viö stöndum nú frammi fyrir I efnahagsmálum, snýst öðru fremur um þaö, hvernig skuli fara meö þá hækkun á kaupgjaldsvlsitölu semsýnilegteraöveröa muni 1. júni n.k. og aftur 1. sept. aö hausti. Eins og fram hefur kom- iö i umr. hér, er reiknað meö þvi, að kaupgjaldsvísitalan muni hækka 1. júnl n.k. um 13-15% og ef sú hækkun verður látin ganga yfir án aðgeröa mundi kaupgjaldsvisitalan aft- ur hækka senniiega um 7-8% eða jafnvel meira 1. sept. Þaö eru afleiðingarnar af þessum hækkunum, sem fyrst og fremst þarfaðglima viö. Og égheld, aö allir hljóti að veröa sammála um, að þaö þarf I rauninni aö koma I veg fyrir þaö aö þessar hækkanir gangi yfir og út i' efna- hagskerfið”. „Viöreisnarráöin” 1 umræðum, sem uröu um frumvarpiö, hélt Gunnar Thoroddsen fram kosti þeirra aögeröa viöreisnarstjómarinn- ar 1960 aö lækka gengiö og banna visitöluhækkanir,en bæöi Framsóknarflokkurinn og Al- þýöubandalagiö beittu sér gegn þvi. Rétt þykir aö rifja hér upp svar Lúövíks Jósepssonar viö þessum fullyröingum Gunnars: ,,Ég tókeftir þvi að hv. 5. þm. Reykv., Gunnar Thoroddsen. sagöi, að ööruvisi heföi verið tekiö á þessum málum I tið viö- reisnarstjórnarinnar áriö 1960 og þá hefði i rauninni tekist aö ná jafnvægi i islenskum þjóðar- búskap á árunum 1960-1962. En hvernig var þetta jafnvægi? Þetta jafnvægi fékkst meö þvi að gera fyrst stórkostlega gengislækkun áriö 1960 og banna alla visitölutengingu á laun og siðan þegar launþega- samtökin i landinu reyndu aö rétta hlut sinn að nokkru áriö 1961, þá var brugöiö strax viö aftur og gengið lækkaö aftur. Þaðer auövitaö afskaplega ein- föld aöferö, þegar maöur mætir vandamálum af þessu tagi, aö knýja bara fram almenna launalækkun frá þeim launa- grundvelli sem verið hefur. Þaö eru gömlu viöreisnarráöin. Þau eru afar einföld og þaö leyndi sér ekki á þvi.sem hv. 5. þm., Reykv., Gunnar Thoroddsen sagði hér,aö hann er enn hrifinn af þessum ráöum og enn mundi hann vilja beita þeim og ná jafnvægi á þennan hátt. Þaö væri einfalt aö lækka gengiö um 20-30%, — Þaö var reyndar miklu meira 1960,og bánna siðan allar visitöluhækkanir á kaupog ná jafnvægi á þann hátt. Þá væri ekki mikill vandi aö lifa ef á þann hátt væri fariö aö. En ég er afar hræddur um það,aö jafn- vel þó aö viöreisnarflokkarnir reyndu aö fara þessa leiö aftur viö núv. kringumstæöur, kæmust þeir ekki ýkjalangt, enda fór svo að þeir uröu á sinum tíma aö gefast upp á þessari leiö. Þeir uröu aö samþykkja aö taka upp visitöluna á nýjan leik, m.a. til þess að fá meiri friö á vinnu- markaöienoröinn var, en þá var oröinn sá háttur á,aö launþega- samtökin fengjust ekki til að semja um kaupgjaldsmál nema til 6 mánaða i senn. Þaö er vitanlega engin leið út úr slikum vanda sem þessum aö lenda I sliku”. Ósanngjarn og stórhættulegur En jafnframt þvi og Lúövik taldi veröbótavisitölubann óhæfu tók hann skýrt fram, að hann teldi mikla þörf fyrir breytingar á þágildandi verð- bótavísitölu. Hann sagði orörétt i framhaldi af svarinu til Gunnars: „Hitt er rétt, aö þaö er mikil þörf á þvi aö breyta þeim visi- tölugrundvelli sem notaður er úl þess aö vernda kaupmátt launa. Sá visitölugrundvöllur, sem viö búum við i dag er i eöli sinu ósanngjarn og hann er auk þess stórhættulegur í efnahags- kerfinu. Þaðerrétt, þaö er ekk- ert vit I þvi aö visitölukerfiö skuli vera þannig uppbyggt, aö þegar þjóðin verður fyrir stór- áföllum,eins og viö mikla hækk- un á oliuvörum, þá skuli allar launastéttir