Tíminn - 18.02.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 18. febrúar 1979 9 Stefnt að aukmni samvinnu í neytendamálum á Norðurlöndum t byrjun nóvember sóttu neyt- endafulltrúar frá ýmsum stööum ásamt fulltrúum frá ráöuneytum, stjórnvöldum og félagasamtök- um á öllum Noröurlöndunum ráöstefnu í „Hasselby höll” i Stokkhólmi. Skrifstofa norrænu ráöherranefndarinnar i Oslo haföi skipulagt þessa ráöstefnu ogvar fjallaöum neytendamál og þá starfsemi í þágu neytenda sem fram fer á Noröurlöndunum. Fulltrúi Islendinga á ráöstefn- unni var Sigriöur Haraldsdóttir ráöunautur hjá Kvenfélagasam- bandi Islands. I þjóöfélagi þar sem vöruúrval- iö i verslunum breytist sifellt. breytast neysluvenjur fólks meö ýmsu móti. Neytendur þekkja ekki allar þær nýju vörur, sem Sigriöur Haraldsdóttir ráðunautur I neytendamálum hjá Kven- féiagasambandi tslands. koma á markaöinn og eru því oft illa á vegi staddir þegar þeir þurfa aö festa kaup á einhverjum varningi. Seljendur hafa i flestum tilvikum mun sterkari aöstööu. Til þess aö bæta stööu neytand- anshafaveriösettýmiskonar lög. Má þar nefna kaupalögin sem hér á landi voru samþykkt áriö 1922 og lög um verölag.samkeppnis- hömlur og óréttmæta viöskipta- hætti.sem samþykkt voru á Al- þingi i mai sl. En þau lög öölast ekki gildi fyrr en aö ári. Þegar viötadc lög eru sett til aö vernda neytendur, þarf aö hafa umsjón meö þvi aö þeim sé framfylgt og aö allir neytendur hvar sem þeir búa á landinu njóti þeirrar vernd- ar.sem lögin eiga aö veita þeim. A hinum Noröurlöndunum hef- ur verið komiö á fót neytenda- stofnunum af ýmsu tagi. Slikar stofnanirhafa meöhöndum ýmis- konar verkefni einsogt.d. aöhafa umsjón með lögum sem sett eru neytendum til verndar, rannsaka vörur og eiginleika þeirra.setja fram tillögur um vörulýsingar sem eiga aö fylgja söluvarningi svo aö neytendur átti sig betur á eiginleikum hans, áöur enkaupin eru gerö o.m.fl. Þessar stofnanir sjá einnig oftum aö birta fróöleik um neytendamál I fjölmiölum, þær gefa út eigin timarit og bæklinga, þar sem birtist allskon- ar fróöleikur um neytendamál og önnur mál viövikjandi heimilis- rekstri. íslendingar taka þátt i þessu samstarfi undir forustu Björgvins Guðmundsson- ar skrifstofustjóra i viöskipta- ráöuneytinu. En nú á einnig aö efla samvinnuá milli þeirra sem stunda neytendaþjónustu i dreif- býli og á öörum stööum utan. höfuöborgarsvæöa. Hér á landi veröur varla hjá þvi komist aö koma á fót neytendastofnunum viöa um landiö, þegar lög um verölag. samkeppnishömlur og óréttmæta viöskiptahætti öölast gildi. Reynslan á Noröurlöndunum hefur leitt í ljós, aö neytendur reyna aö leita aöstoöar viö val á ýmsum vörutegundum, þegar þeir þurfa aö leysa ýmiskonar vandamál varðandi viöhald á vörum sem þeir hafa fest kaup á oghagnýta þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Ennfremur þurfa neytendur oft á aöstoö aö halda þegar koma skal á fram- færi kvörtunum út af gölluðum vörum. Fjárhagsleg afkoma heimilanna er aö miklu leyti undir þvi komin hvernig þau mál veröa af hendi leyst, enda ráða neysluvenjur, sem menn temja sér jafn miklu um afkomu heimil- anna og tekjurnar. A undanförn- um áratugum höfum viö hér á landi lagt megináherslu á aö afla tekna til heimilisins.minna hefur veriö lagt upp úr því hvernig tekjunum er variö. A Noröurlöndunum hefur aö- stoð viö neytendur, sem flestir eru forráðamenn heimila, veriö skipulögö meö ýmsum hætti. Finnar hafa nýlega leitt i lög hjá sér aö öll sveitarfélög í land- inu komi á fót neytendaþjónustu ogeru f gildifastar reglur fyrir þá starfsemi. t Noregi hafa neytendaskrif- stofur veriö settar á laggirnar i .