Tíminn - 11.03.1979, Side 14

Tíminn - 11.03.1979, Side 14
14 Sunnudagur 11. mars 1979. Séra Gunnar Kristjánsson ,/Hinn sorglegi skáldsnill- ingur" Flestir sem eru eitthvað kunnugir verkum Halldórs Laxness, munu kannast mæta- vel við söguna um Ólaf Kárason Ljósviking, — söguna um séniið, eins og bókin var gjarna kölluð manna á meöal fyrir þrjátiu ár- um eða svo. Séra Gunnar Kristjánsson er nú hingað kom- inn og oröið góðfúslega við þeim tilmælum að svara nokkrum spurningum. — Og þá langar mig að spyrja þig fyrst, séra Gunnar: Hvers vegna vaidir þú þér einmitt þetta viðfangsefni til doktors- prófs? — Mér hefur alltaf fundist Heimsljós athyglisvert skáld- verk, ekki sist vegna þeirra mörgu viðfangsefna, sem þar eru tekin fyrir. Sjálft nafn verksins, Heimsljós, kann aö gefa lesandanum til kynna viss tengsl við orö Krists: Ég er ljós heimsins. Aðalpersónan I verk- inu, ólafur Kárason Ljósviking- ur, hinn sorglegi skáldsnilling- ur, eins og Laxness kallar hann I einni ritgerð — hann vakti lika fljótt athygli mina og þær miklu þjáningar, sem hann liöur — og Jarþrúður kona hans sömuleiö- is. En svo er aftur á hinu leitinu hin mikla fegurðardýrkun Ólafs, og hvernig hann lifir i spennunni á milli óendanlegrar þjáningar og takmarkalausrar fegurðar, — hvernig hann lifir I þjáningunni, en lifir svo aftur á móti af voninni. Þetta fannst mér ákaflega forvitnilegt, hvernig, I fyrsta lagi, þjáningin er skilin af hin- um ýmsu persónum sögunnar, og svo hins vegar, hvernig Laxness glimir viö vonina, — hvaöa von hann gefur mannlif- inu i þessari óendanlegu þján- ingu á Sviðinsvik. — Þú ert auövitaö nákunnug- ur skáldverkum Laxness, bsði Heimsljósi og öðrum bókum hans? — Já, ég held mér sé óhætt aö verka hans sem var. Ég er meira að segja ekkert viss um aö mér finnist Heimsljós best skáldsagna hans. — Þú minntist á þjáningar ólafs Kárasonar, — og þjáning- una i Sviöinsvlk. En nú er margs konar þjáning i þessu skáldverki, ef ég má komast svo að oröi? — Já, rétt er það. Það er margs konar þjáning i Heims- ljósi. Við getum byrjað á aö nefna hina félagslegu þjáningu, sem stafar af pólitiskri spillingu á „eigninni”, Sviöinsvik. Þar er fólk lfka hrjáð af sjúkdómum, sem sumpart eiga rætur aö rekja til örbirgöarinnar á Sviðinsvik, en þar er lika að finna veikindi, sem eru ekki fá- tæktinni aö kenna, eins og til dæmis flogaveiki Jarþrúðar, sem er á einum staö i verkinu kölluð hinn heilagi sjúkdómur. Kynni Ólafs Kárasonar af þess- um sjúkdómi, flogaveikinni, ljúka upp augum hans fyrir þvi, að til sé þjáning i lffinu, sem ekki sá hægt að lækna með nein- um félagslegum aögerðum, ekki heldur með tilstyrk læknisfræö- innar. Viö þá þjáningu veröi að glima með einhverjum allt öör- um hætti. Höfundur Heimsljóss fjallar um hina félagslegu þjáningu á félagslegum eða pólitiskum forsendum, sem við getum kall- að sósialskar, en þegar kemur að hinni mannlegu þjáningu, Séra Gunnar Kristjánsson/ prestur aö Reynivöllum í KjóS/ hefur skrifaö doktorsritgerð um skáldsögu Hall- dórs Laxness/ Heimsljós, — og hlotiö doktorsnafnbót fyrir. Ritgeröin var skrifuð í Þýskalandi og lögö fram þar, en síðan gekkdoktorsefniö undir sérstakt próf, og þegar hvort tveggja haföi gerst, aö hann haföi lokið prófinu meö sóma og ritgerðin verið tekin gild, var áfanganum náö, doktorsnafnbótin veitt. hinni tragisku lifsvitund, sjálfri llfsbyröinni, sem enginn getur læknað, þá gripur höfundur til þjáningardulhyggju kirkjunnar, sem hann hefur vafalaust ekki komist hjá að kynnast mjög vel þau tæp tvö ár, sem hann var I klaustri Benediktsmunka i Luxemburg. Þannig veröur þjáningardulhyggjan þungur undirtónn i verkinu. Jökullinn og upprisu- hátíöin — Næst langar mig aö spyrja, hvernig þú