I landinu fá kaup- hækkun út á slík óhöpp, en það er þaö sem gerist nú i dag. Ég tel, að það sé launþegasamtök- unum i landinu nauðsynlegt og einnig gagnlegt fyrir vinnu- markaðinn almennt séö aö hafa vissa visitölutryggingu á laun- um, en það þarf aö miöa þá tryggingu viö allt annaöen visi- talan er miöuö við i dag. Nú er hún látin mæla margvíslegar veröbreytingar, sem koma I rauninni litið viö hinn almenna launamann. Þaö þarf þvi aö endurskoöa allt þaö kerfi,þvi aö veröi það ekki endurskoöaö, er hætt við þvi, aö það verði tekin upp gamla viöreisnaraöferöin aö skera vfsitöluna niöur meö öllu, en þaö hefur lika i för meö sér margs konar vandkvæði”. „Langsamlega stærsta vandamáliö” Illu heilli náði efnahagsfrum- varp vinstri stjórnarinnar ekki fram að ganga. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýöuflokkurinn gátu með aðstoö liöhlaupa úr Samtökunum stöðvaö framgang þess. Þaö tókst þvi ekki aö veita nægilégt viðnám gegn veröbólg- unni og varö þvl aö grípa til gengisfellingar í ágústmánuöi 1974. lumræöunum, sem þá fóru fram um efnahagsmál á Al- þingi, hélt Lúövik Jósepsson fram óbreyttri skoöun á göllum vlsitölugrundvallarins, en hann átti þá ekki lengur sæti I rikis- stjórn. Hinn 30. ágúst fórust honum svo orð á Alþingi: ,,Ég viöurkenni,aö hér er viö viss vandamál aöglima. 1 okkar efnahagsmálum þarf að gera tilteknar aðgeröir, og ég skal koma aö þvþhvaö þaö er,sem ég legg þar á höfuðáherslu. Ég tel, að þaö.sem er þýðingarmest og við veröum að leysa, er aö stööva þann skrúfugang, sem á sér staö á milli verölags og kaupgjalds.koma i veg fyrir þær margföldunarveröhækkanir og kauphækkanir.sem eiga sér staö ámiklum veröbólgutlmum eins og þeim.sem viö lifum á nú. Þaö þarf aö koma i veg fyrir þaö aö kaupið eftir einhverjum visi- tölureglum eins og þeim, sem við höfu'm búiö viö, æði upp á eftir verölagi, þvi aö það kippir vitanlega fótunum undan eöli- legum rekstri eins og nú er ástatt. Þetta var gert I tiö fyrrv. rikisstj. meö brbl. frá þvl i mal s.l. Þá átti aö réttu lagi kaupgjald aö hækka um 14,5% eða um 15.5 K-vIsitölustig 1. júni og eftir slika hækkun heföu landbúnaöarvörurnar hækkaö glfurlega strax á eftir, útséld vinna heföi hækkaö gifurlega og siöan oröiö önnur kollsteypa þar á eftir. Mér er alveg ljóst.að viö þær aöstæður sem viö búum viö i dag, er engin leiö aö halda at- vinnurekstrinum hér gangandi af fullum krafti, eins og verið hefur, ef þessi skrúfugangur yröi látinn ganga áfram. Þaö vísitölukerfi sem viö búum við hefur vissa kosti. Það getur skapaö meiri kyrrö á vinnu- markaöi undir vissum kringum- stæöum er launþegarnir vita aö þeir hafa vissa tryggingu fyrir kaupmætti launa sinna. En þaö sjá allir.aöef t.d. er um aö ræöa að erlendar veröhækkanir eru mjög miklar og hafa viðtæk áhrif, sem leiða til hækkunar á mörgum sviðum, ogþaö gerist á þeim tima.sem útflutningsverö okkar hækkar ekki, stendur i staö eöa jafnvel fer lækkandi, þá fær svona skrúfugangur ekki staöist og þá er aö reyna aö finna ráö til þess aö koma i veg fyrir þennan vanda, þannig aö launafólkið i landinu fái viö un- aö, en atvinnurekstrinum sé fort>að frá afleiðingum þessara sifelldu hækkana. Þetta er aö mínum dómi langsamlega stærsta vandamáliö. Mér dettur ekki í hug aö halda þvi fram, aö ég sé meö ein- hverja patentlausn á þessu og ég kunni ráö við þvi aö leysa þetta á einfaldan hátt. Þaetta er vandasamt úrlausnarefni en sem verður aö vera hægt að leysa”. Viðskiptakjörin Lúövik Jósepsson vék aftur aö vísitölukerfinu i ræöu sinni og minntist i þvi sambandi á við- skiptakjörin. Hann sagöi m.a.: „Ég tel fyrir mitt leyti, aö megineöli þess vanda, sem við eigum nú viö aö glima I efna- hagsmálum, séu hin breyttu viðskiptakjör okkar, sem nú hafa orðið snögglega, þ.e.a.s. mjög margar innflutningsvörur okkar hafa stórhækkað í veröi, en þó nokkuð þýðingarmiklar útflutningsvörur hafa heldur lækkað í verði.