öllum sýslum landsins. Þeim er öllum stjórnaö af hinu norska neytendaráöi sem er rikisráö. t Danmörku vinna 75 ráöunaut- ar i heimilisfræöum hjá frjálsum félagasamtökum, en þau fá rikis- framlag fyrir starfsemi sina. En þar að auki hafa viöa veriö stofn- uö neytendafélög. tSvIþjóðhefurþingið mælt meö þvl viö öll sveitarfélög aö þau komi upp neytendaþjónustumiö- stöö. Fram aö þessu hafa 170 af ,277 sveitarfélögum fariö eftir þeim tilmælum. Starfsemin er rekin á vegum sveitarfélagsins og er þvl algjörlega frjáls.en stór rikisstofnun, sem fjallar um öll neytendamál Svia (Konsu- mentverket) styöur starfsemina meö þvi að láta neytendaskrif- stofunum í té fræösluefni allskon- ar aö sjá um menntun starfsfólks og aö styöja þær á allan hátt I starfsemi þeirra. A Islandi hefur þjónustustarf- semi viö neytendur ekki þróast nema aö mjög litlu leyti. Kven- félagasamband tslands hefur ein- ungis einn fastráðinn ráöunaut. Einstök héraössambönd innan vébanda Kí hafa á undanförnum árum einstaka sinnum haft ráöu- nauta I þjónustu sinni. Hefur þvi ráöunautur KI reynt aö sinna fræöslu um neytendamál og önnur mál varöandi heimilis- rekstur o.fl. i dreifbýlinu aö svo miklu leyti sem unnt hefur veriö aö koma þvi viö. I Reykjavik rek- ur Kvenfélagasamband tslands Leiðbeiningastöð húsmæöra. þar ?em m.a/er.svaraö spurningum neytenda varöá'ndi heimilishald ög gefnir út fræösluþæklingar. Neytendasamtökin reka kvörtunarþjónustu fyrir félags- menn slna og sinna ýrnsum öörum neytendamálum sem ofar- lega eru á baugi hverju sinni. Þegar lögin um verölag,sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti öölast gildi, á framkvæmd laganna m.a. aö vera í höndum skrifstofu verb- lagsstjóra. Verður sú stofnun þvl opinber neytendastofoun sem aö nokkru leyti veröur rekin eins og aörar neytendastofnanir á Norðurlöndunum. Þótt starfsemin sé skipulögö á mismunandi vegu i hinum ýms- um löndum viröast flest vanda- málin vera svipaös eölis. A ráð- stefnunni ræddu þátttakendur um starfsemina i dreifbýlinu um samvinnu viö framleiöendur og Framhaid á bls. 31 BÍLASALA - BÍLALEIGA Landsmenn athugið Borgarbilasalan hefur aukiö þjónustuna. Höfum opnað bilaleigu, undir nafninu Bílaleigan Vík s.f. Erum meft árg. 1979 af Lada Topas 1600 og Lada Sport 4x4. Verið velkomin að Grensásvegi 11. Borgarbílasalan s.f. Bílaleigan Vík s.f. Grensásvegi 11, simar 83085 — 83150 eftir lokun 37688 — 22434. Opift alla daga 9-7 nema sunnudaga 1-4. i —J-------Lll Erum að fá til afgreiðslu i nœstu viku nokkrar af þessum fallegu norsku veggsamstœðum Lengd: 2,70 m. hœð: 1,73 m. Sýnishorn i versluninni Verið velkomin ★ Verð kr. 479.000.- /Öfcj ss .Skeffán. w .’iiiiMinfi.y’/ a. G/ M//1/í -IIU-1 U/ '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.