Tíminn - 18.02.1979, Blaðsíða 27

Tíminn - 18.02.1979, Blaðsíða 27
Sunnudagur 18. febrúar 1979 27 íslenskir og eist- ienskir bændur bera saman bækur sínar I fyrra, 1978, kom hópur landbúnaöarsérfræðinga frá Sósíalístíska Sovétlýðveldinu Eistlanditil Islands. Hann kynnti sér sérstaklega reynslu og tækni sauð- f járræktarbænda og alhliða nýtingu sauðf járræktar- afurða. Með f förinni var landbúnaðarráðherra Eist- lands, Harald Mannik. Blaðamaður APN, Karl Helemjae, bað hann að segja okkur frá ferðinni. — Hvaö orsakar svo mikinn áhuga eistlenskra sérfræöinga á suöfjárrækt á tslandi? — Aöal framleiðslugreinar eistlenska landbúnaðarins eru nautgriparækt, svínarækt og einnig kartöflu- og kornrækt. A þessum sviöum höfum viö náö tiltölulega langt, en þaö sama veröur ekki sagt um sauöfjár- ræktina. Júliþing Miöstjórnar Sovéska Kommúnistaflokksins benti á, þegar þaö ræddi um vandamál áframhaldandi eflingar land- búnaöarins, að sauðfjárrækt heföi dregist afturúr, og sér- staklega i Eystrasaltslöndun- um. Viö leggjum nú alla okkar krafta i aö vinna þaö upp sem viö höfum dregist afturúr og höfum þess vegna áhuga á reynslu þeirra sem náö hafa góðum árangri á þessu sviöi. Okkur er vel kunnugt um þaö aö islenskur landbúnaöur hefur stefnt aö kvikfjárrækt allt frá landnámi. Grundvöllur þessar- ar greinar var sauöfjárræktin, þvi aöeins kindur géta notaö þaö gras sem vex á beitilöndunum sem grænfóöur. Oftlega er lika erfitt aö komast til beitiland- anna, a.m.k. fyrir hornótta stór- gripi. A eyjunum viö Vestur-Eist- land og I noröurhéruöum þess og einnig I brekkum suöursins eru einhæf beitilönd sem mætti með árangri nota til eflingar sauöfjárræktinni. Einmitt I þessu tilliti kemur reynsla Is- lenskra bænda sér vel. í feröinni kynntumst viö sauö- fjárrækt Islendinga, visinda- og rannsóknarstarfi á sviöi sauö- fjárræktar, tæknihliöum hús- búnaöar sauðfjár á bæjum, könnuðum fjárhús af algeng- ustu geröum á Islandi og fóöur- birgöir. Þaö var líka athyglis- vertaö skoöa sláturhúsin, frum- verkun og varöveislu kjötsins og einnig aö kynnast vinnslu ullar- innar og gæranna. — Hvaö af reynslu Islenskra sauöfjárræktarbænda mætti nota I Eistlandi? — Kynni okkar af Islenskri sauðfjárrækt voru mjög gagn- leg. Viö lögðum sérstaka áherslu á atriöi eins og: fram- leiðslu lamba á sumarfóöri I óræktuöum beitilöndum, sér- stakur sláturtimi og vetraruppi- hald kinda. Viö ætlum okkur aö reisa ódýr fjárhús aö fordæmi tslendinga. En auövitaö verða þau meö ein- hverjum breytingum I samræmi viö veöurfar og byggingarefni hjá okkur. 1 nefnd okkar voru sérfræö- ingar frá mismunandi stööum innan Eistlands. Allir fundu þeir eitthvaö sem hvatti þá i eigin starfi. — Hvaö um framtlöaráætlun um eflingu sauöfjárræktar I Eistlandi? — Sauöurinn hefur lengi veriö ræktaöur I Eistlandi. Kýrin og svlniö þurfa umhyggju allt áriö, en sauökindin þarf nær enga yfir sumarmánuðina. Þaö er mjög heppilegt fyrir landbúnaö- arverkamennina. Þess vegna höfum viö u.þ.b. 150 þús. sauð- fjár I einkaeign. Þaö er sveita- fólk (félagar I samyrkjubúum og verkamenn rikisbúa) sem hefurkindur til einkanota eöa til sölu á markaöi fyrir vörur úr einkaframleiöslu. Viö reynum aö sjá þeim fyrir góðum kyn- bótadýrum. t Eistlandi fást aö meöaltali 3,5 kg. af ull á hverju ári af einni kind og á bestu búunum 4 kg. Viö höfum sett okkur þaö tak- mark aö ná I nánustu framtíö 5 kg. af hverri sauökind af eist- lensku kyni. Viö munum einnig koma meö miklar nýjungar á bragðgæöum kjötsins. Sem stendur munu 17 sam- yrkju- og rikisbú stunda sauð- fjárrækt sérstaklega. Þeim fer stööugt fjölgandi. Til þess aö efla sauöfjárrækt I lýöveldinu og bæta framleiðslu sauöfjár- ræktunarafuröa hefur veriö ákveöiö aö stofna búnaöarfélag sem tengir sauöfjárræktina viö fyrirtækin sem fullvinna hrá- efnin. Þaö er þegar búiö aö ákveöa hvaöa bú munu mynda beina- grind aö félaginu. I framtíöinni ætlum viö okkur að fjölga kind- um uppi 300 þúsund. Aö ferö okkar til tslands lok- inni hittum viö aftur Islenska sauöfjárræktarbændur. Viö tók- um á móti þeim og ferðuöust þeir um lýöveldiö: kynntust sauöfjárrækt á okkar búum. Eistlenskt sauöakyn gefur til- tölulega mikiö af sér af ull og kjöti, en ekki nægilegan fjölda lamba. Við sögöum gestum okk- ar frá hvernig viö, meö góöu kynbótastarfi, reynum aö út- rýma þessum veikleika. Gest- irnir voru sammála um aö báöir aöilar heföi lært nokkuö af þess- um gagnkvæmu heimsóknum. Karl Helemjae. Þaö eru hinar tryggu leikbrúl ur — tilbúnar aö þjóna honum — sem halda hari stjóra á valdastóli. Ming hefur ræöismannmn, Dlagó..' Sjáöu, Diagó, þau sprengdu Ég vil hvern einasta mann á" mannaveiöarl CQ 1 A flugvelli Tarakimo... Y yiö er J WQ /Herlið blöur eftir \~T aöfá skilaboöl í \ \_\ 1 þessarigömlukonuft f um hana! ! m nr'\ Hvererhun? 1 l . i |m4 jz5.ec/ % | \T\ V/'° _ \ 5 \ <c — s -»■- iK^íiiiííi ii > Þrátt fyrir baö ■',! Nei.ekki héyra þeir vélar-* benzlnvél — j I hljóðiö og elta ) rafmótor, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.