þó aö þar sé ekki, þegarlitiöerá heildina.um neitt stórt aö ræöa. 1 ööru lagi tel ég aö okkar visi- tölukerfi, eins og þaö er nú.fái ekki staöist á sllkum verö- sveiflutimum eins og nú ganga yfir. Þaö þarf að endurskoöa þaö og tryggja launþegana eftir öðrum leiöum, þvl aö þaö gefiir alveg auga leið eins og ég hef sagt i ræðustól hér á Alþ., áöur, aö undir þeim kringumstæöum, sem viöbúum viö i dag, er engin leiö aö láta landsmenn fá al- menna kauphækkun eftir visi- tölu út á stórhækkaö oliuverö, sem þjóöarbúiö verður fyrir. En okkar visitölukerfi er þannig aö menn heföu átt að fá kauphækkun út á þessa olíu- verðhækkun. Og i þriðja lagi tel ég, aö eöli þess vanda sem viö er aö glíma sé aö talsverðu leyti fólgiö I þvi, ,aö kaupgjaldssamningarnir sem geröir voru i lok febr. I vet- ur, voru i ýmsum tilfellum al- veg óraunhæfir. Þar var farið i ýmsum greinum langt út fyrir eölileg takmörk, þó aö þaö ætti ekki viö hina lægst launuðu aö mlnumati. Þvierekkiheldur að neita, aö þarna er stór þáttur I okkar vanda gifurleg þensla á öllum sviöum”. Hættan framundan A þeim tima, sem er liöinn siðan Lúðvik Jósepsson hélt áöurgreindar ræöur slnar, hafe orðiö þær einar breytingar á visitölugrundvellinum, sem ganga i öfuga átt viö það.sem hann taldi nauösynlegt. VIxl- hækkanirnareru t.d. orðnarenn hraöari en áöur. Svo rétt sem það var sumariö 1974, aö vísi- tölumálið væri langsamlega stærsta vandamáliö, þá á þaö enn frekar við nú. Veröi vlsi- tölukerfiö látiö haldast óbreytt áfram, biöur ekki annaö fram- undan en veröbólguflóö og stór- fellt atvinnuleysi. Ef kaupgjald hækkar um rúm 7% f marz næstkomandi vegna veröbóta- vlsitölunnar og þaö leiddi svo til enn meiri kauphækkana 1. júnl og 1. september hljóta allir, sem hafa opin augun að gera sér ljóst að verðbólgan veröur óviðráðanleg og atvinnuvegirn-. ir stöðvast. Þeir eru þegar komnir á yztu nöf. Þau samtök, sem taka á sig þá ábyrgö aö stööva allar leiöréttingar á visi- tölukerfinu, taka jafnframt á sig ábyrgö þess, að veröbólgan verður óstWvandi og atvinnu- leysi heldur innreið sina i stór- um stfl. Þegar rikissyórnin fjallaöi um ráöstafanir þær, sem geröar voru 1. desember slöastl., voru stjórnarflokkarnir allir sam- mála um, að ætti aö ná þvi marki að tryggja atvinnuöryggi og halda áfram hjöðnun verö- bólgunnar, mætti kaup ekki hækka meira en 5% 1. marz og sama mark þyrfti aö haldast fyrir önnur kaupbreytingatlma- bil á árinu 1979. Verðbótakaflinn i frumvarpi forsætisráöherra er byggöur á þessu samkomulagi. Veröi þvi raskað stefnir I hreint óefni. Þetta veröa forustumenn launþegasamtakanna aö gera sér ljóst. Það gefúr nokkrar vonir um, aö til þess komi, þvl að ályktun stjórnar Alþýöusam- bands Islands um brotthlaupiö úr visitölunefndinni lýkur meö þeim orðum, að hún sé reiðubú- in til viðræðna um einstöc at- riði i frumvarpi forsætisráö- herra, þar með talin veröbóta- ákvæöi kjarasamninga. Þ.Þ menn og málefni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.