hafir nálgast þetta mikla söguefni, — þvi að sann- arlega er Heimsljós stórt og mikið skáldverk, þótt höfundin- um hafi að visu tekist að þjappa þvi saman I ótrúlega fá orð, þegar þess er gætt, hve mikið er sagt. — Þegar maður tekur sér segja að ég sé alveg sæmilega kunnugur öllum verkum hans, og i sjálfu sér heföi ég kannski getaö rannsakað hvert skáld- svona verkefni fyrir hendur, þarf hann I fyrsta lagi að koma sér niður á einhverja ákveöna aðferö, og þar næst að tak- marka viöfangsefnið. Nú er þessi doktorsritgerð min guð- fræöileg ritgerð, en ekki bók- menntafræðileg, og þess vegna vinn ég út frá ákveöinni guð- fræöilegri aöferð, og er þar um að ræða aöferö þýskameriska guðfræöingsins Paul Tillich, en hann hefur fjallað mjög mikið um tengsl guðfræði við hina veraldlegu menningu, svo sem bókmenntir og listir. Hann reynir aö túlka hin guöfræðilegu og kirkjulegu hugtök á verald- legan hátt, og jafnframt reynir hann að skilja hina veraldlegu list guðfræðilegum skilningi. Nú, ég reyndi, eins og ég sagði áðan, aö takmarka verkefni mitt. Það gerði ég þannig, að ég einskorðaði mig að mestu við tvö meginhugtök I skáldverk- inu, sem jafnframt eru kjarna- hugtök þess: Annars vegar þjáninguna, hins vegar fegurð- ina. Ég rannsakaði hvort tveggja, bæði hvernig þjáningin kemur fram i Heimsljósi, og einnig hvernig fjallað er um hana utan þess. Þar athugaði ég hvernig fjallað er um þjáning- una i hugmyndasögu mannsins, svo sem meðal Forngrikkja,! fræöum krikjunnar: og einnig I bókmenntum seinni tima o.s.frv. Þegar kemur að hinu megin- hugtakinu, fegurðinni, þá rann- saka ég, hvernig fegurðin er túlkuð I verkinu, hvernig skynj- ar Ólafur Kárason — og reyndar einnig aðrar sögupersónur — fegurðina, og hver eru tengsl þessa þáttar skáldverksins við skyld hugtök, til dæmis i guö- fræöi. I Heimsljósi er fjallað um fegurðina á táknrænan hátt, og þá notar skáldið ýmis alkunn fyrirbæri I þessu skyni, til að mynda jökulinn. Þá má ekki heldur gleyma tóninum, ómin- um, sem er svo oft vikið að i Heimsljósi. „Heyrir þú nokkurn tima sérkennilegan óm þegar þú ert einn”. ... „Ef til vill ekki einusinni ómur, en öllu heldur ljós, innra ljós, fagnaöarljós, almættisljós, það Ljós, sá Ómur sem ekkert orð var skapað t.il að skýra”. Svona væri hægt áfram að telja lengi. Það má lika minna á „kvenmynd eilifðarinnar”, sem er áberandi þáttur i verkinu. Og svo að lokum tengist sjálf upprisan fegurðinni, — og örlög- um ólafs Kárasonar Ljósvik- ings. Skáldið Ólafur Kárason lýkur ævi sinni með þvi að ganga inn á jökulinn, eld- snenima á páákadag smorgun, áður en aðrir menn risu úr rekkjum. „Hann héldur áfram inná jökulinn, á vit afturelding- arinnar, búngu af búngu, i djúp- um nýföllnum snjó...” „Bráðum skin sól upprisudagsins yfir hin- ar björtu leiðir þar sem hún bið- ur skálds sins”. Þannig deyr Ólafur Kárason inn I hina eilifu fegurð jökulsins og jafnframt inn i upprisuhátiöina. — Þessi stórfenglegu sögulok Heimsljóss eru áreiðanlega ekki samin út I bláinn? — Vist er, að Halldór Laxness býr yfir mjög mikilli guðfræði- legri þekkingu. Hins vegar get- ur veriö erfitt að segja hvaö skáldið er aö fara i einstökum atriðum. Ég vil t.a.m. ekki full- yröa neitt um það, hvaö Halldór Laxness á við með þvi að láta ólaf Kárason skáld ljúka lifi sinu á jöklinum. A hinn bóginn hefur lesandinn auövitað leyfi til þess aö hugsa sitt, — túlka skáldverkið eftir þvi sem hver og einn hefur hugmyndaflug til, — og ég held að það sé einmitt það, sem skáldin ætlast til af lesendum sinum. Heimsljós er löngu oröiö hluti af heimsbókmennt- unum — Þú sagðir áðan, að ritgerö þln og könnun á Heimsljósi Laxness væri guðfræðileg, en

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.