Tíminn - 18.02.1979, Blaðsíða 10
10
Sunnudagur 18. febrúar 1979
Bergsveinn Skúlason
ÞAÐ SEM ÉG
LASUMJÓLIN
Aldrei fer það svo# að ekki berist á f jörur mínar nokkur sprek úr
þeim mikla bókareka sem haustflæðar losa úr bókmenntaskóginum
og bera á haf út fyrir jólin. — Fáir ráða þvi hvað rekur á fjörur
þeirra, en hirða með þökkum það sem á land kemur og virða fyrir sér.
gæðin.
Fyrst barst á mínar fjörur lítil bók með því rismikla nafni: Regin-
f jöll að haustnóttum, eftir Kjartan bónda Júlíusson á Skáldastöðum
Efri í Eyjafjarðardölum, með formála eftir Halldór Laxness. Frá-
leitt spillir það fyrir bókinni, að stórskaldið mælir með henni.
En ekki get ég fundiö, að efni kversíns sé yf irmáta
merkilegt: Sagnir um fylgjurog reimleika í Eyjafirði
og fleiri kynjasögur Ekki óalgengt umræðuefni um
þessar mundir — raunar jafngamalt mannabyggð í
landinu.
Skemmtilegust þótti mér saganumJórunnarstaða-
bolann sem lenti f skjálfheldu í lambhústóftinni, þar
koma þó engir reimleikar við sögu, nema að í kálfinn
hafi hlaupið römm afturganga.
Svo prýða bókina nokkrar frásagnir af reisum
höfundarins um f jöll og firnindi í nágrenni Skáldastða
Efri.
Æriðvirðist vera óhreint niðri í firðinum, og fylgjur
tryggar við byggðarmenn og f jöllin ofan hans blásin
og hrikaleg. Er það fráleitt neitt einkennandi fyrir
þenn landshluta. —
Saga Jóns Jónssonar frá Vog-
um minnir einna helst á sög-
urnar af mestu ógæfumönn-
unum sem segir frá i Islend-
ingasögunum — útlögunum,
skógarmönnunum — fór þvi þó
viös fjarri aö meö þeim væri
andlegur skyldkeiki, eöa verk
þeirra sambæileg.
Gylfi Gröndal ritstjóri hefur
fært sögu Jóns i þann búning
sem hún nú er i, og veröur frá-
leitt umbætt. Én upphaflega
skrifaöi Jón sögu sina á ensku,
sem hann haföi lært af bókum
án kennara. Sést á þvi meöal
annars, aö Voga-Jón var enginn
meöal skussi. —
Og svo eru blessuö jólin liöin
og geymd úti I geimnum hjá
guöi, eins og gamla fólkiö sagöi.
Mesta eftirvæntingin og glans-
inn af jólabókunum horfin. Og
ég fór að blaöa i hinni stóru fs-
landssögu, sem Bókmenntafé-
lagiö og Sögufélagiö eru aö gefa
út aö tilhlutan Þjóðhátföar-
nefndar. Mikiö og fritt liö sýnist
mér þar samankomiö til starfa,
samt viröist verkið ganga
heldur seint fram. En þá ber aö
hafa þaö i huga, aö til þess skal
vanda sem lengi á aö standa. Ef
til vill sést fyrir endann á þvi
um næstu aldamót. Veröa þeir
sem þá lifa margs visari.
Mikill kostur er þaö á þessu
mikla verki, hversu einstakir
efniskaflar sögunnar eru skýrt
afmarkaöir, Margir munu þeir
vera, sem ekki hafa jafn mikinn
áhuga á öllum öldum eöa þátt-
um Islandssögunnar, og kemur
slik skipting sér vel fyrir þá.
Aö þessu sinni byrjaöi ég aö
fletta þriðja bindinu aftarlega,
sem kom út rétt fyrir jólin, og
leit yfir þaö sem dr. Jónas
Kristjánsson skrifar þar um ís-
lendingasögurnar. Þeim hef ég
haft gaman af, siöan ég var litill
strákur og heyröi vinnumann
fööur mins lesa drjúgan hluta
þeirra á kvöldvökum.
