Tíminn - 11.03.1979, Síða 13
Sunnudagur 11. mars 1979.
13
Blómaskeið þýskrar
kvikmyndagerðar
ótta og örvæntingu væri hentug til
aö vekja athygli á þeim.
önnur þekkt mynd eftir
Murnau er Der Letzte Mannsem
sýnd var i sjónvarpinu fyrir
tveimur árum siðan.
Fritz Lang
Sá sem ef til vill er þekktastur
frá uppgangstima þýskrar
kvikmyndageröar á þriöja ára-
tugnum er Fritz Lang. Af fjöl-
mörgum kvikmyndum sem Lang
geröi á þessu timabili eru nokkr-
ar sem eru framúr skarandi.
Niflungasaga (1924) er byggö á
fornsögunni um Sigfrið og
Brynhildi. 1 mynd Langs
Metropolis (1927) nær kvik-
myndatækni þjóöverja á blóma-
timanum hátindi sinum. Hún lýs-
ir á átakanlegan hátt hvernig
hópur fátta útvaldra lifir I vellyst-
ingum i borg glæsihalla og skýja-
kljúfa á kostnað miskunarlausrar
nauðungarvinnu fjöldans i niöur-
gröfnum rangölum og afkimum
undir borginni.
Kvikmyndin M (1931) átti upp-
haflega að heita Morðingi meðal
vor. Fritz Lang breytti nafni
myndarinnar þegar honum var
bent á að nasistar gætu tekið
upprunalega titilinn til sin. M er
um leit lögreglu að illvlgum
barnamorðingja. Hún var fyrsta
tónmynd Fritz Lang.
Þrátt fyrir að austurrikismað-
urinn Josef von Sternberg hafi
gert flestar mynda sinna I
Hollywood stjórnaði hann töku
a.m.k. einnar i Berlin 1930. Þessi
kvikmynd var Blái engillinn (Der
Blaue Engel) sem fjallar um ást
hins virðulega professors Unrat
(Emil Jannings) á knæpusöng-
konunni Lolu Fröhlich (Marlene
Dietrich) og fall hans niður
mannvirðingastigann.
Pabst og Ruttmann
Georg Wilhelm Pabst var fædd-
ur 1887 i Austurriki eins og Josef
Sternberg. Eftir mikil ferðalög
um Evrópu og Ameriku settist
hann að i Berlin árið 1921 og byrj-
aði að vinna viö kvikmyndagerö.
Pabst hafði glöggt auga fyrir
misrétti og öörum þjóöfélagsleg-
um meinsemdum. Þessi eigin-
leiki hans kom skýrt i Jjós I kvik-
myndunum Dapra gatan (Die
Freudlose Gasse 1925), Die
Biichse der Pandora (1928) og
Dagbók týndrar stúiku
(Tagebuch einer Verlorenen,
1929). Þær myndir sem sennilega
munu halda nafni Pabst lengst á
lofti eru Kammeradschaft (1931)
sem fjallar um námuslys á landa-
mærum Frakklands og Þýska-
lands árið 1906. Hin kvikmyndin
er Westfront 1918 (1920) með
magnaðri striðsádeilumynd sem
gerð hefur verið.
Sá maður sem siöast er til-
nefndur i þessu yfirliti er Walter
Ruttmann (1887-1941). Mynd hans
Beriin, Die Sympohnie einer
Grossstadt (1927) er fyrsta kvik-
myndini röð fjölmargra heimild-
armynda um borgir og bæi.
Endalokin
Blóvnaskeið þýskrar kvik-
myndagerðar var s.tutt. Það stóö
frá c.a. 1920 til ársins 1933. I janú-
ar þaö ár varð Hitler kanslari
Þýskalands. Tveimur mánuöum
seinna skipaði hann Joseph
Goebbels ráðherra I þýska út-
breiðslu- og áróöursráðuneytinu.
Goebbels lét það verða sitt fyrsta
Atriöi úr myndinni Berlin, hljómkviða stórborgar. Ein athygus-
verðasta heimildarkvikmynd frá blómaskeiðinu.
Emil Jannings og Marlene Dietrich I hlutverkum sfnum I hinni frægu kvikmynd Blái engillinn eftir
Josef von Sternberg.
Notkun skugga til áhersluauka var algeng f kvikmyndum þýska
expresssionismans á þriöja áratugnum. Úr kvikmyndinni Skápur
Dr. Caligari.
verk að ná kverkataki á öllum
fjölmiölum landsins og þar með
kvikmyndaframleiðslunni. Hann
útbjó svartan lista yfir svokallaö-
ar óæskilegar myndir sem voru
bannaðar þegar i stað.Annar listi
var gerður yfir óæskilega kvik-
myndaleikstjóra. A þeim lista var
meðal annara Lubitsch sem flúöi
til Bandarikjanna. Að dæmi hans
fór Lang og flestir meiriháttar
leikstjórar og leikarar þjóð-
verja. Einum mikilvægasta
kafla kvikmyndasögunnar var
lokiö.
G.K.
Stuðst við:
Germany eftir Féiix Bucher,
Eighty Years of Cinema eftir
Peter Cowie, The Oxford
Companion to film — ritstjóri
Anne Bawden. The International
Encyclopedia of Film — ritstjóri
Dr. Roger Manvel.
K>1
sioasti soiuocur| KR/ KG. | ÞYNGD. | VE RO.
SMEINN, S 37-Í2DD
KULDS. 31- 763‘iO
@ KAUPFÉLAG HÉRAÐSBUA ^
PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODDS SIGURÐSSONAR GRENSÁSVEGI 7 REVKJAVÍK
BYGGINGAPLAST * PLASTPRENTUN * MERKIMIÐAR OG VÉLAR
KYIMNIÐ YÐUR
V/ERÐ OG GÆÐI
Þegar viö VEGUM kostina,
þá verður svarió
- ISHIDA ^
PLASTPOKAR
O 82655
MastiMi lil' Q0
PLASTPDKAR
O 82655
PRERTUN
PRENTUN
GUÐHUNDUR,S.3(-9
VERfr
All GðEHRUBRUR
mon ftGOBUVERÐI
BUBBr^****AElI|»|
POKKUNARDAGUR S. 32-lbtiU
NONNl & BUBBr V,
tuiVKIÐJAN HF.
SMIIJJliV'I.Cil 1* a.- 7*..» «o
SPYRJIÐ ÞESSA
1 rm • * v*
■
* TRYGGIÐ YÐUR VOG MEÐ NÆSTU
SENDINGU
* STAÐFESTIÐ PANTANIR OG
ELDRP PANfAUIR
FYRIR 15TIL
TRIXPLAST HEIMILSPOKAR 50STK. Á RULLU