Margt sýnist mér þar skrifað
af „skynsamlegu viti”, var-
færni og ærinni ihugun.
t innganginum aö kaflanum
um íslendingasögur kemst höf-
undurinn svo aö orði: — „viö
þekkjum ekki meö vissu höfund
neinnar sögu, þótt seinni tima
menn hafi meö misjöfnum lik-
um reynt aö eigna einstakar
sögur nafngreindum mönnum.
Við vitum ekki heldur hvenær
og hvar þær voru færöar i letur,
þótt einnig hafi veriö reynt aö
leiða getum aö þvi. Viö vitum
ekki hvaö af efni þeirra er
komið úr munnmælasögum og
hvaöer frumsmiö og skáldskap-
ur höfunda.” .....„Höfundar
sagnánna veröa nafnlausir um
aldur og ævi, en þó getum viö
með gaumgæfilegum lestri og
athugun sagnanna oröiö margs
visari um þá ósýnilegu menn
sem skapað hafa þessi
meistaraverk, hugmyndir
þeirra og viöhorf til lifsins,”
(bls. 271).
Þetta þykir mér viturlega
mælt. Og mætti nú gjarnan
linna hinum tilgangslausu og
heimskulegu getgátum um höf-
unda einstakra sagna. — Þaö
skiptir sjaldnast miklu máli
hvaö maðurinn heitir, heldur
hitt, hvað hann lætur eftir sig,
þegar hann lýkur ævidegi sinum
hér á jöröinni.
Ekki skiptir þaö heldur
meginmáli, hvort sögurnar eru
settar saman suður I Odda eöa
Haukadal, uppi i Borgarfiröi
Bergsveinn Skúlason
eöa vestur við Breiöafjörö. En I
þeim landshluta eöa nágrenni
hans, má ætla aö allar bestu
sögurnar séu skrifaöar i þeirri
gerö sem við þekkjum þær. Fer
það aö likum. Þetta er sá hluti
landsins sem fegurstur er aö
flestra dómi og byggilegastur,
og hefur svo veriö frá land-
námsöld. En hvaö sem þvi liöur,
eru íslendingasögurnar eign
allrar þjóðarinnar, og mega
allir vel við það una. —
Styttri sögurnar — ts-
lendingaþættirnir — fá þennan
dóm hjá Jónasi Kristjánssyni.
„Bestu þættirnir eru meistara-
verk i litilli umgjörö, og má
skipa þeim I flokk meö ágætustu
smásögum veraldar.” (bls.
344).
Ekki er nú þunnt smurt
smjörinu á kökuna. En Jónas er
ekki einn um það. Eftir dr. Sig-
urði Nordal er haft: — „Hrafn-
katla er, þegar á allt er litið, ein
hin fullkomnasta stutt bóksaga
(shortnovel), sem til er I heims-
bókmenntunum ” (bls. 307).
Hrafnkötlu mætti sem best
flokka með Þáttunum.
Og ekki eru þeir lærdóms-
mennirnir og starfsbræöurnir,
Siguröur Nordal og Jónas
Kristjánsson, einir um aö
smyrja þykkt lofinu á tslend-
ingasögurnar.
Eftir frægum enskum bók-
menntafræöingi, W.P. Ker aö
nafni, er haft, að Njála sé „eitt
hinna mestu lausmálsverka
sem til væru i allri veröldu”.
(bls. 342).
Og hinn aldni bóndi, Helgi
Haraldsson á Hrafnkelsstööum,
hnykkir heldur betur á sem
vænta mátti. Eftir honum er
haft, að i Njálu „megi finna svör
viö öllum vandamálum mann-
legs lifs.” Minna gat þaö ekki
veriö, eftir þaö sem á undan var
gengiö. Einn er öörum fund-
visari.
Eins og nærri má geta, hef ég
hvorki löngun eða snefil af
þekkingu til aö hrekja þessa
glæsilegu dóma. Maöur sem
litiö hefur lesiö annaö en hrafl af
Islendingasögunum, og þekkir
álika mikið til heimsbókmennt-
anna og landslagsins á tunglinu.
En óneitanlega hvarflaði aö
mér meöan ég las ummælin, aö
hefðu einhverjir minni menn en
Bókin miölar enn þann dag f dag meiri þekkingu en flestir aörir þekk ingarbrunnar.